Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 12

Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 12
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Liðsmenn sveita Slysavarna-félagsins Landsbjargarhefja síðdegis í dag sölu áNeyðarkallinum sem nú er mættur á svæðið. Byrjað verður síð- degis í Smáralind þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður með björgunarsveitarmönnum fyrstu stundirnar við sölustörf. Svo halda sölumenn út á mörkina; ganga í hús, standa við verslanir og fleira slíkt. Neyðarkall í ár er tileinkaður því að 90 ára eru liðin frá því Slysa- varnafélag Íslands, fyrirrennari nú- verandi félags, var stofnað. Er Neyðarkallinn klæddur í stíl við björgunarsveitarfólk fyrri ára. Dýrt að þjálfa mannskap „Neyðarkallinn og sala á honum eru fyrir löngu orðin einn mikilvæg- asti þátturinn í fjáröflun okkar og það kostar sitt að halda úti jafn um- fangsmiklu starfi og við gerum,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Það sem af er ári hafa ekki kom- ið upp stór björgunar- og leitarverk- efni og útköll þar sem virkja hefur þurft stóra hópa björgunarsveit- arfólks, jafnvel á landsvísu. Slíkt hef- ur þó oftsinnis gerst á síðustu árum. „Oft er spurt hvað verkefnin sem við sinnum og útköll okkar kosti í peningum, sem er reyndar nokkuð sem við tökum aldrei saman,“ segir framkvæmdastjórinn „Samt sem áð- ur vitum við að sjálft úthaldið og við- bragðið er dýrast; það er að vera með þjálfaðan mannskap til taks, búnað, aðstöðu og annað eftir atvikum. Að baki hverri klukkustund í útkalli eru sennilega um tólf klukkustundir sem fara í að mennta björgunarfólk, þjálf- un og æfingar, viðhald tækja og bún- aðar og svo framvegis. Frumkvæði og forvarnir Jón Svanberg telur eflingu for- varnastarfs á vegum félagsins nú vera að skila sér þótt erfitt sé að mæla það nákvæmlega. Ferðamönn- um sem leggi inn áætlanir sínar á sa- vetravel.is fjölgi sífellt, en slíkt auð- veldi leit og björgun þegar og ef til slíks kemur. Þá hafi á vegum félags- ins verið settir upp upplýsingaskjáir á vel yfir 100 fjölsóttum stöðum á landinu, hvar ferðamenn og aðrir geti nálgast upplýsingar um færð, SOS! Neyðarkall björgunarsveitanna er aufúsugestur Íslendinga. Sölumenn fara um landið um helgina og selja gripinn sem er mikilvæg fjáröflun Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Neyðarkallinn mætir á svæðið Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg Aðgerð Ferðamönnum og bíl bjarg- að úr Fiská í Rangárþingi eystra. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 „Snjallsíminn er frábært tæki en stundum virðist sem hann taki alla athygli frá fólki og slíkt getur kom- ið niður á félagslegum tengslum. Því viljum við hvetja fólk til um- hugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti og samveru, segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Bresk fyrirmynd Samtökin standa nú um helgina fyrir Símalausum sunnudegi og er það í annað sinn sem slíkt er gert. Skorað er á fólk að leggja síman- um þennan dag og verja honum til samveru með fjölskyldunni. Fyrirmynd að símalausa sunnu- deginum var sótt til systursamtaka Barnaheilla í Bretlandi þar sem haldinn er símalaus föstudag- ur, Phoneless Friday, í tengslum við fjáröflunarátak þar. Á Íslandi spratt hugmyndin af niðurstöðum meistaraprófsrannsóknar Esterar Guðlaugsdóttur í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Áhrif á tengslamyndun Ritgerð Esterar bar yfirskriftina Samkeppnin við snjallsímana og þar var leitað svara við þeirri spurningu hvort snjallsímanotkun hefði áhrif á myndun tengsla milli foreldra og barna að mati fagfólks í ung- og smábarnavernd. Niðurstöð- urnar bentu til að svo væri, það er að ef foreldri er löngum stundum andlega fjarverandi og í símanum geti barn orðið óöruggt sem getur haft áhrif á þroska þess. „Ég vil ekki setjast í dómarasæti og segja af eða á um hvenær símanotkun fólks er komin úr hófi. Hver verður að finna slíkt hjá sér og velta fyrir sér hvort notkunin sé orðin ávana- bindandi og spilli félagslegum tengslum,“ segir Erna. Göngutúr eða heimsókn Og hvað er hægt að gera á síma- lausum sunnudegi. Fara í göngu- túra eða ísbíltúr, út að hjóla, heim- sækja ömmu og afa eða skoða söfn, sundlaugin kemur sterk inn, grípa í spil eða líta saman í góða og skemmtilega bók. Þetta hljómar spennandi – ekki satt? Skráning á Símalausan sunnudag er á www.barnaheill.is Snjallsímar skaði ekki samveruna Morgunblaðið/Eggert Ungbarnasund Samveran er mikilvæg og skapar góð tengsl milli ungra sem eldri. Erna Reynisdóttir LAUSAR LÓÐIR Í FJÖLSKYLDUVÆNU UMHVERFI SKARÐSHLÍÐ Í HAFNARFIRÐI Félagar Jón Svanberg með Neyðarkallinn 2018 sem er í klæðum björgunarsveitar- manna fyrri ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.