Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.10.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2018 Sú stund rennur brátt uppað meta verður heildar-þátt Vladimirs Ashkenazyí íslensku tónlistarlífi, þ. á m. nána vináttu þeirra Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds. Ashkenazy pantaði ófá tónverkin og frumflutti með hljómsveitum sínum um heiminn, svo sem og Gang í Prag haustið 2001 að Þor- katli viðstöddum. Verkefnaskrá kvöldsins var eins konar málandi tónafljóð frá norðrinu, sú sama og bíður gesta í tónleikaför Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Japan í nóvember nk. Jökulljóðið, hlið- stæðan við Mistur frá 1972, er ör- stutt skáldleg nálgun Þorkels á náttúruna; röð skjáskota við jökulrætur án þess að vera eftir- herma náttúrunnar, heldur úr- vinnsla höfundar á minningum hans um áhrif náttúrunnar á hann sjálfan, eða svo var skrifað um það leyti sem verkið var frumflutt í Berlín haustið 1998; á næturnar ríkir kyrrð við jökulinn, aðeins brestirnir í ísmassanum rjúfa þögnina sem þenst út eða dregst saman og hljóðin framkalla tón- verk náttúrunnar var haft eftir Þorkatli. Strengjasveit framkall- aði langvarandi stillu fannbreið- anna en bassatromma ásamt bassaklarínettu dýpstu tóna úr iðrum, allt fimlega leyst. Nobu- yuki Tsujii, einleikari kvöldsins, var nú mættur öðru sinni í ár í Eldborg. Í minningunni hljómar skínandi bjartur tónn, hreinn og fagur, og næmninni hjá þessum blinda tónlistarmanni er við- brugðið. Nú var röðin komin að konsertnum sem færði Tsujii sigur í Van Cliburn-keppninni. Flutn- ingurinn náði því miður aldrei flugi, var snauður og flatur, og í full hægu tempói. Ef til vill var það sambandsleysi við stjórnand- ann þetta kvöldið, en það var áberandi hve illa Tsujii gekk að framkalla eðlilega framvindu, andardrátt, andann í verkinu, m.ö.o. rússneska eldmóðinn. Leik- urinn varð þess vegna of léttur og varfærnislegur, flæðið ómarkvisst og taktslag á köflum milli hans og hljómsveitar úr skorðum. Það vantaði sárlega rífandi kraftinn og ákefð í stað blíðuhóta í svo til hverri hendingu konsertinn á enda. Best tókst Tsujii upp í mið- kaflanum. Önnur sinfónía Sibelius er dirfskufull tónsmíð, köld með skarpri innri glóð. Fyrsti kaflinn er meistaralega ofinn úr nánast mósaík, hljómbrotum sem rísa í sí- fellt máttugri hendingatilbrigði. Helsti styrkur Askhenazy sem hljómsveitarstjóra er ómæld út- geislun en hún skilaði sér ekki áfram til bandsins í þetta sinn. Það var líkt og ferðaskrekkur sæti í hljómsveitinni sem hljómaði óör- ugg og skaplaus, án áræðis. Allra síðast, á seinustu metrum loka- kaflans, kreisti hljómsveitin fram það afl og skap sem til þarf. Og nú heldur Sinfónían íslenska út í heim – og er vel að því komin, að viðra sig eftir dygga þjónustu inn- anlands síðustu ár – og spila sig betur saman í jafnvel enn betri tónleikasölum en Eldborg. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á leið til Asíu Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbmnn Þorkell Sigurbjörnsson: Jökulljóð; Serg- ei Rakhmanínov: Píanókonsert nr. 2 og Jean Sibelius: Sinfónía nr. 2. Einleikari: Nobuyuki Tsujii á píanó. Hljómsveitar- stjóri Vladimir Ashkenazy. Eldborg Hörpu fimmtudaginn 25. október 2018. INGVAR BATES TÓNLIST Ferðafélagar Píanóleikarinn Nobuyuki Tsujii og hljóm- sveitarstjórinn Vladimir Ashkenazy halda senn með Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikarferð um Japan. Hljómsveitin GÓSS heldur tónleika í Iðnó í kvöld kl. 20.30. GÓSS er skipuð tveimur af ást- sælustu söngv- urum landsins, þeim Sigríði Thorlacius og Sigurði Guð- mundssyni, og einnig er í henni bassaleikarinn Guðmundur Óskar, bróðir Sigurðar og meðleikari Sigríðar úr hljómsveitinni Hjaltal- ín, svo fátt eitt sé nefnt. „GÓSS á sér djúpar rætur, þrátt fyrir að vera nokkuð ný af nálinni. Sveitin hefur spilað víða um land undanfarin tvö ár og mun nú í fyrsta sinn halda tón- leika í Iðnó,“ segir á Facebook um tónleikana en miðasala fer fram á tix.is. Salurinn verður opnaður kl. 20. Setið verður á tónleikunum og er sætaval frjálst. Tríóið GÓSS heldur tónleika í Iðnó Sigríður Thorlacius Kristján Jóhannsson ten- ór og Antonía Hevesí píanó- leikari koma fram á hádegis- tónleikum í Bú- staðakirkju í dag, miðviku- dag, kl. 12.05. Á efnis- skránni eru nokkrar perlur tónbókmennt- anna. Um er að ræða síðustu tón- leikana í Bleikum október sem staðið hefur í Bústaðakirkju allan mánuðinn undir listrænni stjórn Jónasar Þóris. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Lokatónleikar Bleiks októbers í hádeginu Kristján Jóhannsson Myndstef, myndhöfundarsjóður Ís- lands, veitti styrki til myndhöfunda í sextánda sinn á föstudaginn var, 26. október, í sal Sambands íslenskra myndlistarmanna. Rúmum 10 millj- ónum var úthlutað í verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki, sem hækkaði heildarupphæð styrkja til myndhöfunda á þessum sextán árum yfir 100 milljónir, að því er fram kemur í tilkynningu. „Stjórn og starfsfólk Myndstefs er sérlega ánægt með að geta stutt og styrkt starfandi myndhöfunda við störf sín, en styrkþegarnir koma frá fjöl- breyttum geirum sköpunar; mynd- listarmenn, ljósmyndarar, arkitekt- ar, teiknarar og alls kyns hönnuðir,“ segir þar og að fjármunir sem Myndstef úthluti með þessum hætti séu greiðslur til samtakanna vegna notkunar á vernduðum mynd- verkum. Eitt af hlutverkum samtak- anna sé að koma þeim greiðslum til myndhöfunda og þá meðal annars í formi styrkja. Í fyrra var slegið fjöldamet í um- sóknum sem bárust, eða nánast tvö- földun frá árunum áður, sem má m.a. rekja til þess að umsóknarferlið var gert rafrænt í fyrsta sinn og í ár var fjöldametið slegið aftur því um 70% fleiri umsóknir bárust í ár en í fyrra. 162 sóttu um verkefnastyrk og hlutu þá 34 umsækjendur; 92 um- sóknir bárust um ferða- og mennt- unarstyrk og hlutu þá 22 umsækj- endur. Lista yfir styrkþega má finna á vef Myndstefs, myndstef.is. Ljósmynd/Myndstef/GSV Styrkþegar Hópurinn fyrir utan sýningarsal SÍM á föstudaginn var. Umsóknir aldrei fleiri Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is Cuero Mariposa Hannaður árið 1938 af: Bonet, Kurchan & Ferrari Leður stóll verð 149.000,- Leður púði verð 13.900,- ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.