Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Veður víða um heim 31.10., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Akureyri 4 alskýjað Nuuk -7 heiðskírt Þórshöfn 6 rigning Ósló 9 skýjað Kaupmannahöfn 8 heiðskírt Stokkhólmur 7 súld Helsinki 10 skýjað Lúxemborg 8 heiðskírt Brussel 10 rigning Dublin 9 skýjað Glasgow 9 skýjað London 11 léttskýjað París 9 rigning Amsterdam 9 heiðskírt Hamborg 9 léttskýjað Berlín 10 heiðskírt Vín 15 heiðskírt Moskva 1 alskýjað Algarve 14 súld Madríd 11 léttskýjað Barcelona 15 þrumuveður Mallorca 14 rigning Róm 17 heiðskírt Aþena 20 heiðskírt Winnipeg 1 snjóél Montreal 1 rigning New York 14 heiðskírt Chicago 9 þoka Orlando 26 heiðskírt  1. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:12 17:12 ÍSAFJÖRÐUR 9:29 17:04 SIGLUFJÖRÐUR 9:13 16:47 DJÚPIVOGUR 8:44 16:38 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Vestan 10-18 NA-lands fram eftir degi, annars mun hægari. Bjartviðri S-til á landinu en snjókoma við N-ströndina. Frost 0 til 5 stig. Vaxandi norðaustanátt á S- og V-landi síðdegis. Norðvestlæg átt og snjókoma eða él N- og A-lands. Víða léttskýjað sunnan heiða en stöku él við SV-ströndina. Hiti kringum frostmark. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala áfengis í Vínbúðunum fyrstu tíu mánuði ársins er nánast á pari við sama tímabil í fyrra. Sam- kvæmt upplýsingum frá ÁTVR hefur heildarsalan aukist um 0,3% í ár. Þegar sölutölur Vínbúðanna eru skoðaðar vekur athygli að minna hefur selst af léttvínum í ár en í fyrra. Sala á rauðvíni minnkaði um 0,6%. Sala á hvítvíni minnkaði enn meira, eða um 3,1%. „Ef til vill hefur sumarveðrið haft eitthvað um það að segja,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarfor- stjóri ÁTVR. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka hefur aukist. Sala á lag- erbjór dróst hins vegar lítillega saman en á móti hefur sala á öðr- um bjórtegundum aukist nokkuð. Sala á svokölluðum blönduðum drykkjum jókst mikið. Nemur aukningin heilum 25%. Blandaðir drykkir eru drykkir sem eru í grunninn með sterku áfengi eins og Breezer. Síðustu misseri hafa komið á markað nýjungar í þess- um flokki, til að mynda dósir með blönduðu gini og greip, og kann það að skýra sölu aukninguna. Sala á freyðivíni hefur tekið kipp í ár, en sem kunnugt er þykir hún ágætis mælikvarði á velmegun í þjóðfélaginu. Aukning í sölu á freyðivíni nemur 21% í ár. Í þeirri tölu er bæði sala á kampavíni og freyðivíni. „Ef kampavínið er skoðað sérstaklega er aukningin þar 29%. Í fyrra voru seldir 6.434 lítrar en í ár er salan 8.282 lítrar,“ segir Sigrún Ósk. Sala á áfengi fyrstu 10 mánuði ársins 2017 og 2018 Sala á áfengi í þúsundum lítra Sala í lítrum eftir tegundum Heimild: ÁTVR Sala í janúar-október 2017 2018 Breyting Rauðvín 1.536 1.526 -0,6% Hvítvín 953 923 -3,1% Brennivín og vodka 191 198 3,7% Lagerbjór og pilsner 13.153 13.117 -0,3% Freyðivín/kampavín 114 137 20,6% Ávaxtavín 306 254 -17,0% Blandaðir drykkir 307 385 25,4% Aðrar bjórtegundir 404 425 5,3% Samtals 17.825 17.872 0,3% Bjór Rauðvín Hvítvín Brennivín og vodka Annað Blandaðir drykkir 2017 2018 307 385 +25,4% Freyðivín/kampavín 2017 2018 114 137 +20,6% Alls 17.872 þús. lítrar Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 25% í ár Arion banki hefur lokað útibúi sínu við Garðatorg í Garðabæ og opnað í staðinn sjálfsafgreiðslu á 30 fer- metra svæði inni í verslun Hagkaupa við Litlatún, steinsnar frá. Þar eru tveir starfsmenn sem leiðbeina við- skiptavinum. Útibúið við Garðatorg var í 412 fermetra húsnæði og þar voru fimm starfsmenn. Opið var frá 9 til 16 á gamla staðnum, en í Litla- túni er opið allan sólarhringinn og starfsmenn við á staðnum á tíma- bilinu frá 12.30 til 19.00 virka daga. „Þetta er hluti af af þróun og ein- földun á útibúaneti bankans þar sem við erum að bregðast við breyttri eftirspurn viðskiptavina eftir þjón- ustu,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka. Hann segir að rúmlega 96% af af- greiðslum viðskiptavina fari nú fram í gegnum stafrænar leiðir eins og app og netbanka og samhliða því fari heimsóknum viðskiptavina í útibú fækkandi. Þetta sé þróun sem sé drifin áfram af kröfum viðskiptavina enda flestir með snjalltæki við hend- ina öllum stundum. „Við finnum hins vegar líka að við- skiptavinir vilja fá persónulega þjón- ustu varðandi fjármálin sín öðru hverju – ekki síst þegar um stærri og flóknari ákvarðanir er að ræða. Þess vegna skipta útibúin áfram miklu máli – en þau þurfa ekki að vera jafn- mörg og með jafnmikinn fjölda starfsfólks og áður,“ segir hann. Haraldur segir að útibú Arion banka í Kringlunni hafi verið fyrsta útibúið á þessari vegferð þar sem fjarlægðar voru gjaldkerastúkur og skrifborð og viðskiptavinir fái ráð- gjöf og aðstoð úti á gólfi eða í gegn- um fjarfundarbúnað þar sem sér- fræðingar í þjónustuveri afgreiða flóknari mál. Þessi nýbreytni hafi mælst vel fyrir. Arion banki í Kringl- unni sé það útibú sem hafi hækkað mest á undanförnu ári í ánægjumæl- ingum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Banki Sjálfsafgreiðsla Arion banka í Garðabæ er í verslun Hagkaupa. Arion banki inni í verslun  Fækkar starfsfólki og minnkar pláss Framkvæmdir við Landspítalann eru nú í fullum gangi og er ýmislegt umstang í kringum þær eins og gefur að skilja. Hefur til dæmis þurft að loka malarstæðum neð- an gömlu Hringbrautar, en á móti hafa ný malbikuð stæði verið opnuð við BSÍ sem eingöngu eru ætluð starfsmönnum spítalans. Þá er einnig verið að leggja ný bílastæði fyrir sjúklinga vestan Eirbergs, auk þess sem jarðvegsvinna við Barnaspítalann er hafin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir í fullum gangi „Við teljum okkur vera að auðvelda viðskiptavinum aðgengi að okkar þjónustu með því að vera betur í leiðinni fyrir þá – vera þar sem þeir kaupa nauðsynjar og geta þá nýtt sér bankaþjónustu í leiðinni,“ segir Haraldur Guðni Eðsson. Hann segir að útibúið í Litlatúni nái að sinna a.m.k. um 90% af öllum þeim erindum sem viðskiptavinir bankans leita til hans með í hefðbundnum útibúum. Fyrir þá sem þurfi flóknari þjón- ustu sé stutt í útibúið í Smáranum, en það sé stórt útibú þar sem öll þjónusta og ráðgjöf bankans sé í boði. Arion banki hyggst fljótlega opna útibú á Hótel Sögu við Hagatorg sem verður sambærilegt afgreiðslunni í Garðabæ. Útibúið verður við nýja póstafgreiðslu sem verður þar til húsa. Í banka og verslun samtímis ÞÆGILEGRA FYRIR VIÐSKIPTAVINI SEGIR ARION BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.