Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 68

Morgunblaðið - 01.11.2018, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 VIÐTAL Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Sagan er svo stórbrotin að það er ekki nóg að fjalla eingöngu um frækilegt afrek skipverjanna á þýska togaranum Friedrich Albert sem strandaði á Skeiðarársandi 19. janúar 1903. Það er ekki síður mikilvægt að minnast þess þrek- virkis sem unnið var af hálfu Ís- lendinga sem við frumstæðar að- stæður björguðu lífi, hjúkruðu og veittu mönnunum skjól. Íslenskir björgunarmenn lögðu í lífshættu- legan leiðangur að sækja lækni til að gera að kalsárum skipbrots- mannanna. Ekkert af þessari sönnu sögu má gleymast,“ segir Einar Magnús Magnússon kvikmynda- gerðarmaður, sem fékk styrk frá Kvikmyndasjóði til þess að skrifa handritið Svartur sandur um þessa atburði. „Upphaflega hugðist ég gera heimildarmynd um strand Fried- richs Alberts en eftir að ég kafaði ofan í þá efniviði sem ég komst yfir sá ég að sagan uppfyllir flest ef ekki öll skilyrði góðrar leikinnar kvikmyndar,“ segir Einar, sem las fyrst um slysið á Skeiðarársandi í bókinni Þrautgóðir á raunastund fyrir um 20 árum og eftir það lét frásögnin Einar ekki í friði. „Eitthvað við þessa sögu stakk mig, ég kann ekki að lýsa því hvað það var. Mér fannst eftir lesturinn eitthvað liggja á milli línanna. Ein- hver ósögð atburðarás og vitnis- burður um björgunarafrekið sem var þess virði að kanna nánar, sem ég og gerði,“ segir Einar sem í upp- hafi heimildaleitar komst í skýrslur Guðlaugs Guðmundssonar, sýslu- manns í Vestur-Skaftafellssýslu, og læknagögn læknanna tveggja sem hlúðu að og framkvæmdu aðgerðir á fimm skipbrotsmönnum. „Í héraðsritinu Dynskógum, riti Vestur-Skaftfellinga, fann ég góða samantekt um atburðina og ég hef í fórum mínum mikið af öðrum heim- ildum. Heimildirnar eru töluvert misvísandi og ber ekki að fullu saman,“ segir Einar sem ákvað að fara til Þýskalands í því skyni að komast sem næst kjarna sögunnar og persónum hennar. Lýsti eftir afkomendum „Ég er þakklátur íslenska sendi- ráðinu og sendiherranum í Þýska- landi fyrir ómetanlega leiðsögn og fyrir að koma á tengingu í Þýska- landi en það var Þýsk-íslenska vin- áttufélagið í Bremen og Bremer- haven sem bauð mér út í ágúst síðastliðnum,“ segir Einar, sem í tengslum við boðið fór í viðtal við þýska dagblaðið Nordsee-Zeitung sem flutt hafði fréttir af skipskað- anum 115 árum áður. „Í viðtalinu notaði ég tækifærið til að lýsa eftir afkomendum skip- brotsmannanna í Þýskalandi. Skömmu síðar var ég kominn í samband við afkomendur tveggja úr áhöfninni, þar með talið skip- stjórans. Viðtalið í Nordsee Zeitung vakti meðal annars athygli sjón- varps- og útvarpsstöðvarinnar Radio Bremen sem óskaði eftir því að fylgja mér eftir, meðal annars þegar ég færi á fund ættingja skip- stjórans. Sá heitir Gerold Büschen, en það er sama ættarnafnið og skipstjórans sem hét Georg Büschen. Hjá Gerold fékk ég meðal annars í hendur afrit af hefti sem skipstjórinn hafði skrifað árið 1906 en í því rakti hann ítarlega at- burðina frá því að skipið lagði úr höfn í Þýskalandi og þar til skip- verjarnir komust í skjól á Íslandi,“ segir Einar og upplýsir að fáir hafi vitað af tilurð minningabókar skip- stjórans en það hafi rifjast upp fyr- ir Gerold þegar hann las viðtalið við Einar. „Þessi skrif skipstjórans eru ómetanleg afhjúpun alls þess sem mennirnir gengu í gegnum. Persón- urnar og aðstæður þeirra verða ljóslifandi fyrir manni. Þetta var nánast eins og að finna týnda hand- ritið að þessari sögu og algerlega ómetanlegt. Í ljósi þessa er nú verið að velta fyrir sér möguleikanum eða þörfinni á að skrifa handrit að sjónvarpsþáttaröð,“ segir Einar sem segir það sitt mat að þær heimildir sem hann hafi komist yfir geri þessa atburði að einhverju stærsta björgunarafreki Íslands- sögunnar og þótt víðar væri leitað. Einar segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að afrekið vakti ekki þá athygli sem það verðskuldaði á sínum tíma. „Við verðum að átta okkur á því að þetta gerðist fyrir um 115 árum og á þeim tíma var fjölmiðlun með allt öðrum hætti en síðar varð og sjóslys mjög tíð,“ segir Einar. Strandið og eftirleikurinn „Í átta tíma börðust skipverj- arnir tólf við að halda sér á lífi um borð í skipinu gegn ógnaröldum Atlantshafsins. Þegar þeir komust loks í land, eftir að fjarað hafði undan skipinu, töldu þeir sig hólpna. Það sem þeir vissu ekki var að þeirra biðu 11 daga hrakningar um sandinn þar sem mættu þeim ófærar jökulár, illviðri, ískuldi, sandstormar, skjólleysi, matar- skortur og sandbleyta sem gleypt gat bæði menn og dýr,“ segir Einar og bendir á að margar hetjur séu í sögunni. „Georg skipstjóri er án efa ein þeirra mestu. Honum tókst með mikilli hugvitsemi og rósemd að telja kjark og lífsþrótt í mennina. Þolraun skipbrotsmannanna reyndi ekki eingöngu á líkamlegt þrek þeirra heldur ekki síður andlegt,“ segir Einar og útskýrir að þrátt fyrir það hversu vel skipstjóranum tókst að stappa stáli í áhöfnina hafi hann misst tvo menn á sjötta degi úr vosbúð og kulda. „Stýrimaðurinn sem var á vakt þegar skipið strandaði hefur eflaust talið sig bera ábyrgð á strandinu. Eftir að félagar hans tveir létust lét hann sig hverfa og hefur aldrei fundist,“ segir Einar sem finnst áhugaverð sagan um það hvernig fátæk bændahjón á Orustustöðum á ofanverðum Brunasandi tóku á móti skipbrotsmönnum og hlúðu að þeim af manngæsku og hugmyndaauðgi. „Heim að bæ þeirra komu skríð- andi níu menn nær dauða en lífi. Í þröngum húsakosti þurfi að veita þeim hvíld, bráða hjúkrun og fæðu. Í kjölfarið sendu hjónin Sigurður Jónsson og Sólveig Magnúsdóttir 13 ára gamla dóttur sína, Elínu Margréti, í tveggja daga leiðangur á hesti að sækja lækni og sýslu- mann. Allt var þetta gert til að bjarga lífi ókunnugra manna,“ segir Einar sem telur þátt sýslumannsins Ótrúlegt björgunarafrek  Björgunarafrekið á Skeiðarársandi kvikmyndað  Byggt á frásögn skipstjórans á Friedrich Albert  Styrkt af Kvikmyndasjóði  Íslenskir læknar, bændur, sýslumaður og ljósmóðir heiðruð Ljósmynd/einkasafn Silke Peters Svaðilfarir Aðbúnaður sjómanna í byrjun 19. aldar sést vel á þessari mynd af Rudolf Bojar ásamt óþekktum sjó- manni. Bojar, sem er til vinstri á myndinni, var stýrimaður á Friedrich Albert sem strandaði á Skeiðarársandi. Björgunarsaga skipbrotsmann- anna á Friedrich Albert og fórnfýsi Íslendinga vakti mikla athygli í Þýskalandi að sögn Einars Magnúsar Magnússonar kvikmyndagerðarmanns. „Vilhelm II. Þýskalandskeis- ari veitti fjölda Íslendinga heiðurslaun og viðurkenningar. Hjónin Sigurður og Sólveig á Orustustöðum fengu 200 krónur íslenskar fyrir hjálpina. Guðlaugur sýslumaður og læknarnir Þorgrímur og Bjarni voru sæmdir heiðursmerkinu prússneska erninum og Guð- ríður Jónsdóttir ljósmóðir fékk demantsnælu með skjaldar- merki keisaraveldisins,“ segir Einar, sem er þess fullviss að demantsnælan sé til einhvers staðar. „Í seinni útgáfu Ljósmæðra- tals er fjallað um Guðríði og má þar sjá ljósmynd af næl- unni. Mér er mikið í mun að finna næluna og ef einhver veit hvar hún er niðurkomin vil ég biðja viðkomandi að hafa samband við mig í tölvu- pósti í gegnum heimasíðuna www. svartursandur.is,“ segir Einar, sem upplýsir að þegar leitað var að gullskipinu á Skeiðarársandi hafi leitarmenn komið niður á Friedrich Albert en talið að engin verðmæti væru í skipinu og grafið yfir það. Íslendingar heiðraðir Í LEIT AÐ BRJÓSTNÁL Heiðurslaun Einar Magnús auglýsir eftir brjóstnál Guðríðar Jónsdóttur. Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Velkomin til okkar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.