Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 10
30% afsláttur
af stökum jökkum,
buxum og vetrarjökkum
Fimmtudag, föstudag og langan laugardag
Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Áhugafólk um framtíð þjóðkirkj-
unnar stendur fyrir opnum mál-
fundi í Háteigskirkju fimmtudaginn
1. nóvember kl. 15-17 undir heitinu
„Þjóðkirkjan: Framtíðarsýn ósk-
ast!“
Í tilkynningu segir að ljóst sé að
kirkjuleg starfsemi á Íslandi eigi
eftir að breytast mikið á þessari
öld sem enn er ung. Erfið mál sem
upp hafa komið í starfi kirkjunnar
hér á landi hafi sennilega flýtt fyrir
þessari þróun.
Hún sé í takt við það sem hafi
verið að gerast í Evrópu. Hefð-
bundnar þjóðkirkjur hafi nánast
alls staðar tapað fyrri stöðu en
þeim fjölgað sem kjósa að standa
utan trúfélaga.
„Við sem stöndum að þessum
umræðufundi teljum mikilvægt að
grundvallarumræða um stöðu þjóð-
kirkjunnar hefjist með skipulegum
hætti. Þar má nefna hvernig kirkj-
an hyggst starfa í þessu gjör-
breytta menningarlandslagi, um
samskipti ríkis og kirkju og um
fjármál kirkjunnar.“ Brýnt sé að
leysa mál er varða samskipti ríkis
og kirkju hér á landi.
Framsögu á fundinum hafa Anna
Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður
sóknarnefndar Grafarvogskirkju,
og sr. Halldór Reynisson.
Ræða framtíð
þjóðkirkjunnar
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ný gjaldskrá fyrir Vestmannaeyja-
ferjuna Herjólf og siglingaáætlun
sem taka eiga gildi 30. mars 2019
bíða samþykkis Vegagerðarinnar.
„Þetta er enn óskoðað af okkar
hálfu,“ sagði G. Pétur Matthíasson,
upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.
Stjórn Herjólfs ohf. leggur m.a. til
hækkun á almennu fargjaldi full-
orðinna í 1.600 krónur. G. Pétur
sagði að stjórn Herjólfs ohf. þyrfti
væntanlega að færa rök fyrir þörf-
inni á fargjaldshækkuninni. Fulltrú-
ar Vegagerðarinnar og Herjólfs
ohf. ætla að funda í dag.
Farþegar geta keypt afsláttar- og
inneignarkort sem veitir 40% af-
slátt af fargjaldi og gjaldi fyrir bíla.
Vilja hafa borð fyrir báru
Samningur milli Vestmannaeyja-
bæjar og Vegagerðarinnar um
rekstur nýja Herjólfs var ræddur í
bæjarstjórn Vestmannaeyja í apríl í
vor og var hann einnig kynntur á
íbúafundi. Þá var rætt um að gjald-
skráin yrði nánast óbreytt. Rætt
var um að hækka fargjaldið úr
1.380 krónum í 1.400 krónur en nú
er lagt til að fargjaldið verði 14%
hærra. „Þótt ákveðið hafi verið á
sínum tíma að hafa fargjaldið í
kringum 1.400 krónur er almennt
óvissa um þróun í rekstrar-
umhverfinu. Ferjan er ekki komin
og reksturinn ekki að fullu form-
aður. Menn reyna að hafa borð fyr-
ir báru. Þess vegna var gerð tillaga
um að teygja sig upp í 1.600
krónur. Þetta er háð samþykki
Vegagerðarinnar,“ sagði Guð-
bjartur Ellert Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Herjólfs ohf. Hann
sagði að ef breyta þyrfti gjaldskrá
Herjólfs væri betra að geta lækkað
verðið en að þurfa að knýja á um
hækkun.
Guðbjartur sagði orðið brýnt að
Vegagerðin staðfesti siglingaáætlun
og gjaldskrá nýs Herjólfs sem allra
fyrst. „Ferðaskipuleggjendur og
aðrir þurfa að hafa siglingaáætl-
unina og gjaldskrána á hreinu þeg-
ar þeir eru að selja ferðir. Öll ferða-
þjónustufyrirtæki eru að skipu-
leggja sína markaðssetningu. Ég
ætla að vona að menn ákveði fljótt
hvað á að sigla mikið og hvernig á
að verðleggja ferðirnar,“ sagði Guð-
bjartur. Hann sagði að ekki yrði
opnað fyrir bókanir með nýjum
Herjólfi fyrr en samþykkt siglinga-
áætlun og gjaldskrá lægi fyrir.
Nýr Herjólfur Unnið er að smíði ferjunnar í Póllandi. Stefnt er að því að hún byrji siglingar 30. mars 2019.
Beðið eftir gjaldskrá
og siglingaáætlun
Leggja til 14% hækkun á fargjaldi með nýjum Herjólfi
Ljósmynd/Svanur Gunnsteinsson
Stjórn Herjólfs ohf., sem mun
annast rekstur nýju ferjunnar,
fjallaði um tillögu um siglinga-
áætlun næsta árs og gjaldskrá
á fundi 26. október. Sam-
kvæmt fundargerð er gert ráð
fyrir því að almennt fargjald
fyrir fullorðna farþega verði
1.600 krónur og helmingi
minna fyrir börn 12-15 ára, elli-
lífeyrisþega, öryrkja og náms-
menn. Börn yngri en 12 ára
borga ekkert fargjald. Þá munu
íbúar með lögheimili í Vest-
mannaeyjum fá 50% afslátt
frá gjaldskrá. Ekki er gert ráð
fyrir breytingu á gjaldi fyrir
flutning á bílum frá því sem nú
er.
Nú kostar almennt fargjald
1.380 kr. og helmingi minna
fyrir börn 12-15 ára, ellilífeyris-
þega, öryrkja og námsmenn.
Almennt far
1.600 krónur
GJALDSKRÁ HERJÓLFS
Bæjarstjórn Akraness hefur sam-
þykkt að útnefna Braga Þórðarson,
rithöfund og bókaútgefanda,
heiðursborgara Akraness.
Bragi er fæddur á Akranesi árið
1933. Þar hefur hann búið og starf-
að alla tíð, m.a. við prentsmiðju-
rekstur, bókaútgáfu, bóksölu og rit-
störf. Hann rak um langa hríð
Hörpuútgáfuna ásamt konu sinni
Elínu Þorvaldsdóttur.
Um áratugaskeið hefur Bragi
safnað og gefið út sögur af fólki og
annan fróðleik um Akranes og
byggðir og fólk á Vesturlandi, alls
22 bækur auk fjölda annarra verka.
Hann samdi meðal annars átta bæk-
ur undir heitinu Borgfirzk blanda.
Einnig hefur hann samið og flutt út-
varpsþætti um mannlíf og eftir-
minnilega atburði á Vesturlandi.
„Í verkum hans liggja ómetanleg
verðmæti sem
hann hefur
bjargað frá því
að falla í
gleymsku og
þannig lagt sinn
skerf til sam-
félagsins á Akra-
nesi. Bragi hefur
ætíð haft hags-
muni samfélags-
ins að leiðarljósi með velvilja og já-
kvæðni,“ segir í frétt á heimasíðu
Akranesbæjar. Bragi hefur einnig
starfað mikið að félagsmálum, með-
al annars í skátahreyfingunni á
Akranesi.
Bragi hlýtur nafnbótina við at-
höfn sem fer fram á Bókasafni
Akraness í kvöld, fimmtudag, kl. 20
og eru allir velkomnir.
sisi@mbl.is
Nýr heiðursborgari
útnefndur á Akranesi
Bragi Þórðarson