Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli
fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé
þörf á frekari upplýsingumumáhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is
Ibuprofen Bril
400mg töflur - 30 stk og 50 stk
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is
Smart föt, fyrir smart konur
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Níu ær og fjögur lömb fundust fyrir
stuttu dauð í gömlu fjárhúsi á eyði-
býlinu Eyri í Mjóafirði í Súðavíkur-
hreppi. Svo virðist sem þau hafi leit-
að þangað inn fyrir tilviljun ein-
hvern tíma í sumar sem leið en
inngangurinn síðan hrunið og varn-
að þeim útgöngu.
„Þau hafa drepist úr þorsta,“
segir Sigríður Gísladóttir, dýra-
læknir á Ísafirði, sem kölluð var á
staðinn og segir aðkomuna hafa ver-
ið sérlega ljóta og ömurlega og
dauðdagann hræðilegan.
Elsa Borgarsdóttir tók málið upp
á fundi sveitarstjórnar Súðavíkur-
hepps á mánudaginn. Hún vill að að
kannað verði hvort eigendur og/eða
leigjendur eyðibýla beri ekki ein-
hverja ábyrgð á húsakosti á viðkom-
andi jörðum. Ef svo sé ekki þurfi að
setja reglur, hugsanlega með
sektarviðurlögum, til að koma í veg
fyrir að mál af þessu tagi endurtaki
sig.
Jörðin í ríkiseigu
Fram kom á fundinum að jörðin
er í ríkiseigu og hefur ekki verið bú-
ið þar í fjölda ára. Leigutaki er Sig-
mundur Sigmundsson, fyrrverandi
ábúandi á Látrum. Féð var í eigu
bróður hans, Stefáns Sigmunds-
sonar á Látrum. Hann saknaði fjár í
haust og við leitir í byrjun október
uppgötvaðist hvað gerst hafði. Var
öllum sem að komu að vonum mjög
brugðið.
„Það veit svo sem enginn hvað
nákvæmlega gerðist þarna,“ sagði
Sigríður Lárusdóttir dýralæknir í
samtali við Morgunblaðið. Menn
teldu að féð hefði farið inn í fjár-
húsið á flótta undan flugum, vegna
slagveðurs eða af hreinni forvitni.
Af einhverjum ástæðum hefur inn-
gangurinn síðan fallið og lokað leið-
inni út. Einhver lömb voru þá utan-
dyra, viðskila við mæður sínar, og
björguðust þannig.
„Það var ekkert fóður þarna inni
sem féð hefur verið að sækja í og
þau hafa öll verið vel haldin eftir að
hafa verið á fjalli um sumarið,“ seg-
ir Sigríður. Hún segir fjárhúsið vera
mjög hrörlegt, gólfin ónýt og hættu-
legt að vera þar innandyra. Ekki sé
ólíklegt að það eigi eftir að fjúka
næst þegar vel blæs á svæðinu.
Ræða þarf um ábyrgð
Sigríður tekur undir með Elsu að
mikilvægt sé að ræða um ábyrgð
manna á húsakosti á eyðijörðum,
ekki síst í ljósi þess hve mikill áhugi
sé orðinn á eyðibýlum um land allt.
Slys af þessu tagi geti gerst víðar
og fólk ekkert síður en fé lent í
þeim.
Í bókun sem Elsa Borgarsdóttir
lagði fram á fundi sveitarstjórn-
arinnar kemur fram að féð hafi lík-
lega drepist um miðjan júlí ef tekið
er mið af rotnun í augum og stærð
lambshræja. Hún hefur eftir dýra-
lækninum að aðkoman hafi verið
vægast sagt sláandi og málið eitt
það versta sem hún hafi komið að á
sínum starfsferli.
Þá segir hún að búið sé að fjar-
lægja hræin og byrgja fyrir inn-
ganga, en ekki sé vitað hver var þar
að verki eða hvar hræ voru urðuð.
Málið hafi verið tilkynnt Matvæla-
stofnun.
Morgunblaðið/RAX
Sauðfé Ferðin inn í fjárhúsið hrörlega á eyðibýlinu Eyri við Mjóafjörð í Súðavíkurheppi varð örlagarík.
Aðkoman ömurleg og
dauðdaginn hræðilegur
13 kindur lokuðust inni og drápust í fjárhúsi á eyðibýli
Eyri í Mjóafirði
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Ís
a
fja
rð
a
rd
jú
p
M
jó
if
jö
r
ð
u
r
Súðavík
Eyri
Hafrannsóknastofnun leggur til að
leyfðar verði veiðar á 139 tonnum af
rækju í Arnarfirði og 456 tonnum í
Ísafjarðardjúpi á vertíðinni í vetur.
Engar rækjuveiðar voru í Arnarfirði
síðasta vetur en 343 tonn voru veidd í
Ísafjarðardjúpi.
Stofnvísitala rækju í Ísafjarðar-
djúpi var undir meðallagi en yfir
skilgreindum varúðarmörkum í
könnun á ástandi rækjunnar í októ-
ber. Útbreiðsla rækjunnar var að
miklu leyti takmörkuð við svæðið
innst í Ísafjarðardjúpi en einnig
fannst hún í Útdjúpinu, að því er
fram kemur í frétt frá Hafrann-
sóknastofnun.
Mikið var af þorskseiðum í Ísa-
fjarðardjúpi og því telur stofnunin
mikilvægt að veiðieftirlitsmenn
Fiskistofu fari með í fyrstu róðra í
Djúpinu og mæli magn seiða í rækju-
afla. Einnig að viðkomandi veiði-
svæði verði lokað ef meðafli seiða í
rækjuafla fari yfir viðmiðunarmörk.
Stofnvísitala rækju í Arnarfirði
var nálægt sögulegu lágmarki og
rétt yfir skilgreindum varúðarmörk-
um. Rækja fannst eingöngu í Borg-
arfirði og var hún smærri en und-
anfarin ár.
Lítið fannst af rækju í Húnaflóa,
Skagafirði, Skjálfanda og Öxarfirði
og leggur stofnunin því ekki til afla-
mark rækju á þessum svæðum fyrir
fiskveiðiárið 2018/2019. aij@mbl.is
Ráðgjöf Heimilt verður að veiða um
600 tonn af innfjarðarækju í vetur.
Rækjan hefur aðeins
tekið við sér vestra
Orsök elds um borð í vinnuskip-
inu Garðari Jörundssyni BA í maí
í vor er rakin til þess að afgas-
mælir var bilaður og siglt var
undir of miklu álagi. Þetta kemur
fram í lokaskýrslu siglingasviðs
Rannsóknanefndar samgöngu-
slysa, sem afgreidd var á mánu-
dag.
Arnarlax ehf. gerir skipið út og
var það á siglingu frá Patreks-
firði áleiðis til Tálknafjarðar, en
skipið er tvíbytna með tvær aðal-
vélar og tvö vélarrúm. Þegar
skipið var statt tvær sjómílur út
af Tálkna yfirhitnaði bakborðs-
aðalvél það mikið að skipstjórinn
drap á henni og sneri til hafnar á
Patreksfirði með stjórnborðs-
aðalvél. Á leið til hafnar kom upp
reykur úr vélarrúmi stjórnborðs-
megin og brunaviðvörunarkerfi
fór í gang.
Skipverjar lokuðu loftrásum
fyrir vélarrúmið og gangsettu
slökkvikerfið. Björgunarskipið
Vörður dró bátinn til hafnar á
Patreksfirði. Eftir að þangað var
komið opnuðu slökkviliðsmenn
niður í vélarrúmið en við það
blossaði eldur upp aftur sem
þeim tókst að slökkva. aij@mbl.is
Álag og bilaður mælir orsök elds