Morgunblaðið - 16.10.2018, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2018
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
ICQC 2018-20
Þetta eru eyjarnar í hinum horfnu
höfum, eða These are The Islands
in Bygone Seas á ensku, nefnist
myndlistarsýning sem Wiola Ujaz-
dowska og Hildur Ása Henrýsdótt-
ir opnuðu um helgina í Listastof-
unni á Hringbraut 119.
Á sýningunni birta listakonurnar
ólíkar hliðar á Medeu, höfuð-
persónunni í samnefndum harm-
leik Evrípídesar. „Sagan fjallar um
Medeu, hina ástríðufullu, erlendu
og dularfullu konu sem fórnar öllu
fyrir elskhuga sinn og barnsföður
Jason. Hún flýr með honum til
ókunnugs lands til þess að hefja
nýtt líf. Þegar Jason yfirgefur
hana fyrir aðra konu tekur hún til
sinna ráða til þess að ná fram
hefndum.
Persóna Medeu samræmist ekki
hefðbundnum hugmyndum um
kvenleika. Medea er eldklár og
meðvituð um réttindi sín og vald
yfir eigin örlögum. Einnig berst
hún fyrir því að viðhalda eigin
sjálfræði. Sökum þess að hún upp-
fyllir ekki skilyrði feðraveldisins
og Korintuborgar er hún úthrópuð
sem barbari og hættuleg norn,“
segir í tilkynningu um sýninguna
og Medeu og að listamennirnir hafi
unnið verk innblásin af Medeu og
eigin reynsluheimi.
„Þær varpa fram spurningum
um eðli kvenleika, hvað er að vera
kvenkyns innflytjandi og tengsl
fólksflutninga á líkamann, hvernig
hann breytist og aflagast,“ segir
þar og að sýningin sé hluti af verk-
efninu Huldufólk sem hafi að
markmiði að vekja athygli á mál-
efnum innflytjenda á Íslandi.
Wiola Ujazdowska er pólskur
listamaður sem vinnur með marga
ólíka miðla í listsköpun sinni og
býr og starfar hér á landi. Hildur
vinnur málverk, teikningar, skúlp-
túra, gjörninga og ljósmyndir og
eru verk hennar sögð fjalla um til-
finningalíf og tilvistarleg átök í
innra lífi einstaklinga.
Ólíkar hliðar Medeu
Medea Úr vídeó-
verki á sýningunni.
Undir halastjörnu er fyrstaleikna kvikmyndin í fullrilengd sem Ari AlexanderErgis Magnússon sendir
frá sér. Hann hefur þó verið viðrið-
inn kvikmyndagerð í langan tíma og
leikstýrði meðal annars heimildar-
myndunum Gargandi snilld (2005)
og Syndum feðranna (2008).
Undir halastjörnu er sannsöguleg
og byggist á hinu svokallaða líkfund-
armáli frá árinu 2004. Hinn 4. febr-
úar var kafari að gera athuganir á
bryggjunni í Neskaupstað þegar
hann fann lík sem hafði verið þyngt
með keðjum og kastað í sjóinn. Líkið
reyndist vera af ungum litháískum
manni og við rannsókn kom í ljós að
iður hans voru full af eiturlyfjum.
Snemma beindist grunur að þremur
mönnum sem höfðu verið viðriðnir
fíkniefnainnflutning. Kvikmyndin er
nokkuð trú upprunalega efniviðnum,
þó að sjálfsögu þurfi að taka sér eitt-
hvert skáldaleyfi. Þjóðerni fórnar-
lambsins er t.d. breytt, hann er eist-
neskur en ekki litháískur og nöfnum
hefur verið breytt af virðingu við þá
sem eiga hlut að máli.
Kvikmyndin hefst í Eistlandi árið
1991, daginn sem Eistar fá sjálf-
stæði eftir fall Sovétríkjanna. Við
kynnumst aðalhetjunum í myndinni,
þeim Mihkel, Igor og Veeru, þegar
þau eru börn að aldri. Mihkel á góða
og heilsteypta fjölskyldu sem heldur
veislu í tilefni af nýfengnu frelsi.
Heimilslíf Igors er öllu verra, hann
býr með drykkfelldum og ofbeldis-
fullum föður af rússneskum ættum.
Faðirinn er ekki ánægður með að
Eistland sé orðið sjálfstætt og tekur
bræði sína út á syninum. Mihkel
styður við bakið á vini sínum og þeir
gera sáttmála um að vera alltaf til
staðar hvor fyrir annan.
Við færum okkur svo yfir í nú-
tímann. Mihkel og Veera eru nú
kærustupar. Þau eru á leið til Tall-
inn með dularfulla tösku sem Igor,
sem nú býr á Íslandi, hefur beðið
þau að flytja fyrir sig. Þegar Mihkel
kemur á áfangastað kemur í ljós að
það er ætlast til að hann flytji inni-
hald töskunnar, amfetamínhylki,
innvortis til Íslands. Honum líst ekki
á þessa fyrirætlan en fellur loks í
freistni, þar sem það er vegleg
greiðsla í boði. Þegar hann kemur til
Íslands tekur gamli vinur hans Igor
á móti honum, ásamt Íslendingunum
Bóbó og Jóhanni.
Það líður og bíður án þess að
Mihkel geti losað sig við varninginn
sem er eins og tifandi tímasprengja
innra með honum. Eftir því sem hon-
um hrakar verða pörupiltarnir sífellt
meira uggandi, enda mikið í húfi.
Leikstjórn og kvikmyndataka er
verulega vönduð. Mikið er unnið
með symmetríska myndbyggingu,
sem er oft ansi tilkomumikil. Myndin
hefur fallega filmulega áferð. Kaldir
og hlýir litir kallast á, bláir og gulir
litatónar eru áberandi og það er
skemmtileg tilbreyting frá hinu
hefðbundna grátóna spennumynda-
lúkki.
Það er áhugavert að þetta er
þriðja íslenska myndin á stuttum
tíma sem fjallar um hinn martrað-
arkennda heim eiturlyfja og glæpa.
Hinar myndirnar sem um ræðir eru
Vargur og Lof mér að falla. Vargur
fjallar einnig um burðardýr sem
stíflast, þannig að sum atriði eru
nokkuð áþekk milli þessara tveggja
mynda. Maður veit samt sem áður
að það tekur mörg ár frá því að hug-
mynd fæðist og þar til bíómynd er
frumsýnd, þannig að svona trend
eru auðvitað ekkert annað en til-
viljun.
Þeir sem þekkja til líkfundarmáls-
ins vita að þessi saga er alveg rosa-
legur harmleikur. Myndin er það
líka, allir ofmetnast og það fer illa
fyrir öllum. Ari kýs að sýna með
reglulegu millibili endurlit úr fortíð-
inni, þegar Mihkel, Veera og Igor
voru lítil og saklaus. Þessar friðsælu
senur veita dýnamískt mótvægi við
ömurleikann í lífi þeirra í nútíman-
um. Þrátt fyrir að það sé ýmislegt
reynt til að hreyfa við tilfinningum
áhorfenda, þá tekst það ekki alveg
nógu vel. Það er erfitt að festa hend-
ur á nákvæmlega af hverju það er.
Það er að hluta til tengt persónu-
sköpun. Maður beið einhvern veginn
eftir að fleiri persónur felldu grím-
una, berskjölduðu sig, svo að maður
gæti kynnst þeim betur. Igor og Jó-
hann eru t.a.m. fremur óskýrar per-
sónur, það hefði verið gaman að
komast betur inn að kjarna þeirra.
Vegna þess hve persónurnar eru
stundum flatneskjulegar finnur
maður ekki næga samkennd með
þeim þegar í harðbakkann slær og
harmleikurinn orkar ekki jafn-
kröftuglega á mann.
Í Undir halastjörnu er ekkert gef-
ið eftir þegar kemur að líkamlegum
óhugnaði. Eftir því sem Mihkel
hrakar lítur hann sífellt verr út,
hann gránar í framan og bólgnar all-
ur út. Hann kastar líka upp í tíma og
ótíma og á köflum spurði maður sig
hvort uppköstin væru ekta, því það
er sjaldan sem maður sér jafn-
raunveruleg uppköst í bíómynd. Þau
sem annast smink og tæknibrellur
eiga sannarlega hrós skilið fyrir afar
viðbjóðslega og sannfærandi vinnu.
Í byrjun myndar voru samtöl
nokkuð stirð og óeðlileg. Þetta skán-
aði þó til muna eftir því sem á leið og
á heildina litið voru samtölin fín og
leikurinn góður. Samt var eins og
handritið næði ekki alveg að smella.
Það voru nokkur augnablik í mynd-
inni sem hefði augljóslega mátt
klippa burt. Senurnar sem um ræðir
eru síður en svo slæmar út af fyrir
sig, það er bara óljóst hvaða tilgangi
þær þjóna. Eitt atriði undir lok
myndar, þar sem Igor og Jóhann
stoppa í kirkjugarði á bílferð sinni
um landið, á sér t.d. hvorki aðdrag-
anda né úrlausn. Senan er fallega
skotin og innrömmuð en hún á ekki
heima í myndinni og gerir fátt annað
en hægja á spennu.
Undir halastjörnu er virkilega
flott og fagmannlega unnin kvik-
mynd. Leikstjórn og kvikmyndataka
er reglulega góð, tónlist og hljóð-
vinnsla falla vel að heildarmyndinni
og leikarar standa sig prýðilega.
Myndin er þó ofurlítið einsleit og
hefði mátt við meiri spennu.
Harmleikur úr samtímanum
Í kirkjugarði Undir halastjörnu er þriðja íslenska kvikmyndin á stuttum tíma sem fjallar um heim eiturlyfja og glæpa.
Háskólabíó, Smárabíó
og Borgarbíó
Undir halastjörnu bbbmn
Leikstjórn: Ari Alexander Ergis Magn-
ússon. Handrit: Ari Alexander Ergis
Magnússon og Attila Veres. Kvikmynda-
taka: Tómas Örn Tómasson. Klipping:
Luis Ascanio. Aðalhlutverk: Pääru Oja,
Kaspar Velberg, Tómas Lemarquis og
Atli Rafn Sigurðsson. 100 mín. Ísland
og Eistland, 2018.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Kvikmynd arg-
entínska leik-
stjórans Gaspars
Noé, Climax, var
valin sú besta á
alþjóðlegu
fantasíu-
kvikmynda-
hátíðinni í Sitges
um helgina, en
hátíðin er haldin
í strandbænum
Sitges í Katalóníu. Climax hafði áð-
ur hlotið verðlaun á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes, CICAE Art Cin-
ema-verðlaunin.
Besti leikstjórinn þótti hinn
ítalsk-kanadíski Panos Cosmatos
fyrir kvikmyndina Mandy með
Nicolas Cage og Andreu Risebor-
ough í aðalhlutverkum. Hátíðinni
lauk um helgina og var hún haldin í
51. sinn. Hún er helguð fantasíu- og
hryllingsmyndum af ýmsum gerð-
um og uppruna.
Climax valin sú
besta í Sitges
Leikstjórinn
Gaspar Noé
Rithöfundurinn
Ævar Þór Bene-
diktsson, sem
börn kannast
líklega betur við
sem Ævar vís-
indamann, er til-
nefndur til
alþjóðlegu
ALMA-bók-
menntaverð-
launanna. ALMA
er skammstöfun á Astrid Lindgren
Memorial Award, eða Minningar-
verðlaun Astridar Lindgren. Til-
nefninguna hlýtur Ævar sem
hvatamaður að auknum lestri, fyr-
ir lestrarátak Ævars vísinda-
manns.
Ævar tilnefndur til
ALMA-verðlauna
Ævar Þór
Benediktsson