Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 73
Luther King hélt sína frægu mannréttindaræðu þar sem hann segir; I have a dream og talar um að að vandamál blökkumanna sé í raun vandamál hvítra. Þetta er nokkuð sem er svo aktúelt í mann- réttindabaráttu og -umræðu í dag og alltaf í rauninni: hverjir búa til vandamálin? Og hverjir eru vanda- málin? Þetta er sömuleiðis árið sem Sylvia Plath fyrirfór sér og Hekla les ljóð eftir hana, mér fannst svo- lítið gaman að leika mér með það að þarna væri kvenrithöfundur að lesa allt aðra höfunda heldur en karlhöfundarnir hérna heima á þeim tíma. En þótt í bakgrunni séu raunverulegir atburðir, staðir og jafnvel fólk, þá er þetta ekki söguleg skáldsaga heldur hrein- ræktuð skáldsaga. Í bókum mínum er ég alltaf að leika mér með sam- band hins smáa og stóra. Hér glittir í stóru söguna í bakgrunni en einnig hún er huglæg afurð hins skapandi huga. Þetta er líka saga um hugmynd okkar um fyrirbærið útlönd. Út- lönd voru á þessum tíma óralangt í burtu og bara, á færi örfárra að ferðast yfir hafið. Við sjáum það best þegar önnur af tveimur flug- vélum Flugfélags Íslands, Hrím- faxi, ferst um páskana 1963 að það voru ekki nema sjö farþegar um borð, auk áhafnar. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn en fórst við Fornebu-flugvöll í Ósló. Þaðan stóð til að hún flygi til Bergen og sækti þangað nokkra farþega og svo heim, nánast eins og áætlunar- bíll. Svart/hvítt haftasamfélag – Samfélagið sem þú lýsir er ekki beysið. „Þetta var svart-hvítt hafta- samfélag, samfélag sem var stýrt af einsleitum hópi miðaldra karl- manna, bæði í pólitíkinni og í bók- menntaheiminum. Það var ekki bara fjandsamlegt konum heldur líka samkynhneigðum eins og birt- ist í annarri höfuðpersónu bókar, hommanum Davíð Jóni John Johnsson sem tilheyrði tvöföldum minnihlutahópi sem kynvillingur og hernámsbarn. Í bókinni heimfæri ég orð King um blökkumenn upp á þá sem á þessum tíma voru kallaðir hómósexúalistar og læt persónu segja: ,,Vandamál hómósexúalista er vandamál þeirra sem ekki eru hómósexúalistar.“ Það má kannski segja að rauði þráðurinn í sögunni sé samband þessara tveggja utangarðsmanna, ungrar skáldkonu úr Dölunum sem kemur í bæinn með nokkur handrit í töskunni og Davíðs Jóns John Johnssonar, sem var líka skapandi og viðkvæmur ungur maður. Þetta er saga um það hvernig samfélagið vængstýfir hæfileikaríkt og skap- andi fólk. Á þessum tíma flúði fólk land vegna kynhneigðar en spurningin gagnvart skáldkonunni er sú hvert sé hennar föðurland, eða móður- land eins og ég kalla það í bókinni. Móðurland skálds er tungumálið, þannig að hvert flýr skáld?“ Einsleitt samfélag – Hekla vinnur fyrir sér sem þjónustustúlka á Borginni þar sem hún er áreitt: „Þær sem eru ný- byrjaðar eru í mestri hættu, bætir hún við. Ef þær kvarta er sagt við þær: Svona hefur þetta alltaf verið, sættu þig við það.“ Þetta var svona 1963, en líka 1973, 1983, 1993 og er að vissu leyti enn. „Vandamálið er eldri karlar, ekki strákar að reyna við stelpur eða stráka. Söguhetjan vill verða skáld- kona í samfélagi þar sem karlmenn fæðast skáld en konum er boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland. Þetta var samfélag þar sem konur áttu að styðja við karlmanninn, að standa með honum í hans draum- um, og að vera honum til yndis- auka, eins og Fegrunarfélag Reykjavíkur, sem stóð fyrir fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ís- land, setur jöfnuna upp. Karlkyns- skáldin spiluðu með; konur voru annars vegar músur, gyðjur augna- bliksins, og hins vegar eiginkonur – ef þeir áttu eiginkonur – sem ólu upp börnin þeirra og sáu oft líka fyrir skáldinu. Þetta er sá veruleiki sem ég staðset söguhetjuna inn í. Á meðan karlkynsskáldin halda til á Mokka notar hún tímann vel, alltaf þegar hún er ekki að vinna þá er hún að skrifa eða lesa. Hún plægir sig í gegnum bókasöfn eftir hillu- röðum, er að reyna að lesa erlenda höfunda, líkt og James Joyce og ýmsa samtímakvenhöfunda sem karlkyns skáldin hafa engan áhuga á, þeir spá í náttúrulífsmyndir og eru enn að ræða rím og ekki rím, hundrað árum eftir að menn fóru að yrka órímað úti í heimi.“ Fegurð og ævintýri úr hinu smáa „Það má kannski segja að ein kveikja hugmyndar sé sú staðhæf- ing karlkynslistamanns árið 1963 – og sem ég rakst einhvers staðar á – að á Íslandi væru fáir kvenrithöf- undar og allir lélegir. Mig langaði til að sýna af hverju þessu var þannig farið og síðan stóðst ég ekki mátið að búa til frumlegt kvenskáld sem var uppi á þessum tíma. Eða öllu heldur sem hefði getað verið uppi á þessum tíma ef samfélagið hefði verið öðruvísi. Ég ákvað að gefa henni rödd. Ég vona að hún hafi verið til. Ég bý reyndar til fjögur ung- menni sem öll eru skapandi og öll kornung, tvær konur og tvo karl- menn, þar af er annar karlmaður- inn hommi, en þannig eru hlutföllin í mínum bókum oft. Fyrir þann eina sem kallar sig skáld í hópnum er mikilvægara að vera skáld en að skrifa. Söguhetjan er önnur kvennanna, hin er vinkona hennar, Ísey, sem býr í túnjaðri Laxdælu í Norðurmýri með ungbarn og annað á leiðinni og er skapandi án þess að vera fullkomlega meðvituð um það að hún er stöðugt að búa til fegurð og ævintýri úr hinu smáa í sínum hversdagslegu aðstæðum. Hún skrifar leikrit án þess að gera sér grein fyrir því að það er leikrit, hún skrifar ljóð sem hún telur ekki vera ljóð og hún er fjörutíu árum á undan sinni samtíð því hún skrifar krimma án þess að gera sér grein fyrir því að hún skrifi krimma. Með ungbarn á handlegg. Hekla er hins vegar vitund sögunnar og það er eins og oft hjá aðalpersónum hjá mér að þær tala ekki endilega mest.“ Karlmenn fæðast skáld – Undir lok bókarinnar er Ísey búin að setja skrifblokkina niður í skúffu, búin að setja löngun sína ofan í skúffu. „Hversdagsleikinn tekur yfir, eins og hjá mörgum konum sem áttu sér skáldadrauma á þessum tíma, lífið fer að snúast um að bjarga málum frá degi til dags og annað er bara sett á bið. Kannski tekur hún upp þráðinn aftur 59 ára gömul, eins og Guðrún frá Lundi sem gaf þá út sína fyrstu bók og síðan eina bók á ári til æviloka, eða á þriðja tug bóka.“ – Svo ég vitni enn og aftur í bók- ina: „Karlmenn fæðast skáld. Þeir eru um fermingu þegar þeir gangast við því óumflýjanlega hlut- skipti sínu að vera snillingar. Það skiptir engu hvort þeir skrifa bæk- ur eða ekki. Konur verða kyn- þroska og eignast börn sem koma í veg fyrir að þær geti skrifað.“ Það er mikil eftirspurn eftir líkama Heklu, en enginn virðist hafa áhuga á því sem er að gerast í hausnum á henni. „Þetta sjáum við til dæmis ef við skoðum sjálfsævisögur karlkyns rithöfunda að þær byrja við fæð- ingu. Ég get til dæmis nefnt útlend skáld eins og Sartre og Nabokov, þó að þetta sé líka hjá íslenskum höfundum. Þetta er hefð frá Rousseau, þar sem sjálfsævisagan gengur út á að tína út þau atriði sem sýna hvers vegna þeir eru snillingar. Ef við skoðum sjálfsævi- sögur kvenna þá hefjast þær yfir- leitt ekki fyrr en við kynþroska- aldur: konur fá líkama sem er þeim til trafala og þær hamast við að reyna að verða ekki óléttar. Líkam- inn er í kjarna þeirrar sögu.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rithöfundur Auður Ava Ólafs- dóttir hyggst halda áfram að rækta sína persónulegu galla. MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018 Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. AUGNVÍTAMÍN Augnheilbrigði Við aldursbundinni augnbotnahrörnun allt hefur til að bera, útlit og atgervi auk þess að hafa fengið upp í hend- urnar embætti og hús. Styrkur Önnu eiginkonu hans sem heldur honum og embættinu gangandi. Per- sóna Kárs sýsluskrifara sem fátt gott er hægt að segja um og breysk- leikar Ragnars læknis svo nokkrar af persónum í bókinni séu nefndar. Eftir lestur fyrstu kafla Eitraða barnsins var tilfinning gagnrýnanda að bókin væri hefðbundin saga um gróft ofbeldi, drykkjuskap og mann- vonsku í byrjun 19. aldar. Það virtist nokkuð ljóst í byrjun hver sökudólg- urinn væri. Það breyttist hins vegar þegar hnútarnir í sakamálaflækj- unni röknuðu. Sagan verður flóknari með óvæntum endi. Ef endi skyldi kalla því þrátt fyrir að sakamálið hafi verið leyst þá gefa lokalínurnar vel til kynna að endirinn sé rétt byrj- unin enda verður svo að vera því enn eru tvær bækur óútkomnar. Höf- undur segir frá því viðtali á útvarps- stöðinni K100 að hann sé búinn að ákveða hver endalokin verði í þriðju bókinni en búast megi við snúningi á söguþræði á leiðinni þangað. Það sem upp úr stendur eftir lest- ur bókarinnar er spennandi og vel uppsettur söguþráður og góð per- sónusköpun. Einnig sú staðreynd að árið 2018 hefur ekki nægjanlega mikið breyst frá því í byrjun 19. ald- ar þegar kemur að ofbeldi af hendi þeirra sem valdið hafa. Enn þarf sá sem fyrir ofbeldi verður að sanna að á honum hafi verið brotið. Sé það ekki hægt situr fórnarlambið uppi með skömmina og fær jafnvel refs- ingu fyrir. Hingað til hefur gagnrýnandi ekki verið spennt fyrir glæpasögum en Eitrað barnið og biðin eftir fram- haldinu í gæti breytt því. Ljósmynd/Dagur Gunnarsson Þríleikur Eitraða barnið er fyrsta bókin í þríleik Guðmundar Brynjólfs- sonar. Í bókinni fléttast saman raunverulegar persónur og skáldaðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.