Morgunblaðið - 01.11.2018, Qupperneq 84
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18,
mánudaga - föstudaga 11-18:30
NUTCRACKER hnotubrjótur. H188 cm. 99.900 kr.
NUTCRACKER hnotubrjótur. 3 mismunandi gerðir. H38 cm. 3.995 kr.
JÓLIN ERU
KOMIN Í ILVA
Eistneski gítarleikarinn Merje Kägu
kemur fram á tónleikum Freyjujazz
í Listasafni Íslands í dag kl. 17.15
ásamt Inga Bjarna Skúlasyni sem
leikur á píanó. Þau munu leika eigin
tónsmíðar. Tónlist Kägu er blanda
af klassískri tónlist og djassi og
segir Ingi Bjarni að það geti verið
snúið fyrir tvö hljómahljóðfæri, gít-
ar og píanó, að leika saman en þeg-
ar hann spili með Kägu finni hann
hversu ótrúlega mikla næmni hún
hafi fyrir tónlist.
Kägu í Freyjujazzi
FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 305. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
„Ég þekki fullt af leikmönnum sem
eru ótrúlega kvíðnir fyrir því að
koma inn á fótboltavöllinn. Margir
af þeim eru meðal betri leikmanna
Pepsi-deildarinnar,“ segir Arnar
Sveinn Geirsson. Hann sat al-
þjóðlega ráðstefnu um andlega
heilsu íþróttafólks í Hollandi á dög-
unum og segir Íslendinga þurfa að
hlúa betur að íþróttafólki sínu. »2
Kvíða því að spila leiki
í Pepsi-deildinni
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Paul Lydon heldur útgáfutónleika
í menningarhúsinu Mengi í kvöld
kl. 20.30 vegna nýútkominnar
hljómplötu sinnar, Sjórinn bak við
gler. Á henni flytur Lydon ein-
leiksverk á píanó sem verða út-
gangspunktur fyrir tónlist kvölds-
ins en lögin verða tengd saman
með upplestri íranskra ljóða frá
síðustu öld en þá
voru ný form í
uppsiglingu, eins
og segir á vef
Mengis.
Paul Lydon
spilar á píanó og
gítar og hefur
unnið með söng-
formið og spuna
í yfir þrjá ára-
tugi.
Paul Lydon leikur í
fyrsta sinn í Mengi
Líney Sigurðardóttir
lineysig@simnet.is
Á Húsavík er alltaf eitthvað skemmti-
legt að gerast en nýlega urðu kyn-
slóðaskipti á rannsóknardeild sjúkra-
hússins þar sem barnabarnið tók við
af ömmunni sem staðið hafði þar
vaktina í rúma hálfa öld.
Ragnhildur Hreiðarsdóttir á að
baki 54 ára farsælt starf á sjúkrahús-
inu á Húsavík en hún varð sjötug í
sumar og mun því snúa sér að öðrum
verkefnum. Barnabarnið Magnea
Ósk Örvarsdóttir fetar fast í fótspor
ömmu sinnar og tók hún við starfinu
daginn sem amman hætti.
„Þetta hefur verið góður tími hér á
rannsókn þar sem ég hef eytt starfs-
ævi minni og einstakt að fylgjast með
frá grunni hve mikil breyting hefur
orðið á þessum tíma, einkum varð-
andi tækni og alla aðstöðu,“ sagði
Ragnhildur, sem er ánægð með að
barnabarn hennar velji þennan
starfsvettvang og hvetur unga fólkið
til að fara í þetta nám.
Byrjaði á Gamla spítala
Ragnhildur byrjaði á svokölluðum
Gamla spítala á Húsavík og var þá
eini starfsmaðurinn á rannsókn, en
ekki hafði áður hvarflað að henni að
þar yrði starfsvettvangur hennar.
„Ég var að vinna í Kaupfélaginu á
Húsavík sextán ára gömul árið 1964
þegar ég fékk upphringingu frá yfir-
lækninum á spítalanum sem þá var
eini fasti læknirinn þar. Ég var beðin
um að koma til hans í viðtal og þá
varð ekki aftur snúið.“
Ragnhildur söðlaði alveg um,
hætti í kaupfélaginu og hóf störf á
Gamla spítalanum. Hún byrjaði þar
á pappírsvinnu en fór fljótt yfir í að
aðstoða lækni, mældi t.d. blóðmagn
og sökk, tók hjartalínurit og rönt-
genmyndir. Hún þótti góður nem-
andi læknisins og fór síðan á sjúkra-
húsið á Akureyri og var þar í þrjá
mánuði, bæði á röntgendeild og rann-
sókn.
Barnabarnið Magnea Ósk er Hús-
víkingur í húð og hár eins og amman.
Hún útskrifaðist með BS í lífeinda-
fræði frá Háskóla Íslands í sumar og
stefnir á framhaldsnám innan fárra
ára.
„Þetta er skemmtilegt nám og hér
á Húsavík er gott að vinna, allt er svo
heimilislegt og aðstaðan líka frábær í
vinnunni, við höfum hér allt til alls.
Svo er líka snilld að hafa ömmu við
hliðina, ég fékk meira að segja fata-
skápinn hennar,“ sagði Magnea hlæj-
andi.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Húsavík hefur átt traust starfsfólk í
gegnum tíðina, eins og löng starfsævi
margra sýnir. Undanfarið hafa miklar
mannabreytingar verið á rannsóknar-
deild sjúkrahússins en starfsmenn til
margra áratuga hafa nú lokið sínum
störfum hjá stofnuninni og snúið sér
að öðrum verkefnum.
Ljósmynd/aðsend
Tvær kynslóðir Ragnhildur Hreiðarsdóttir og Magnea Ósk Örvarsdóttir sem leysir nú ömmu sína af hólmi.
Leysir ömmu sína af
á rannsóknardeildinni
Barnabarnið tók við starfinu og fataskápnum