Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018
M
iklu færri fylgjast spenntir
með úrslitum í eins konar
stjórnmálalegri útsláttar-
keppni, svo sem kosningum,
en með sambærilegum at-
burðum í heimi íþrótta og er
þá knattspyrna oft efst á blaði, að minnsta kosti aust-
an Atlantshafs.
Hverju breyta kosningar?
Flest bendir þó til að niðurstöður kosninga hafi enn
afdrifaríkari áhrif á hag einstaklinga og þjóða en hitt,
eða ættu að hafa það.
Áhugaleysið er sagt komið til vegna þess að sífellt
færri trúa að kosningar breyti miklu.
Það sé þannig ekki allur munur á því hvort repú-
blikanar eða demókratar hafi meira að segja vestra,
svo ekki sé talað um miðjumoðið í Evrópu. Öll höfum
við séð að það breytir engu um áhrif í Evrópusam-
bandinu hvernig fulltrúakosningar fara í einstökum
löndum. Þar er haldið áfram eins og ekkert hafi
gerst. Þau örfáu þjóðaratkvæði sem tekst að knýja
fram eru önnur saga.
Þegar Trump ákvað að stefna í forsetaframboð
varð hann að byrja á því að fara úr Demókrataflokkn-
um yfir í hinn. Einhver barna hans og tengdabarna
urðu of sein til að skipta um flokk og náðu því ekki að
kjósa karlinn í prófkjörinu.
Bretar undir leiðsögn Blairs voru á svipuðu róli
undir leiðsögn Majors. Báðir eru ákafir stuðnings-
menn veru Breta í ESB. Báðir eru stjórnlyndir
stjórnmálamenn. Sama gilti um Merkel eða Schröder
í Þýskalandi, svo ekki sé talað um smástirnin
Hollande, Macron eða Sarcozy.
Chirac hélt á lofti gagnrýnissjónarmiðum um ESB í
forsetakosningum, en engin beyting varð þó þegar
hann tók við af Mitterrand.
Risinn sagði nei
Eftir að til Fimmta lýðveldisins var stofnað í Frakk-
landi með breytingu á stjórnarskrá hafa 8 forsetar
setið í Élysée-höllinni fögru. Sá fyrsti, Charles de
Gaulle hershöfðingi, gnæfir enn yfir þá alla. Hann sat
í tíu ár á forsetastóli og var fyrir löngu orðinn sver
kafli í franskri samtímasögu. Hugrakkur, erfiður og
dramblátur og sagt var að hann gerði stundum lítinn
mun á sér og Frakklandi. Eftirmenn hans búa enn að
breytingum á stjórnarskrá þegar forsetanum voru
fengin mjög aukin völd. De Gaulle hefði ekki snúið til
baka úr sjálfskipaðri pólitískri útlegð án þess. Þrátt
fyrir það hafa eftirmennirnir allt önnur og minni völd
en fyrsti forseti Fimmta lýðveldisins hafði.
Honum var fengið allt það sama vald og þeim með
stjórnarskránni, en að auki var hann de Gaulle. Póli-
tísku dvergarnir sjö sem komu í kjölfarið voru ekki
de Gaulle og urðu það aldrei.
Nú þegar Bretar paufast við að hlýða fyrirmælum
þjóðarinnar um að koma sér út úr ESB, undir ólán-
legri leiðsögn Theresu May, fer vel á því að nefna til
sögunnar frægt dæmi um framgöngu de Gaulle er
hann synjaði Bretum undir stjórn Macmillans um að-
ild að ESB í þeirri mynd sem það var þá.
Hið fræga „non“ Charles de Gaulle í janúar 1963
kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Talið var að hin
aðildarlöndin væru fylgjandi því að Bretar yrðu með
og sama ætti við um ríkisstjórn Frakklands og
franska stjórnkerfið. Hvorugt hafði nein áhrif á de
Gaulle. Þýskaland (þá Vestur-) var ekki komið með
þá yfirburðastöðu á meginlandinu sem landið fékk
smám saman síðar, uns þar var komið að það á loka-
orðið í ESB, þótt það sé hvergi skráð.
De Gaulle leit þannig á að sameiginlegi markaður-
inn væri fyrst og síðast rammi um samvinnu Frakk-
lands og Vestur-Þýskalands og ætti að öðru leyti að-
eins við um meginlandið. Hann hellti salti í sár Breta
þegar hann benti á að „l’Anglaterre, ce n’est plus
grand chose“. (England skiptir ekki miklu lengur).
Af hverju nei?
Sagt var að ekkert eitt annað hefði æst upp í jafn-
mörgum Bretum þörf fyrir það að komast inn í Evr-
ópusambandið og þessi yfirlætisyfirlýsing gamla
hershöfðingjans. Menn gáfu sér margar skýringar á
framgöngu hans. De Gaulle þætti óþolandi að þurfa
að burðast með hina miklu þakkarskuld sína og
Frakklands við Stóra-Bretland, sem blasti við hverj-
um manni. Það hafði skotið yfir hann skjólshúsi í
neyð og veitt honum stjórnmálalega og hernaðarlega
stöðu langt umfram það sem tilefni var til og ásamt
Bandaríkjunum fært Frakklandi frelsi á ný.
En á meginlandinu var synjun stórveldisins í Ély-
sée-höll túlkuð á annan veg. De Gaulle hefði ætíð ver-
ið fullur óvildar í garð Bandaríkjanna sem bjargað
höfðu Frakklandi tvívegis úr greipum Þjóðverja. Og
það var að hans mati einn af göllum Breta að þeir
væru enn í bandi Bandaríkjanna og með inngöngu
þeirra fengju Bandaríkin innhlaup í Efnahags-
bandalagið sem þau ættu ekki að fá.
Að auki væru Bretar enn vafðir inn í heimsveldið
sitt, þótt það væri aðeins afturganga frá stór-
mennskutíð og á meðan sá hluti fortíðar hefði ekki
verið gerður upp ættu þeir ekkert erindi til samstarfs
eða áhrifa á meginlandinu.
Vildi mikilmennið inn? Nei.
Oft hefur verið vitnað í eina af ræðum Winstons
Churchills og hún lögð út sem hvatning um að Bretar
gengju í ESB eða að minnsta kosti viðurkenning á því
að þar ættu Bretar að lokum heima.
Var vitnað til þess með réttu að Soames, tengda-
sonur stríðshetjunnar, hefði verið áhugasamur um
aðild að ESB. Churchill var hins vegar ætíð mjög
upptekinn af heimsveldinu og hinu sérstaka sam-
bandi Breta og Bandaríkjanna og hefði þótt þessi
túlkun á fyrrnefndri ræðu fráleit.
Churchill hefði hins vegar þekkt flestum betur hið
mikla tjón sem styrjaldirnar 1914-1918 og 1939-1945
höfðu valdið. Manntjónið var auðvitað óbærilegt.
Hvernig gat breskur leiðtogi, sem staðið hafði blóð-
ugur upp að öxlum með þjóð sinni, annað en velt því
Loksins
hafa þeir
sýnt á
spilin sín
’
En ný tegund af vandræðagangi við að
réttlæta tilveru ESB birtist í sal Evr-
ópuþingsins í liðinni viku. Núverandi for-
seti þess, Ítalinn Antonio Tajani, fékk
hlátursbylgju í fangið þegar hann lýsti því
yfir í ræðu að það yrði ekki frá ESB tekið að
það hefði brotið nasismann á bak aftur og
unnið sigur á sovétkommúnismanum.
Reykjavíkurbréf26.10.18