Morgunblaðið - 24.11.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Reykjavíkurborg ætlar aðþröngva 32 íbúðum upp á Furu-
gerði, næst Bústaðavegi. Íbúarnir í
Furugerði hafa mikl-
ar áhyggjur af vænt-
anlegum þrenging-
um, en Dagur B.
Eggertsson segir
skipulagi borgar-
innar lítast vel á þær.
En hann hveturlíka íbúana til að koma at-
hugasemdum sínum á framfæri í því
auglýsingaferli sem framundan sé.
Það verði „auðvitað farið málefna-
lega yfir“ þær athugasemdir.
Ekki þarf að efast um það og svoverður ekkert gert með at-
hugasemdirnar, ekki frekar en at-
hugasemdir annarra íbúa sem þurft
hafa að þola þrengingar borgarinnar
á undanförnum árum.
Og íbúarnir í Furugerði hafa raun-ar þegar komið rökstuddum at-
hugasemdum sínum á framfæri án
þess að borgarstjóri hafi hlustað.
ÍMorgunblaðinu hefur verið greintfrá þeim, meðal annars athuga-
semd um það að þessum 32 íbúðum
eigi aðeins að fylgja 24 bílastæði í
kjallara og að aðkoman verði um
þrönga íbúðagötu.
Einn íbúanna bendir á að eftirþrengingu verði mikill bíla-
stæðavandi og „að íbúar 8 íbúða,
gestir þeirra og aðrir, munu ekki
hafa nein bílastæði til afnota í göt-
unni“.
En borgaryfirvöld gera ekkertmeð slíkar athugasemdir. Gest-
ir og íbúar þessara átta íbúða geta
bara ferðast á hjólum eða með borg-
arlínu. Það hlýtur að henta öllum og
alltaf.
Dagur B.
Eggertsson
Auðvitað
málefnalega
STAKSTEINAR
Kynningarherferðin er styrkt af Evrópusambandinu
– The European Union‘s Rights, Equality
and Citizenship Programme (2014-2020)
Á fundinum verður fjallað um grunnreglur persónuverndarlaganna
sem allir þurfa að kunna skil á, þýðingu þeirra fyrir einstaklinga
og þær kröfur sem lögin gera til fyrirtækja, stjórnvalda
og annarra sem vinna með persónuupplýsingar.
Allir velkomnir!
Nánari upplýsingar og skráning á www.personuvernd.is
OPINN KYNNINGARFUNDUR
MEÐ PERSÓNUVERND
Fundaröð Persónuverndar um nýja persónuverndarlöggjöf 2018
Mánudaginn 26. nóvember kl. 13-15
Hótel Reykjavík Natura, við Nauthólsveg
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Benedikt Gabríel Val-
garður Gunnarsson, list-
málari og dósent í
myndlist við KHÍ, lést á
líknardeild Landspítal-
ans í Kópavogi 22. nóv-
ember sl., 89 ára að
aldri. Benedikt fæddist
14. júlí 1929. Foreldrar
hans voru Gunnar Hall-
dórsson verkamaður og
Sigrún Benediktsdóttir
húsmóðir.
Benedikt lauk gagn-
fræðaprófi frá Núps-
skóla við Dýrafjörð 1945, stundaði
nám við Handíða- og myndlistarskól-
ann í Reykjavík 1945-48, við Listahá-
skólann í Kaupmannahöfn og við
teikniskóla P. Rostrup Bøyesens, list-
málara á Statens museum for kunst í
Kaupmannahöfn 1948-50, var við nám
og listsköpun í París 1950-53, m.a. við
Académie de la Grande Chaumiére,
og í Madrid 1953-54, og stundaði
myndfræðilegar rannsóknir við
Louvre-listasafnið í París og Prado-
listasafnið í Madrid. Þá lauk hann
myndlistarkennaraprófi frá Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands 1964.
Benedikt kenndi myndlist til
margra ára, m.a. vi Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1959-68 og við
Kennaraskóla Íslands, síðan Kenn-
araháskóla Íslands, frá 1965. Hann
var lektor við KHÍ frá 1977 og dósent
þar frá 1998.
Benedikt hélt á þriðja tug einka-
sýninga hérlendis og
eina í París, í La galer-
ie Saint-Placide, 1953.
Hann tók þátt í 23 sam-
sýningum víða um
heim, m.a. á öllum
Norðurlöndunun.
Málverk hans prýða
veggi margra lista-
safna hér á landi og er-
lendis. Hann gerði
stórar veggmyndir og
steinda glugga í nokkr-
ar opinberar byggingar
hérlendis, m.a. í Há-
teigskirkju. Árið 2002 var Benedikt
útnefndur heiðurslistamaður Kópa-
vogs.
Benedikt sat í stjórn FÍM og í
stjórn Norræna listbandalagsins
1958-60 og í sýningarnefnd FÍM
1965-72. Hann var prófdómari við
MHÍ 1975-77. Hann myndskreytti og
gerði kápur á fjölda bóka og tímarita,
m.a. listtímaritið Birting.
Benedikt var kvæntur Ásdísi Ósk-
arsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1933,
en hún lést árið 2016. Foreldrar
hennar voru Óskar Jónsson, skrif-
stofumaður og alþingismaður, og
Katrín Ingibergsdóttir húsmóðir.
Benedikt og Ásdís eignuðust tvö
börn, Valgerði, f. 1965, sem vinnur við
bókaútgáfu, og Gunnar Óskar, f.
1968, en hann lést árið 1984. Maki
Valgerðar er Grímur Björnsson jarð-
eðlisfræðingur og þeirra börn eru
Gunnar og Sóley.
Andlát
Benedikt Gunnarsson
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra hefur ákveðið að fela
Landspítalanum að annast rekstur
sjúkrahótelsins við Hringbraut
tímabundið til tveggja ára. Áður
hafði verið miðað við að Landspít-
alanum yrði falið að bjóða rekstur-
inn út í samvinnu við Ríkiskaup.
Svandís segir ákvörðun sína um
að fela Landspítala þetta verkefni
ekki síst byggjast á því að það sé
málinu til framdráttar að koma í
veg fyrir mögulegar tafir á opnun
hótelsins þegar þar að kemur
vegna óvissu um rekstur þess.
Landspítalinn mun
reka sjúkrahótelið