Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 2
„Þetta er tals-
verður rússíbaní
fyrir svona við-
kvæmar sálir eins
og okkur rithöf-
unda, við erum
ekkert voðalega
sviðsvæn eða
sjónvarpsvæn,“
sagði Auður Ava
Ólafsdóttir rit-
höfundur við
blaðamann mbl.is í gær, en hún var
þá á heimleið eftir að hafa veitt Bók-
menntaverðlaunum Norðurlanda-
ráðs viðtöku á þriðjudagskvöldið
fyrir bókina Ör, sem kom út hér-
lendis árið 2016.
Sagði hún verðlaunin vera hvatn-
ingu fyrir sitt nýja líf sem atvinnu-
rithöfundur, en hún lét af störfum
sem lektor í listfræði við Háskóla Ís-
lands í byrjun sumars og hyggst nú
einbeita sér að fullu að ritstörfum.
Rætt er ítarlega við Auði Övu í
Morgunblaðinu í dag um nýjustu
bók hennar, Ungfrú Ísland, en hún
kemur út í næstu viku. Bókin segir
frá ungri konu, Heklu, sem vill verða
rithöfundur í kvenfjandsamlegu
karlaveldi árið 1963. „Mér fannst ég
þurfa að segja þessa sögu, mér
fannst ég þurfa að segja sögu sem
fjallar um sköpunarþrána, um feg-
urðarþrána,“ segir Auður meðal
annars um bókina. »72-73
Rússíbani
fyrir við-
kvæma sál
Auður Ava
Ólafsdóttir
Verðlaunin hvatn-
ing fyrir Auði Övu
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tekist var á um fiskveiðisamninga Ís-
lands og Færeyja á fundi embættis-
manna í Kaupamannahöfn nýlega, en
Íslendingar vilja gera breytingar á
þeim samningum sem í gildi hafa ver-
ið. Kristján Þór Júlíusson sjávarút-
vegsráðherra segir að hann vilji nálg-
ast þessar viðræður þannig að um
jöfn skipti á verðmætum verði að
ræða, en nú halli á Íslendinga í þeim
efnum.
Færeyingar hafa nú heimild til að
veiða hér við land 5.600 tonn af bol-
fiski og 5% af útgefnum heildarloðnu-
kvóta við Ísland, þó að hámarki 25
þúsund tonn. Á móti hafa Íslendingar
rétt til að veiða kolmunna í færeyskri
lögsögu.
Boltinn hjá Færeyingum
„Sérfræðingar í ráðuneytinu meta
það svo að út frá verðmætum veiði-
heimildanna hafi frekar hallað á Ís-
lendinga,“ segir Kristján Þór. „Það er
í raun það sem við erum að taka upp
við þá og óskum
eðlilega eftir að
nálgast þetta út
frá jöfnum skipt-
um.“ Hann segist
hafa gefið fyrir-
mæli um að miða
við þessa útreikn-
inga í viðræðun-
um til að fá rök-
rétta niðurstöðu.
Ekki sé komið að
nánari útfærslu hvað varðar einstaka
fiskstofna.
Niðurstaða náðist ekki á fundinum
í Kaupmannahöfn og segir Kristján
eðlilegt að breytingar sem þessar geti
tekið einhvern tíma. Núna sé boltinn
hjá Færeyingum og beðið sé eftir við-
brögðum frá þeim. „Ég held að þessi
sjónarmið um jöfn skipti njóti ákveð-
ins skilnings,“ segir Kristján Þór.
„Sem betur fer gengur mjög vel í
Færeyjum um þessar mundir, en
þegar verulega illa áraði hjá þeim
voru aflaheimildir þeirra við Ísland
auknar, sem var þeim gríðarlega mik-
ilvægt,“ segir ráðherra.
Vill jöfn skipti í verðmætum
Viðræður um fiskveiðisamning Íslands og Færeyja Hallað hefur á Íslendinga
Kristján Þór
Júlíusson
Bréfamagn það sem fer um hendur
Íslandspósts á grundvelli einka-
réttar fyrirtækisins hefur dregist
mun meira saman en fyrirtækið
gerði ráð fyrir í áætlunum sínum
fyrir árið. Þær gerðu ráð fyrir 7%
samdrætti. Það sem af er ári hefur
samdrátturinn hins vegar numið
14%. Þá benda nýjar tölur til að í
september og október nemi sam-
drátturinn, miðað við sama tímabil í
fyrra, yfir 20%.
Fyrirtækið segir samdráttinn
meginorsök fyrir rekstrarvanda
þess en í september síðastliðnum
tilkynnti fjármála- og efnahags-
ráðuneytið að ákveðið hefði verið að
veita fyrirtækinu 500 milljóna króna
lán til 12 mánaða vegna lausafjár-
vanda þess.
Á sama tíma og rekstrarvandi Ís-
landspósts virðist aukast stendur
fyrirtækið í fjárfestingu upp á 700
milljónir króna við nýja viðbyggingu
á Stórhöfða 21. »ViðskiptaMogginn
Gríðarleg fækkun
bréfasendinga
Ljósmynd/Hörður Ásbjörnsson
Samdráttur Bréfsendingum hefur
fækkað gríðarlega á síðustu árum.
Draugar, forynjur og aðrar hræðilegar vættir
fóru á stjá þegar hrekkjavakan var haldin í
Árbæjarsafni í gær fyrir krakka og fjöl-
skyldur þeirra. Var safnið sveipað dulúð-
legum blæ vegna hrekkjavökunnar og gátu
gestir safnsins bankað upp á í draugalegum
húsum og beðið framliðna íbúa þeirra um
grikk eða gott.
Hrekkjavakan var haldin víða um höfuð-
borgarsvæðið og gengu skrautbúin skrímsli
um í sumum hverfum borgarinnar og inntu
húsráðendur eftir því hvort þeir ættu sæl-
gæti. Siðurinn er vel þekktur erlendis en hef-
ur verið að ryðja sér til rúms í síauknum
mæli hérlendis á síðustu árum.
Hroði og hryllingur á hrekkjavökunni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grímuklæddir gestir gengu aftur í Árbæjarsafni
Kínverjar og Indverj-
ar leita starfa hér
Arthúr Vilhelm Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Elju starfsmanna-
þjónustu, segir fyrirtækið hafa
fengið margar umsóknir frá Ind-
landi og Kína og fleiri ríkjum varð-
andi störf á Íslandi.
„Sem við auðvitað höfnum. Hér
er verið að gera hlutina rétt, þann-
ig að sómi sé að fyrir notenda-
fyrirtækið, Elju og starfsmanninn,“
segir Arthúr Vilhelm og bendir á
að fyrirtækið taki eingöngu við
starfsfólki frá EES-svæðinu. Hann
segir eftirspurnina eftir erlendu
starfsfólki á næsta ári „líta nokkuð
vel út“.
„Það er auðvitað að hægjast á
hagkerfinu. Við erum núna í sam-
bandi við okkar viðskiptavini, til
dæmis varðandi næsta sumar. Það
þarf að fara að huga að því. Við
merkjum ekki að það sé að verða
neitt stopp.“ »26
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Allar almennar
bílaviðgerðir
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Kauphöll Íslands
vísaði einu máli
til Fjármálaeftir-
litsins á þriðja
ársfjórðungi þar
sem grunur leik-
ur á að markaðs-
misnotkun hafi
átt sér stað.
Þetta kemur
fram í nýrri
skýrslu sem Nas-
daq gefur út ársfjórðungslega um
eftirlit í kauphöllum í Evrópu.
Morgunblaðið leitaði upplýsinga
hjá Páli Harðarsyni, forstjóra
Kauphallarinnar, sem tjáði blaðinu
að honum væri ekki heimilt að gefa
upp hvaða fyrirtæki ætti í hlut eða
hvers eðlis meint brot væru. Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið að
fátítt væri að mál af þessu tagi
kæmu upp sem vísa þyrfti til eftir-
litsaðila á borð við Fjármáleftir-
litið. ses@mbl.is
Vísa meintri mis-
notkun til FME
Viðskipti Málið er
komið til FME.