Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 80
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Enska tónlistarkonan Nadine Shah er rísandi stjarna í heimalandi sínu og var tilnefnd til Mercury-tónlistar- verðlaunanna í ár fyrir þriðju breið- skífu sína, Holiday Destination. Hún hlaut ekki verðlaunin en tilnefningin er samt sem áður mikill heiður fyrir hana og afar góð kynning fyrir ung- an tónlistarmann. Shah kemur hing- að til lands í næstu viku og treður upp á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves á fimmtudaginn. Shah er 32 ára, ólst upp í sjávar- þorpinu Whitburn á norðaustur- strönd Englands en býr nú og starf- ar í London. Fyrstu stuttskífuna, Aching Bones, sendi hún frá sér fyr- ir sex árum en fyrstu breiðskífuna, Love Your Dum and Mad, ári síðar. Skífan sú innihélt myrkar og tilfinn- ingaþrungnar píanóballöður en næstu tvær, Fast Food og Holiday Destination, eru rokkaðar. Tónlistartímaritið Pitchfork lýsti tónlist Shah, í gagnrýni sinni um fyrstu breiðskífu hennar, með þeim hætti að hún væri eins og bræðingur af PJ Harvey og Nick Cave og það er ágætislýsing, að mati blaða- manns. Hún var enda beðin um að hita upp fyrir Cave og hljómsveit hans The Bad Seeds fyrr á þessu ári. Poppstjörnudraumar Shah hóf tónlistarferil sinn á tán- ingsaldri þegar hún hélt til London og gerðist djasssöngkona. Hún seg- ist hafa orðið leið á djasssöngnum býsna fljótt. En hvers vegna ákvað hún að gerast tónlistarmaður? „Ég hef alltaf verið með ágæta söngrödd, alveg frá barnsaldri, en það er svo skrítið að margar tónlistarkonur – sérstaklega af minni kynslóð – voru ekki hvattar til að læra á hljóðfæri eða semja lög. Þær voru bara hvatt- ar til þess að gerast söngkonur og það gerði ég. Ég var söngkona lengi vel, tók þátt í söngkeppnum og söng þá lög með Mariuh Carey og þess háttar lög. Þegar ég var yngri lang- aði mig að verða poppstjarna,“ segir Shah og hlær við. „Svo fór ég að hlusta á djasstónlist og varð hugfangin af henni, sérstak- lega Ninu Simone. Ég flutti til Lond- on 16 ára í þeim tilgangi að verða at- vinnudjasssöngkona og var ekki í neinum flottheitum, bara að syngja á veitingastöðum og reyna að slá í gegn. Ég varð fljótlega leið á því að syngja lög eftir aðra og settist í helg- an stein, 17 ára!“ segir Shah og hlær innilega að þessu orðalagi. Hún hélt í myndlistarnám við Camberwell- listaháskólann og var þar hvött af kennara til að nýta tónlistarhæfileik- ana í tiltekið listaverk. Shah segir kennarann hafa beðið hana að velja sér eitthvert hljóðfæri sem hún ótt- aðist að leika á og spila á það í verk- inu. „Ég valdi píanó og komst að því að það væri auðveldara að leika á pí- anó en ég hélt. Maður nær góðum hljómi úr píanói ef tónlistin er nógu einföld,“ segir Shah. Hún hafi í fram- haldi byrjað að semja á píanó, hætt í skólanum eftir eins árs nám en num- ið listasögu í eitt ár til viðbótar. Sér eftir að hafa hætt „Ég gerði fyrstu plötu mína ekki fyrr en mörgum árum síðar. Ég hefði því getið lokið myndlistarnám- inu og sé eftir að hafa ekki gert það því maður lærir svo margt í mynd- listarnámi sem getur nýst við sköp- un tónlistar. Ég hefði getað unnið að verkum sem innihalda tónlist,“ segir Shah og hvetur alla til að klára há- skólanám, standi þeim það til boða. „Tónlistin fer ekkert, ég gæti hafa lært svo margt sem myndi nýtast mér í dag, t.d. að gera tónlistar- myndbönd, veggspjöld og fleira.“ –Ertu ef til veill ein af þessum listamönnum sem vilja gera allt sjálfir? „Já, ég vil gera margt sjálf og var mjög þrjósk hvað það varðar í upp- hafi ferilsins. En svo áttaði ég mig á að best væri að ég einbeitti mér að því sem ég gerði best og ég nýt þess að starfa með öðrum, fólki sem er í hópi þeirra færustu á sínu sviði, hvaða grein sem það svo sem er. Ég vinn með framleiðanda – framleiði ekki tónlistina mína sjálf – því þar liggur hans færni en mín í laga- smíðunum. En ég hef ekki enn fund- ið rétta myndbandaleikstjórann þó að ég hafi unnið með ágætum leik- stjórum,“ segir Shah kímin. Walker og Simone í uppáhaldi Shah er spurð að því hvort breið- skífur hennar þrjár séu mjög ólíkar hver annarri. Jú, hvað hljóminn varðar, segir hún, en einnig þegar kemur að yrkisefnum. „Ég er mjög heppin hvað það varðar að þeir sem dáðust að fyrstu plötunni héldu tryggð við okkur sem gerðum hana, þrátt fyrir að hinar tvær væru öðru- vísi og það fjölgaði líka í hlustenda- hópnum,“ segir hún. –Ég hef verið að hlusta á lögin þín á YouTube og þau virðast vera býsna ólík hvert öðru, í einu þykist ég til dæmis greina sterk áhrif frá Massive Attack … „Já, það er lagið „Aching Bones“,“ segir Shah sposk og veit greinilega um hvaða lag er að ræða. –Hefur Massive Attack haft áhrif á þig sem tónlistarmann? „Já, hún hefur gert það,“ svarar Shah og er í framhaldi beðin að nefna fleiri áhrifavalda. „Ég á mér tvo uppáhaldstónlistarmenn, Scott Walker og Ninu Simone og hlustaði mikið á þau þegar ég gerði fyrstu plötuna mína. Sumir þykjast greina dálítil áhrif frá Walker í söng mín- um, sérstaklega á fyrstu plötunni en ég hef hlustað á svo margbreytilega tónlist að erfitt er að benda á ein- hvern einn áhrifavald á hverri plötu.“ Ógnvekjandi þróun Talið berst að Mercury-verðlaun- unum og segir Shah að það sé auð- vitað afrek í sjálfu sér að hljóta til- nefningu og samgleðst innilega hljómsveitinni sem hlaut verðlaunin, Wolf Alice. „Við höfum eignast svo marga aðdáendur til viðbótar,“ segir hún, „og þar sem platan er svo póli- tísk vildi ég að hún næði til þúsunda hlustenda.“ –Talandi um þennan pólitíska boð- skap þá skilst mér að á plötunni sértu að fjalla um ákveðna hnignun á samkennd í heiminum … „Já, það er heimsvandamál, þjóð- ernisstefna fer vaxandi á heimsvísu og samhliða henni dregur úr sam- kennd, sem er uppskrift að hörm- ungarástandi. Það er sorglegt að horfa upp á þessa þróun í mörgum löndum, þessa vaxandi þjóðernis- stefnu og þá sérstaklega af því ég er af blönduðum kynþætti. Pabbi minn er múslimi og ég er með mjög al- gengt múslímskt eftirnafn. For- dómar gagnvart múslimum fara ört vaxandi og við lifum á ógnvekjandi tímum sem við tónlistarmenn verð- um að tjá okkur um,“ svarar Shah, en faðir hennar á ættir að rekja til Pakistan og móðir hennar til Eng- lands og Noregs. Shah segir andúð á innflytjendum fara vaxandi í heimalandi sínu og að þeir séu m.a. sakaðir um að hafa störf af innfæddum. Eitthvað þykir blaðamanni það kunnuglegur söngur. „Eyðileggja fríið“ Plötutitillinn Holiday Destination, þ.e. Sumarleyfisáfangastaður, er kaldhæðni. Hugmyndina að honum fékk Shah þegar hún sá viðtöl við fólk sem var í fríi á grískri sólar- strönd. Hafði þar mikill fjöldi flótta- manna komið að landi og voru sum- arleyfisgestir spurðir álits á því. „Sumir sögðu auðvitað að þeim þætti þetta hræðilegt og að þeir vildu gjarnan hjálpa fólkinu en margir sögðu hins vegar að flóttamennirnir væru að eyðileggja fyrir þeim fríið. Þetta er algjörlega galið og það sem ég er að tala um, síminnkandi samúð með öðrum,“ segir Shah. Hún rifjar upp ljósmyndina sem tekin var árið 2015 af þriggja ára sýrlenskum dreng, Alan Kurdi, þar sem hann lá á grúfu á strönd í Bodrum í Tyrklandi. Drengurinn hafði drukknað á flótta með fjöl- skyldu sinni yfir Miðjarðarhafið. „Þetta vakti fólk til meðvitundar um stund, það gat tengt við það sem það sá. Þetta var lítið barn, gæti verið barnið mitt eða þitt eða litli bróðir minn. Mig langaði að sýna fáránleika þessa alls með því að kalla plötuna þessu nafni, Holiday Destination og á umslaginu er ljósmynd sem vinur minn tók á Gasaströndinni af pilti sem stendur í byggingu sem hefur augljóslega eyðilagst í stríðsátökum. Hann myndir friðarmerki með fingr- um annarrar handar og mér finnst þessi ljósmynd hvort tveggja í senn stórkostleg og ískyggileg,“ útskýrir Shah. Ljósmyndin, eins og platan í heild sinni, eigi bæði að vekja fólk til umhugsunar, fá það til að bregðast við ástandinu en einnig að vekja von. Allar konseptplötur Spurð að því hvort hún líti á plöt- una sem konseptplötu segist Shah gera það og í raun líta þannig á allar plötur sínar. „Ég sé ekki fyrir mér að nálgast plötugerð með öðrum hætti. Sú sem ég er að semja núna er líka konseptplata. Ég er mikill aðdá- andi hljómplötunnar sem listforms, ef til vill vegna þess að ég var í lista- háskóla en sem tónlistarunnandi hef ég alltaf verið himinlifandi þegar ég fæ í hendurnar margra laga safn, 10 til 14 lög, frá tónlistarmanni sem ég dáist að, lög sem saman mynda eitt heilsteypt verk unnið út frá einni grunnhugmynd,“ segir Shah. Í upphafi greinar var þess getið að Shah hefði verið beðin um að hita upp fyrir Nick Cave á tónleikum fyrr á þessu ári. Hún segist hafa leikið fyrir hann og hljómsveit hans á tvennum tónleikum. „Hann er einn af uppáhaldstónlistarmönnum mín- um og það var mikill heiður að fá að deila með honum sviði og hanga með honum eftir tónleika. Ég bjóst við því að hann væri mjög alvörugefinn maður en hann var bráðfyndinn, lék á als oddi og mér leið ákaflega vel í návist hans. Þetta var virkilega ánægjuleg reynsla,“ segir Shah. Að lokum fær hún skylduspurn- inguna um hvort hún hlakki til að koma til Íslands. „Ég hlakka til að spila en í sannleika sagt er ég spenntari fyrir dögunum sem ég verð í fríi. Ég ætla að vera þarna í viku og á marga vini sem eru að fara á hátíðina. Ég ætla því að njóta þess að vera í Reykjavík með vinum mínum.“ „Við lifum á ógnvekjandi tímum“  Nadine Shah kemur fram á Iceland Airwaves  Fjallar um fordóma og skort á samkennd á nýj- ustu breiðskífu sinni, Holiday Destination  Var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna fyrir plötuna Á Gasaströndinni Umslag breið- skífu Shah, Holiday Destination. AFP Glæsileg Shah mætti á Mercury-verðlaunin í sínu fínasta pússi. 80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.