Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Ekkert er mikil- vægara fyrir menn- ingu okkar og tilvist sem sjálfstæðrar þjóðar heldur en tungumálið okkar, ís- lenskan. Fyrir hvern einstakling er góð kunnátta í móðurmál- inu og lesskilningur líka mikilvægari enn allt annað nám, sjálf- ur grunnurinn í öllu öðru námi. Sígild sannindi, sem standa þarf vörð um, nú sem aldrei fyrr. Það er því sannarlega ástæða til þess að fagna þeirri víðtæku samstöðu sem náðst hefur um að gera sérstakt átak í að efla móð- urmálskennsluna í skólum lands- ins. Hvort tveggja er að sú kynslóð sem nú vex úr grasi lifir í alþjóð- legu málaumhverfi þar sem áhrif enskrar tungu eru miklu sterkari nú en áður var og eins hitt að ís- lenskan er í stöðugri þróun þar sem ný og ný orð verða til. Sum nýyrðin urðu reyndar ekki langlíf, þar til önnur betri orð tóku við. Má til gamans nefna hér tvö dæmi: Við sem eldri erum orðin munum eftir því að sum góð orð, sem mik- ið eru notuð í daglegu máli, báru allt annað heiti í upphafi. Þannig lifði orðið þrýstiloftsflugvél í þó nokkur ár, áður en orðið þota kom til og „rafeindaheili“ var orðið sem notað var á undan tölvu. Það mun hafa verið Högni Torfason, sem þá var fréttamaður hjá RÚV, sem datt í huga að nota orðið þota í stað þrýstiloftsflugvélar. Í samtali við undirritaðan eitt sinn kvaðst hann hafa hringt í Sig- urð Nordal prófessor og borið þetta orð und- ir hann. Þota! Það er mjög gott orð, það mun þjóta inn í málið, hafði prófessorinn svarað honum. Það mun svo hafa verið Sigurður Nordal sjálf- ur sem fann upp orðið tölva. Sannarlega þaut það orð inn í málið líka, enda mjög snjöll lausn. Lesum og lesum Íslenskunámið byrjar auðvitað þegar barnið lærir sín fyrstu orð. Og á næstu 3-4 árum þar á eftir er námshraðinn ótrúlegur, ekki bara í að læra málið heldur á öllum svið- um, þar á meðal í notkun á tölvu! Á þessu stutta tímabili ævinnar nær barnið að vinna stærra náms- afrek heldur enn nokkurn tímann síðar á lífsleiðinni. Það gefur því augaleið að foreldrar þurfa að nota, sem allra best, þetta ein- stæða tækifæri til þess að hjálpa barninu í að ná sem mestum skiln- ingu og kunnáttu í málinu. Þar gilda bæði samtöl og ekki síður að lesa fyrir barnið. Að enda daginn á að lesa fyrir barnið fyrir svefninn er gullvæg regla. Jafnvel að lesa sömu söguna aftur og aftur er vel þegið (samkvæmt gamalli reynslu!), enda er hugur barnsins svo frjór að líkast til verður alltaf til nýr og nýr veruleiki í hvert sinn. Frábær kennari Er þá komið að tilefni þessa greinarkorns, sem er að minnast frábærs kennara í íslensku. Sá kennari var Þorsteinn Valdimars- son skáld, sem kenndi íslensku við Stýrimannaskólann í Reykjavík um langt árabil. Það sem eftir situr er kennslaaðferðir Þorsteins. Það var augljóst að það sem fyrir honum vakti framar öllu öðru, var að vekja áhuga okkar á íslenskri tungu, sem hann sjálfur dáði svo mjög. Í þeim tilgangi beitti hann kennsluaðferðum svo áhrifaríkum að þær verða þeim er hér skrifar ætíð minnisstæðar. Ósjaldan byrjaði Þorsteinn kennslustundina á að skrifa eitt orð á töfluna. Upp í hugann kemur stund þar sem hann byrjaði á að skrifa upp sögnina að bregða. Síð- an tók við áhugaverð umræða um öll þau orð sem tengjast þessu orði og orðatiltæki líka og umræða um raunverulega merking þeirra: Öðruvísi mér áður brá – nú bregð- ur mér í brún – svo bregðast krosstré sem önnur tré – og margt fleira. Á slíkum stundum kom vel í ljós hve mikla þekkingu Þorsteinn hafði á íslensku máli. Hann lagði sig fram um að útskýra sérkenni íslenskrar tungu, skyldleika orða og gegnsæja merkingu þeirra, sem einkennir íslenskt mál. Þorsteini Valdimarssyni verður ekki lýst í fáum orðum. Hann var mjög til- finningaríkur maður, friðarsinni og mikill náttúruunnandi. Upp í hug- ann kemur minnisstætt og skemmtilegt atvik sem bregður upp svipmynd af því hvernig Þor- steinn var. Kennslustofan okkar var við suðurhlið skólans. Glugg- arnir vísuðu því til suðurs og undir þeim var bílaplanið. Þar var að jafnaði lítið að sjá í frímínútunum, nema stundum bar við að við sáum fríðan hóp föngulegra meyja úr Kennaraskólanum ganga fyrir framan planið á leið í skólann eða úr. Það þótti okkur alltaf áhuga- verð sjón. Og ekki skemmdi fyrir ef við fengum vink! „Sjáið þið, drengir mínir“ Einn sólbjartan apríldag árið 1966 kemur Þorsteinn inn í stof- una, býður góðan dag, gengur síð- an að gluggunum, horfir út og seg- ir síðan stundarhátt: Dásamleg sjón! Við létum auðvitað ekki segja okkur það tvisvar, heldur þustum allir út í gluggana – en þar var ekkert að sjá, nema bílana á plan- inu! Í því heyrum við að kennarinn okkar segir með aðdáunarhreim í röddu: „Sjáið þið, drengir mínir, hvað sólin skín dásamlega“! Þor- steinn áttaði sig strax á misskiln- ingi okkar og við hlógum allir og höfðum gaman af. Þorsteinn Valdi- marsson skáld var einstakur ljúf- lingur, frábær kennari og snill- ingur í meðferð íslenskrar tungu. Hinn 31. október nk. verður ein öld liðin frá fæðingu hans. Þess er vert að minnast. Íslenskan – okkar mál Eftir Óskar Þór Karlsson » Þorsteinn Valdi-marsson skáld var einstakur ljúflingur, frá- bær kennari og snill- ingur í meðferð ís- lenskrar tungu. Hinn 31. október nk. verður ein öld liðin frá fæðingu hans. Óskar Þór Karlsson Höfundur er eldri borgari. Fækkaðu hleðslu- tækjunum á heimilinu, skrifstofunni eða sumar- bústaðnum. Tengill með USB Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Bílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.