Morgunblaðið - 31.10.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 31.10.2018, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 ✝ Kristján ÞórLínberg Run- ólfsson fæddist 5. júlí 1956 á Sauðár- króki. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 17. október 2018. Foreldrar hans voru Runólfur Mar- teins Jónsson, f. 15. desember 1919, d. 4. nóvember 2007, og Halla Kolbrún Línberg Kristjánsdóttir, f. 31. mars 1935, d. 29. október 2014. Systk- ini Kristjáns eru: 1) Hólmfríður, f. 12. ágúst 1953, maki Steinn, f. 7. mars 1948, þau eiga tvo syni og fjögur barnabörn. 2) Inga, f. 5. ágúst 1954, maki Einar, f. 12. september 1956, hún á fjórar dætur og sjö barnabörn. 3) Guð- rún María, f. 10. apríl 1958, hún á tvö börn og tvö barnabörn. 4) Ásgeir, f. 30. ágúst 1960, maki Belinda, f. 22. febrúar 1969, hann á átta börn og fimm barnabörn. 5) Sigríður, f. 31. desember 1962, maki Halldór, f. 4. júlí 1966, þau eiga tvo syni. 6) Birna, f. 16. febrúar 1964, hún á tvö börn. 7) Björg, f. 25. febrúar 1967, hún á eina dóttur. 8) Ró- nóvember 1954, d. 16. mars 1999, Einar, f. 12. september 1956, Ingi, f. 18. apríl 1960, Hrefna, f. 9. febrúar 1965, og Ásta María, f. 17. september 1969. Börn Ragnhildar eru: 1) Guðmundur Óli, f. 20. október 1973, maki Hrefna, f, 23. júlí 1974. Hann á þrjú börn; Gest Egil, f. 3. júní 1994, Grím Egil, f. 13. maí 2001, og Ragnhildi Jó- hönnu, f. 23. maí 2005. 2) Hug- rún, f. 18. mars 1976, maki Sig- fús, f. 21. september 1976. Hún á þrjú börn; Elís Aron, f. 22. október 2003, Leon Mána, f. 22. júní 2013, og Noel Evan, f. 9. maí 2015. 3) Eiríkur Einar, f. 28. júní 1987, maki Guðrún Vil- borg, f. 3. september 1987. Hann á tvö börn; Elmar Elí, f. 6. október 2010, og Victoríu Köru, f. 4. desember 2012. Kristján ólst upp í Skagafirði á Brúar- landi í Deildardal og eyddi ung- lingsárum á Eyrarbakka. Meginhluta ævinnar bjó hann á Sauðárkróki en fluttist í Hvera- gerði árið 2004. Kristján var mikill grúskari, safnaði m.a. ljósmyndum, skjölum og göml- um munum. Hann stofnaði Minjasafn Kristjáns Runólfs- sonar á Sauðárkróki og rak í fjölda ára. Kristján hafði einnig mikinn áhuga á ættfræði en fyrst og fremst var hann mikill hagyrðingur. Útför Kristjáns fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 31. október 2018, klukkan 14. bert, f. 6. janúar 1975, maki Freydís, f. 10. maí 1979, þau eiga þrjár dætur. Fyrri eiginkona Kristjáns er Jó- hanna Sigurðar- dóttir, þau eiga saman þrjá syni: a) Jóhann Þór, f. 1. nóvember 1974, maki Olga Líndal, f. 10. nóvember 1975. Hann á þrjú börn: Kára, f. 30. júlí 2000, Freyju, f. 16. jan- úar 2002, og Ólaf Örn, f. 21. apríl 2009. b) Gunnar Páll, f. 27. september 1979, maki Laufey, f. 16. janúar 1984. Hann á þrjú börn: Amelíu Nótt, f. 7. janúar 2004, Tinnu Katrínu, f. 16. júlí 2007, og Adam Val, f. 31. októ- ber 2010. c) Sigurður Örn, f. 9. mars 1981. Þann 15. júlí 2000 kvæntist Kristján Ragnhildi Guðmundsdóttur, f. 30. júlí 1953. Foreldrar Ragnhildar eru Guðmundur Einarsson, f. 19. febrúar 1929, d. 17. desember 2004, og Sigfríð Valdimars- dóttir, f. 27. september 1933. Systkini Ragnhildar eru: Lilja, f. 13. ágúst 1951, Ásdís, f. 30. september 1951, Hulda, f. 7. Fyrrverandi mágur minn Kristján Runólfsson er fallinn frá eftir tapaða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Kristján er mér einkar minnisstæður fyrir margra hluta sakir. Hann kom inn í fjölskylduna 1973 þegar hann hóf sambúð með systur minni, Jóhönnu Sigurðardóttur. Um svipað leyti hófst vinskapur okkar sem varði meðan hann lifði. Stjáni og Hanna voru tíðir gestir á mínu heimili og sam- gangur var mikill. Ég minnist margra gleðifunda enda var Stjáni mikill gleðimaður sem naut líðandi stundar. Þar sem áhugasvið okkar voru keimlík naut ég þess sérstaklega hve Stjáni var vel að sér og ávallt skemmtilegt að ræða við hann, hann var hafsjór af fróðleik er sneri að ýmsum málum. Við ræddum saman um trúmál, ætt- fræði, gamla muni, vísnagerð og í raun allt milli himins og jarðar. Þá var Stjáni einkar bóngóður og þar sem hann var handlaginn á járn hjálpaði hann mér margoft með ýmislegt sem laga þurfti í sveitinni. Stjáni var hagyrðingur góður og eftir hann liggur mikið af kveðskap, þá hafði hann gam- an af að taka í spil og tefla. Hann var söngvinn og hrókur alls fagn- aðar á mannamótum. Þegar leið- ir þeirra Stjána og Hönnu skildu fækkaði stundunum sem við átt- um saman og ég missti góðan vin og félaga úr héraði. Stjáni bjó í Hveragerði seinni hluta ævi sinnar og átti ég þess kost að hitta hann nokkrum sinnum, sem var afar ánægjulegt. Síðast hitti ég Stjána á Hrútadeginum á Raufarhöfn fyrir fjórum árum, þar naut Stjáni sín í góðra vina hópi, hópi sem hafði það að markmiði að skemmta sér og öðrum. Þar áttum við Stjáni ánægjulega stund saman, stund sem núna er minning sem ég mun geyma í hjarta mínu ásamt öllum hinum samverustundun- um. Ég votta ástvinum Kristjáns mína dýpstu samúð. Fallinn er frá góður vinur og félagi. Stjáni minn, hvíl í friði. Þinn vinur Ari Jóhann Sigurðsson. Ljóðið er líf. Lífið er ljóð- rænt … Kristján Runólfsson, heiðurs- ljóðafélagi Ljóðaseturs Hvera- gerðis, er látinn. Horfinn með hafsjó af fróðskap, ljóðum og stökum. Kristján hefur glatt okkur með ljóðum sínum og vís- um. Kristján hefur sýnt okkur fram á gildi lífsins og að bera virðingu fyrir lífinu með ljóðum sínum og vísum. Kristján er mik- ill lærifaðir með ljóðum sínum og vísum. Blessi þig Kristján minn fyrir öll þín ljóð og vísur og allan fróðskap, sagnir og sögur … Kristján var Skagfirðingur fram í fingurgóma og unni firði sínum mjög og sérstaklega Fljót- unum. Sagði eitt sinn við mig að það væri enginn sannur Skag- firðingur, nema hann væri úr Fljótunum. Ég held að hann hafi verið að grínast. Hér er eitt fagurt ljóð eftir Kristján Runólfsson. Þetta varð til í Skagafirði og hér er sterkt kveðið. Drangey og Málmey þær Skagafjörð skreyta skínandi kveldröðull spillir ei sýn frjósamar jarðir hér finnast til sveita fallvötnin ólga sem glitrandi vín. Svona er háttlofað heimkynni vort og hér hafa skáldin svo dýrlega ort. Hér eru fjöllin sem fjörðinn minn prýða fögur er ásýnd með dali og skörð. Úr giljum og skorningum lækirnir líða lífga og vökva hér frjósama jörð. Hér hefur skaparinn vandað sín verk sem vara um eilífð, svo mögnuð og sterk. Fagurt er mannlíf í firðinum kæra fagnandi gleði hvern einasta dag hér búa skáldin sem mjög vilja mæra magnaða töfra og fella í brag. Hvergi er fegurðin fegurri en hér og fullvíst má telja að hver maður sér. Blessi þig, Kristján minn. Hann var … Sigurður Blöndal. Kristján Runólfsson, hagyrð- ingurinn snjalli og safnarinn iðni, er dáinn eftir stuttan en harðvít- ugan lokaslag við ofjarl lækna- vísindanna. Það er þungt áfall fyrir fjöl- marga vini hans að missa hann svo ungan. Þeirra á meðal vorum við í litla Kvæðamannafélaginu Árgala á Selfossi. Við söknum hans sárt. Hann sótti vel fundi okkar og var lengst í stjórn félagsins. Hann var gleðivaki og áhuga- samur um að kynna kvæða- mennskuna fyrir öðrum. Hann kom með gesti á okkar fundi. Elís barnabarn hans drakk í sig áhuga afa síns og hafði fengið brennandi áhuga á kveðskap, en við veru hans í Sví- þjóð var sambandið erfiðara. Hann spurði afa sinn fyrst af öllu þegar hann kom í heimsóknir til Íslands: „Er ekki bráðum fundur í Árgala?“ Elís er velkominn á okkar fund þegar hann vill og getur og fundirnir eru eins og áður á öðrum mánudegi hvers mánaðar að vetrinum. Allir eru velkomnir á okkar fundi. Kristján var iðinn við að setja ljóðin sín á leirinn og vísur hans og ljóð voru oftast þrungin hlýju, gamansemi og spekiorðum. Þessar vísur komu á netið fyr- ir nokkru: Leikum okkur varlega á lífsins hálu braut, því létt er gangan oftast breiða veginn. Syndin leynist víða og sendir okkur þraut og sumir fara út af báðum megin. En þeim sem fara mjóa veginn gatan sækist seint og sigurlaunin oft í fjarska bíða. Upp á tindinn háa menn varla geta greint götuna, sem dyggðugt líf skal prýða. Við blessum minningu Krist- jáns og þökkum honum fyrir skemmtilegar samverustundir og yndisleg kynni. Ragnhildi konu hans, ættfólki hans og vin- um sendum við hlýjar samúðar- kveðjur. Ólöf Erla og Sigurður dýralæknir Selfossi. Kristján Þór Lín- berg Runólfsson Hér sit ég dapur í bragði og magn- vana yfir því hversu lífið getur stundum verið ósanngjarnt og óskiljanlegt. Ómar Friðleifsson, eða Ommi eins og hann var alltaf kallaður, vinur minn og samstarfsfélagi til 30 ára, var hrifsaður frá okk- ur á besta aldri, einungis 48 ára gamall. Hann háði hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm og lét í minni pokann þann 13. október síðastliðinn, eftir 18 mánaða baráttu, baráttu sem hann háði af æðruleysi og ein- stökum dugnaði. Leiðir okkar Ómar Ingi Friðleifsson ✝ Ómar IngiFriðleifsson fæddist 19. mars 1970. Hann lést 13. október 2018. Útför Ómars fór fram 26. október 2018. Omma lágu saman í gegnum starf okkar hjá Sambíóunum, hann byrjaði sem dyravörður í einu bíóanna og ég var á skrifstofu fyrirtæk- isins. Árin liðu og áður en maður vissi af var Ommi tekinn við starfi sölustjóra myndbandadeildar, starfi sem hann sinnti af alúð og ótrúlegum áhuga til þess dags, er hann þurfi að láta undan í baráttu sinni. Ommi átti ákaflega auð- velt með öll mannleg samskipti, var hreinskiptinn og menn vissu nákvæmlega hvar hann stóð í málum, enda eignaðist hann mikið af góðum vinum í gegnum bransann, þar sem hann heillaði menn með sínum góða og beitta húmor og fróðleik um allt er við- kom kvikmyndabransanum, og reyndar á öðrum áhugasviðum sínum, eins og t.d. tónlist og fót- bolta. Þessu fékk ég að kynnast vel, við vorum miklir mátar og báðir algjörir bíónördar, gátum endalaust talað um myndir, og höfðum svipaðan smekk fyrir kvikmyndum og vorum alltaf að ræða hvernig við myndum sigra íslenska bíómarkaðinn með þessari og ekki síður þessari kvikmynd. Við héldum á ófáa kvikmyndamarkaði saman og gátum þar verið á bíó- prufusýningum, helst allan dag- inn – og við elskuðum það. Ann- að áhugamál áttum við sameiginlegt og það var fótbolti, og númer eitt, tvö og þrjú, Liv- erpool. Við vorum báðir miklir Pool- arar og fórum saman í okkar fyrstu ferð á Anfield, þar sem átta ára sonur minn var með í för. Þetta var stórkostleg ferð um haustið 2001 og ekki þótti okkur verra að Liverpool sigraði Man Utd, 3-1. Ég hugsa oft til þessarar ferðar og ekki fyrir svo löngu síðan, fann ég heima litla bók sem sonur minn fékk í ferð- inni, Liverpool-bók til að safna eiginhandaráritunum. Fletti ég henni og höfðu miklir snillingar skrifað í bókina, eins og Ian Rush og Michael Owen, og svo gat ég ekki annað en brosað, því einn íslenskur meistari hafði rit- að í bókina, þar stóð skrifað „Ómar Friðleifsson“. Því miður atvikaðist það þannig að ég er staddur erlendis og get ekki fylgt vini mínum, Omma, til grafar og er það þyngra en tárum tekur. Hugur minn og hjarta verður hins veg- ar hjá Svölu hans, strákunum þeirra og fjölskyldum á þessum erfiðu tímum. En ég mun hugsa til gömlu góðu stundanna, skála fyrir Omma í einum köldum, þegar lengra líður frá, þá mun ég hugsa hlýtt til míns góða vin- ar, ylja mér við minningar um góðan dreng og mikils meistara. Eitt þykir mér hins vegar sárt, að við náum ekki að upplifa saman þegar Liverpool lyftir bikarnum mikla, ekki verður langt í það. En ég veit að hann verður með mér, því eins og við Liverpool-stuðningsmenn segj- um „Lífsins veg þú fetar ei einn“ (YNWA). Guð blessi góð- an dreng. Þorvaldur Árnason. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN K. STEINBACH rafmagnstæknifræðingur, Lágabergi 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 25. október. Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 5. nóvember klukkan 15. Marta Guðmundsdóttir Karólína Steinbach Örvar Steinbach Brynjar Steinbach Fríða Hjaltested Viktoría Arna, Þórey Emilíana og Arnór Mikkel Sonur okkar og bróðir, BRAGI ÓLAFSSON Marbakkabraut 14, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi föstudaginn 26. október. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 5. nóvember klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans bendum við á Styrktarfélagið Ás. Ólafur Jóhann Ólafsson Sigríður Einarsdóttir Andrea Diljá Ólafsdóttir Hrefna Ólafsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA MAGNÚSDÓTTIR lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ þriðjudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 2. nóvember klukkan 13. Anna Sigurveig Ólafsdóttir Björn Magnússon Ragna Ólafsdóttir Emil Ólafsson Sunna Ólafsdóttir Þröstur Jóhannsson barnabörn og langömmubörn Elskuleg móðir mín og systir okkar, GUÐRÚN SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR listamaður, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. nóvember klukkan 13. Óðinn Örn Hilmarsson Brynjar Haraldsson Þórir Haraldsson Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.