Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Side 27
28.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
jakkafatajoga.is
ÁNÆGJA EFLING
AFKÖST
ALÞJÓÐADAGUR
PSORIASIS
2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8
DAGSKRÁ
HVAÐ ER PSORIASIS
MIKILVÆGI HREYFINGAR FÓLKS
MEÐ PSORIASISGIGT
RANNSÓKNARSTOFA Í GIGTARSJÚKDÓMUM -
SÓRAGIGTARRANNSÓKNIR
Dýragarðurinn í Frederiksberg er virkilega heillandi. Hann er
á skemmtilegum stað við Frederiksberg-almenningsgarðinn
sem gaman að heimsækja. Maður getur verið heppinn og séð
fílana úr garðinum, án þess að heimsækja dýragarðinn.
Heimsóknin er samt sannarlega þess virði. Dýragarðurinn
var stofnaður 1859 og er einn af elstu dýragörðunum í Evr-
ópu. Í garðinum er sífellt verið að breyta og bæta.
Það sem heillar gesti hvað mest er nýja fílahúsið sem hann-
að var af Sir Norman Foster. Nýtt svæði tileinkað norður-
skautinu er líka mjög skemmtilegt en þar er hægt að sjá ís-
birni bæði ofan í vatni og uppúr auk þess sem hægt er að
fræðast um dýr á norðurslóðum í gegnum margmiðlun.
Í dýragarðinum eru öll möguleg heimsins dýr en ekki
missa heldur af gíröffunum, þeir fara kannski heldur ekki
framhjá manni, svo hávaxnir eru þeir. Svo er líka hús-
dýragarður þar sem hægt er að klappa geitum, sem slakar á
jafnvel stressaðasta fólki.
zoo.dk Norðurpólssvæðið er nýlegt og sérlega flott.
Mynd/Henrik Sørensen
DÝRAGARÐURINN Í FREDERIKSBERG
Ekki missa af ísbjörnunum
Flestir hafa heyrt um Tivoli í
Kaupmannahöfn en ef til vill vita
ekki allir að þar er nú opið stór-
an hluta ársins. Sérstakt hrekkja-
vökuþema ríkir til dæmis í garð-
inum í kringum skólafrí á
haustin. Garðinum er svo lokað
um tíma og hann settur í jóla-
búning. Í ár bættist síðan við að
nú er Tivoli opið í kringum
skólafrí í febrúar.
Þetta er þriðji elsti skemmti-
garður í heimi en Tivoli var opn-
að 1843. Garðurinn er samt
langt í frá staðnaður og mörg ný
tæki hafa verið tekin í notkun á
síðustu árum. Ef ætlunin er að
fara í mörg tæki er best að kaupa
„turpas“ með aðganginum inn í
Tivoli því þá er hægt að komast í
öll tæki án þess að borga meira.
Mörg tæki eru þarna fyrir yngstu
kynslóðina, til dæmis eru fall-
turnar fyrir stóra og smáa.
Tivoli þykir mörgum einhver
fallegasti skemmtigarður heims
og tekur hann á sig nýja mynd
þegar dimma tekur og því gam-
an að vera þarna eftir myrkur.
Veitingastaðirnir eru ótalmargir
og því er ekki mikið mál að
dvelja þarna allan daginn með
góðum pásum inni á mili. Fólk á
ferð til Kaupmannahafnar með
börn ætti endilega að stíla inná
að ferðast til borgarinnar þegar
Tivoli er opið.
tivoli.dk
TIVOLI
Töfrandi skemmtigarður
Tivoli er klætt í hrekkjavökubúning á
hverju ári.
Mynd/Martin Heiberg
Vísindamiðstöðin Experiment-
arium hefur verið starfrækt frá
1991 en var nýverið opnuð í end-
urbættri og stærri mynd í Helle-
rup. Áherslan er lögð á vísindi
og tækni og er safninu skipt nið-
ur í mörg svæði á þremur hæð-
um auk útisvæðis á þaki. Þarna
er hægt að kanna áhrif loftslags-
breytinga og skoða viðbrögð við
þeim, rannsaka flutningsmiðlun
með því að senda varning um
allan heim í formi kúlna sem
ferðast um í loftinu, sápukúlu-
svæðið er heilt ævintýri og ekki
má gleyma svæðinu þar sem
áhersla er lögð á hreyfingu og
samvinnu en þar geta hópar
skráð sig sem lið og tekið hinum
ýmsu áskorunum. Á einum bás
eru heilabylgjur rannsakaðar þar
sem tveir geta keppt í því að
vera sem allra rólegastir, sem er
meira spennandi en það hljómar.
Síðan er heilt svæði tileinkað
ströndinni þar sem hægt er að
mynda öldur og leika sér í vatni.
Leikur að ljósi og litum er á ein-
um stað þar sem til dæmis er
hægt að spila á leysigeislahörpu
og rannsaka skuggamyndun.
Á þessu safni má snerta, það
er hreint og beint nauðsynlegt.
Allt sem er þarna inni byggist á
því að leika og læra.
Safnið í heild sinni er kjörið
fyrir börn á grunnskólaaldri en
einnig er þarna að finna sérstök
svæði sem eru ætluð yngstu
börnunum, m.a. á neðstu hæð
og á byggingaleikvelli á efstu
hæð þar sem eldri krakkar eru
spurðir hvort þeir séu örugglega
nógu litlir til að fara þangað inn.
Yngstu börnunum á því ekki að
finnast þau vera útundan þó þau
ráði ekki við allt þarna.
Hér er alls ekki allt upp talið
sem hægt er að gera eins og
margmiðlunarkvikmyndahús en
það er þó hægt að gera sér
grein fyrir því að það er hægt að
vera þarna allan daginn, eða
marga daga ef því væri að
skipta.
Experimentarium.dk
Litir, ljós og skuggar
eru þemað í ljósa-
völundarhúsinu.
Mynd/Anders Bruun
Vísindatilraunir,
fræðsla og gaman
Á strandsvæðinu er hægt að
rannsaka öldumyndum.
Mynd/David Trood
EXPERIMENTARIUM