Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 „Framlag Kiwanishreyfingarinnar í þetta verkefni gerir JCI kleift að kaupa að minnsta kosti fjögur tonn af vatni handa íbúum Indónesíu og vonum við að fleiri fylgi í kjölfarið og gefi framlag fyrir vatn,“ segir Eyþór K. Einarsson, umdæmisstjóri Kiw- anisumdæmisins Ísland-Færeyjar, en Kiwanismenn afhentu nýverið 400 þúsund króna framlag í söfnun JCI á Íslandi, „Gefðu von –– Indó- nesía“. Söfnunin er til styrktar íbúum Indónesíu eftir náttúruhamfarir sem þar urðu 29. september síðastliðinn. Eyðileggingin er gríðarleg eftir þessar náttúruhamfarir og þörf fyrir aðstoð mikil. Yfir 200 þúsund manns þurfa á bráðri neyðaraðstoð að halda og er það markmið þessarar söfn- unar að safna fyrir vatni sem fer til þeirra svæða sem komu verst út úr hamförunum. Borgirnar Palu og Donggala eru báðar í sárri þörf fyrir hreint vatn. Talið er að lífsskilyrði verði léleg og fjöldi látinna aukist áfram ef ekkert verður að gert. „Við Íslendingar höf- um sem betur fer aldrei þekkt vatns- skort, en það þýðir samt ekki að hann komi okkur ekki við. Þess þá heldur kemur hann okkur enn frek- ar við,“ segir Eyþór og hvetur alla til að leggja söfnuninni lið. Styrkur Frá afhendingu styrks Kiwanishreyfingarinnar í söfnun JCI á Ís- landi vegna náttúruhamfaranna í Indónesíu í lok september síðastliðinn. Kiwanis styrkir bág- stadda íbúa Indónesíu TIL LEIGU Skipholt 31 – 105 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði 2. og 3. hæð hússins Stærð samtals 1.200 fm. Virðisaukaskattslaust. Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Allar nánari upplýsingar veitir: Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í síma 824-6703. Laust strax. Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Til leigu 468 fm. iðnaðar- og lagerhúsnæði á jarðhæð við Stangarhyl í Reykjavík. Stór innkeyrsluhurð og gott útisvæði. Laust strax. Húsnæðið er mest opið rými. Þeir veggir sem eru til staðar eru léttir og því auðvelt að taka niður. Kaffistofa og skrifstofa til staðar. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Ólafur S: 824 6703 Magnús S: 861 0511 Sigurður J. S: 534 1026 Helgi Már S: 897 7086 Bergsveinn S: 863 5868 TIL LEIGU Stangar ylur 7, 110 Rvk Gerð: Iðnaðar- og lage húsnæði Stærð: 468 m2 Leiguverð: Tilboð Allar nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson Rekstrarfræðingur, löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari 534 1023 / 824 6703 olafur@jofur.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is EON arkitektar fyrir hönd eigenda að Grandagarði 8, Brimgarða ehf., hafa sent Reykjavíkurborg erindi þess efnis hvort leyft verði að byggja eina hæð ofan á húsið, 4. hæð norð- austanmegin. Jafnframt hvort leyft verði að byggja við húsið að suð- vestanverðu, gegnt stórhýsinu Mýrargötu 26. Þá hafa eigendurnir hug á að breyta notkun hluta hússins úr skrifstofustarfsemi í hótel. Ofanábyggingin er áætluð alls 833 fermetrar og viðbyggingin 2.100 fer- metrar. Eftir stækkun yrði húsið samtals 10.605 fermetrar. Erindið er nú til meðferðar hjá skipulags- yfirvöldum borgarinnar. Í Grandagarði 8 er nú að finna margvíslega starfsemi. Þar eru tveir veitingastaðir, Messinn og Bryggjan brugghús og Sjóminjasafnið. Þá hef- ur tölvuleikjafyrirtækið CCP verið þarna til húsa um langt skeið en til stendur að það flytji í Vatnsmýrina. Fram kemur í erindinu ósk um að breyta skipulagsheimildum fyrir lóð- ina að Grandagarði 8, sbr. stækkun byggingar og breytt nýting á efri hæðum byggingarinnar (beggja hús- hluta í atvinnuhúsnæði), úr skrifstofu og lagerhúsnæði, í hótel. Ferða- mannastraumur til landsins hafi margfaldast á síðustu árum og mikil þörf sé á auknu gistirými, 4-5 stjörnu hóteli, sérstaklega vel útbúnu hús- næði í námunda við miðbæinn. Grandagarður 8 vel staðsettur „Nú eru uppi áform um að byggja ofan á og við núverandi byggingu þ.e. byggingin í heild sinni falli betur að því byggðamunstri sem miða skal við samkvæmt nýju aðalskipulagi/þróun svæðisins og ásýnd hafnarbakkans.“ Grandagarður 8 sé einkar vel stað- settur með tilliti til almennings- samgangna, hjólastíga og leigubíla- stöðva. Miðborgin, útivistarsvæði, menning og næturlíf sé í göngufæri. Nægum hjólastæðum fyrir gesti og starfsfólk verði komið fyrir á lóðinni. Í göturými Grandagarðs séu stæði við götu. Sú breyting sem fyrirhuguð er, þ.e. hótelstarfsemi, kalli í raun á færri bílastæði en sú starfsemi sem nú er í húsinu. Eigendur hafa einnig þann fyrirvara á að komi það í ljós að vanti stæði þegar að reynsla verði komin á starfsemina, þá verði gert ráð fyrir bílastæðum í og við bygg- ingar á aðliggjandi og nálægum reit- um skv. samþykktu deiliskipulagi. Verði þá samið um afnot og/eða kaup á stæðum. Skammt frá Grandagarði 8 er svo- kallað Alliance-hús, sem borgin hyggst semja um sölu á til þróunar- félags. Nýir eigendur hafa áform um hótelstarfsemi í húsinu. Milli Grandagarðs og Slippsins, þ.e. í Vesturbugt, mun á næstu árum rísa íbúðahverfi með mörg hundruð íbúðum. Þar verða einnig byggðar bílageymslur. Sjóminjasafnið Eigendur að Grandagarði 8 hafa hug á að byggja eina hæð ofan á safnið og einnig viðbyggingu. Skrifstofurými á Granda- garði verði breytt í hótel  Eigendur að Grandagarði 8 hyggjast byggja við húsið Utanríkisráðherrar Norðurlandanna samþykktu á fundi í Ósló í gær að lýsa fullum stuðningi við Dani og þær að- gerðir sem þeir hafi gripið til vegna ráðagerða írönsku leyniþjónustunnar um að ráða íranska stjórnarandstæð- inga, sem dveljast í Danmörku, af dögum. Anders Samuelsen, utanríkis- ráðherra Dana, gerði norrænum koll- egum sínum grein fyrir lögreglu- aðgerðum sem komu í veg fyrir morðið. Fram kom í vikunni að Danir hafa kallað sendiherra sinn í Íran heim vegna málsins en dönsk stjórn- völd hafa örsjaldan gripið til slíkra að- gerða. „Við lítum þetta mál mjög alvar- legum augum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu norrænu utanríkis- ráðherranna. „Slíkt athæfi er alger- lega óviðunandi. Við fordæmum hverskonar ógnun við öryggi Norður- landanna. Það er mikilvægt að löndin á Norðurlöndum standi þétt saman þegar slík ógn steðjar að samfélögum okkar.“ Full samstaða Í tilkynningu frá íslenska utanríkis- ráðuneytinu er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að lönd- in á Norðurlöndum sýni dönskum yf- irvöldum fulla samstöðu vegna til- ræðis írönsku leyniþjónustunnar, enda sé það árás á norrænt samfélag og þau gildi sem það stendur fyrir. Dönsk stjórnvöld greindu frá því í vikunni að hópur íranskra leyniþjón- ustumanna hefði ætlað að ráða af dögum þrjá Írana, sem eru búsettir í Ringsted, um 60 km suðvestur af Kaupmannahöfn. Talið er að menn- irnir þrír tengist aðskilnaðarsamtök- unum Al-Ahvaziya, sem stjórnvöld í Íran líta á sem hryðjuverkasamtök en íranski herinn sakar Al-Ahvaziya um að bera ábyrgð á hryðjuverka- árás á skrúðgöngu hermanna í borg- inni Ahvaz í september þar sem 25 létust. Leiðtogi Al-Ahvaziya í Danmörku er sagður hafa verið aðalskotmarkið. Norskur ríkisborgari af írönsku bergi brotinn var handtekinn 21. október þegar hann var að taka myndir af dvalarstað Írananna í Ringsted. Rannsókn málsins hefur staðið yfir mánuðum saman. Í september lokaði danska lögreglan í skyndi brúm milli Danmerkur og Svíþjóðar. Nú í vik- unni kom fram að þær aðgerðir tengdust þessari rannsókn. Danskir sendimenn gerðu sendi- herrum annarra Evrópusambands- ríkja grein fyrir málinu í gær á fundi í Brussel. Eftir fundinn sagði tals- maður ráðherraráðs Evrópusam- bandsins, að ráðið fordæmdi athæfi Írana í Danmörku en legði jafnframt áherslu á að málið yrði ekki til að grafa undan stuðningi Evrópuríkja við kjarnorkusamninginn við Íran. AFP Stuðningur Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, greinir frá málinu. Norrænir ráðherrar lýstu stuðningi við Dani í gær. Ráðherrar lýsa stuðningi við Dani
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.