Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 72

Morgunblaðið - 01.11.2018, Síða 72
VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Á miðvikudaginn hlaut Auður Ava Ólafsdóttir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Ör, sem kom út á síðasta ári. Í næstu viku kemur svo út ný bók hennar, Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland segir frá Heklu Gottskálksdóttur, sem dýralæknir tók á móti í Dölunum 1942, en árið 1963 kemur hún með sérleyfis- rútunni til Reykjavíkur til þess að verða rithöfundur. Við Auður Ava byrjum spjall um bókina væntan- legu með því að ræða um kápu bókarinnar, sem hefur svip frá káp- unni á Dagleið á fjöllum eftir Hall- dór Laxness, vísun í kápu Gísla B. Björnssonar, sem er búinn að leggja blessun sína yfir þessa nýju útgáfu. „Hekla er að fá sína Helga- fellskápu fimmtíu árum eftir að hún hefði átt að fá hana,“ segir Auður og kímir. – Eins góð og mér þótti Ör, þá finnst mér þessi bók mun betri, betur skrifuð og hugsunin mótaðri. „Maður er alltaf að reyna að þroskast sem höfundur og það felur í sér að gera tilraunir með formið, hrynjandina og tímann sem er innbyggður í verkið. Um leið er sagan alltaf í fyrirrúmi hjá mér. Þó að enginn hafi beðið mig að skrifa neina af mínum bókum eða sé að bíða eftir þeim, þá finnst mér ég alltaf eiga erindi. Jafnvel þótt sagan nái aðeins til eins les- anda. Þannig að mér fannst ég þurfa að segja þessa sögu sem fjallar um sköpunarþrána og um fegurðarþrána og staðsetja hana árið 1963. Hugmyndin hefur mall- að lengi inni í mér, líklega alveg frá því ég var að rannsaka þetta tímabil sem listfræðingur. Núna er ég fyrrverandi listfræðingur,“ segir Auður eftir smá hik, en hún hætti að vinna að öðru en rit- störfum í sumarbyrjun. Kvenleg sektarkennd og ábyrgðartilfinning – Nú ertu orðin rithöfundur. „Kannski.“ – Nú ertu ekki lengur einhver sem skrifar í frítíma. „Hvernig klæðir maður sig þá? Það er ein af spurningunum. Á maður að vera í náttfötum í vinnunni?“ – Svo verður þú að finna þér út- lit við hæfi rithöfundar, finna þér look. „Ég held það sé orðið of seint að fá sér look, ég er bara náttúru- legur töffari.“ – Var það erfið ákvörðun að hætta að vinna aðra vinnu? „Mig var búið að langa þetta lengi og hætti í áföngum, en ég var eina fyrirvinnan á heimilinu og er praktískt þenkjandi í bland við þessa kvenlegu sektarkennd og ábyrgðartilfinningu. Svo núna þegar ég er orðin bara rithöfundur hugsa ég: af hverju gerði ég þetta ekki fyrr? Ég gat sinnt skriftunum svo slitrótt og mig langaði að þroskast sem rithöfundur. Ég veit reyndar ekki hvort maður verði betri höfundur af því, mér finnst oft frumleiki listamanna felast í göllunum. Þannig að fullkomleiki er ekki eftirsóknarverður, fyrir utan að vera ekki mögulegur. Við skul- um segja að ég haldi áfram að rækta mína persónulegu galla.“ Árið sem Surtsey gaus. Og Kennedy dó – Hekla, söguhetjan þín tekur hins vegar ung ákvörðun um að hún ætlar að skrifa og tekur það fram yfir allt annað. Viðmótið sem mætir henni sýnir að tími skáld- konunnar er ekki enn runninn upp á Íslandi. „Mér finnst þessi tími sem ég valdi, árið 1963, að mörgu leyti spennandi. Íslendingar eru á þess- um tíma um 177 þúsund þannig að þetta er dvergvaxið samfélag á skala heimsins. Þetta er árið sem Surtseyjargosið hófst og viku eftir að gosið hófst var Kennedy myrt- ur suður í Dallas. Þetta er líka árið sem Marteinn  Ný skáldsaga Auðar Övu Ólafsdótt- ur kemur út á næstu dögum  Segir frá ungri konu sem vill verða rithöf- undur í kvenfjandsamlegu karlaveldi Frumleiki höfunda felst í göllunum 72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Eitraða barnið er upphafs-bókin í þríleik Guð-mundar S. Brynjólfs-sonar, rithöfundar og leikskálds, og hans fyrsta saka- málasaga. Guðmundur hefur áður sent frá sér tvær skáldsögur, eina unglingabók, eina barnabók og kom- ið að sjö leikritum ýmist sem eini höfundur verks, meðhöfundur eða höfundur leiktexta. Nýjasta leikverk Guðmundar er Svartlyng sem sýnt er í Tjarnarbíói um þessar mundir. Eitraða barnið gerist á Eyrar- bakka og næsta nágrenni um alda- mótin 1900. Hún fjallar um svívirði- lega glæpi sem framdir eru gegn þeim sem minna mega sín, spillingu og breyskleika. Aðalpersóna sög- unnar er Eyjólfur Jónsson, drykk- felldur laganemi sem nýlokið hefur lögmannsprófi í Kaupmannahöfn eftir rúmlega áratugar nám. Sýslu- mannsembættið á Eyrarbakka losn- ar óvænt. Faðir Eyjólfs og tengdafaðir hans sjá til þess að Eyjólfur fái emb- ættið. Faðir Eyj- ólfs sækir son sinn til Kaup- mannahafnar og sendir heim þar sem eiginkona hans, Anna Bjarna- dóttir, tekur á móti honum. Anna er sterk og ákveðin persóna sem held- ur Eyjólfi á floti. Eyjólfur sem er nokkuð góðum gáfum gæddur er viðkvæmur og veikur á svellinu gagnvart áfengi. Það er Anna sem stýrir bak við tjöldin rannsókn á sakamáli sem Eyjólfur fær í fangið nýtekinn við embætti sýslumanns. Í Eitraða barninu fléttar Guð- mundur skemmtilega saman raun- verulegum persónum og skálduðum auk þess sem lýsingar á staðháttum eru nákvæmar þrátt fyrir að Guð- mundur bæti við einum og einum bæ þar sem atburðir eru látnir gerast. Með þessari samsetningu og orð- notkun eins og faktor, skraddari, aur og kontor, verður sagan trúverð- ug líkt og atburðirnir sem skrifað er um hafi átt sér stað. Persónusköpun í bókinni er trú- verðug. Breyskleikar Eyjólfs sem Mátturinn og valdið á síðustu öld Skáldsaga Eitraða barnið bbbbn Eftir Guðmund S. Brynjólfsson. Bókaútgáfan Sæmundur, 2018. 198 blaðsíður. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.