Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Side 8
Þegar rýmt var til fyrir bílastæði við nýja hótelið í Bláa lóninu varð til listaverk, svo sem sjá má hér að ofan. Náttúrulegur skúlptúr. Höggva þurfti af hrauninu svo jarðlög aldanna blöstu berskjölduð við. Þess var vandlega gætt að skurðurinn væri hreinn og engu líkara en kökuhníf í yfirstærð hefði verið beitt við verkið. Hvort verktakinn kom úr röðum bakara- meistara skal þó ósagt látið. Útkoman þykir einkar vel heppnuð og listaverkið öðlast aukna dýpt þegar það speglast í bifreiðunum á stæðinu. Við skulum þó vona, hótelsins vegna, að dýrðin sé ekki of mikil, þannig að gestir komist aldrei lengra en á bílastæðið. Sitji þar bara agndofa uns þeir snúa aftur til síns heima. Árni Sæberg VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018 Gefum okkur það að til sé guð. Eða einhver semgetur stjórnað lífi okkar. (Eins og Ted Dans-on í The Good Place til dæmis fyrir ykkur sem misstuð af trúarbragðafræði). Hafið þið aldrei velt því fyrir ykkur hvernig er hægt að hafa svona undar- legt skopskyn og svona mikla þörf til að gera mann brjálaðan með litlum og fánýtum prófum alla daga? Hafið þið aldrei velt því fyrir ykkur af hverju sumir hlutir skulu alltaf leggjast á versta veg? Af hverju fá börn til dæmis alltaf gubbupest um miðja nótt? Af hverju ekki bara á morgnana, þegar allir eru vaknaðir og tilbúnir í daginn? Nei. Það er greinilega ekki í boði. Alltaf skal maður vera vakinn upp með andfælum og vaða gubbið hálf- eða allsber, vitandi hvorki í þennan heim né annan. Og af hverju getur gubbupestin aldrei byrjað þegar börnin eru til dæmis inná baðinu? Það væri sennilega of hentugt. Mögulega gæti þetta verið tilviljun en ég held ekki. Af hverju klárast rúllan í posanum bara þegar maður er að flýta sér? Af hverju er umferðin alltaf extra slæm þegar maður er orðinn of seinn? Af hverju dett- ur tómatsósan alltaf á ljósasta blettinn á fötunum manns? Af hverju kemur alltaf spurning á prófi úr ein- mitt því eina sem maður var ekki búinn að lesa alveg nógu vel? Af hverju þarf alltaf að vera tré beint fyrir framan golfboltann manns, þá sjaldan maður hittir ekki brautina? Mögulega er ég að velta þessu ranglæti heimsins fyrir mér eftir að hafa fengið að kynnast gubbupest- inni sem gengur núna með ofsahraða um bæinn. Ég verð reyndar ekki veikur en yngsta dóttir mín ákvað semsagt að gubba á allt sem fyrir varð, um hánótt að sjálfsögðu. Eins og venjulega var ég nýsofnaður (of seint að sjálfsögðu) þegar lætin byrjuðu. Sá sem öllu ræður hafði að sjálfsögðu stillt á hálftíma svefn hjá mér þannig að ég gæti örugglega ekki sofnað aftur fyrr en undir morgun. Það er svosem ekki eins og það hafi staðið til. Þegar barn gubbar eins og það sé andsetið þá er reyndar frekar ólíklegt að maður bara leggi sig aftur. Getur verið að þetta sé allt eitt risastórt próf? Þegar við lendum enn einu sinni á starfsmanni sem virðist hafa byrjað í flóknu starfi fyrir korteri án þess að fá nokkra þjálfun. Og maður þarf að standa þarna og þykjast vera alveg rólegur yfir þessu og vingjarnlegur. Það er reyndar ekki galin hugmynd. En svo gæti þetta líka bara verið til að kenna okkur að kunna að meta það þegar allt er eins og það á að vera. Börn sofna snemma, starfsmenn vita hvar hlutir eru í búðinni, maður rennur í gegnum Miklubrautina á grænu ljósi, brauð- sneiðin lendir á ósmurða helmingnum og boltinn skoppar aftur inná brautina. Ég ætla að reyna að muna eftir að hugsa um það næst þegar ég hleyp um á sprellanum, hálfsofandi um miðja nótt, í stjórnlausu panikki að reyna að finna föt- ur og handklæði. Próf lífsins ’Af hverju klárast rúllan í pos-anum bara þegar maður er aðflýta sér? Af hverju er umferðinalltaf extra slæm þegar maður er orðinn of seinn? Af hverju dettur tómatsósan alltaf á ljósasta blett- inn á fötunum manns? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.