Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Síða 2
Morgunblaðið/Valli
LÁRUS JÓHANNESSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Einstök
tónlist
Hvert er uppleggið á tónleikunum?
„Við komum saman ásamt fjölskyldu og nánum vinum
Jóhanns og flytjum verk hans en einnig verk innblásin af
honum. Við heiðrum minningu þessa ótrúlega listamanns
sem tengdi ólíka heima saman og má líta á þetta sem
þakkargjörð og einnig yfirlýsingu um að við ætlum að
halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Segja má að
það sé stórt gat í okkur öllum sem við erum að reyna að
fylla með því að sækja kraft í hvert annað.“
Eiga tónleikarnir sér langan aðdraganda?
„Já. Vinir Jóa sáu um tónlistina í útförinni hans og strax að
henni lokinni bundust menn fastmælum um að efna til minn-
ingartónleika. Við gáfum okkur síðan góðan tíma til að skipu-
leggja tónleikana og gera þetta vel.“
Hvert rennur ágóðinn?
„Allir sem koma fram gefa vinnu sína og ágóðinn rennur
óskiptur í sjóð sem fjölskylda og vinir Jóa hafa stofnað til
minningar um hann. Sjóðurinn er stofnaður í Bandaríkj-
unum og mun fyrst um sinn starfa þar og á Íslandi. Með tíð
og tíma mun hann vonandi starfa víðar. Starf sjóðsins er í
mótun en fyrir liggur að markmið hans verða aldrei skilgreint
þröngt. Fyrst og fremst að láta gott af sé leiða í nafni Jóa.“
Stendur til að gera fleira til að halda minningu
Jóhanns á lofti?
„Já. Ýmislegt stendur til, meðal annars að efna til hátíðar hér á
Íslandi sem tengjast mun hugðarefnum Jóa. Það sem Jói stóð
fyrir má ekki glatast og nú berum við vinir hans og fjölskylda
ábyrgð á því að halda merki hans á lofti. Okkur dreymir einnig
um að styrkja ungt og hæfileikaríkt fólk og hugsanlega að opna
því dyr út í heim.“
Hvers vegna náði Jóhann svona langt?
„Margir þættir gerðu það af verkum en fyrst og fremst voru það
þó miklir hæfileikar sem hann bjó að. Auðvelt er að sóa hæfi-
leikum en Jói hlúði alla tíð vel að sínum, auk þess að vera forvit-
inn og metnaðargjarn að eðlisfari. Það var dásamlegt að fylgjast
með honum springa út og finna sína rödd. Jói var mjög óvenju-
legur listamaður, fór sínar eigin leiðir og tónlistin hans er algjör-
lega einstök.“
Og aðdáendahópurinn var stór.
„Heldur betur. Við höfum fundið vel fyrir því eftir að við stofn-
uðum sjóðinn; fólk út um allan heim er boðið og búið að leggja okk-
ur lið. Sum kvikmyndatónskáld eru þeirrar gerðar að fólk fer í bíó
nær eingöngu til að hlusta á tónlistina. Jóhann Jóhannsson var
eitt af þeim. Ég held að margir Íslendingar hafi kannski ekki áttað
sig á því fyrr en nú hversu djúp spor Jói skilur eftir.“
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Það er upplífgandi að lesa viðtal við mann sem hefur ferðast um heimallan tala um góðmennsku fólks í öllum heimshornum. Í blaðinu í dager rætt við Kristján Gíslason sem tók sig til og spólaði um jarðar-
kringluna á mótorhjóli í tíu mánuði. Og hvað ætli sitji helst eftir hjá honum
eftir þetta mikla ferðalag? Jú, alls staðar hitti hann gott og vandað fólk.
Gestrisni og gleði kynntist hann í löndum sem hann hafði talið hættulegt að
fara til. Hið góða í fari mannskepnunnar stendur upp úr hjá ferðalangnum.
Oft er talað um að fjölmiðlar dragi upp helst til dökka mynd af veröldinni,
hún sé jú ekki svona slæm í heild
sinni og flest fólk sé í raun gott.
Seinni hlutinn af þessu er vafalaust
réttur; veröldin er ekki svona slæm
og flest fólk er gott. Engu að síður
er það hlutverk fjölmiðla að stinga á
kýlum, að segja frá því sem eru frá-
vikin frá þessari meginreglu um
góðmennsku. Geri fjölmiðlar ekki
grein fyrir stríðum, slysum, hörm-
ungum og náttúruhamförum eru
þeir að bregðast skyldum sínum.
En útgangspunkturinn – um að
flest fólk sé gott – er gagnlegur og heldur gildi sínu þótt fjallað sé um stríð
og það sem vont fólk gerir. Raunar ættum við öll að halda sem fastast í
þennan útgangspunkt og horfa á heiminn með gleraugum góðmennskunnar
frekar en með tortryggni og ótta.
„Það er ekki lengur hægt að segja mér að kraftaverk séu ekki til. Hvern-
ig strákurinn okkar braggast er kraftaverk og ég sé hvernig hann gefur
Fanneyju kraft. Það er eins og hann sé að reyna að vera duglegur fyrir
mömmu sína.“ Svo kemst annar viðmælandi Sunnudagsblaðsins að orði,
Ragnar Snær Njálsson, sem tekst á við það verkefni að sinna nýfæddum
syni á vökudeild meðan kona hans Fanney Eiríksdóttir gengst undir erfiða
lyfjameðferð við leghálskrabbameini. Þau takast á við slæmar fréttir og erf-
iða stöðu með jákvæðni að leiðarljósi og sjá litla drenginn sinn, sem taka
þurfti með keisara eftir 29 vikna meðgöngu, sem kraftaverk í miðri barátt-
unni.
Viðhorfið til fólksins í kringum okkur og til þeirra verkefna sem lífið færir
fleytir fólki langt. Það að geta horft á ljósið í myrkrinu og að sjá það góða í
fólki eru eiginleikar til eftirbreytni.
Morgunblaðið/Eggert
Gott fólk og
kraftaverk
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Það að geta horft áljósið í myrkrinu ogað sjá það góða í fólki erueiginleikar til eftirbreytni.
Helga Valtýsdóttir
Nei, þau eiga að koma eins snemma
og hægt er. Ég elska jólin!
SPURNING
DAGSINS
Koma
jólin of
snemma?
Signý Magnúsdóttir
Þau koma alltaf snemma og of
snemma í IKEA.
Vignir Maríasson
Já. Þau koma líka of oft.
Rebekka Rut Harðardóttir
Ég elska jólin en finnst samt nóg að
þau komi í nóvember.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
Lárus Jóhannesson er stjórnarformaður í The Jóhann Jóhannsson Foundation. Í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20 verða minningar-
tónleikar um tónskáldið í Iðnó, þar sem fram koma Kira Kira, Skúli Sverrisson, Dustin O’Halloran, Atli Örvarsson, Apparat
Organ Quartet, Ham, Erna Ómarsdóttir og fleiri. Tónleikunum er streymt beint á síðunni facebook.com/thejohannjohanns-
sonfoundation og hægt að leggja sjóðnum lið á thejohannjohannssonfoundation.org.