Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018
FERÐALÖG
Ferðalag til Kaupmannahafnarhefur þann kost að þangað erstutt að fara, tímamismunur
er lítill, verð á flugmiða með því hag-
stæðasta sem gerist frá Íslandi og
framboð á flugi er mikið. Þetta er því
góður áfangastaður til að taka börn-
in með sér í ferðalagið. Núna eru
skólafrí bæði á haustönn og vorönn
og er til dæmis kjörið að heimsækja
þessa einstaklega fjölskylduvænu
höfuðborg á þeim tíma þó líka sé
gott að fara til borgarinnar á sumrin.
Notaðu strætó
Með appinu „DOT mobilbilletter“ er
þægilegt að kaupa miða í strætó og
lestir og leita að ferð. Athugaðu að
hver fullorðinn má taka með sér tvö
börn undir 12 ára án aukagjalds.
Fyrir þá sem ætla að heimsækja
mörg söfn og skemmtigarða í fríinu
má athuga með að kaupa svokallað
„Copenhagen Card“ en þá fæst af-
sláttur af miðaverði og almennings-
samgöngur eru innifaldar.
Leigðu hjól
Þeir sem fara til borgarinnar með
börn ættu endilega að leigja hjól að
minnsta kosti einn dag. Það er besta
leiðin til að sjá borgina en maður
kemst yfir svo miklu stærra svæði og
er engum háður. Börn yngri en tíu
ára geta til dæmis setið í kerru fram-
an á hjóli en svona flutningahjól eru
algeng í borginni, ekki síst hjá fjöl-
skyldum þar sem þau koma hreinlega
í staðinn fyrir fjölskyldubílinn. Ofan í
kassann er hægt að koma bæði börn-
um og farangri. Þegar hjólað er á
svona hjóli er best að fara ekki of
hratt yfir og halda sig hægra megin á
hjólastígum. Mikilvægt er líka að
nota hendurnar til að láta vita hvað
maður ætlar sér í umferðinni; höndin
upp þýðir stopp og svo er bent með
hægri eða vinstri hendi í þá átt sem
stefnt er en hendurnar koma í stað
beygjuljósa.
Taktu nesti
Það getur verið dýrt að borða hverja
einustu máltíð úti og gerðu því eins
og Danirnir og taktu með þér nesti.
Hægt er að stoppa víða við leikvelli
og fá sér nesti þar og foreldrarnir
geta setið lengur á meðan börnin
leika sér.
Nestisaðstaðan er stundum innan-
dyra eins og í vísindasafninu Experi-
mentarium, sem fjallað er um hér til
hliðar. Líka eru mörg nestisborð í
dýragarðinum fyrir gesti svo þar er
algjör óþarfi að kaupa mat. Hægt er
að heimsækja smurbrauðsstofur og
taka með ekta smurbrauð í nesti en
líka er möguleiki að kíkja bara í
næstu matvöruverslun eða pizzastað
í nágrenni við nestisstaðinn og grípa
bita þar.
Ekki fara í búðir
Þegar fjölskyldur eru á ferð, sér-
staklega þegar börnin eru lítil, ætti
að takmarka tímann í búðum eins og
kostur er, sérstaklega í fatabúðum.
Úthald barna er almennt ekki mikið
í verslunum og búðaráp getur því
skapað heilmikla togstreitu. Ef það
þarf að versla þá er um að gera að
gera það skipulega og á stað sem
börnin geta sest niður eða haft eitt-
hvað annað að gera.
Áfangastaður ársins 2019
Tveir af þeim stöðum sem fjallað er
um hér til hliðar, Experimentarium
og Tivoli, eru á lista tímaritsins Time
yfir hundrað mögnuðustu staði í
heimi árið 2018, fyrsta árið sem list-
inn er birtur. Ennfremur er Kaup-
mannahöfn í fyrsta sæti yfir þær
borgir sem ferðatímaritið fræga
Lonely Planet mælir með að fólk
heimsæki árið 2019.
Mynd/Thomas Rousing
Sønder Boulevard í Vesterbro er nú griðastaður fyrir fjölskyldur með fjöl-
mörgum kaffihúsum, veitingastöðum, boltavöllum og leikvöllum.
Mynd/Büro Jantzen
Leikvellir eru víða um borgina þar sem gott er að leyfa börnunum að hreyfa sig
og foreldrarnir geta sest niður á meðan.
Mynd/Büro Jantzen
Kaupmannahöfn
með krökkum
Þessi fyrrverandi höfuðborg Íslendinga er frábær heim að sækja og
ekki er verra ef fjölskyldan er öll með í för því borgin er mjög hentug
fyrir börn. Ekki aðeins er margt hægt að gera heldur eru vegalengdir
stuttar og auðvelt að ferðast um á hjóli og strætó eða lestum.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is