Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingumumáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ibuprofen Bril 400mg töflur - 30 stk og 50 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Smart föt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Níu ær og fjögur lömb fundust fyrir stuttu dauð í gömlu fjárhúsi á eyði- býlinu Eyri í Mjóafirði í Súðavíkur- hreppi. Svo virðist sem þau hafi leit- að þangað inn fyrir tilviljun ein- hvern tíma í sumar sem leið en inngangurinn síðan hrunið og varn- að þeim útgöngu. „Þau hafa drepist úr þorsta,“ segir Sigríður Gísladóttir, dýra- læknir á Ísafirði, sem kölluð var á staðinn og segir aðkomuna hafa ver- ið sérlega ljóta og ömurlega og dauðdagann hræðilegan. Elsa Borgarsdóttir tók málið upp á fundi sveitarstjórnar Súðavíkur- hepps á mánudaginn. Hún vill að að kannað verði hvort eigendur og/eða leigjendur eyðibýla beri ekki ein- hverja ábyrgð á húsakosti á viðkom- andi jörðum. Ef svo sé ekki þurfi að setja reglur, hugsanlega með sektarviðurlögum, til að koma í veg fyrir að mál af þessu tagi endurtaki sig. Jörðin í ríkiseigu Fram kom á fundinum að jörðin er í ríkiseigu og hefur ekki verið bú- ið þar í fjölda ára. Leigutaki er Sig- mundur Sigmundsson, fyrrverandi ábúandi á Látrum. Féð var í eigu bróður hans, Stefáns Sigmunds- sonar á Látrum. Hann saknaði fjár í haust og við leitir í byrjun október uppgötvaðist hvað gerst hafði. Var öllum sem að komu að vonum mjög brugðið. „Það veit svo sem enginn hvað nákvæmlega gerðist þarna,“ sagði Sigríður Lárusdóttir dýralæknir í samtali við Morgunblaðið. Menn teldu að féð hefði farið inn í fjár- húsið á flótta undan flugum, vegna slagveðurs eða af hreinni forvitni. Af einhverjum ástæðum hefur inn- gangurinn síðan fallið og lokað leið- inni út. Einhver lömb voru þá utan- dyra, viðskila við mæður sínar, og björguðust þannig. „Það var ekkert fóður þarna inni sem féð hefur verið að sækja í og þau hafa öll verið vel haldin eftir að hafa verið á fjalli um sumarið,“ seg- ir Sigríður. Hún segir fjárhúsið vera mjög hrörlegt, gólfin ónýt og hættu- legt að vera þar innandyra. Ekki sé ólíklegt að það eigi eftir að fjúka næst þegar vel blæs á svæðinu. Ræða þarf um ábyrgð Sigríður tekur undir með Elsu að mikilvægt sé að ræða um ábyrgð manna á húsakosti á eyðijörðum, ekki síst í ljósi þess hve mikill áhugi sé orðinn á eyðibýlum um land allt. Slys af þessu tagi geti gerst víðar og fólk ekkert síður en fé lent í þeim. Í bókun sem Elsa Borgarsdóttir lagði fram á fundi sveitarstjórn- arinnar kemur fram að féð hafi lík- lega drepist um miðjan júlí ef tekið er mið af rotnun í augum og stærð lambshræja. Hún hefur eftir dýra- lækninum að aðkoman hafi verið vægast sagt sláandi og málið eitt það versta sem hún hafi komið að á sínum starfsferli. Þá segir hún að búið sé að fjar- lægja hræin og byrgja fyrir inn- ganga, en ekki sé vitað hver var þar að verki eða hvar hræ voru urðuð. Málið hafi verið tilkynnt Matvæla- stofnun. Morgunblaðið/RAX Sauðfé Ferðin inn í fjárhúsið hrörlega á eyðibýlinu Eyri við Mjóafjörð í Súðavíkurheppi varð örlagarík. Aðkoman ömurleg og dauðdaginn hræðilegur  13 kindur lokuðust inni og drápust í fjárhúsi á eyðibýli Eyri í Mjóafirði Kortagrunnur: OpenStreetMap Ís a fja rð a rd jú p M jó if jö r ð u r Súðavík Eyri Hafrannsóknastofnun leggur til að leyfðar verði veiðar á 139 tonnum af rækju í Arnarfirði og 456 tonnum í Ísafjarðardjúpi á vertíðinni í vetur. Engar rækjuveiðar voru í Arnarfirði síðasta vetur en 343 tonn voru veidd í Ísafjarðardjúpi. Stofnvísitala rækju í Ísafjarðar- djúpi var undir meðallagi en yfir skilgreindum varúðarmörkum í könnun á ástandi rækjunnar í októ- ber. Útbreiðsla rækjunnar var að miklu leyti takmörkuð við svæðið innst í Ísafjarðardjúpi en einnig fannst hún í Útdjúpinu, að því er fram kemur í frétt frá Hafrann- sóknastofnun. Mikið var af þorskseiðum í Ísa- fjarðardjúpi og því telur stofnunin mikilvægt að veiðieftirlitsmenn Fiskistofu fari með í fyrstu róðra í Djúpinu og mæli magn seiða í rækju- afla. Einnig að viðkomandi veiði- svæði verði lokað ef meðafli seiða í rækjuafla fari yfir viðmiðunarmörk. Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var nálægt sögulegu lágmarki og rétt yfir skilgreindum varúðarmörk- um. Rækja fannst eingöngu í Borg- arfirði og var hún smærri en und- anfarin ár. Lítið fannst af rækju í Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda og Öxarfirði og leggur stofnunin því ekki til afla- mark rækju á þessum svæðum fyrir fiskveiðiárið 2018/2019. aij@mbl.is Ráðgjöf Heimilt verður að veiða um 600 tonn af innfjarðarækju í vetur. Rækjan hefur aðeins tekið við sér vestra Orsök elds um borð í vinnuskip- inu Garðari Jörundssyni BA í maí í vor er rakin til þess að afgas- mælir var bilaður og siglt var undir of miklu álagi. Þetta kemur fram í lokaskýrslu siglingasviðs Rannsóknanefndar samgöngu- slysa, sem afgreidd var á mánu- dag. Arnarlax ehf. gerir skipið út og var það á siglingu frá Patreks- firði áleiðis til Tálknafjarðar, en skipið er tvíbytna með tvær aðal- vélar og tvö vélarrúm. Þegar skipið var statt tvær sjómílur út af Tálkna yfirhitnaði bakborðs- aðalvél það mikið að skipstjórinn drap á henni og sneri til hafnar á Patreksfirði með stjórnborðs- aðalvél. Á leið til hafnar kom upp reykur úr vélarrúmi stjórnborðs- megin og brunaviðvörunarkerfi fór í gang. Skipverjar lokuðu loftrásum fyrir vélarrúmið og gangsettu slökkvikerfið. Björgunarskipið Vörður dró bátinn til hafnar á Patreksfirði. Eftir að þangað var komið opnuðu slökkviliðsmenn niður í vélarrúmið en við það blossaði eldur upp aftur sem þeim tókst að slökkva. aij@mbl.is Álag og bilaður mælir orsök elds
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.