Morgunblaðið - 24.11.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
ustu freskur og málverk og falleg-
asta tónlistin tengjast gjarnan
trúarlegum fyrirmyndum. Þegar
maður vinnur verk sem tengjast því
andlega þá verður útkoman það
besta sem maður getur gert. Þetta
verður svo einlægt og persónulegt.“
Kristjana sagði að þau væru ekki
mjög kirkjurækin en hefðu kynnst
systrunum í Karmelklaustrinu vel
undanfarið. „Þær gleymast okkur
aldrei systurnar hér. Við höfum átt
með þeim svo ánægjulegar stundir,
þær eru svo ótrúlega skemmti-
legar,“ sagði Kristjana. Málverkið af
hl. Teresu verður varðveitt í
Karmelklaustrinu þar sem allar
systurnar sjá það daglega.
sagði Kristjana. Þau hjónin lásu um
hl. Teresu og bók hennar Saga sálar
til að kynnast sögu hennar. Baltasar
sagði að erfiðast hefði verið að móta
hugmyndina, hvernig myndin ætti
að vera. En svo fann hann lausnina.
„Þegar talað er um Teresu finnst
mér eins og það sé verið að lýsa
nunnunum hérna í klaustrinu. Þessi
bros og hvernig þær hjálpa öðrum.
Það hjálpaði mér að gera þetta,“
sagði Baltasar. Hann þekkti aðeins
til hl. Teresu því foreldrar hans áttu
litla styttu af henni.
Baltasar hefur málað mörg verk
sem skreyta kirkjur landsins. „Þetta
er hluti af ferli mínum sem listamað-
ur. Ef til vill er ástæðan sú að falleg-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rauð rósablöð skreyttu stéttina
framan við kapelluna í Karmel-
klaustrinu í Hafnarfirði og þegar inn
var komið fyllti rósailmur loftið. Haf
af rauðum, bleikum og hvítum rós-
um var í kringum altarið og innan
við grindurnar sem aðskilja svæði
systranna frá svæði almennings.
Erindið var að hitta Baltasar
Samper listmálara og skoða nýtt
málverk hans af heilagri Teresu af
Jesúbarninu sem hann málaði fyrir
Karmelnunnurnar. Skrín með helg-
um dómum Teresu er hér á landi og
var í kapellunni í gær. Systurnar
sungu og léku á hljóðfæri og klöpp-
uðu svo fyrir Baltasar og þökkuðu
fyrir málverkið. Það ríkti mikil gleði
og þakklæti í kapellunni.
Heilög Teresa sagði áður en hún
dó, aðeins 24 ára gömul, að eftir
dauða sinn myndi hún láta rósum
rigna niður af himnum. Hennar
himnaríki yrði að gera gott á jörðu.
Þess vegna er hún ævinlega sýnd
með rósir og eru rósir nátengdar
henni og minningu hennar.
Baltasar sagði að systir Agnes
hefði haft samband fyrir tæplega
þremur mánuðum og beðið hann að
mála mynd af hl. Teresu. Kristjana
Samper, eiginkona Baltasars, sagði
að vel hefði staðið á svo Baltasar gat
strax hafist handa. Hann vann að
málverkinu í tíu vikur.
„Það hefur veitt okkur mikla ham-
ingju að uppfylla óskir systranna,“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Karmelklaustrið rósum skreytt Kristjana og Baltasar Samper með systrunum sem sungu og léku á hljóðfæri.
Rósaregn og góðilm-
ur af himnum ofan
Baltasar málaði mynd af hl. Teresu fyrir Karmelsystur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kapellan F.v.: Anny Marconot, Kristjana Samper, systir Agnes og Baltasar
Samper. Í baksýn er skrínið með helgum dómum Teresu og málverkið.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það hefur ekki verið gerð nein
breyting á reglugerð um skotelda.
Innflutningur og sala verður því með
hefðbundnu sniði,“ segir Jón Svan-
berg Hjartarson, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
við Morgunblaðið, og bendir á að
flestir skoteldar sem seldir verða um
komandi áramót séu þegar komnir
til landsins.
Á fyrri hluta þessa árs var mjög
fjallað um þá miklu loftmengun sem
lagðist yfir allt höfuðborgarsvæðið
um síðastliðin áramót. Sýndu niður-
stöður rannsókna m.a. að svifryk
hefði mælst afar hátt um áramótin
og var stór hluti þess mjög fínn, það
var málmríkt, kolefnisríkt, brenni-
steinsríkt og klórríkt. Slík mengun
er sögð afar varasöm fólki. Í viðtali
við Morgunblaðið í apríl síðastliðn-
um sagði Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, umhverfis- og auðlindar-
áðherra, mengunina áhyggjuefni og
ekki ásættanlega. „Við verðum
vitanlega að bregðast við,“ sagði ráð-
herrann í áðurnefndu viðtali.
Leggja inn pöntun í mars
Jón Svanberg segir reglugerð um
skotelda kveða á um að halda skuli
fund með innflytjendum skotelda
fyrir lok febrúar ár hvert um mögu-
legar breytingar á sölu. Slíkt var
ekki gert og því verður fyrirkomulag
óbreytt í ár. „Við pöntum okkar flug-
elda í byrjun mars svo flugeldaver-
tíðin hjá okkur nær yfir allt árið,“
segir hann.
Samkvæmt upplýsingum frá ráðu-
neytinu er nú „verið að fara vandlega
í saumana á flugeldum, loftmengun
og til hvaða aðgerða sé mögulegt að
grípa, bæði til skamms tíma og til
lengri tíma.“ Þá var samráðsfundur
um skotelda haldinn í ráðuneytinu í
október sem hafði það að marki að
ræða leiðir til úrbóta, en á fundinn
mættu fjölmargir hlutaðeigandi að-
ilar.
Engin breyting á
sölu skotelda þrátt
fyrir loftmengun
Verðum vitanlega að bregðast við,
sagði ráðherra snemma á þessu ári
Morgunblaðið/Hari
Mengun Skoteldaþoka lagðist yfir
öll hverfi höfuðborgarinnar.
Eyrarrósin er viðurkenning
sem er veitt framúrskarandi
menningarverkefnum utan
höfuðborgarsvæðisins.
Til þess að koma til greina
þurfa verkefni að hafa fest
sig í sessi, vera vel rekin, hafa
skýra framtíðarsýn og hafa haft
varanlegt gildi fyrir lista- og
menningarlíf í sínu byggðarlagi.
Sex verkefni verða valin á
Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra
hljóta svo tilnefningu til sjálfrar
Eyrarrósarinnar sem verður
afhent við hátíðlega athöfn í
febrúar næstkomandi.
Eyrarrósinni fylgja peninga-
verðlaun að upphæð 2.000.000
krónur. Hin tvö tilnefndu
verkefnin hljóta einnig
peningaverðlaun; 500 þúsund
hvort.
Frú Eliza Reid forsetafrú og
verndari Eyrarrósarinnar
afhendir verðlaunin.
UMSÓKNARFRESTUR
ER TIL MIÐNÆTTIS
7. JANÚAR 2019
Upplýsingar og umsóknarform má finna á vef Eyrarrósarinnar
WWW.LISTAHATID.IS/EYRARROSIN
Öllum umsóknum verður svarað.
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM
Ríkisstjórnin mun verja 5,6 millj-
ónum króna af ráðstöfunarfé sínu
í desemberuppbót til umsækjenda
um alþjóðlega vernd hér á landi.
Þetta var samþykkt á ríkisstjórn-
arfundi í gær.
Umsækjendur um alþjóðlega
vernd á Íslandi hafa undanfarin
ár fengið viðbótargreiðslu í des-
ember frá íslenska ríkinu.
Alls eru 618 umsækjendur um
alþjóðlega vernd nú í þjónustu hjá
Útlendingastofnun og sveit-
arfélögunum Reykjavík, Hafn-
arfirði og Reykjanesbæ, þar af
138 börn.
Flóttamenn fá desemberuppbót frá ríkinu
„Það er ótrúlega gott að komin sé
lausn. Við erum búin að bíða í þrjá
mánuði eftir niðurstöðu og erum því
mjög fegin,“ segir Sæunn Káradóttir,
bóndi í Norðurhjáleigu í Álftaveri, en
VÍS hefur samþykkt að greiða bænd-
unum bætur vegna tjóns sem þeir
urðu fyrir í ágúst þegar skýstrókar
gengu yfir.
Tjón varð á sjö eða átta húsum,
sem sum eyðilögðust, og lausafjár-
munum. Byggingarfulltrúi Skaftár-
hrepps áætlaði að tjónið næmi 7-8
milljónum króna.
Enginn taldi sér skylt eða heimilt
að greiða tjónið þegar bændurnir
könnuðu réttarstöðu sína eftir ham-
farirnar. Tryggingafélagið bar því við
að bændurnir væru ekki með óveð-
urstryggingu og Náttúruhamfara-
trygging Íslands og Bjargráðasjóður
töldu sér ekki heimilt að bæta tjónið.
Matsmaður frá VÍS skoðaði skemmd-
irnar í gær og mun meta tjónið.
Húsin verða lagfærð
Sæunn segir að væntanlegar tjóna-
bætur verði notaðar til að lagfæra það
sem hægt er að laga og rífa það sem
talið er ónýtt. En þetta komi í ljós
þegar matið liggi fyrir.
helgi@mbl.is
VÍS tekur tjónið á sig
„Gott að komin sé lausn,“ segja bændur í Norðurhjáleigu
Ljósmynd/Sæunn Káradóttir
Norðurhjáleiga Mikið tjón varð
þegar skýstrókurinn gekk yfir.