Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.10.2018, Síða 35
28.10. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 17.-23. OKTÓBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason
2 Mín sökClare Mackintosh
3 SvikLilja Sigurðardóttir
4 MiðnæturgengiðDavid Walliams
5 En við erum vinirHafsteinn Hafsteinsson
6 StormskerBirkir Blær Ingólfsson
7 RotturnarRagnheiður Eyjólfsdóttir
8 Independent PeopleHalldór Laxness
9 Sænsk gúmmístígvélHenning Mankell
10 Sagas Of The Icelanders
1 MiðnæturgengiðDavid Walliams
2 En við erum vinirHafsteinn Hafsteinsson
3 StormskerBirkir Blær Ingólfsson
4 NærbuxnaverksmiðjanArndís Þórarinsdóttir
5 LjóðpundariÞórarinn Eldjárn
6 Skrímsla og draugaatlasFederica Magrin
7
Stelpan sem týndi
bróður sínum
Guðni Líndal Benediktsson
8 Langelstur í leynifélaginuBergrún Íris Sævarsdóttir
9 SilfurlykillinnSigrún Eldjárn
10 Verstu börn í heimi 2David Walliams
Allar bækur
Barnabækur
Ég var að lesa Töframanninn frá
Lúblin eftir Isaac Bashevis Singer
og finnst hún æðisleg. Ég hafði
reyndar lesið hana
áður, hún kom út á
íslensku 1979 og ég
las hana þá. Þetta
er mjög heillandi
bók, ég lifði mig
mjög inn í þennan
gyðingaheim og
heim þessa ógæfumanns, Jasia
Mazúr, sem var svo mikið gefið.
Óhamingja hans stafar af því að
hann afneitar trúnni og fer illa
með konur og á endanum illa
með sjálfan sig.
Svo var ég að lesa bókina Chi-
cago eftir Alaa Al-Aswany. Þetta
er bók sem gerist í bandarískum
háskóla og segir frá
togstreitu innan
hins akademíska
umhverfis og fjallar
líka að hluta um hið
mannlega hlutskipti
innan þessa heims
og þar er alveg jafn
mikil togstreita. Þetta er
skemmtileg bók sem segir frá
fólki sem kemur frá Egyptalandi
til Bandaríkjanna. Sumir snúa
baki við uppruna sínum til að
falla inn í samfélagið en aðrir
halda fast í trú sína og svo verð-
ur togstreita þar á milli.
ÉG ER AÐ LESA
Guðrún Guð-
laugsdóttir
Guðrún Guðlaugsdóttir er blaða-
maður og rithöfundur.
Meðfram því að vera fyrstiklarínettuleikariSinfóníuhljómsveitar Ís-
lands hefur Arngunnur Árnadótt-
ir skrifað ljóð og sögur. Fyrsta
ljóðabók hennar, Unglingar, kom
út 2013 og skáldsagan Að heiman
kom út fyrir tveimur árum. Í vik-
unni kom svo út önnur ljóðabók
hennar, Ský til að gleyma, sem
Partus gefur út.
Arngunnur segir að ljóðin í bók-
inni nýju séu ort á síðustu fjórum til
fimm árum. „Fyrsta ljóðabókin mín
kom mikið af sjálfu sér og ég var
ekki mikið að velta fyrir mér stóra
samhenginu. Eftir það vissi ég ekki
alveg hvaða samband ég hefði við
ljóðformið, strandaði pínulítið, en
byrjaði svo að skrifa ljóð til að
reyna að finna flöt á því.
Ég byrjaði að fikra mig áfram,
skrifa einhver ljóð sem ég endaði á
að henda og það var ekki fyrr en
ég sleppti í raun tökunum á skrif-
unum, hætti að vera sífellt að
hugsa um það sem ég var að gera
og leyfði ljóðunum að koma af
sjálfu sér, að þau komu. Þau koma
ekki fullsköpuð, ég leyfi þeim að
liggja aðeins og tek þau upp
seinna til að vinna þau áfram. Svo
hendi ég líka fullt af ljóðum.“
– Í efnisyfirlitinu má sjá að ljóð-
unum er skipað saman í knippi,
allt frá þremur ljóðum saman upp
í átta.
„Ég pældi mjög mikið í
uppröðuninni og það er þráður,
þótt hann sé svolítið óljós og ekki
bókstaflegur. Það var enginn
ásetningur hjá mér að vera með
þematíska heild en ég raðaði þeim
út frá einhverjum þræði sem ég sá
í þeim. Ef fólk les bókina þá er
heildarhugsun, þótt það sé í lagi að
grípa niður hér og þar.
Fyrstu þrjú ljóðin í bókinni eru
þau ljóð sem komu fyrst, en að
öðru leyti eru þau ekki í tímaröð.“
– Það er ákveðin tregablandin
eftirsjá í ljóðunum.
„Já, það er kannski einhver
grunntónn, kannski missir sem
grunnfyrirbæri, grunnsársaukinn í
lífinu; að tíminn renni manni úr
greipum og fólk renni manni úr
greipum. Ég kom auga á þetta eft-
ir að ég kláraði bókina, kom auga
á það að ef það væri einhver
grunntónn þá væri það þessi sárs-
auki.“
– Eins og segir í ljóðinu Um
þrítugt: „Um þrítugt / hverfa allir
inn í hús / (öðru nafni fasteignir) //
æ / hvað við drápum tímann / áður
af miklu offorsi.“
„Já, og annars staðar kemur
líka „Liðin augnablik / koma ekki
aftur“. Það þarf ekki að vera nein
sérstök skírskotun í því, þetta er
bara staðreynd.“
– Ljóðabók númer tvö og svo
skáldsaga fyrir tveimur árum – lít-
urðu á þig sem ljóðskáld eða sem
skáldsagnahöfund sem yrkir ljóð?
„Þetta eru tvær hliðar á því
sama, þetta eru þau form sem ég
er að fást við hverju sinni.
Það að vera ljóðskáld er mér
mjög eðlilegt og ég byrjaði mjög
ung að semja ljóð, það hefur alltaf
verið eðlilegur hluti af mér og að
einhverju leyti mjög nálægt því að
stunda tónlist. Á hinn bóginn – og
þá kem ég aðeins að því þegar ég
var að rembast við að skilja hvar
ég stæði gagnvart ljóðinu – geta
ljóð oft verið of intellektúal eða of
hlaðin líkingamáli fyrir minn
smekk. Of mikil íþrótt. Þannig er
ég að einhverju leyti hálffeimin við
að gangast við þessu hlutverki
sem ljóðskáld af því að mín nálgun
er mjög blátt áfram og umbúða-
laus.“
– Eins og þú ert að lýsa þessu
þá nærðu best að skapa þegar þú
ert ekki að reyna að skapa.
„Það er það sem ég komst að í
þessu ferli og mér líður bara nokk-
uð vel með það. Að einhverju leyti
er tilfinningin sú að þetta sé fyrsta
bókin sem ég skrifa eftir að hafa
fullorðnast sem höfundur.“
Grunnsársaukinn í lífinu
Í nýrri ljóðabók yrkir Arngunnur Árnadóttir um það sem rennur manni úr greip-
um; fólk sem rennur manni úr greipum og tímann sem rennur manni úr greipum.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Arngunnur Árnadóttir rit-
höfundur og tónlistarkona.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.