Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Síða 16
F anney Eiríksdóttir greind- ist með leghálskrabba- mein á 21. viku meðgöngu en vegna alvarleika meinsins var sonur henn- ar og Ragnars Snæs Njálssonar tek- inn með keisaraskurði á rúmlega 29. viku meðgöngu. Drengurinn þeirra er nú á vökudeild og Fanney í lyfja- og geislameðferðum. Hressleikarnir, góðgerðarverkefni heilsuræktar- stöðvarinnar Hress, styrkja í ár þessa hafnfirsku fjölskyldu en fyrir eiga Fanney og Ragnar fjögurra ára dóttur. Hressleikarnir eru haldnir 3. nóvember og rennur allur ágóði til fjölskyldunnar. Það er ekki alveg auðvelt að koma því við að hittast og að lokum sjáum við að líklega er best að mætast á Landspítalanum. Þar er Fanney í lyfja- og geislameðferðum og svo búa þau meira og minna uppi á spít- ala til að geta verið með syni sínum. Fanney viðurkennir að hún ætti lík- lega að vera heima og reyna að sofa því lyfjameðferðin, sérstaklega, reynir mikið á en hún geti ekki hugs- að sér annað en eyða sem mestum tíma með börnunum sínum. Greindist á 21. viku Fanney og Ragnar Snær hafa verið saman í sjö ár, Fanney er úr Garða- bæ og Ragnar frá Akureyri. Dóttir þeirra Emilý Rósa S. Ragnarsdóttir verður fjögurra ára í desember og mánaðargamall sonur þeirra, Erik Fjólar, er lítið kraftaverkabarn. Fanney og Ragnar segja það mikið ljós í tilverunni hve vel hafi gengið hingað til með drenginn, hann hafi verið þyngri en búist var við en taka þurfti hann í skyndingu þegar Fann- ey var kominn þrjá daga framyfir 29. viku meðgöngu. Þá hafði komið í ljós að krabbamein Fanneyjar var ekki að svara lyfjameðferð og nauðsyn- legt var að hún færi í sterkari með- ferð og geisla sem barnið hefði ekki þolað. „Við vorum ekki lengi að sjá að við ættum vel saman þegar við kynnt- umst, erum bæði frekar opin, glöð í eðli okkar og góðhjörtuð, hugsa stundum að Fanney sé kvenkyns- útgáfan af mér og ég karlkyns- útgáfan af henni,“ segir Ragnar Snær og brosir. „Þegar við kynn- umst er Fanney að vinna á lög- fræðistofu sem aðstoðarmaður lög- fræðings og ég er þarna að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla eftir að hafa spilað handbolta úti í Grikk- landi og svo Þýskalandi. Ég bjó á Akureyri og við byrjuðum í fjar- sambandi en eftir nokkra mánuði var ég fluttur heim til hennar og for- eldra hennar í Garðabæ. Síðar fórum við svo að leigja sjálf og búum í dag í Hafnarfirði, og viljum hvergi annars staðar vera.“ Hvað voruð þið stödd í lífinu þegar þú greinist, Fanney? „Eftir að ég átti Emilý var ég heima með hana í tvö ár og þegar ég varð ólétt og greindist hafði ég verið að vinna hjá Orku náttúrunnar, á jarðhitasviðinu þar, við sýninguna á Hellisheiðarvirkjun. Ragnar hefur síðustu árin starfað við sölu- og markaðssetningu og vinnur á heimili þar sem hann er einhverfum strákum til aðstoðar,“ segir Fanney. „Það fyrsta sem mér dettur í hug að segja er að við vorum stödd á besta stað í lífinu. Það hafði aldrei gengið betur hjá okkur og meira að segja stuttu áður Fanney greinist man ég að við vorum að ræða það sérstaklega okkar á milli hvað við værum hamingjusöm. Eins og öll pör höfum við gegnum í gegnum okkar hæðir og lægðir en mér fannst við búin að þroskast mjög mikið sem manneskjur og par, læra svolítið að hugsa áður en maður talar og koma fram við hvort annað og okkur sjálf eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur. Við vorum bara komin á ótrúlega flottan stað og þetta samtal er mér mjög minnisstætt, hvað okkur fannst allt bjart framundan og hlökkuðum til að fjölskyldan var að stækka.“ Hvað verður til að krabbameinið greinist? „Meðgangan hafði gengið vel fyrir sig nema að ég lendi í að það blæðir hjá mér þegar ég fer á klósettið, tvisvar sinnum með viku millibili. Verandi ólétt ákvað ég að hringja upp á kvennadeild og spyrjast fyrir og þær sögðu mér að koma og láta kíkja á mig. Ekkert kom í ljós sem benti til að eitthvað væri að þungun- inni í sjálfu sér en í framhaldinu kík- ir kvensjúkdómalæknir á mig og eft- ir rannsóknir kemur í ljós að það blæðir úr leghálsinum. Ég man að það er tekið sýni á fimmtudegi og sent í greiningu til að kanna hvað sé í gangi, þarna er ég komin 21 viku á leið. Á mánudeginum fæ ég símtal frá lækninum, sem spyr hvort ég sé með eiginmanni mínum og biður okkur að koma upp á spítala. Við vorum þá fjölskyldan að gera okkur glaðan dag, höfðum keyrt út úr bæn- um með dóttur okkar og vorum ný- komin í dýragarðinn í Slakka. Ég segi að við séum úti á landi og hann segir að það sé ekkert mál, hann geti alveg beðið eftir okkur fram eftir degi. Ég áttaði mig þá á að við vær- um ekki að fara að fá góðar fréttir.“ Ragnar bætir við að alvarlegt í þeirra huga á þessum tímapunkti hafi verið fjarri þeim alvarleika sem bjó í þessu máli. „Nei, okkur hefði aldrei dottið það í hug. Ég bað um að fá að koma samt daginn eftir, því ég vildi ekki fara að bruna strax til baka og skemma dag- inn í dýragarðinum fyrir dóttur minn. En þetta var fast í huganum, maður vissi að eitthvað væri í vænd- um.“ Daginn eftir hitta þau Fanney og Ragnar lækninn og í teymið hafði bæst krabbameinslæknir „Þau teiknuðu þetta upp og út- skýrðu og ég skildi þó ekkert í fyrstu. Það var ekki fyrr en ég spurði hreint út hvort þau væru að segja mér að ég væri komin með krabbamein sem ég áttaði mig,“ seg- ir Fanney. „Eitt atriðið á fætur öðru bættist svo ofan á. Fyrst var að meðtaka að Fanney væri með krabbamein en svo að kyngja þeim fréttum að krabbameinið væri orðið það um- fangsmikið að það væri ekki skurð- tækt.“ Fyrsta val læknanna, með tilliti til heilsu og lífs Fanneyjar var að eyða fóstrinu. „Í augum lækna gengur heilsa móður fyrir en við gátum ekki einu sinni ímyndað okkur það. Þarna var meðgangan hálfnuð, við vorum búin að fá að vita að þetta væri drengur. Það var búið að segja okkur geisl- arnir myndu skemma það mikið að ég myndi ekki geta orðið ófrísk aft- ur. Ég var ekki til í að gefa þetta barn upp á bátinn og þurfti held ég ekki sekúndu til að ákveða það.“ Ekki á leið í lyfjameðferð heldur keisara Fréttirnar voru ekki síst áfall fyrir Fanneyju þar sem frumubreyting- arnar í leghálsinum höfðu átt sér stað undanfarin ár og sést hafði yfir þær í strokum og öðrum skoðunum sem Fanney hafði alla tíð farið sam- viskusamlega í. „Það var svolítið ferli að koma Fanneyju yfir það andlega að þetta Í miðri baráttu með krafta- verkabarn Fanney Eiríksdóttir og eiginmaður hennar, Ragnar Snær Njálsson, eignuðust son eftir aðeins 29 vikna meðgöngu. Drengurinn var tekinn með keisaraskurði vegna leghálskrabbameins sem Fanney greindist með á meðgöngu. Framundan er barátta en þau segjast uppfull bjartsýni og síðast en ekki síst þakklæti. Hressleikarnir, góðgerðarverkefni heilsu- ræktarstöðvarinnar Hress, styrkja í ár þessa hafnfirsku fjölskyldu. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Ég á tvö yndisleg börn sem þarfnast mín og ég þarfnast þeirra líka. Á mínum erfiðu dögum eru það börnin mín sem koma mér áfram,“ segir Fanney. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.