Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Valdataflið ræðst í fulltrúadeildinni FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Á þriðjudaginn í næstu viku ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu. Kosið verður m.a. um 35 þingsæti í öldungadeildinni, 39 ríkisstjórastóla, öll 435 þingsæti í fulltrúadeildinni og fjölmarga bæjar- og héraðsstjóra- stóla. Augu flestra verða hins vegar á fulltrúadeildinni á þriðjudaginn en samkvæmt könnunum er þar að finna stærsta möguleika demókrata til að ná einhverjum völdum í þinginu að nýju. Talnasnillingum vestanhafs brást þó heldur betur bogalistin í forsetakosningunum 2016 og því má ekki útiloka óvæntar niðurstöður. Áhugi kjósenda er síðan í sögulegu hámarki. Í sameiginlegri könnun NBC News og The Wall Street Journal sögðust 65% svarenda hafa mikinn áhuga á kosningunum í ár. Slíkar tölur eru sjaldséðar en áður var áhugi mestur árið 2006 þegar 61% svarenda höfðu mikinn áhuga á þingkosningunum. Andstaða við Íraksstríð og óvinsældir George W. Bush forseta áttu þar stóran þátt í að demókratar unnu báðar deildir þingsins sem og fjölda ríkisstjóra- stóla. 23 þingsæti til að velta húsinu Samkvæmt pólitíska gagna- fyrirtækinu TargetSmart hafði 8,1 milljón kjósendur kosið utankjör- fundar þegar tvær vikur voru til kosninga. Það eru um 200 þúsund fleiri en höfðu kosið á sama tíma fyr- ir forsetakosningarnar 2016. Sam- kvæmt TargetSmart hafa Georgía, Tennessee og Texas séð meira en 500.000 fleiri utankjörfundaatkvæði hvor í ár en í þingkosningunum 2014. Ómögulegt er að segja hvað áhrif þessi atkvæðafjöldi mun hafa en allt stefnir í að erfitt verður að kenna lé- legri kjörsókn um niðurstöðu þing- kosninganna. Kjörsókn í Bandaríkj- unum er mun minni en við þekkjum á Íslandi en að meðaltali kjósa um 60% þeirra sem eru á kjörskrá í forseta- kosningum og um 40% í þingkosn- ingum. Í fulltrúadeildinni eru 435 þing- sæti og þarf því 218 þingsæti til að ná meirihluta. Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta með alls 235 þing- menn á móti 193 þingmönnum demó- krata. Samkvæmt Cook Political Re- port eru ríkir óvissa um 75 þingsæti. Hafa ber í huga að þessi tala getur tekið breytingum en það þýðir að rúmlega einn sjötti Bandaríkja- manna mun hafa úrslitavald um hverjir fara með meirihluta í full- trúadeildinni. Þingmenn repúblik- ana sitja í 70 af þessum 75 þingsæt- um en demókratar þurfa einungis að vinna 23 sæti til að ná meirihluta. Afskastalítið þing almúgans Það er oft talað um fulltrúadeild- ina sem „hús fólksins“ í Bandaríkj- unum. Sögulega er hún mjög af- kastalítil þingdeild enda báru feður stjórnarskrár Bandaríkjanna ekki mikið traust til almúgans. Þá ber að hafa í huga að á síðustu árum hafa bæði þing verið sögulega afkastalítil og því ekki jafn mikill munur á þeim fjölda lagafrumvarpa sem verða að lögum í deildunum tveimur. Þingmenn fulltrúadeildarinnar þurfa að sæta endurkjöri á tveggja ári fresti og er neðri þingdeildin því líklegri til að taka þátt í samfélags- legum sveiflum. Sást það vel með te- boðshreyfingunni í tíð Obama. Fjöldi þingsæta í fulltrúadeildinni skiptist oftast mjög ójafnt milli flokka. Þar sem einungis þarf hreinan meiri- hluta til að samþykkja lagafrumvarp, sem veldur þetta því að lítil þörf er á samvinnu flokkanna hverju sinni. Stærsta valdið sem fulltrúadeildin fer með er fjárveitingavald fyrir ríkið. Í daglegu tali í Bandaríkjunum er þetta oft nefnt „valdið yfir vesk- inu“ sem sögulega hefur valdið pólit- ískum átökum milli forseta Banda- ríkjanna og fulltrúadeildarinnar. Á þessum tímapunkti eru demó- kratar taldir líklegir til að vinna allt á bilinu frá 20 til 40 þingsæti í full- trúadeildinni og því skiptir síðasta vikan miklu máli. 1. kjördæmi Wisconsin Kjörseðill 1. kjördæmis Wiscons- in-ríkis mun í fyrsta sinn síðan 1998 ekki hafa Paul Ryan sem valmögu- leika. Ryan, forseti þingdeildarinnar og fyrrverandi varaforsetaefni Mitt  Þingkosningar í Bandaríkjunum næsta þriðjudag  Eina leið demókrata að völdum virðist vera fulltrúadeildin  Orrustuflugmaður, stálverkamaður og sigurvegari í lottóinu reyna að ná þingsæti AFP Frambjóðendur Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er meðal þeirra sem hafa stutt Randy Bryce (f.m.) opinberlega. Á myndinni má sjá Dan Kohl (t.v.) frambjóðanda til 6. kjördæmis Wisconsin, Bryce, Obama og Gwen Moore sitjandi þingmann 4. kjördæmis Wisconsin á kosningaviðburði. AFP Lukkunnar pamfíll Gil Cisneros, vann um 300 milljónir dala í Mega millions- lottóinu. Hann er núna í framboði fyrir demókrata í 39. kjördæmi Kaliforníu. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.