Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 13
Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Ófærð Björgunarsveitarmenn að
störfum uppi á Mosfellsheiði.
veður og annað. Reynslan af því sé
góð.
Jón Svanberg minnir á að í tím-
ans rás hafi Slysavarnafélagið
Landsbjörg og þó einkum fyrirrenn-
arar þess haft frumkvæði að ýmsum
mikilvægum verkefnum til almanna-
heilla. Þar megi nefna Umferðarráð,
Tilkynningaskyldu íslenskra skipa
og starfsemi Slysavarnaskóla sjó-
manna sem sé stærsta forvarnar-
verkefni félagsins frá upphafi. Þetta
allt hafi skilað árangri sem enginn
vefengir.
„Árin 2008, 2011, 2014 og 2017
fórst enginn á sjó við landið sem er
afar gleðilegt og ekki nokkur vafi að
öryggisvitund sjómanna og fræðsla
Slysavarnaskólans á þar ríkan þátt,
svo miklar voru mannfórnirnar fyrr á
tíð. Í dag stöndum við svo andspænis
því að umferðarslysin eru mörg og
alvarleg og því eðlilegt að setja meiri
þunga í forvarnir þar,“ segir Jón
Svanberg.
93 björgunarsveitir
Björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins Landsbjargar eru alls 93
talsins og eru í flestum byggðum
landsins. Einnig er á fjórða tug slysa-
varnadeilda innan samtakanna en
þær hafa verið björgunarsveitunum
ómetanlegt bakland auk þess að
sinna ýmsum afmörkuðum verk-
efnum á sínu heimasvæði og á lands-
vísu. „Fyrir fámennar byggðir er af-
ar mikilvægt að björgunarsveit sé til
staðar, sérstaklega ef langt er í
næstu aðstoð,“ segir Jón Svanberg
og heldur áfram. „Þessar sveitir eiga
í vök að verjast þar sem nýliðun er
ekki mikil og spilar byggðaþróun
mikið inn í. Mikilvægi þessara mörgu
en jafnvel fámennu sveita skiptir fé-
lagið og almannavarnir í landinu þó
gríðarlega miklu máli og í raun mun
stærra máli heldur en umfang og
stærð sveitanna segir til um. Sveit-
irnar í stærri byggðarlögunum, eins
og til dæmis á höfuðborgarsvæðinu
eru sterkar og nýliðar áhugasamir
um þátttöku. Þeir eru meðal annars
fólkið sem verður úti um borg og bæi
næstu daga að selja Neyðarkallinn
og verður vonandi vel tekið eins og
fyrri ár.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hafið Nemendur í Slysavarna-
skóla sjómanna á æfingu á
Sundunum við Reykjavík.
Einbýli | Tvíbýli | Parhús | Raðhús | Fjölbýlishús
Hafnarfjarðarbær auglýsir lóðir í fjölskylduvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á
heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls.
Úthlutunarlóðir
Einbýlishúsa-, parhúsa-, raðhúsa-, tvíbýlishúsa- og fjölskylduhúsalóðir eru lausar til úthlutunar til einstaklinga
og lögaðila. Einstaklingar ganga fyrir við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Tveir eða fleiri einstaklingar þurfa
að sækja sameiginlega um þær lóðir sem telja fleiri en eina íbúð. Hjón og sambúðarfólk teljast sem einn
einstaklingur. Sótt er um rafrænt áMÍNAR SÍÐUR
Tilboðslóð
Óskað er eftir tilboðum lögaðila í fjölbýlishúsalóð fyrir 32 íbúðir að Hraunskarði 2. Búið er aðmarka lágmarks-
verð í lóðina og teljast tilboð undir lágmarksverði ógild. Tilboðum ásamt viðeigandi fylgigögnum skal skilað til
Þjónustuvers, Strandgötu6 fyrir kl. 10 þann19. nóvember n.k. Tilboð verða opnuð kl. 10 sama dag á sama stað.
Sjá skipulagsuppdrátt, skilmála, gjaldskrá, yfirlit yfir lausar lóðir og fleira á hafnarfjordur.is
Vekjum athygli á að samkv. samkomulagi við Landsnet verður færslu háspennulína lokið fyrir mitt ár 2019.
Helstu upplýsingar
Ítarefni á hafnarfjordur.is
Leitarorð: Lausar lóðir
Tilboðslóð - frestur
Til kl. 10 þann19. nóv. n.k.
Fylgigögn
Upptalning áhafnarfjordur.is
Fyrirspurnir
hafnarfjordur@hafnarfjordur.is
585 5500
SANNKÖLLUÐ NÁTTÚRUPERLA Á FRÁBÆRUM STAÐ!
Í dag, fimmtudag-
inn 1. nóvember,
mætir rithöfund-
urinn og sagna-
þulurinn Einar
Kárason í Borgar-
bókasafnið í Ár-
bæjarhverfi í
Reykjavík og les
úr bók sinni
Stormfuglar og
segir frá glímunni við sögu og sjó.
Bókin lýsir, segir í tilkynningu, vel
öllu því sem lýtur að sjómennsku,
bæði vinnubrögðum, samskiptunum
um borð í skipinu og háskanum sem
alltaf er nálægur. Einar gekk með
hugmynd að bókinni lengi en skrifaði
svo í einni lotu. Stormfuglar hafa
vakið mikla athygli en bókin byggist
á sönnum atburðum.
Les úr
Stormfuglum
Einar Kárason
Fjórir blaðamenn
kynna nýút-
komnar bækur
sínar í Gunnars-
húsi við Dyngju-
veg í Reykjavík í
kvöld og hefst
upplestrarstundin
kl. 20. Bergrún Ír-
is Sævarsdóttir
les úr Langelstur í
leynifélaginu.
Guðrún Guðlaugsdóttir les úr sög-
unni Erfðaskráin sem er 5. bók henn-
ar um Ölmu blaðamann. Páll Bene-
diktsson les úr bókinni Kópur - Mjási,
Birna og ég og fjallar um hvolp sem
Páll fékk á sl. ári. Sigurður Hreiðar
les úr Meðan ég man.
Bækur
blaðamanna
Guðrún
Guðlaugsdóttir
Morgunblaðið/Hari