Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 54

Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Glæsilegt úrval af trúlofunar- og giftingarhringapörum Gullsmiðir PI PA R\ TB W A • SÍ A Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 VERNDUM VIÐKVÆM AUGU BLUE STOP Bluestop er vörn gegn skaðlegum blágeislum sem er að finna í símum, spjaldtölvum, flúorljósum og víðar. Bluestop hjálpar okkur að vernda augun fyrir geislum sem þessi tæki gefa frá sér, vinnur gegn augnþreytu og virkar sem forvörn gegn hrörnum í augnbotnum og skýi á augasteini. Hlustendur Ísland vaknar tóku þátt í skemmtilegum leik á dögunum. Leikurinn heitir Leitin að Magga rafvirkja. Tilurð leiksins er þannig til- komin að Jón Axel Ólafsson, einn þáttarstjórnenda, stendur í fram- kvæmdum heima hjá sér og Maggi rafvirki hefur tekið að sér að reka smiðshöggið á framkvæmd- irnar. „Þó ég telji mig hafa ágætis verkvit hef ég lært af biturri reynslu að þegar kemur að því að setja upp ljós á heim- ilinu getur verið stórhættulegt að gera það sjálfur. Sjáðu til dæmis Ásgeir Pál (annan þáttarstjórnanda Ísland vaknar). Hann reyndi einu sinni að skipta um ljósaperu á baðherberginu hjá sér. Þess vegna er hann sköllóttur,“ segir Jón Axel hlæjandi. Við upphaf áðurnefndra framkvæmda hafði Jón Axel samband við Magga rafvirkja sem mætti og tók út verkið. „Svo hefur hann ekki sést í fleiri daga,“ segir Jón Axel áhyggjufullur. Hlustendur hafa verið duglegir að taka þátt í leiknum og nokkrar ábendingar hafa borist um hvar Magga gæti mögulega verið að finna, en hingað til hefur engin þeirra leitt til þess að Maggi finnist. Í ljósi þess að iðnaðarmenn hafa oft mikið á sinni könnu getur verið erf- itt að fá þjónustu þeirra. Hlustendum „Ísland vaknar“ hefur í vikunni orð- ið tíðrætt um margumrætt skrepp iðnaðarmanna og hafði einn orð á því að tímaskyn þeirra væri bæði loðið og teygjanlegt. „Ég fékk til mín pípu- lagningamann um daginn til að gera við leka undir eldhúsvaskinum. Hann skaust út í bíl til að sækja töng og sást ekki aftur fyrr en níu mánuðum seinna,“ sagði einstæð móðir á miðjum aldri sem hringdi í þáttinn. Aðspurður segir Jón hins vegar að hann sé alls ekki pirraður út í Magga rafvirkja og efist alls ekki um heilindi hans. „Ég hef bara tals- verðar áhyggjur af karlgreyinu. Þegar hann var orðinn meira en klukku- tíma of seinn reyndi ég að hringja, en þá svaraði ekki síminn hjá honum og þannig leið dagurinn. Ég hef orðið að bjóða konunni minni út að borða á hverju kvöldi þar sem ekkert rafmagn er á eldhúsinu og raunar ekki svefnherberginu heldur. Nú er komin rúm vika síðan þetta gerðist og það er bókstaflega eins og jörðin hafi gleypt karlinn,“ segir Jón Axel og bætir við að þrátt fyrir þungbærar áhyggjur af rafvirkjanum missi hann ekki svefn yfir þessu. „Ég nota þá bara vasaljósið á meðan ég bíð.“ Leikurinn „Leitin að Magga rafvirkja“ heldur áfram í Ísland vaknar allt þar til hann kemur í leitirnar og sá aðili sem kemur með vísbendingu sem leiðir til þess að Maggi finnist vinnur glæsileg verðlaun. „Í boði er glæsilegt ljósaperusett af flottustu gerð í boði Magga sjálfs,“ segir Jón Axel kíminn. Uppfært: Eftir fjölda vísbendinga fannst Maggi rafvirki síðdegis í gær. Hann var önnum kafinn uppi í stiga í einbýlishúsi í Grafarholtinu. Þáttar- stjórnendur Ísland vaknar kunna öllum sem komu að leitinni bestu þakkir islandvaknar@k100.is Leitin að Magga rafvirkja Í stuði Leitin að Magga rafvirkja. Úr hugarheimi Ísland vaknar Bríet Ísis Elfar Bríet Ísis Elfar var fyrsti gestur Sigga í Lögum lífsins. Hún hefur vakið mikla athygli á árinu fyrir tón- listina sína en hún sagði Sigga m.a. frá því að hana hefði alltaf dreymt um að vera poppstjarna. „Allt sem mann dreymdi um þegar maður var lítill er bara að gerast akkúrat núna,“ segir Bríet í samtali við Sigga en hún ætlaði alltaf að verða popp- stjarna. „Ég var alltaf að fara í hæla- skóna hjá mömmu, setja disk í spil- arann og dansa.“ Bríet er aðeins 19 ára gömul og stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og það getur oft reynst krefjandi að samræma skólann og tónlistina. „Það sem fólk kannski skilur ekki við það er að þegar maður er tón- listarmaður er það ekki níu til fimm vinna. Þú ert stöðugt með eitthvað á heilanum,“ segir Bríet. „Ég var að tala við kennarana mína um hvort það væri eitthvað hægt að hjálpa mér með tónlistina og námið,“ segir Bríet sem mætti ekki miklum skiln- ingi. „Þau sögðu að þú þyrftir bara að velja, þetta væri bara eins og að vera í 100% vinnu með skóla.“ Björgvin Franz Björgvin er landsþekktur leikari sem glatt hefur mörg börn í hlut- verkum sínum í Stundinni okkar eða sem Benedikt búálfur. Björgvin ræddi m.a. um bernskuárin og að fátt annað hefði komið til greina en að fara út í leiklist en eins og flestir vita er Björgvin sonur leikaranna Eddu Björgvins og Gísla Rúnars en þau reyndu ekki að halda honum frá leiklistinni. „Þau sáu bara að það var ekkert annað. Ég var allan sólar- hringinn að. Þegar hinir strákarnir fóru út að leika í fótbolta klæddi ég mig í kjóla og setti á mig hárkollur. Það átti sérstaklega við þegar ég fór á Rocky Horror-tímabilið. Ég er með svakalega flotta fætur. Mér er sagt að ef í harðbakka slái geti ég leikið í sokkabuxnaauglýsingu,“ sagði Björgvin glettinn þegar hann var spurður hvort hann tæki sig vel út í korseletti. Björgvin sagði einnig frá því þegar hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna árið 2011 sem var mjög lærdóms- ríkt. „Í Bandaríkjunum lærðum við að eiga ekki pening og við höfum aldrei verið hamingjusamari. Þú veist, að nota þetta litla sem maður hefur og þá fattar maður að maður þarf ekki pening til þess að vera hamingjusamur.“ Svala Björgvinsdóttir Svala sagði frá því í Lögum lífsins að hún hefði ekki hugleitt af alvöru fyrr en hún var um 15 ára að leggja tónlist fyrir sig en hún hefði fram að því verið í dansi sem hefði átt hug hennar allan. „Ég var meira bara svona að syngja með pabba þegar ég var lítil og það var bara svona hobbí af því að ég ætlaði ekkert endilega að fara út í söng. Ég var í ballett og dansinn var bara númer 1, 2 og 3. Ég byrjaði að syngja með skólaböndum þegar ég var í gagnfræðaskóla og þá fattaði ég að ég gæti farið að gera mína eigin tónlist,“ segir Svala sem datt í kjölfarið inn á íslensku dans- senuna og gaf út í kjölfarið tónlist með m.a. hljómsveitinni Scope og má segja að það sé upphafið að ferli hennar sem tónlistarkonu. Svala er flutt aftur heim til Íslands eftir langa dvöl í Los Angeles og ræddi hún m.a. um sterka samstöðu söng- kvenna hér á landi. „Mér finnst mik- ilvægt að konur séu að styðja konur. Strákarnir eru alltaf að styðja hver annan, alltaf að gera lög saman, voða mikið einhver svona „bro’s“- stemning en stelpurnar gleyma að við þurfum að gera þetta líka. Ég gerði lag með Reykjavíkurdætrum sem snýst einmitt um að styðja aðr- ar konur og lyfta þeim upp í staðinn fyrir að vera úti í horni afbrýðisöm að stinga aðrar í bakið. Stundum er sagt að konur séu konum verstar en konur eru konum bestar og við þurf- um að vera það og vera fyrirmyndir fyrir yngri stelpur,“ sagði Svala. Áhugaverðar sögur af skemmtilegu fólki Lög lífsins eru nýr dagskrárliður í þætti Sigga Gunnars á K100. Hann er jafnframt hlaðvarpsþáttur sem er aðgengilegur á K100.is vikulega. Í hverri viku kemur nýr gestur sem daglega velur eitt lag sem tengist lífi sínu á einhvern hátt ásamt því að segja sögur tengdar lögunum og lífi sínu. Síðastliðinn mánuð hafa skemmtilegir gestir litið inn. Bríet Ísis Elfar Svala Björgvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.