Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.10. 2018 LESBÓK S elma Guðmundsdóttir píanóleikari á að baki langan og afkastamik- inn tónlistarferil sem einleikari og í samleik. Hún hefur á seinni árum verið einn eftirsóttasti meðleikari landsins og hefur komið fram á hundruðum tónleika víða um heim. Þá hefur hún kennt óteljandi tónlistarnemum og verið einn af máttarstólpunum í uppbyggingu íslensks tónlistarlífs. Hún hefur leikið inn á átta geisladiska auk þess að gera upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Um þessar mundir gefur Polarfonia Classic út fjögurra geisla- diska safn sem inniheldur mestmegnis upp- tökur frá Ríkisútvarpinu með leik Selmu frá árunum 1972-2005. Titill þess, Quo Vadis?, er latneskur og þýðir hvert liggur leið þín. Titillinn leitaði á Selmu eftir sumardvöl í Róm og henni fannst hann viðeigandi þegar hún hóf að líta yfir farinn veg á ferli sínum. Fór að hlusta af forvitni „Þetta kom þannig til að í fyrra voru liðin fjörutíu ár frá því ég hélt debúttónleika hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík. Ég fór að líta yfir farinn veg og komst að raun um að það voru til margar upptökur með leik mínum hjá Ríkisútvarpinu. Ég fékk fyrst yfirlit yfir það hvað væri til en svo ákvað ég að fá að hlusta á upptökurnar án þess að vera neitt að hugsa um útgáfu í því sambandi. Þetta var meira forvitni, reyndar var ég fyrst að leita að ákveðnu verki sem ekki fannst. Enda, hvað veit maður hvað manni finnst um eitthvað sem maður gerði þrjátíu árum áður? En þegar ég var farin að hlusta á upptökurnar, þá kom mér það bara skemmtilega á óvart hvað ég var sátt við þær. Þá læddist þessi hugsun að mér; að ég væri nú búin að gera heilmargt í lífinu sem píanisti og þarna væri ég með fullt af verk- um sem ég spilaði á fjörutíu ára ferli sem væri gaman að koma í áþreifanlegt form. Þetta væri svona ákveðinn vitnisburður um það sem ég væri búin að gera.“ Selma segist ekki hafa valið margar upptökur þar sem hún spilaði með öðrum hljóðfæraleikum heldur tekið fleiri einleiksverk, enda flestar upptökurnar frá þeim tíma sem hún lék aðallega einleik. Opnaði glugga inn í líf mitt „Þarna er konsert sem ég spilaði með Sin- fóníuhljómsveit Íslands og verk sem ég lék með Kammersveit Reykjavíkur. Einnig tvö verk með samstarfsfélögum mínum til margra ára, þeim Gunnari Kvaran selló- leikara og Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleik- ara. Svo eru þarna tíu einleiksverk. Það má segja að verkin komi úr öllum áttum en það eru ekki mörg tuttugustu aldar verk á albúminu, það er meira um rómantík og klassík,“ segir Selma. Var ekki mikið verk að velja úr efninu? „Jú, það var talsvert mikið verk. En það var líka áhugavert ferli. Þegar maður lítur svona til fortíðar fer maður að velta fyrir sér kringumstæðum og hvernig hlutirnir voru á hverjum tíma. Sérhvert verk á disk- unum opnar glugga inn í líf mitt á þeim tíma sem upptakan var gerð og ég reyni að gera því skil í bæklingnum. Það var til dæmis ekki sjálfgefið að ung kona og tveggja barna móðir færi í framhaldsnám erlendis á sínum tíma og vissulega fann maður fyrir ákveðnum fordómum og skilningsleysi hjá þeim sem skilgreindu hlutverk konu öðru- vísi. En löngun mín til að leggja fyrir mig píanóleik var snemma mjög sterk og ég fékk mikinn stuðning í tónlistarsamfélaginu, eins studdu foreldrar mínir mig alltaf af öllum mætti enda er þetta diskaalbúm tileinkað þeim og börnum mínum fjórum. Var oft með samviskubit En þótt ég hafi nokkurn veginn getað haldið mínu striki verð ég að viðurkenna, þegar ég lít til baka, að ég var oft með samviskubit eins og ég ætti ekki rétt á þessu eða hefði átt að vera að gera eitthvað annað. Ég furða mig næstum svolítið á þessu þegar ég rifja þetta upp. Það var bara nú nýlega sem ég ákvað að vera ekkert að skammast mín fyrir það að hafa farið þessa leið,“ segir hún og hlær. Mikil vinna liggur að baki „Börnin mín hafa alist upp við mikla tónlist, sem þau eru þakklát fyrir í dag þótt þau séu ekki tónlistarmenn. Líka fyrir að hafa dvalið erlendis með mér, sem þau hefðu ekki viljað fara á mis við. En þetta var alltaf og er mik- il vinna, bæði námið og það að vera tónlistarmaður og kaupið ekki alltaf hátt. Margir gera sér ekki grein fyrir þeirri miklu vinnu sem liggur að baki. Það gildir reyndar bæði fyrir karlkyns kollega og konur sem tónlistarflytjendur að vera spurð hvað þau geri við tíma sinn þegar þau eru ekki að halda tónleika!“ Selma bætir við að hún hafi átt marga mikilvæga stuðningsmenn sem hvöttu hana áfram og hún sé full þakklætis í þeirra garð. „Ég var mjög heppin með kenn- ara og hef fengið mörg frábær tækifæri og spilað með mörgu yndislegu tónlistarfólki. Tónlistin verður mér líka dýrmætari með hverju ári.“ Aðspurð segist Selma vera fjöllynd í tón- listarvali en hún spili Bach á hverjum degi. „Svo er ég sérlega hrifin af Schumann og Chopin. Síðan var mjög gaman að vinna þennan píanókonsert eftir Katsjatúrían sem ég spilaði með Sinfóníuhljómsveitinni. Það var mjög mikið ævintýri. Það er kannske skrýtið að nefna ekki Wagner þarna, þar sem ég er formaður Wagnerfélagsins á Íslandi, en píanótónsmíðar voru frekar afgangsstærð hjá honum.“ Mikill missir að stúdíóupptökum Upptökurnar á albúminu eru nær allar frá Ríkisútvarpinu en Selma segir tónlistardeild útvarpsins hafa sinnt afar stóru menningar- legu hlutverki. „Þetta voru ákveðnir forrétt- indatímar. Það voru svo mikil tengsl á milli Ríkisútvarpsins og tónlistarlífsins í landinu. Og þetta eru allt mjög vandaðar upptökur enda var yfirleitt notuð fyrsta flokks tækni og flinkir upptökumenn. Einn sá mikilvirk- asti um áratugi, Bjarni Rúnar Bjarnason tónmeistari, hefur séð um alla hljóðvinnslu á Quo vadis?-diskunum. Það er líka alveg til fyrirmyndar hvernig allar þessar upptökur voru skrásettar og geymdar. Síðasta upptakan á albúminu er frá árinu 2005 en upp úr því lagðist tónlistardeildin nánast niður í því formi sem hún var áður og í dag er lítið sem ekkert um stúdíóupp- tökur. Það er mjög mikill missir að þeim.“ „Tónlistin verður mér líka dýrmætari með hverju ári,“ segir Selma Guðmunds- dóttir píanisti. Morgunblaðið/Eggert Litið yfir farinn veg Píanóleikarinn Selma Guðmundsdóttir sendir frá sér geisladiskasafn sem nefnist Quo Vadis? Með útgáfunni lítur Selma yfir farinn veg á ferli sínum, en í fyrra voru 40 ár liðin frá því hún hélt debúttónleika hjá Tónlistarfélaginu í Reykjavík. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is ’Þegar ég var farin að hlusta áupptökurnar, þá kom mér þaðbara skemmtilega á óvart hvað égvar sátt við þær. Þá læddist þessi hugsun að mér; að ég væri nú bú- in að gera heilmargt í lífinu sem píanisti og þarna væri ég með fullt af verkum sem ég spilaði á fjöru- tíu ára ferli sem væri gaman að koma í áþreifanlegt form.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.