Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 SMÁRALIND – KRINGLAN HILLA+STOÐIR VERÐ 12.900,- STK. PYTHAGORAS Auðbjörg Brynja Bjarna-dóttir, ljósmóðir oghjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Kirkjubæj- arklaustri, á 40 ára afmæli í dag. Á heilsugæslunni starfa auk hennar læknir í hálfu starfi og móttökuritari. Að auki eru sjúkraflutningamenn á bak- vakt og er Auðbjörg einn þeirra, en hún hefur nýlega lokið viðbótarnámi í sjúkra- flutningum. „Heilsugæslan á Kirkjubæj- arklaustri er ein af mörgum starfsstöðvum Heilbrigðis- stofnunar Suðurlands í stærsta heilbrigðisumdæmi landsins. Svæðið okkar er mjög víðfeðmt og fjölmennt enda margir ferðamenn á svæðinu. Það má segja að lögformleg mörk séu ekki lengur á svæðinu en svæð- ið okkar nær hálfa leið að Vík og austur fyrir Skaftafell, sem kallar á náið samstarf við heilsugæsluna í Vík og á Höfn í Hornafirði. Maður þarf að vera í stakk búinn til að takast á við fjölþætt verkefni. Starfið er í senn ögrandi og krefjandi en bráðskemmtilegt. Það er óhætt að segja að engir tveir dagar séu eins í starfi mínu.“ Auðbjörg hefur einnig tekið virkan þátt í ýmsum nefndastörfum, bæði á vegum sveitarfélagsins og í almennum félagsstörfum, ýmist sem stjórnarmaður eða félagsmaður. Þar má nefna að hún er formað- ur Rauða krossins á Klaustri. Auðbjörg hefur í rúmlega tíu ár búið á Maríubakka í Fljótshverfi ásamt sambýlismanni sínum og börnum. Auðbjörg er úr Garðabæ en maðurinn hennar er frá Maríubakka. „Við erum með fáeinar kindur og rófurækt. Við tókum við því af tengdaforeldrum mínum, en þau höfðu stundað rófubúskap áratugum saman.“ Í frítíma sínum nýtur Auðbjörg þess að vera með fjölskyldu og vin- um og býst við að afmælisdagurinn verði hæfileg blanda af leik og starfi. „Svo stefnum við á fjölskylduferð í sólina í vetur þegar um hægist, hver veit nema maður geri sér dagamun þegar tækifæri gefst til. Hver stund er dýrmæt og er hver dagur gjöf með sínu fólki – lífið er núna.“ Sambýlismaður Auðbjargar er Bjarki Vilhjálmur Guðnason, sjúkraflutningamaður og vélstjóri. Börn þeirra eru Maríanna Katrín, 14 ára, Bríet Sunna, 8 ára, og Kristófer Gunnar, 6 ára. Afmælisbarnið Auðbjörg Brynja. Hjúkrunarstjóri og rófuræktandi Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir er fertug í dag S tefán Baxter fæddist í Växjö í Svíþjóð 31.10. 1968 þegar móðir hans, Þur- íður Baxter, stundaði þar nám 1968: „Við mamma fluttum heim þegar ég var tveggja ára og ég ólst upp í Breiðholtinu til 11 ára aldurs. Þá var þar allt morandi af krökkum og hverfið ævintýraheimur fyrir uppátækjasama grallara. Eftir stutt stopp á Húnavöllum fluttum við í miðbæinn. Pabbi minn er Spánverji sem mamma kynntist við nám í Barcelona, en pabbi mömmu er Am- eríkani sem amma kynntist hér á stríðsárunum og skrapp rétt sem snöggvast með til Ameríku. Þessi blanda hefur svínvirkað fyrir mig og er stanslaus áminning um að heim- urinn er stærri en 101 Reykjavík.“ Skólagangan hjá Stefáni var í styttri kantinum og félagslífið oftast Stefán Baxter tæknistjóri – 50 ára Í sprotastarfinu Stefán með tveimur ungum ofurhugum í frumkvöðlakeppninni Start up Reykjavík fyrir skömmu. Kraftmikill torfæru- jeppi ótroðinna slóða Á níunda áratugnum Ungi breikarinn í banastuði í Hollywodd á árum áður. Baldur Sveinn Scheving raf- virkjameistari á 80 ára af- mæli í dag. Hann fagnar deg- inum í sólinni á Tenerife. Árnað heilla 80 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.