Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 65

Morgunblaðið - 01.11.2018, Page 65
leiðin í Myndlistar- og handíða- skóla Íslands. Eftir fornám stund- aði hún nám í nýstofnaðari Text- íldeild skólans. Segir hún að helstu áhrifavaldar hennar þar hafi verið Hörður Ágústsson og Sigríður Halldórsdóttir vefnaðarkennari. Hún stundaði nám við Hochschule für angevandte Kunst í Vínarborg í Austurríki og tók BA-próf hjá Herbert Tasquil. Síðar var hún nemandi í meistaranámi í textíl í þrjú ár hjá prófessor Rader- Soulek. „Fyrir mig voru árin í Vín ómetanleg,“ segir Ingibjörg Styr- gerður. „Samnemendur mínir komu úr ólíkum áttum en við urð- um samt mjög eftirminnilegt teymi. Í skólanum hafði ég aðgang að vel menntuðum tæknimönnum sem var mjög góður grunnur og hefur gert það að verkum, að ætíð síðan hef ég verið sjálfbjarga og hef getað leyst öll tæknileg mál í vefnaði mínum. Í Austurríki var og er mjög sterk þjóðernisvitund sem hafði mikil áhrif á mig og varð til þess að ég fór að vega og meta ís- lensk þjóðareinkenni sem hefur mótað mig og hefur haft áhrif á mitt lífsstarf. Eftir að ég kom heim hófst ég handa um að rækta hör þrátt fyrir mikla vantrú margra aðila. Ræktunin tókst alltaf mjög vel. Strax í upphafi notuðum við hitaveituvatn til feygingar (rotn- unar) á hörnum sem tókst mjög vel. Á Íslandi þarf hörplantan lengri tími til að vaxa heldur en á meginlandi Evrópu sem gerir að verkum, að hún verður töluvert sterkari. Við það að taka plöntuna inn í upphitaða geymslu heldur plantan áfram að þroskast og því hefur mér tekist að sá fræjum af henni. Ég hef handunnið og hand- spunnið hörinn í línþráð sem ég hef notað í listvefnaðinn. Þetta hef- ur verið mjög gaman, fjölskyldan hefur unnið þetta með mér svo ég á nú nóg af hör til þess að vinna úr næstu árin.“ Ingibjörg Styrgerður hefur starfað sem myndlistarmaður og tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Hún rak Myndlistarskóla Garðabæjar í fé- lagi við Margréti Kolka í 13 ár. Síðustu 13 starfsárin starfaði hún við Þjóðminjasafn Íslands, þ.á m. í nokkur sumur sem bæjarvörður á Keldum á Rangárvöllum. Hún hef- ur tvívegis hlotið starfslaun mynd- listamanna og nokkur verka henn- ar eru í opinberri eigu. Eiginmaður Ingibjargar er Smári Ólason tónlistarfræðingur, f. 10. júlí 1946. Foreldrar hans voru hjónin Bárður Óli Pálsson forstjóri, f. 27.8. 1910, d. 26.4. 1986, og Anna Tómasdóttir húsmóðir, f. 9.3. 1905, d. 13. febrúar 1974. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Ingibjargar og Smára eru: 1. Stefán Steinar vélvirki hjá VHE, f. 13.7. 1967. Kona hans er Krist- jana Guðný Helgadóttir bókari, f. 3.12. 1971. Hans börn eru a) Smári Steinar, f. 6.1, 1999. b) Natan Steinar, f. 4.12. 2000. c) Styrmir Steinar, f. 6.9. 2004. d) Númi Steinar, 7.6. 2013. 2. Bárður, raf- virki, f. 7.4. 1975. Sambýliskona hans er Halla Eyberg Þorgeirs- dóttir flugfreyja, f. 28.3. 1978. Börn hennar eru: a) Ciara Margrét Eyberg, nemi, f. 17.8. 2000. b) Áróra Eyberg, nemi, f. 16. maí 2006. c) Jökull Eyberg, nemi f. 14.12. 2008. 3. Anna Aðalheiður, grafískur hönnuður hjá Ableton í Berlín, f. 10.12. 1980. Systkini Ingibjargar eru: Björn Haraldsson, kaupmaður í Grinda- vík, f. 15.12. 1943. Gísli Rúnar Haraldsson trésmiður, Kópavogi, 27.11. 1950. Guðbjörg Haralds- dóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 23.1. 1954. Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir Sigríður Magnúsdóttir húsmóðir frá Arngeirsstöðum Árni Pálsson barnakennari og útvegsbóndi í Narfakoti Ingibjörg Jónheiður Árnadóttir starfaði við heimahjúkrun í Bandaríkjunum Sigríður Björnsdóttir húsmóðir í Reykjavík Björn Björnsson kennari og gullsmiður Sigríður María Þorláksdóttir húsmóðir á Ísafirði Björn Árnason gullsmiður á Ísafirði Ársæll Árnason bókaútgefandi Þórhallur Árnason sellóleikari Ásta Árnadóttir málari Magnús Á. Árnason myndlistarmaður Guðbjörg Árnadóttir Steinunn J. Árnadóttir Baldvin Björnsson listmálari og gullsmiður Björn Th. Björnsson listfræðingur og rithöfundur Guðbjörg Filippusdóttir húsmóðir frá Bjólu Jóhann Þorsteinsson bóndi í Köldukinn Styrgerður Jóhannsdóttir húsmóðir í Reykjavík Gísli Kristjánsson bátasmiður í Reykjavík Halldóra Þórarinsdóttir húsmóðir á Álftanesi Kristján Jónsson hafnsögumaður á Álftanesi Úr frændgarði Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdóttur Haraldur Kristján Gíslason húsasmíðameistari og kaupmaður ÍSLENDINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Sigurður Einarsson, útgerðar-maður og forstjóri Ísfélagsinsí Vestmannaeyjum, fæddist í Reykjavík 1.11. 1950, sonur hins kunna útgerðarmanns, Einars Sig- urðssonar, og k.h., Svövu Ágústs- dóttur húsfreyju. Einar var sonur Sigurðar, formanns á Heiði í Vest- mannaeyjum, í beinan karlegg frá Sigurði, pr. á Ólafsvöllum, bróður Sæmundar, föður Tómasar Fjöln- ismanns. Svava var dóttir Ágústs, verkamanns í Reykjavík Guðmunds- sonar, fulltrúa bæjarfógeta og kaup- manns í Reykjavík Guðmundssonar. Eftirlifandi kona Sigurðar er Guð- björg Matthíasdóttir kennari og eignuðust þau fjóra syni, Einar, Sig- urð, Magnús og Kristin. Sigurður lauk stúdentsprófi frá MR 1970, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1974 og öðlaðist hdl.-réttindi 1983. Hann var framkvæmdastjóri Hraðfrysti- stöðvar Vestmannaeyja hf. 1974-92 og forstjóri Ísfélags Vestmannaeyja eftir sameiningu Hraðfrystistöðvar- innar og Ísfélagsins, frá ársbyrjun 1992 og til dauðadags. Sigurður gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var í forsvari fyrir sjávarútvegsnefnd hans, var bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum frá 1986 og til dauðadags, formaður bæjarráðs um skeið og var oddviti lista sjálfstæðismanna. Sigurður sat lengi í stjórn SÍF, SH, Coldwater Seafood í Bandaríkjunum, Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi og LÍÚ, í stjórn Félags íslenskra fiski- mjölsframleiðenda, í stjórn Fisk- markaðar Vestmannaeyja, Vinnu- veitendasambands Vestmannaeyja og formaður þess um skeið, sat í stjórn Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja, var stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, sat í stjórn Skeljungs og fleiri fyrirtækja í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Sigurður var vinfastur, yfirlætislaus og farsæll stjórnandi, bjó yfir mikilli þekkingu á íslenskum sjávarútvegi og bar mjög hag Vestmannaeyja fyr- ir brjósti. Hann lést langt um aldur fram, 4.10. árið 2000. Merkir Íslendingar Sigurður Einarsson 102 ára Hildur Solveig Pálsdóttir 90 ára Magnús Björnsson Valgerður Ólöf Jónsdóttir Vigfús Ingvarsson Þórey Ólafsdóttir 80 ára Aðalbjörg K. Haraldsdóttir Ásta G. Þórarinsdóttir Sverrir Ólafsson 75 ára Arndís Gná Theódórs Arnór Sveinsson Arthur Ross Moon Baldur Skúlason Elín Þrúður Theódórs Guðrún E. Björgvinsdóttir Gunnar B. Eydal Helgi Magnússon Jenný Ásgeirsdóttir Jóhanna Valdimarsdóttir 70 ára Eva Andersen Ingibjörg S. Haraldsdóttir Þröstur Júlíus Karlsson 60 ára Anna Wilkos Bragi Sverrisson Guðbjörn Samsonarson Guðmundur Þ. Magnússon Íris Baldursdóttir Svanhildur Agnarsdóttir Þorgerður K. Halldórsdóttir 50 ára Adil Karim Mohammad Aðalheiður Helgadóttir Birna Sigurðardóttir Elín María Stefánsdóttir Fjóla Bláfeld Stefánsdóttir Gunnar Ingólfur Gíslason Magnús H. Hinriksson Mijo Antunovic Ólöf Haraldsdóttir Rebekka Þráinsdóttir Sigurður Lárusson Sigurður Sv. Stephensen Þóra Stefánsdóttir 40 ára Berglind G. Sigurðardóttir Brynjar Svanbjörnsson Daníel Sigurðsson Dmitrij Denisenko Herdís Kr. Heiðarsdóttir Hjalti Þór Heiðarsson Hrólfur Knakan Valdimarsson Ingunn Ósk Svavarsdóttir Irena Dögg McCabe Ketill Indriðason Kriangkrai Yodsongtrakul Marcin Kowalewski Riley Jay Welshman Sæunn K. Guðmundsdóttir 30 ára Alexandra Guðjónsdóttir Andrea Skúladóttir Aron Gauti Birgisson Berglind Ösp Jónsdóttir Birna Pétursdóttir Brynhildur Guðjónsdóttir Dagný Yrsa Eyþórsdóttir Diljá Guðjónsdóttir Edgars Pakalns Elín Edda Pálsdóttir Elín Guðjónsdóttir Karitas Anna Vignir Kinga Natalia Ulamek Krzysztof S. Stachura Lárus Sverrisson Linda Le Magnús Þór Jónsson Marcin Nowakowski Nikulás Chatchai Ólafsson Tinna Dögg Benediktsdóttir Viktor Bertil Gylfason Til hamingju með daginn 30 ára Tinna Dögg er Reykvíkingur en flutti á Akranes í sumar. Hún starfar hjá Skaganum 3X og er menntuð sem einkaþjálfari og í hönnun. Maki: Þórhallur Andri Jó- hannsson, f. 1982, starfar við álverið á Grundar- tanga. Barn: Freyja Lilja, f. 2015. Foreldrar: Agnes Karen Ástþórsdóttir, f. 1964, og Benedikt Jón Guð- laugsson, f. 1961. Tinna Dögg Benediktsdóttir 30 ára Karitas Anna býr í Hafnarfirði, er hár- greiðslumeistari að mennt og starfar hjá Ið- unni – fræðslusetri. Maki: Styrmir Sigurðs- son, f. 1986, sem starf- rækir ferðaþjónustu- fyrirtæki. Foreldrar: Anna Ragn- heiður Vignir, f. 1960, starfsmaður lífeyrissjóðs og Pétur Stefánsson, f. 1938, starfar hjá Pípu- lagnaverktökum ehf. Karitas Anna Vignir 30 ára Dagný fæddist í Svíþjóð. Hún er næringar- fræðingur að mennt og starfar nú við gæðaeftirlit hjá Gæðabakstri/ Ömmubakstur. Maki: Hagalín Ásgrímur Guðmundsson f. 1987, verkfræðingur hjá Marel. Barn: Magnea Lind, f. 2016. Foreldrar: Ingunn Þor- steinsdóttir f. 1961 og Ey- þór Björnsson f. 1959, bæði læknar. Dagný Yrsa Eyþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.