Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 12
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Liðsmenn sveita Slysavarna-félagsins Landsbjargarhefja síðdegis í dag sölu áNeyðarkallinum sem nú er mættur á svæðið. Byrjað verður síð- degis í Smáralind þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður með björgunarsveitarmönnum fyrstu stundirnar við sölustörf. Svo halda sölumenn út á mörkina; ganga í hús, standa við verslanir og fleira slíkt. Neyðarkall í ár er tileinkaður því að 90 ára eru liðin frá því Slysa- varnafélag Íslands, fyrirrennari nú- verandi félags, var stofnað. Er Neyðarkallinn klæddur í stíl við björgunarsveitarfólk fyrri ára. Dýrt að þjálfa mannskap „Neyðarkallinn og sala á honum eru fyrir löngu orðin einn mikilvæg- asti þátturinn í fjáröflun okkar og það kostar sitt að halda úti jafn um- fangsmiklu starfi og við gerum,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Það sem af er ári hafa ekki kom- ið upp stór björgunar- og leitarverk- efni og útköll þar sem virkja hefur þurft stóra hópa björgunarsveit- arfólks, jafnvel á landsvísu. Slíkt hef- ur þó oftsinnis gerst á síðustu árum. „Oft er spurt hvað verkefnin sem við sinnum og útköll okkar kosti í peningum, sem er reyndar nokkuð sem við tökum aldrei saman,“ segir framkvæmdastjórinn „Samt sem áð- ur vitum við að sjálft úthaldið og við- bragðið er dýrast; það er að vera með þjálfaðan mannskap til taks, búnað, aðstöðu og annað eftir atvikum. Að baki hverri klukkustund í útkalli eru sennilega um tólf klukkustundir sem fara í að mennta björgunarfólk, þjálf- un og æfingar, viðhald tækja og bún- aðar og svo framvegis. Frumkvæði og forvarnir Jón Svanberg telur eflingu for- varnastarfs á vegum félagsins nú vera að skila sér þótt erfitt sé að mæla það nákvæmlega. Ferðamönn- um sem leggi inn áætlanir sínar á sa- vetravel.is fjölgi sífellt, en slíkt auð- veldi leit og björgun þegar og ef til slíks kemur. Þá hafi á vegum félags- ins verið settir upp upplýsingaskjáir á vel yfir 100 fjölsóttum stöðum á landinu, hvar ferðamenn og aðrir geti nálgast upplýsingar um færð, SOS! Neyðarkall björgunarsveitanna er aufúsugestur Íslendinga. Sölumenn fara um landið um helgina og selja gripinn sem er mikilvæg fjáröflun Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Neyðarkallinn mætir á svæðið Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg Aðgerð Ferðamönnum og bíl bjarg- að úr Fiská í Rangárþingi eystra. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 „Snjallsíminn er frábært tæki en stundum virðist sem hann taki alla athygli frá fólki og slíkt getur kom- ið niður á félagslegum tengslum. Því viljum við hvetja fólk til um- hugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti og samveru, segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Bresk fyrirmynd Samtökin standa nú um helgina fyrir Símalausum sunnudegi og er það í annað sinn sem slíkt er gert. Skorað er á fólk að leggja síman- um þennan dag og verja honum til samveru með fjölskyldunni. Fyrirmynd að símalausa sunnu- deginum var sótt til systursamtaka Barnaheilla í Bretlandi þar sem haldinn er símalaus föstudag- ur, Phoneless Friday, í tengslum við fjáröflunarátak þar. Á Íslandi spratt hugmyndin af niðurstöðum meistaraprófsrannsóknar Esterar Guðlaugsdóttur í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Áhrif á tengslamyndun Ritgerð Esterar bar yfirskriftina Samkeppnin við snjallsímana og þar var leitað svara við þeirri spurningu hvort snjallsímanotkun hefði áhrif á myndun tengsla milli foreldra og barna að mati fagfólks í ung- og smábarnavernd. Niðurstöð- urnar bentu til að svo væri, það er að ef foreldri er löngum stundum andlega fjarverandi og í símanum geti barn orðið óöruggt sem getur haft áhrif á þroska þess. „Ég vil ekki setjast í dómarasæti og segja af eða á um hvenær símanotkun fólks er komin úr hófi. Hver verður að finna slíkt hjá sér og velta fyrir sér hvort notkunin sé orðin ávana- bindandi og spilli félagslegum tengslum,“ segir Erna. Göngutúr eða heimsókn Og hvað er hægt að gera á síma- lausum sunnudegi. Fara í göngu- túra eða ísbíltúr, út að hjóla, heim- sækja ömmu og afa eða skoða söfn, sundlaugin kemur sterk inn, grípa í spil eða líta saman í góða og skemmtilega bók. Þetta hljómar spennandi – ekki satt? Skráning á Símalausan sunnudag er á www.barnaheill.is Snjallsímar skaði ekki samveruna Morgunblaðið/Eggert Ungbarnasund Samveran er mikilvæg og skapar góð tengsl milli ungra sem eldri. Erna Reynisdóttir LAUSAR LÓÐIR Í FJÖLSKYLDUVÆNU UMHVERFI SKARÐSHLÍÐ Í HAFNARFIRÐI Félagar Jón Svanberg með Neyðarkallinn 2018 sem er í klæðum björgunarsveitar- manna fyrri ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.