Morgunblaðið - 16.10.2018, Page 36
JÁ kvartett, hljómsveit gítarleik-
arans Jóns Ómars Árnasonar, leikur
á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl.
20.30 og er aðgangur ókeypis.
Haukur Gröndal leikur á saxófón,
Sigmar Þór Matthíasson á kontra-
bassa og Skúli Gíslason á trommur.
Leikin verða lög eftir Jón Ómar
ásamt lögum eftir gítarleikarann
Bill Frisell í bland við vel valda hús-
ganga úr amerísku söngbókinni.
JÁ á djasskvöldi
ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 289. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
Alfreð Finnbogason, framherji ís-
lenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu, var í pirringskasti þegar
hann lét vaða á markið á 81. mínútu
af 25 metra færi gegn Sviss á Laug-
ardalsvelli í gær. „Ég var orðinn
ansi pirraður inni á vellinum, þar
sem ég var ekki búinn að vera mikið
inni í leiknum, og þegar ég sá mark-
ið ákvað ég að láta vaða.“ »1
Skoraði glæsimark
í pirringskasti
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Framkonur eru afar sannfærandi í
fyrstu umferðum Íslandsmótsins í
handknattleik. Haukar hafa ekki
staðið undir væntingum. Selfoss
situr í sama farinu. Nýliðarnir í KA/
Þór bíta frá sér. Stjarnan rak af sér
slyðruorðið. Ívar Benediktsson
fjallar um fjórðu umferð Olísdeildar
kvenna í blaðinu í dag og birt er úr-
valslið Morgunblaðsins úr umferð-
inni. »4
Sannfærandi byrjun
hjá Framkonum
ÍSLAND
Guðrún Óla Jónsdóttir
gudruno@mbl.is
Dr. Haukur Þorgeirsson málfræð-
ingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyr-
irlestur í Snorrastofu í Reykholti og
ræða meðal annars um leitina að höf-
undum Íslend-
ingasagnanna. Í
miðalda-
handritum er
engin þeirra eign-
uð höfundi með
skýrum hætti en
fræðimenn hafa
tengt þær við
nafngreinda ein-
staklinga með
ýmsum rökum.
„Stílmæling
með aðstoð hugbúnaðar, þar sem
textarnir eru á tölvutæku formi og
orðtíðni borin saman milli texta, er
nýleg tækni sem hefur auðveldað
rannsóknarvinnuna og getur sagt
okkur að það sé líklegt að ákveðnir
textar séu eftir sama höfund,“ segir
Haukur. Hann bætir við að það flæki
þó málin að textar í miðaldahandrit-
unum séu fæstir eignaðir nokkrum
höfundum. „Þannig var nú bara tísk-
an í þá daga, það þótti óþarfi. Það
eru helst konungasögurnar sem eru
eignaðar nafngreindum höfundum,
þar á meðal Snorra Sturlusyni,
Sturlu Þórðarsyni og Oddi munki.“
Hverjir eru höfundar
Íslendingasagnanna?
Haukur segir enga Íslendinga-
sagnanna eignaða höfundi með skýr-
um hætti en fræðimenn hafi með
ýmsum rökum tengt þær við nafn-
greinda einstaklinga frá 13. öld.
„Fræðimenn hefur lengi grunað að
eitthvað af Íslendingasögunum sé
eftir þá frændur Snorra Sturluson
og Sturlu Þórðarson. Egils saga hef-
ur verið kennd Snorra Sturlusyni en
orðafar Egils sögu hefur verið borið
saman við orðafar Heimskringlu og
þar eru sláandi líkindi. Það er auk
þess rökrétt að Snorri hafi skrifað
söguna vegna tengsla hans við svæð-
ið þar sem hún gerist og fjölskyldu-
tengsla.“
Haukur segir að þá megi tengja
ákveðnar Íslendingasögur við Sturlu
Þórðarson. „Hans er getið í Grettis
sögu og það kemst næst því að ein-
hver Íslendingasaga sé beinlínis
eignuð einhverjum höfundi í fornum
handritum. Í Grettis sögu er vísað til
Sturlu; að hann hafi sagt hitt og
þetta um Gretti og menn skilja það
þannig að Sturla hafi samið ein-
hverja frumgerð Grettis sögu en sú
Grettis saga sem við höfum sé yngri
og uppfærð gerð þar sem eldri gerð
Sturlu hefur verið notuð. Elín Bára
Magnúsdóttir vinnur nú að rann-
sóknum á höfundarverki Sturlu og
hún telur að mikið sé eftir af texta
hans í þeirri gerð sem við höfum.“
Aðspurður hvort hann telji líklegt
að hægt sé að hafna því að höfundur
sé sá sami og upphaflega var talið,
segir hann að fara verði varlega í
slíkar ályktanir. „Það verður að hafa
í huga hvernig miðaldatextarnir hafa
verið varðveittir. Þeir hafa getað
breyst töluvert í uppskriftum en þeir
sem skrifuðu upp textana máttu
breyta þeim og laga þá að eigin
smekk og orðafari. Egils saga er til
dæmis varðveitt í þremur gerðum og
A-gerðin er sú sem fræðimenn hafa
langmest fengist við og sú sem er
sennilega líkust Heimskringlu. Ef
við hefðum bara B-gerðina eða C-
gerðina, þá myndu þessi líkindi við
Heimskringlu trúlega vera minna
áberandi.“
Leitin að höfundum
Íslendingasagnanna
Engin eignuð höfundi með skýrum hætti í handritum
Haukur
Þorgeirsson
Morgunblaðið/Golli
Reykholt Í Snorrastofu í Reykholti í kvöld verður meðal annars rætt um leitina að höfundum Íslendingasagnanna.