Morgunblaðið - 24.11.2018, Qupperneq 1
Þegar ljósiðkemst ekki inn
Áhrif frááttundaáratugnum
Andleg veikindi eru dimmargardínur og þegar verstlætur kemst ljósið ekki innsegir Valur Freyr Einarssonleikari sem hefur hlotið
mikið lof fyrir einleikinn Allt
sem er frábært. Í verkinu segir
af ungum dreng sem bregst við
sjálfsvígstilraun móður sinnarmeð því að gera lista yfir alltsem er frábært í heiminum.Valur leggur til að allir gerislíkan lista 12
25. NÓVEMBER 2018SUNNUDAGUR
Skortur á hæfustarfsfólki
Rifflað flauelsnýr aftur ásamthandverkinumacramé 22
Börn þá
og nú
Viðhorf til barnahefur gjörbreystsíðustu áratugi ogaldir. Umhyggjaþykir mikilvægarien möglunar-laus hlýðni viðyfirvald 16 Brýnt þykir að auka vægiverkgreina í grunnskólum 4L A U G A R D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 277. tölublað 106. árgangur
SÝNA LIST ÚR
ÍSLENSKUM
KIRKJUM LEIÐIN LIGGUR UPP Á VIÐ
KÆLAN MIKLA 49LILJA ÁRNADÓTTIR 18
Farnar hafa verið þúsundir ferða
frá Keflavíkurflugvelli til áfanga-
staða í Austur-Evrópu frá árs-
byrjun 2016. Rúmlega helmingur
þeirra til Póllands.
Þetta kemur fram í samantekt
Isavia fyrir Morgunblaðið. Töl-
urnar ná til síðustu mánaðamóta.
Næst á eftir Póllandi kemur Ung-
verjaland og svo Tékkland.
Átta flugfélög hafa flogið frá
Keflavíkurflugvelli til Austur-
Evrópu á tímabilinu. Ungverska
flugfélagið Wizz Air er lang-
umsvifamest í þessu flugi. Með því
er Wizz Air orðið einn stærsti við-
skiptavinur Keflavíkurflugvallar.
Til marks um umsvifin hefur
Wizz Air flogið til fimm borga í Pól-
landi. Þannig þjónar flugfélagið
m.a. fjölmennum hópi fólks af
pólskum ættum á Íslandi. »10-11
Morgunblaðið/Eggert
Vöxtur WOW air flýgur til Varsjár.
Þúsundir flugferða
til Austur-Evrópu
á síðustu árum
Börn náttúr-
unnar, kvik-
mynd Friðriks
Þórs Friðriks-
sonar, verður
sýnd á kvik-
myndarás kín-
verska sjón-
varpsins á besta
útsendingar-
tíma 1. desem-
ber. Þá verða ís-
lensku kvikmyndirnar Bíódagar,
Mamma Gógó, Eldfjall, Fúsi og
fleiri einnig sýndar í kvikmynda-
húsi í Kína. Er þetta liður í íslenskri
kvikmyndahátíð í Kína sem hefst
30. nóvember. »16
Börn náttúrunnar í
kínverskt sjónvarp
Sumarið 1929 var haldin óvenjuleg
sýning á Austurvelli en þar voru í
fjóra heila daga saman komnir sjö
sauðnautskálfar sem fluttir höfðu
verið til landsins með mótorbátnum
Gottu VE 108. Fólk dreif víða að til
að berja fyrirbrigðin augum enda
höfðu fáir Íslendingar séð sauðnaut
á þessum tíma. Gripunum var lítið
um athyglina gefið og reyndu af
veikum mætti, svo sem eðlið bauð
þeim, að mynda varnarvegg.
Gotta hélt í mikla ævintýraför til
austurstrandar Grænlands tæpum
tveimur mánuðum áður í því augna-
miði að fanga nokkur sauðnaut sem
orðið gætu fyrsti vísir að slíkri
ræktun hér á landi, en af þessu
hermir Halldór Svavarsson í nýrri
bók, Grænlandsför Gottu.
Fljótlega kom í ljós að fjar-
skiptatæki bátsins virkuðu ekki og
fyrir vikið spurðist ekkert til ellefu
manna áhafnar í um mánuð, eða
þangað til Gotta rakst á danskt skip
úti fyrir austurströnd Grænlands.
Sendi það loftskeyti til Íslands sem
birt var í Morgunblaðinu sem keypt
hafði einkaleyfi á fréttaflutningi af
ferðinni. Vísi til nokkurs ama.
Gottumenn lentu í ýmsum
hremmingum á leiðinni, báturinn
klemmdist til að mynda á milli ís-
jaka skammt frá Grænlandi og varð
síðar innlyksa í lóni sem myndast
hafði innan um ísinn. Þá felldi
áhöfnin ellefu hvítabirni og fjöl-
mörg fullvaxin sauðnaut en þegar á
hólminn var komið áttuðu menn sig
á því að þeir réðu ekkert við þessi
400 kg flikki. Til að komast að kálf-
unum þurfti að fella fullorðnu dýrin
sem slógu skjaldborg um afkvæmi
sín. Kálfarnir sjö komust alla leið til
landsins en týndu einn af öðrum töl-
unni um haustið, að því er virðist af
ýmsum ástæðum. Nánar er fjallað
um málið í Sunnudagsblaðinu.
Sauðnaut á Austurvelli
Óvenjuleg sending kom með báti til Íslands árið 1929
Gríðarleg aukning er á nýjum óverð-
tryggðum útlánum heimilanna með
veði í íbúðarhúsnæði samkvæmt töl-
um Seðlabankans. Hafa þau aldrei
verið hærri, um 10,3 milljarðar, og
jukust um 37% frá fyrri mánuði. Í
októbermánuði einum eru ný útlán
heimilanna með veði í íbúð rétt rúm-
lega 2% lægri en þau voru fyrstu níu
mánuði ársins 2017 í heild sinni.
Samtals námu ný útlán heimila
með veði í húsnæði tæpum 13 millj-
örðum króna í október og nemur
hlutfall óverðtryggðra lána 79% á
móti 21% hlutfalli verðtryggðra.
Að sögn sérfræðings óttast fólk
verðbólgu, lækkandi gengi og mikla
óvissu í kjarasamningum sem verða
lausir um áramót.
Trúverðugleikavandi
„Seðlabankinn á við trúverðug-
leikavandamál að stríða sem hefur
birst í auknum verðbólguvæntingum
að undanförnu,“ segir Ingólfur Ben-
der, aðalhagfræðingur Samtaka iðn-
aðarins, í grein í Morgunblaðinu í
dag.
Segir Ingólfur að svo virðist sem
kjölfesta verðbólguvæntinga við
markmið peningastefnunnar hafi
veikst umtalsvert. »22 & 27
Gríðarleg aukning
óverðtryggðra lána
„Ég er farinn að sakna Teresu úr vinnustofunni.
Ég byrjaði að mála andlitið. Ef andlitið er ekki
gott þá verður hitt lítils virði. Það fyrsta sem ég
sá á hverjum morgni var brosið hennar og ég
sakna þess,“ sagði Baltasar Samper listmálari.
Hann málaði mynd af heilagri Teresu frá Lisieux
fyrir systurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði.
Skrín með helgum dómum Teresu var í klaustr-
inu í gær við mynd Baltasars af henni. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Saknar heilagrar Teresu úr vinnustofunni
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áætla má að þrjótum sem senda
fölsk fyrirmæli frá stjórnendum
fyrirtækja og félaga um greiðslur
inn á erlenda reikninga takist að
svíkja út hundruð milljóna króna í
ár. Bönkunum tekst að stöðva eða
endurheimta nærri jafnháa fjár-
hæð áður en glæpamenn ná pen-
ingunum.
Þá eru ótalin þau svik sem aldrei
eru tilkynnt en þau eru talin veru-
leg.
Hrina svokallaðra stjórnenda-
svika eða fyrirmælafalsana virðist
ríða hér yfir. Komið hefur fram að
hún beinist nú að íþróttafélögum,
foreldrafélögum grunnskóla og
fleiri félögum en fyrirtæki eru allt-
af vinsæll skotspónn slíkra svika.
Lögreglan og bankarnir segja að
besta leiðin til þess að koma í veg
fyrir þessi svik sé að gjaldkeri sem
fær skilaboð í tölvupósti um óvana-
legar greiðslur til útlanda hringi í
yfirmanninn eða fari til hans til að
athuga hvort fyrirmælin séu raun-
verulega frá honum.
Hægt er að stöðva greiðslurnar
ef hratt er brugðist við en sjaldn-
ast er hægt að endurheimta féð ef
það er komið á reikninga erlendis.
Svíkja út hundruð milljóna
Hrina stjórnendasvika ríður yfir landið Fölsk skilaboð yfirmanna um greiðslur
inn á erlenda reikninga berast gjaldkerum Erfitt getur verið að endurheimta
Hnitmiðaðar árásir
» „Þetta hefur aukist mikið eft-
ir að gjaldeyrishöftin voru af-
numin […] Að undanförnu hafa
verið gerðar hnitmiðaðar árásir
á fyrirtæki og íþróttafélög,“
segir Hákon Lennart Aakerlund
netöryggissérfræðingur.
MFölsun fyrirmæla … »4
Friðrik Þór
Friðriksson