Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 62
62 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 ✝ Elsa Guð-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 22. júlí árið 1935. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 16. október 2018. Elsa var dóttir Guðmundar Jón- atanssonar, f. 1888, d. 1955, og Dað- eyjar Guðmunds- dóttur, f. 1896, d. 1988. Elsa var næstyngst af 14 syst- Eyju Elísabetu Kristjánsdóttur, f. 1905, d. 1980. Elsa og Einar eignuðust tvö börn, þau Önnu Kristínu Einarsdóttur, f. 1955, gift Guðmundi Helga Guð- mundssyni, f. 1954, og Kristján Pétur Einarsson, f. 1957, giftur Þóru Jóhannesdóttur, f. 1961. Elsa og Einar slitu sam- vistum. Ömmubörnin eru níu og langömmubörnin 14. Árið 1972 giftist Elsa Guð- mundi Helgasyni, f. 1911, d. 1999. Foreldrar hans voru Ey- rún Helgadóttir, f. 1891, d. 1980, og Helgi Guðmundsson, sjó- maður og verkamaður, f. 1881, d. 1937. Elsa verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, 1. nóvem- ber 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. kinum. Hún bjó á Ísafirði til 14 ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur, þar sem hún stundaði hin ýmsu störf. Elsa var mikil hann- yrðakona og lék allt í höndum hennar. Árið 1955 giftist hún Einari Péturs- syni, f. 1931. Hann er sonur Péturs Þorláks Ein- arssonar, f. 1907, d. 1972, og Ég kveð elsku ömmu mína með sorg í hjarta. Margar hugsanir rúlla í gegnum hugann á stund sem þessari, sem betur fer eydd- um við miklum tíma saman en á svona stundu hugsar maður að heimsóknirnar hefðu eflaust getað verið fleiri. Þetta kennir manni að maður á bara eitt líf og maður þarf að gefa sér tíma til þess að eyða með þeim sem maður elskar því hann kemur ekki aftur! Það verður erfitt að geta ekki hringt og fengið ömmuhjálp. Elsku amma, takk fyrir að vera mér allt, kenna mér allt, vera hreinskilin og segja mér sannleik- ann, sama hversu erfiður hann var, það er dýrmætt! Amma var einstaklega hjartahlý kona og laus við alla fordóma, sem ég tel vera einn af bestu mannkostum sem maður býr yfir. Ég er þakklát fyr- ir hverja einustu mínútu sem við áttum saman. Því miður verða þær ekki fleiri í bili en minning- arnar lifa að eilífu og verður þeim haldið á lofti henni til heiðurs á mínu heimili svo lengi sem ég lifi. Elsku amma, þú ert skærasta stjarnan á himninum. Rúna Magdalena Guðmundsdóttir. Elsa amma eins og hún var allt- af kölluð innan fjölskyldunnar var einstök kona. Ég kynntist henni á haustmán- uðum 1971 nokkrum mánuðum eftir að ég og dóttir hennar Anna Kristín kynntumst á sveitaballi á Hólmavaði í Aðaldal þá um sum- arið. Ég tæpir tveir metrar á hæð á fullu í íþróttum með sítt hippahár enn Anna nett, falleg, feimin og fluggáfuð stelpa að heimsækja Einar Pétursson pabba sinn en hann og Elsa áttu tvö börn saman en höfðu skilið fyrir nokkrum ár- um. Við Anna hittumst svo í höfuð- borginni á haustmánuðum 1971 en í kjölfarið kynntist ég Daðeyju ömmu Önnu sem gaf grænt ljós á sambandið. Elsa var gullfalleg kona sem eftir var tekið hvar sem hún kom, með beint bak, grönn, með sterk- an svip sem mótaðist af fallegum vestfirskum einkennum. Elsa hafði nokkrum árum áður hafið farsælt samband með Guð- mundi Helgasyni, húsgagnasmiði og bankamanni hjá Seðlabanka Íslands. Með okkur öllum hófst einstakt samband sem skilaði mörgum gleðistundum en bæði hjónin voru miklir músíkantar, hann spilaði á orgel og hún á gítar og bæði sungu af mikilli snilld. Guðmundur og Elsa voru útvistarfólk af guðs náð, stunduðu ferðalög og fiskveiðar, bæði sil- ungs- og laxveiði svo eitthvað sé nefnt. Það var farið til veiða nánast hverja helgi öll sumur og oft voru barnabörnin tekin með. Elsa var mikil hannyrðakona, prjónaði peysur, sokka, trefla og vettlinga. Hún átti flotta saumavél sem var stöðugt í notkun við að hanna föt til að gleðja vini, börn og barnabörn. Það var tekið eftir því hvað hún hugsaði vel um garðinn sinn og húsið þegar hún og Guðmundur fluttu í Mosfellsbæinn en þar bjó kjarnafjölskyldan um áratuga skeið. Guðmundur féll frá 1999 og urðu samskiptin enn meiri eftir það. Drangar á Skógarströnd voru sælureitur fjölskyldunnar en þangað var farið nánast allar helgar ársins í þrettán ár. Elsa hafði sitt eigið herbergi og kom nánast alltaf með okkur. Þær stundir verða ekki metnar til fjár en þær voru frábærar með mörg- um kynslóðum af börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum ásamt vinum og kunningjum. Öll vildu sofa hjá Elsu ömmu og stundum var varla pláss fyrir hana í rúminu. Þar var farið í gönguferðir, eld- aður góður matur og að sjálfsögðu mikið horft á sjónvarp en það elskaði Elsa mikið. Það voru fáir sem elduðu jafn góðan mat og Elsa en lambahryggur og lamba- læri var t.d. eitthvað sem enginn gat hugsað sér að sleppa ef hún sá um eldamennskuna. Alltaf þurfti að hafa nóg að lesa fyrir Elsu en hún var mikill lestr- arhestur. Heimabakaða brauðið hennar var það sem allir biðu eftir og sló alltaf í gegn. En veikindin bönkuðu á dyrnar hjá Elsu, hún fékk slæma lungna- þembu sem hún barðist við í rúm- an áratug af miklum dugnaði þar til yfir lauk. Megi minning Elsu lifa, sökn- uðurinn er mikill en við vitum að tíminn tikkar áfram og henni líður örugglega vel á nýjum veiðislóð- um með foreldrum sínum, syst- kinum og öðrum. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Helgi, Anna Kristín og Eyrún Helga. Amma mín var mér svo ótrú- lega mikið. Ég hef lengi kviðið þessari stund að kveðja hana, því án hennar er erfitt að vera. Hún var alltaf til staðar og minning- arnar sem ég á um hana eru margar. Það var svo gott að koma til ömmu. Við áttum mörg jól saman og það verður erfitt að fara ekki til hennar núna um jólin að ákveða jólaskreytingar eða fá jólaköku. Hún var alltaf svo jákvæð og skemmtileg. Hún var kletturinn í mínu lífi og barnanna minna. Heima hjá ömmu var alltaf svo hreint og fínt og alltaf var hún með tuskuna á lofti eða bakandi, syngjandi, segjandi okkur sögur. Hún hugsaði alltaf um aðra fyrst og var alltaf að sauma falleg föt, prjóna peysur, sokka eða vett- linga sem við fengum síðan að njóta. Ég er þakklát ömmu fyrir svo ótal margt. Hún kenndi mér þrautseigju, að meta lífið og að gefast ekki upp. Ég mun ávallt minnast hennar sem sterkrar og lífsglaðrar konu sem sýndi manni svo innilega mikla hlýju og skilning. Nú er hún farin en lifir áfram í okkur afkomendunum um ókomna tíð. Elska þig alltaf, amma mín. Þín Elsa Lind. Kæra Elsa amma. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í hönd Elsu ömmu hélt ég þeg- ar hún dró sinn síðasta andar- drátt. Hún var orðin uppgefin vegna veikinda en hafði þó nokkr- um dögum áður sagt mér að hún ætlaði ekki að deyja fyrr en eftir fermingu eldri sonar míns, á næsta ári. Hún var trúuð kona og var stolt af strákunum mínum að ætla að fermast. Það verður erfitt að hafa ekki ömmu á gleðistund- um sem slíkum og á erfiðum tím- um. Ég og strákarnir mínir mun- um sakna þess að hlaupa yfir til hennar til að spjalla eða með kvöldmat en hún átti nánast heima í næsta húsi. Sem barn átti ég margar góðar stundir hjá Elsu ömmu og Guð- mundi afa. Amma kenndi mér marga hluti, t.d. að elda, baka, sauma og prjóna. Hún og afi tóku mig með í ferðalög og kenndu mér að veiða á silungastöng. Á kvöldin skiptust þau á að lesa fyrir mig sögur. Þau áttu alltaf eitthvað sér- staklega gott að borða handa mér og amma eldaði eða bakaði það sem ég bað um, t.d. karamellusósu á ís, skúffuköku eða kjúkling. Afi vaskaði alltaf upp eftir matinn. Hjá þeim leið mér eins og prins- essu. Ömmu þótti vænt um að geta eldað góðan mat og bakað kökur handa öðrum. Mér þótti ótrúlega gott að fara til ömmu og afa í pössun, fyrir utan mömmu- verkina sem ég fékk gjarnan. Hún amma reddaði þó því og setti sam- an þrjá borðstofustóla upp að hjónarúminu (sín megin) og bjó um mig eins vel og hún gat með sæng, púðum og teppum. Þá stein- sofnaði ég. Amma var mikil hannyrðakona. Þegar hún hafði heilsu til þá saumaði hún margar glæsilegar flíkur, t.d. samfestinga, kjóla og buxur. Við systurnar vorum oftast í fallegum saumuðum kjólum eftir hana. Hún vildi hafa okkur sætar og fínar líkt og hún var sjálf. Það skipti hana miklu máli. Hún saum- aði einnig handa okkur glæsilegar brúður sem hún gaf okkur í jóla- gjafir. Hún lét það þó ekki nægja og saumaði að auki jólapappírinn saman og bjó til einhverskonar poka úr þeim. Henni fannst ekki nógu smart að líma pappírinn saman með límbandi. Þegar hún hætti að geta saumað þá sat hún og prjónaði glæsilegar jólagjafir. Ömmu fannst skemmtilegt að fá mig og strákana (Natan Erni og Dag Hrafn) í heimsókn til að spjalla. Þá fannst henni afar gott að narta í eitthvað sætt á meðan, t.d. súkkulaðihúðaðar hnetur og möndlur. Það borðaði amma af bestu lyst með ilmandi kaffibolla. Henni fannst skemmtilegt að spjalla um liðnar stundir. Hún sagði okkur stundum sögur frá því að hún var barn en þá bjó hún á Ísafirði. Þá fannst henni einstak- lega skemmtilegt að leika sér úti í snjónum með hinum börnunum og var hún þá (líkt og hinar stúlkurn- ar) klædd í kjól og uppháa sokka í kuldanum. Hún var ekki í buxum eins og drengirnir. Amma lét það ekki stoppa sig. Við munum sakna þín svo mik- ið, amma mín, og vonum svo inni- lega að þú sért núna í faðmi afa, látinna ástvina og elsku Perlu. Þín verður sárt saknað af mörgum, elsku amma. Hulda Björk. Ég kveð elsku ömmu mína með sorg í hjarta. Margar hugsanir rúlla í gegnum hugann á stund sem þessari, sem betur fer eydd- um við miklum tíma saman en á svona stundu hugsar maður að heimsóknirnar hefðu eflaust getað verið fleiri. Þetta kennir manni að maður á bara eitt líf og maður þarf að gefa sér tíma … tíma til þess að eyða með þeim sem maður elskar því hann kemur ekki aftur! Það verður erfitt að geta ekki hringt og fengið ömmuhjálp. Elsku amma, takk fyrir að vera mér allt, kenna mér allt, vera hreinskilin og segja mér sannleik- ann sama hversu erfiður hann var, það er dýrmætt! Amma var einstaklega hjartahlý kona og laus við alla for- dóma, sem ég tel vera einn af bestu mannkostum sem maður býr yfir. Ég er þakklát fyrir hverja einustu mínútu sem við átt- um saman en því miður verða þær ekki fleiri í bili en minningarnar lifa að eilífu og verður þeim haldið á lofti henni til heiðurs á mínu heimili svo lengi sem ég lifi. Elsku amma, þú ert skærasta stjarnan á himninum. Rúna Magdalena Guðmundsdóttir. Amma mín var mér svo ótrú- lega mikið. Ég hef lengi kviðið þessari stund að kveðja hana, því án hennar er erfitt að vera. Hún var alltaf til staðar og minningarn- ar sem ég á um hana eru margar. Það var svo gott að koma til ömmu. Við áttum mörg jól saman og verður erfitt að fara ekki til hennar núna um jólin að ákveða jólaskreytingar eða fá jólaköku. Hún var alltaf svo jákvæð og skemmtileg. Hún var kletturinn í mínu lífi og barnanna minna. Heima hjá ömmu var alltaf svo hreint og fínt og alltaf var hún með tuskuna á lofti eða bakandi, syngjandi, segjandi okkur sögur. Hún hugsaði alltaf um aðra fyrst og var alltaf að sauma falleg föt, prjóna peysur, sokka eða vettlinga sem við fengum síðan að njóta. Ég er þakklát ömmu fyrir svo ótal margt. Hún kenndi mér þrautseigju, að meta lífið og að gefast ekki upp. Ég mun ávallt minnast hennar sem sterkrar og lífsglaðrar konu sem sýndi manni svo innilega mikla hlýju og skilning. Nú er hún farin en lifir áfram í okkur afkomendunum um ókomna tíð. Elska þig, amma mín. Þín Elsa Lind. Ég var svo heppin að fá tæki- færi til að kynnast elskulegri Elsu Guðmundsdóttur, en hún var tengdamóðir bróður míns Guð- mundar Helga og móðir Önnu Kristínar konu hans. Hafi Elsa þökk fyrir allar góðu stundirnar. Ég sendi fólkinu hennar þetta litla ljóð sem ég orti til móður minnar þegar hún féll frá árið 1997 og sendi þeim jafnframt mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Fallin er hjartans fögur rós og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Drjúpa hjóðlát tregatárin og tómið fyllir allt. Ekkert sefar hjartasárin í sálu andar kalt. Þögul sorg í sál mér næðir, sár og vonar myrk en Drottinn ætíð af gæsku græðir og gefur trúarstyrk. Hnípinn vinur harmi sleginn, hugann lætur reika. Kannski er hún hinumegin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Heimur bjartur bíður þar og bráðum kem ég líka. Þá verður allt sem áður var er veröld finnum slíka. Drottinn verndar dag og nótt á dularvegi nýjum. Aftur færðu aukinn þrótt í eilífð ofar skýjum. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. Jóna Rúna Kvaran. Elsa Guðmundsdóttir Elsku Bergljót. Ég man eftir því þegar ég kom til þín tveggja og al- veg að verða þriggja ára til að fá lánaða mjólk og fór svo upp með mjólkina og spurði mömmu hvort ég mætti fara aftur niður í heimsókn til þín og gerði það. Síðan þá höfum við verið bestu vinkonur og ég er ótrúlega þakk- lát að hafa átt þig sem bestu vin- konu. Ég kom næstum því á hverjum degi til þín eftir það og Bergljót Haraldsdóttir ✝ Bergljót Har-aldsdóttir fæddist 6. desem- ber 1922. Hún lést 15. október 2018. Útför Bergljótar fór fram 25. októ- ber 2018. í hvert skipti sem ég kom gafstu mér suðusúkkulaði eða kandís. Eftir skóla var frístund en ég vildi frekar koma til þín en að fara í frístund af því að það var svo gaman að koma til þín. Stundum kom ég og kúrði hjá þér og stundum sofnaði ég því það var svo hlýtt og gott að kúra með þér. Stund- um fékk ég að vera hjá þér í heil- an dag ef það var t.d. frí í skól- anum eða þegar ég var veik eða bara af því að það var svo gam- an. Ég man svo vel þegar ég var að segja þér frá því þegar það var svo brjálað veður að mamma labbaði eins og mörgæs á leið- inni í vinnuna og ég hafði aldrei sé þig hlæja jafn mikið og þá og þú sagðir meira að segja sjálf að þú hefðir aldrei hlegið svona mikið á ævinni, þú táraðist alveg. Svo eru margar fleiri minn- ingar í viðbót sem ég mun aldrei gleyma og ætla að vera dugleg að rifja upp með mömmu minni. Ég á aldrei aldrei eftir að gleyma þér og þú verður alltaf besta vinkona mín. Þín vinkona, Henný Lind. Ég sit við eldhúsborðið henn- ar Bergljótar og ég finn vel að hún er hjá mér. Það hellast yfir mig allskyns tilfinningar og minningarnar streyma inn, enda ófáar stundirnar sem ég hef átt í íbúðinni undanfarin ár en henn- ar heimili hefur verið sem mitt annað heimili. Samband okkar mæðgna við Bergljótu er eiginlega efni í góða bók, bók um vináttu, ástvina- missi og sorgir, gleði og skemmtun. Bókin myndi fjalla um líf þriggja vinkvenna frá 3 til 95 ára. Allt milli leikskóla og hjúkrunarheimilis. Við Bergljót kynntumst fyrst rétt eftir aldamótin. Ég var rúm- lega tvítug og hún komin yfir áttrætt. Mér fannst hún ekkert auðveldur nágranni svona til að byrja með, töluvert afskiptasam- ari nágranni en ég hafði vanist og ekki vantaði forvitnina. Af- skiptasemina og forvitnina átti ég hinsvegar eftir að læra að meta seinna og betri nágranna er erfitt að finna. Henný Lind fæddist árið 2006 og fljótlega eftir það fór forvitni nágranninn minn að banka upp á með heima- prjónaðar gjafir, sem yljuðu köldum litlum tásum og puttum. Haustið 2009 sendi ég Henný Lind, þá tæplega þriggja ára, á fyrstu hæðina að athuga hvort Bergljót ætti ekki nokkra dropa af mjólk til að lána okkur. Litlu síðar kom hún upp með mjólkina og spurði svo hvort hún mætti fara aftur í heimsókn til Berg- ljótar, það var svo gaman. Eftir það varð ekki aftur snúið. Þarna hafði Henný mín fundið sanna vinkonu og hafa þær haldið tryggð hvor við aðra algjörlega síðan. Ég fór svo að mæta með henni í heimsóknirnar og fljót- lega fann ég þarna eina bestu vinkonu sem ég hef átt. Bergljót átti eftir að vera stoð okkar mæðgna og stytta næstu ár og munum við aldrei hætta að þakka henni fyrir allt það sem hún gaf og gerði fyrir okkur. Það er svo stórkostlega ómet- anlegt fyrir einstæðu mömmuna og stelpuna hennar að eiga eina „ömmu“ sem beið heima með op- inn faðminn til að taka á móti litlu barni eftir skóla. Þar lásu þær saman, spjölluðu, spiluðu og kúrðu. Við vorum líka allar sammála um að það væri stundum bara gott að vera saman, það þarf ekki að vera eitthvað um að vera. Bara vera saman. Við mæðgur komum við hjá Berg- ljótu á leið í vinnuna á morgn- ana, þegar við komum heim á daginn og á kvöldin buðum við góða nótt. Stundum fórum við líka í bíltúr. Samgangurinn var því mikill og þekktumst við allar algjörlega út og inn. Það kom svo að því að við mæðgur fluttum á Laugarvatn og fljótlega eftir það fór Bergljót á Sólvang. Það kom þó aldrei rof á samband okkar og gerðum við Henný Lind okkur eins oft ferð á Sólvang og við mögulega gát- um. Með tímanum fór heilsu Berg- ljótar okkar að hraka. Oft sner- ust heimsóknirnar aðeins um það að ég vildi bara að hún fyndi að hún væri ekki ein og að við hugsuðum til hennar. Einn koss á kinn eða knús gerir mikið. Ég kvaddi hana síðast með kossi vit- andi að nú væri komið að kveðju- stundinni. Mikið sakna ég þín vinkona. Elsku Markús og fjölskylda Bergljótar, um leið og við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð viljum við þakka ykkur fyrir allt undanfarin ár og þá sérstaklega í gegnum háskólanámið mitt. Ragnheiður Hilmarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.