Morgunblaðið - 31.10.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018
Vetrarfegurð Ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði nýlega á filmu þetta undurfallega sólsetur við Vífilsstaðavatn, þar sem kvöldroðinn litaði bæði vatnið og himininn hlýjum tónum.
Kristinn Magnússon
Samstarf Norður-
landaþjóða er okkur
verðmætt. Menning
okkar og tungumál eru
svipuð og auðvelt er að
sækja sér nám og vinnu
á Norðurlöndum sam-
anborið við önnur
svæði. Þau eru sem
okkar heimavöllur en á
þriðja tug þúsunda Ís-
lendinga eru ýmist í
námi eða í vinnu víðs
vegar um svæðið. Samanlagt eru
Norðurlandaríkin stærsta einstaka
„viðskiptaland“ okkar sé litið til vöru
og þjónustu. Að því þarf að hlúa.
Slíkur árangur er ekki sjálfgefinn
þó að löndin séu innbyrðis lík og deili
svipuðum gildum, sögu og menningu.
Ákvörðunin um að Norðurlandaríkin
eigi að vinna saman er meðvituð.
Samvinnan leysir úr læðingi sköp-
unarkraft og styrkleika sem verða
ekki til nema af því að löndin styðja
hvert annað á norrænum vettvangi.
Löndin sækja hugmyndir að góðum
lausnum hvert til annars, skiptast á
reynslu, ræða þróun mála og sameig-
inlega hagsmuni Norðurlandaríkj-
anna. Slíkt samtal er
mikilvægt.
Samkeppnishæfni
Norrænt samstarf
skiptir okkur meira máli
nú, ekki síst þegar svo
mikill órói er á alþjóða-
vettvangi. Þá þéttum við
Norðurlandaríkin sam-
starf okkar inn á við og
gerum okkar besta til að
hafa góð áhrif út í heim.
Sama má segja um sam-
tal er varðar löggjafar-
starfsemi á vettvangi
Evrópusambandsins.
Með norrænni samvinnu má draga
fram sérstöðu landanna sem styrkir
samkeppnishæfni þeirra út á við.
Norðurlandaríkin geta þannig vakið
athygli á sérstöðu sinni á hvaða vett-
vangi sem er, til að mynda í matvæla-
framleiðslu og öryggi matvæla. Í
mínum huga stendur Ísland öðrum
löndum framar hvað varðar fram-
leiðslu á heilnæmum matvælum, í
sjávar- og landbúnaðarafurðum. Með
heilnæmum matvælum er átt við
hreinar afurðir í landi þar sem lyfja-
notkun er með því allra minnsta sem
þekkist í heiminum.
Norðurlandaríkin hafa sett mat-
vælaöryggi á dagskrá. Það er nefni-
lega ekki sjálfgefið að matvæli eigi að
flæða frjálst á milli landa á EES-
svæðinu eins og hverjar aðrar vörur.
Ekki í þeim tilfellum þegar verja þarf
lýðheilsu gegn matvælum sem geta
haft skaðleg áhrif á lífríkið hér á landi
en ekki á meginlandi Evrópu. Ísland
býr við þá sérstöðu umfram önnur
lönd að auðveldara er að verjast sjúk-
dómum, forðast sýklalyfjaónæmi og
draga úr útbreiðslu slíkra baktería
vegna þess að við erum eyja með
hreina búfjárstofna. Slíkt er eftir-
sóknarvert.
Þrátt fyrir framþróun á nýjum
sýklalyfjum hafa áhyggjur vísinda-
fólks víða um heim farið vaxandi síð-
astliðin ár vegna vaxandi sýklalyfja-
ónæmis, sem er ógn sem taka þarf
alvarlega. Það skiptir máli hvernig
vara er framleidd og hvað þú býður
þér og börnum þínum að borða. Þar
erum við á Norðurlöndum sammála
og að mestu samstiga.
Gagnvegir góðir
Norðurlandaráð er dæmi um vett-
vang sem getur sett mál á dagskrá
sem varðar okkar hagsmuni. Ísland
tekur við formennsku í norrænu ráð-
herranefndinni á næsta ári. Okkar
áætlun var kynnt á Norðurlandaráðs-
þinginu í Osló. Það þýðir að norrænir
fundir og ráðstefnur færast til Íslands
og samstarfið fer að stórum hluta fram
hér á landi. Tækifæri eru í því til að
treysta okkur fótfestu í samstarfinu.
Yfirskrift formennskunnar er
Gagnvegir góðir, sem er sótt í Háva-
mál. Áherslan í formennskutíð Íslands
er á þrjú meginatriði; ungt fólk á
Norðurlöndum, sjálfbæra ferða-
mennsku í norðri og hafið – bláan vöxt
í norðri. Sérstökum formennskuverk-
efnum verður ýtt úr vör, sem stýrt
verður frá Íslandi. Markmiðið er að
efna til innihaldsríks norræns sam-
starfs um þessi málefni sem skili
raunverulegum niðurstöðum og ár-
angri fyrir almenning á Norður-
löndum. Formennskan mun m.a.
leggja áherslu á að styðja lítil fyrirtæki
í ferðaþjónustu við að nýta sér vaxtar-
möguleika sem felast í staðbundnum
matvælum og stafrænni tækni.
Í formennskunni verður einnig
settur fókus á málefni Vestur-Norð-
urlandaríkjanna, þ.e. Færeyja og
Grænlands, og á norðurslóðamálin.
Þar munum við samnýta krafta með
formennsku okkar í Norðurskauts-
ráðinu sem hefst líka á næsta ári.
Síðast en ekki síst tengjum við alla
formennskuáætlun okkar við heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna – og
þannig við umhverfismálin.
Við erum einfaldlega komin á
þann stað að allt sem við gerum, þar
með talið sjálfbærni matvæla, þarf
að þjóna því markmiði að tryggja
sjálfbærni og stemma stigu við lofts-
lagsbreytingum. Margt smátt gerir
eitt stórt, og formennskuverkefnin
eru hluti af því.
En fyrst og fremst viljum við
koma með jákvæða orku og nýjar
hugmyndir inn í norrænt samstarf á
næsta ári, vera traust og ábyggilegt
formennskuríki og tryggja að nor-
rænt samstarf sé áfram kraftmikið
og árangursríkt í okkar allra þágu.
Eftir Sigurð Inga
Jóhannsson » Það skiptir máli
hvernig vara er
framleidd og hvað þú
býður þér og börnum
þínum að borða. Þar er-
um við á Norðurlöndum
sammála og að mestu
samstiga.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Höfundur er samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra og samstarfs-
ráðherra Norðurlanda.
Norræn samvinna
Það skal játað í upp-
hafi að ég á erfitt með
að skilja hugmyndir um
að rétt sé og skylt að
leggja svokallaðan há-
tekjuskatt á launa-
tekjur. Satt best að
segja lít ég þannig á að
þegar launafólk borgar
tæplega helming launa
sinna í beina skatta, þá
sé um hátekjuskatt að
ræða. Af hverjum 10
þúsund króna mánaðartekjum um-
fram 893.713 krónur eru greiddar
4.624 krónur í staðgreiðslu – 46,24%.
Árið 2008 var þetta hlutfall 35,72%.
Þeir stjórnmálamenn eru til sem
telja að þessi gríðarlega hækkun
skatthlutfalls – 10,52%-stig – sé ekki
nægjanleg. Það þurfi að ganga lengra
og taka upp ofurskatta líkt og margir
skattaglaðir vinstri menn lögðu til
fyrir nokkrum árum. Hin sósíalíska
„skattaformúla“ gerði þá ráð fyrir 60-
70% skatti á tekjur yfir einni milljón á
mánuði og á uppboðsmarkaði hinna
skattaglöðu var kallað eftir 80%
skatti á tekjur yfir 1,2 milljónum.
Krafan um hátekju-
skattinn – ofurskattinn
– er í samræmi við
sannfæringu vinstri
manna um að ríkis-
sjóður sé að „kasta frá
sér“ eða „afsala sér“
tekjum ef skattar eru
ekki hækkaðir. Verið sé
að „veikja“ skattstofna
með því að ganga ekki
fram af einurð og skatt-
leggja allt það sem
hreyfist. Í hugarheimi
þeirra sem þannig tala
er það merki um að land
sé „skattaparadís“ þegar „aðeins“
önnur hver króna hverfur úr launa-
umslaginu í tekjuskatt og útsvar.
Í leit að lýðhylli
Mikið væri gott ef þeir sem nú
ganga fram fyrir skjöldu og boða há-
tekjuskatt á launatekjur gæfu sér
tíma og legðu jafnmikið á sig að berj-
ast fyrir því að lækka álögur á al-
mennt launafólk. Það væri heldur
ekki úr vegi að þeir færðu rök fyrir
því af hverju nær 30% hækkun tekju-
skattsins (10,52%-stig) er talin merki
um að verið sé að „afsala“ ríkinu
tekjum. (Á liðnu ári greiddu ein-
staklingar um 34 milljörðum krónum
hærri fjárhæð í tekjuskatt en árið
2008, á föstu verðlagi.)
Það kann vel að vera að það sé góð
leið fyrir stjórnmálamann að afla sér
lýðhylli með því að tala fjálglega um
nauðsyn þess að leggja hátekjuskatt
á fólk sem hefur góðar tekjur. En slík
skattheimta aflar ríkissjóði ekki mik-
illa fjármuna og skilar þeim engu sem
hafa meðaltekjur eða lægri. Há-
tekjuskattur eykur ekki ráðstöf-
unartekjur þeirra – það verður ekk-
ert meira eftir í launaumslaginu.
Meira eftir í launaumslaginu
Í aðdraganda kjarasamninga, sem
að líkindum verða erfiðir og flóknir,
er ekki óeðlilegt að horft sé til þess
með hvaða hætti hægt er að lækka
beinar álögur á launafólk – tryggja að
ráðstöfunartekjur hækki með því að
meira verði eftir í launaumslaginu en
áður. Alltaf er horft til ríkissjóðs en
lítt hugað að þeim álögum sem sveit-
arfélögin leggja á íbúana en sum
þeirra ganga fram af fullum þunga.
Sá er þetta skrifar hefur ítrekað
gagnrýnt tekjuskattskerfið og haldið
því fram að það sé flókið, óréttlátt og
refsi fólki þegar það nær að bæta
sinn hag. Réttast sé að innleiða flata
tekjuskattsprósentu með háum per-
sónuafslætti sem lækki eftir því sem
tekjur eru hærri og þurrkist að lok-
um út. Flatur tekjuskattur með stig-
lækkandi persónuafslætti tryggir
einfaldleika en styrkir um leið stöðu
láglaunastétta og millitekjuhópa. Ýtt
er undir fólk í stað þess að berja það
niður með háum jaðarsköttum sem
eru fylgifiskar tekjutenginga og
þrepaskipts tekjuskatts.
Á vegum ríkisstjórnarinnar er
unnið að endurskoðun tekjuskatts-
kerfisins. Vonandi leiðir sú vinna til
skynsamlegrar uppstokkunar og
lækkunar skatta á launafólk. En þar
með verða atvinnurekendur ekki
leystir undan þeirri ábyrgð að ná
samningum og stuðla að því að hægt
sé að hækka laun þeirra sem lökust
hafa kjörin.
Margt vitlausara
Hitt er auðvitað rétt að ríkissjóður
þarf ekki, frekar en sveitarfélögin, að
bíða eftir kjarasamningum til að
lækka skatta eða gera sanngjarnar
breytingar á tekjuskattskerfinu.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er a.m.k.
skýr í þessum efnum. „Samkeppnis-
hæf starfsskilyrði og hagstætt fyrir-
tækjaumhverfi eru lykilatriði góðra
lífskjara,“ segir í ályktun landsfundar
sem haldinn var í mars síðastliðnum.
Sjálfstæðismenn vilja einfalda skatt-
kerfið og lækka tekjuskatt ein-
staklinga þannig að tekjuskattur og
útsvar lækki í áföngum í samtals 25%
fram til ársins 2025.
Í hugum Sjálfstæðismanna er ein-
falt og skilvirkt skattaumhverfi for-
senda öflugs og blómlegs atvinnulífs.
Árið 2013 benti landsfundur á að
„mesta kjarabót Íslendinga felist í
lækkun skatta“ sem stuðlar að „meiri
fjárfestingu og aukinni verðmæta-
sköpun“.
Aðilar vinnumarkaðarins gerðu
margt vitlausara en að herma þessa
yfirlýsingu upp á okkur Sjálfstæðis-
menn.
Eftir Óla Björn
Kárason » Það kann vel að vera
að það sé góð leið
fyrir stjórnmálamann
að afla sér lýðhylli með
því að tala fjálglega um
nauðsyn þess að leggja
hátekjuskatt á fólk.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Margt vitlausara en að minna á stefnu landsfundar