Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Afar lág tilboð bárust í jarðvinnu
við nýbyggingu Byggðastofnunar á
Sauðárkróki, en þau voru opnuð 23.
október sl.
Fjögur tilboð bárust í verkið og
voru þau öll undir 50% af kostn-
aðaráætlun, sem telst til tíðinda.
Vinnuvélar Símonar ehf. buðu
krónur 12.376.400 eða 32,10% af
kostnaðaráætlun, sem var kr.
38.557.000. Karína ehf. bauð kr.
12.730.650 (33,0% af kostnaðar-
áætlun), Þórður Hansen ehf. kr.
16.539.275 (42,9%) og Víðimels-
bræður ehf. kr. 17.819.050 (46,2%).
Framkvæmdasýsla ríkisins fer
nú yfir tilboðin.
Hið nýja hús Byggðastofnunar
mun standa í Sauðármýri 2 á Sauð-
árkróki. Byggingin verður 998 fer-
metrar á tveimur hæðum og með
kjallara undir hluta hússins.
sisi@mbl.is
Lág tilboð
í jarðvinnu
Byggðastofnun Hin nýja bygging
verður tæpir þúsund fermetrar.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Þjóðræknisfélag Íslendinga stendur fyrir
fræðslufundi í dag í húsakynnum utanríkis-
ráðuneytisins. Þar flytja erindi þær Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Sandra
Björg Ernudóttir, þjóðfræðingur og stjórnar-
maður í félaginu. Fundurinn hefst kl. 17 og er
öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
„Hvað er ég núna? Sjálfsmyndarsköpun
ungra Vestur-Íslendinga á 21. öld“ er yfirskrift
erindis Söndru. Þar kynnir hún helstu niður-
stöður BA-ritgerðar sinnar í þjóðfræði.
Hún fór utan til Kanada á síðasta ári, í
tengslum við Snorraverkefnið sem Þjóð-
ræknisfélagið hefur staðið fyrir mörg undan-
farin ár. Þar ræddi hún við nokkur ungmenni
sem öll áttu það sameiginlegt að hafa komið til
Íslands á vegum sama verkefnis.
Frá 1870 til 1914 fluttist fjöldi fólks frá Ís-
landi vestur yfir haf í leit að betri lífsgæðum en
buðust á Íslandi. Flestir settust að í Kanada en
einnig á öðrum stöðum í Norður-Ameríku. Eft-
ir því sem afkomendum þessa fólks fjölgar
verður sífellt erfiðara að viðhalda íslenskri arf-
leifð þess.
Breytti sýn þeirra
Í erindi sínu beinir Sandra sjónum beint að
því hvernig ungir Vestur-Íslendingar skil-
greina íslenska sjálfsmynd sína, hvernig hún
hefur áhrif á daglegt líf þeirra og hvaða áhrif
það hefur að koma á slóðir forfeðranna á Ís-
landi.
„Upplifun þeirra á að koma hingað til lands
og kynnast íslenskum rótum breytti sýn þeirra
á sjálfsmynd sína. Sjálfsmyndin varð sterkari á
eftir, það er helsta niðurstaða mín,“ segir
Sandra. Ungmenni í Snorraverkefninu dvelja
jafnan hjá ættingjum sínum hér á landi og það
finnst þeim mjög merkilegt, segir Sandra, sér-
staklega ef skyldleikinn er mikill.
Viðmælendur hennar hafa mismunandi bak-
grunn þó að öll búi ungmennin í Alberta-fylki,
þangað sem Sandra ferðaðist í fjórar vikur á
síðasta ári. „Þau eru mismikið tengd Íslandi og
sum hafa fjölþjóðlegan bakgrunn. Það hefur
eðlilega áhrif á sjálfsmynd þeirra,“ segir hún.
Einn viðmælandi talar íslensku en tungu-
málið lærði hann einmitt eftir að hafa verið hér
á landi á vegum verkefnisins. Önnur viðtöl
Söndru fóru alfarið fram á ensku. „Hann heill-
aðist af landi og þjóð og tók upp á því sjálfur að
læra íslensku. Það eina sem tengdi hann við
landið var nafnið hans og hann gat sagt eitt og
eitt orð á íslensku, annað var það ekki. Hann
hefur síðan viðhaldið kunnáttunni,“ segir
Sandra, en öll vesturíslensk ungmenni sem
hingað koma á vegum Snorraverkefnisins
sækja tveggja vikna íslenskunámskeið í Há-
skóla Íslands.
Þegar heim er komið er allur gangur á því
hve vel ungmennin halda íslensku tengslunum.
Þau eru t.d. misjafnlega virk í starfsemi Ís-
lendingafélaganna í Vesturheimi.
„Ég fann það alveg klárlega að þau halda ís-
lensku tenginguna í heiðri, eru stolt af því að
vera Vestur-Íslendingar. Um leið fann ég það
líka að þau eru hrædd um að með tímanum geti
þessi tengsl dofnað. Þess vegna eru svona
verkefni eins og Snorraverkefnið gríðarlega
mikilvæg,“ segir Sandra.
Hún segist reikna með að skoða þetta við-
fangsefni nánar, hún láti ekki þar við sitja eftir
BA-ritgerðina.
„Mér fannst áhugavert að sjá hvað Ísland
stóð þeim nærrri eftir Snorraverkefnið. Allt í
einu eru sögurnar, sem þau fengu að heyra á
uppvaxtarárum, gæddar lífi og þau geta sett
sig betur inn í þær. Áður en þau komu hingað
voru þau ekki mjög meðvituð um íslenskar
rætur sínar. Þegar heim kom spurði ein sig:
Hvað er ég núna?“
Fagleg tengsl við söfn
Erindi Margrétar nefnist „Menningararfur
íslenskra landnema í Vesturheimi. Þjóðminjar,
minningar og veganesti.“ Mun Margrét m.a.
greina frá samvinnu Þjóðminjasafns Íslands
og nýju norrænu safni í Seattle í Bandaríkj-
unum, Nordic Museum, sem var opnað sl. vor.
Einnig segir hún frá heimsóknum sínum til
Seattle og Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og
Vancouver og Winnipeg í Kanada þar sem
markmiðið var að styrkja fagleg tengsl við söfn
og einstaklinga um varðveislu, rannsóknir og
miðlun sameiginlegs menningararfs. Þá grein-
ir hún frá hugleiðingum sínum sem vöknuðu
um menningartengsl og sameiginlegar rætur,
og leitast við að setja í samhengi við aðstæður í
nútímanum á tímum aukins hreyfanleika fólks.
„Ég mun einnig beina sjónum að þeim breyt-
ingum sem hafa orðið frá því að Íslendingar
námu land í Vesturheimi. Þjóðminjasafn Ís-
lands var stofnað árið 1862, á þeim tíma þegar
stór hluti Íslendinga flutti búferlum til Vestur-
heims í leit að betra lífi. Ég mun fjalla um sam-
félagsbreytingar síðan, fullveldisafmæli og
sjálfstæðisbaráttu og hlutverk Þjóðminjasafns
Íslands í þeirri vegferð. Síðast en ekki síst mun
ég beina sjónum að aðstæðum okkar í dag og
hvernig við tökum á móti flóttamönnum sem
hingað koma í leit að frelsi og betra lífi,“ segir
Margrét.
Morgunblaðið/Golli
Vestur-Íslendingar Á undanförnum árum hafa fjölmörg ungmenni af vesturíslenskum ættum
komið til Íslands í tengslum við Snorraverkefnið. Einnig hafa íslensk ungmenni farið vestur.
Heimsókn á slóð for-
feðra breytti miklu
Ný rannsókn meðal ungra Vestur-Íslendinga
kynnt Þjóðræknisfélagið með fræðslufund í dag
Sandra Björg Ernudóttir Margrét Hallgrímsdóttir
Þjóðræknisfélag Íslendinga (ÞFÍ) fagnar 80 ára afmæli á næsta ári
og stendur margt fyrir dyrum á afmælisárinu, að sögn Hjálmars W.
Hannessonar formanns. Meðal viðburða er hópferð til Winnipeg í
maí nk. en á næsta ári verður Þjóðræknisfélag Íslendinga í N-
Ameríku 100 ára.
Fræðslufundurinn í dag er hluti af reglulegri starfsemi ÞFÍ, sem
heldur fræðslufundi að vori og hausti. Þjóðræknisþing er haldið ár-
lega. Á síðasta þingi, í ágúst sl., var Svavar Gestsson, fv. sendiherra,
heiðraður fyrir formannsstörf í heiðursráði félagsins, sem og Sunna
Furstenau, fráfarandi forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í N-
Ameríku. Meðal ræðumanna á þjóðræknisþinginu var Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra, þá nýkomin frá hátíðarhöldum á Íslend-
ingaslóðum í Norður-Dakóta og Gimli.
Félagið heldur úti vefsíðu, inl.is, og sendir frá sér 2-4 fréttabréf á ári. Félagsmenn eru um
500 talsins.
Undirbúa hópferð til Winnipeg
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ VERÐUR 80 ÁRA Á NÆSTA ÁRI
Hjálmar W. Hannesson
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Síðumúli 13 • 108 Reykjavík • 552 9641 • seimei.is
seimeiisland • seimei.is
Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18, föstud. og laugard. kl. 12-16