Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 01.11.2018, Blaðsíða 84
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 NUTCRACKER hnotubrjótur. H188 cm. 99.900 kr. NUTCRACKER hnotubrjótur. 3 mismunandi gerðir. H38 cm. 3.995 kr. JÓLIN ERU KOMIN Í ILVA Eistneski gítarleikarinn Merje Kägu kemur fram á tónleikum Freyjujazz í Listasafni Íslands í dag kl. 17.15 ásamt Inga Bjarna Skúlasyni sem leikur á píanó. Þau munu leika eigin tónsmíðar. Tónlist Kägu er blanda af klassískri tónlist og djassi og segir Ingi Bjarni að það geti verið snúið fyrir tvö hljómahljóðfæri, gít- ar og píanó, að leika saman en þeg- ar hann spili með Kägu finni hann hversu ótrúlega mikla næmni hún hafi fyrir tónlist. Kägu í Freyjujazzi FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 305. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Ég þekki fullt af leikmönnum sem eru ótrúlega kvíðnir fyrir því að koma inn á fótboltavöllinn. Margir af þeim eru meðal betri leikmanna Pepsi-deildarinnar,“ segir Arnar Sveinn Geirsson. Hann sat al- þjóðlega ráðstefnu um andlega heilsu íþróttafólks í Hollandi á dög- unum og segir Íslendinga þurfa að hlúa betur að íþróttafólki sínu. »2 Kvíða því að spila leiki í Pepsi-deildinni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Paul Lydon heldur útgáfutónleika í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 20.30 vegna nýútkominnar hljómplötu sinnar, Sjórinn bak við gler. Á henni flytur Lydon ein- leiksverk á píanó sem verða út- gangspunktur fyrir tónlist kvölds- ins en lögin verða tengd saman með upplestri íranskra ljóða frá síðustu öld en þá voru ný form í uppsiglingu, eins og segir á vef Mengis. Paul Lydon spilar á píanó og gítar og hefur unnið með söng- formið og spuna í yfir þrjá ára- tugi. Paul Lydon leikur í fyrsta sinn í Mengi Líney Sigurðardóttir lineysig@simnet.is Á Húsavík er alltaf eitthvað skemmti- legt að gerast en nýlega urðu kyn- slóðaskipti á rannsóknardeild sjúkra- hússins þar sem barnabarnið tók við af ömmunni sem staðið hafði þar vaktina í rúma hálfa öld. Ragnhildur Hreiðarsdóttir á að baki 54 ára farsælt starf á sjúkrahús- inu á Húsavík en hún varð sjötug í sumar og mun því snúa sér að öðrum verkefnum. Barnabarnið Magnea Ósk Örvarsdóttir fetar fast í fótspor ömmu sinnar og tók hún við starfinu daginn sem amman hætti. „Þetta hefur verið góður tími hér á rannsókn þar sem ég hef eytt starfs- ævi minni og einstakt að fylgjast með frá grunni hve mikil breyting hefur orðið á þessum tíma, einkum varð- andi tækni og alla aðstöðu,“ sagði Ragnhildur, sem er ánægð með að barnabarn hennar velji þennan starfsvettvang og hvetur unga fólkið til að fara í þetta nám. Byrjaði á Gamla spítala Ragnhildur byrjaði á svokölluðum Gamla spítala á Húsavík og var þá eini starfsmaðurinn á rannsókn, en ekki hafði áður hvarflað að henni að þar yrði starfsvettvangur hennar. „Ég var að vinna í Kaupfélaginu á Húsavík sextán ára gömul árið 1964 þegar ég fékk upphringingu frá yfir- lækninum á spítalanum sem þá var eini fasti læknirinn þar. Ég var beðin um að koma til hans í viðtal og þá varð ekki aftur snúið.“ Ragnhildur söðlaði alveg um, hætti í kaupfélaginu og hóf störf á Gamla spítalanum. Hún byrjaði þar á pappírsvinnu en fór fljótt yfir í að aðstoða lækni, mældi t.d. blóðmagn og sökk, tók hjartalínurit og rönt- genmyndir. Hún þótti góður nem- andi læknisins og fór síðan á sjúkra- húsið á Akureyri og var þar í þrjá mánuði, bæði á röntgendeild og rann- sókn. Barnabarnið Magnea Ósk er Hús- víkingur í húð og hár eins og amman. Hún útskrifaðist með BS í lífeinda- fræði frá Háskóla Íslands í sumar og stefnir á framhaldsnám innan fárra ára. „Þetta er skemmtilegt nám og hér á Húsavík er gott að vinna, allt er svo heimilislegt og aðstaðan líka frábær í vinnunni, við höfum hér allt til alls. Svo er líka snilld að hafa ömmu við hliðina, ég fékk meira að segja fata- skápinn hennar,“ sagði Magnea hlæj- andi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík hefur átt traust starfsfólk í gegnum tíðina, eins og löng starfsævi margra sýnir. Undanfarið hafa miklar mannabreytingar verið á rannsóknar- deild sjúkrahússins en starfsmenn til margra áratuga hafa nú lokið sínum störfum hjá stofnuninni og snúið sér að öðrum verkefnum. Ljósmynd/aðsend Tvær kynslóðir Ragnhildur Hreiðarsdóttir og Magnea Ósk Örvarsdóttir sem leysir nú ömmu sína af hólmi. Leysir ömmu sína af á rannsóknardeildinni  Barnabarnið tók við starfinu og fataskápnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.