Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 14
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það verður ekki lengur haldin sér-
stök skrá yfir þá einstaklinga sem
hafa samþykkt að vera líffæragjafar.
Þess í stað verður einungis haldin
skrá yfir þá sem vilja ekki gefa líf-
færi sín,“ segir Alma D. Möller land-
læknir í samtali við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til þess að
Alþingi samþykkti 6. júní síðast-
liðinn breytingu á lögum um brott-
nám líffæra, nr. 16/1991. Breytingin
er á þann veg að allir verða nú sjálf-
krafa líffæragjafar við andlát, hafi
þeir ekki áður lýst sig andvíga líf-
færagjöf. Gerir frumvarpið þannig
ráð fyrir „ætluðu samþykki“ í stað
„ætlaðrar neitunar“ vegna líffæra-
gjafar líkt og kveðið er á um í núgild-
andi lögum. Nýju lögin munu taka
gildi 1. janúar 2019. Af því tilefni var
í gær haldinn fræðslufundur með
heilbrigðisstarfsfólki á Sjúkrahúsinu
á Akureyri. Meðal þeirra sem fluttu
erindi voru yfirlæknir og læknir á
Landspítala auk fulltrúa landlæknis.
Í takt við flestar þjóðir Evrópu
Embætti landlæknis fagnar þess-
ari lagabreytingu og segir Íslend-
inga þar með að stíga sama skref og
allflestar þjóðir í Evrópu sem
byggja löggjöf sína um líffæragjafir
á ætluðu samþykki einstaklinga.
Alma segir hins vegar einnig mik-
ilvægt að standa vörð um sjálfs-
ákvörðunarrétt fólks um eigin lík-
ama með því að gera óheimilt að
nema brott líffæri úr líkama látinna
einstaklinga hafi þeir lýst sig and-
víga því.
„Þessir einstaklingar geta skráð
vilja sinn í rafrænan gagnagrunn
Heilsuveru, en einnig reiknum við
með að læknar geti aðstoðað fólk við
að skrá vilja sinn í sjúkraskrárkerfi
Sögu. Er það einkum hugsað fyrir
þá sem ekki geta farið sjálfir inn á
vefsvæði Heilsuveru,“ segir Alma.
Aðspurð segir hún reynslu ná-
grannaríkja okkur góða af „ætluðu
samþykki“ til líffæragjafar. „Mér
skilst að flestir séu viljugir til þess
að gefa. Þetta var kannað á sínum
tíma hér á landi og þá kom í ljós að
84% vilja gefa líffæri. En auðvitað er
til hópur sem ekki vill gefa og þá er
mjög mikilvægt að virða vilja hans.“
Mikilvægt að taka umræðuna
Fræðslufundurinn á Akureyri var
vel sóttur, en einn þeirra sem fluttu
þar erindi var Runólfur Pálsson,
læknir á Landspítala, og fjallaði
ávarp hans um líffæraígræðslur á
Íslandi. Hann segir mikla kynning-
arherferð nú vera í gangi á vegum
Embættis landlæknis þar sem fyr-
irhuguð lagabreyting er kynnt heil-
brigðisstarfsfólki um land allt.
„Það þarf að kynna þetta vel fyrir
heilbrigðisstarfsfólki um land allt
því fólk kann að leita til þeirra. Svo
þarf einnig að fræða almenning um
þetta,“ segir Runólfur.
Aðspurður segir hann nauðsyn-
legt að upplýsa fólk um líffæragjafir
til að auka líkur á því að sem flestir
vilji gerast gjafar.
„Við viljum náttúrulega helst að
allir séu gjafar. En til að það mark-
mið náist þarf að upplýsa fólk og
ræða þessi mál, ekki síst innan fjöl-
skyldunnar. Við eigum von á því að
mjög fáir skrái sig andvíga, en það
er ekki hægt að vita með vissu vilja
einhvers sem fellur frá í blóma lífs-
ins. Þá er leitað til fjölskyldunnar og
þá er mjög mikilvægt að þessi um-
ræða hafi verið tekin,“ segir Run-
ólfur, en þörf Íslendinga fyrir líffæri
til ígræðslu hefur aukist mjög á und-
anförnum árum og er nýju lögunum
m.a. ætlað að svara þeirri þörf.
Allir sjálfkrafa gjafar eftir áramót
„Ætlað samþykki“ til líffæragjafar tekur gildi í lögum um brottnám líffæra 1. janúar næstkomandi
Embætti landlæknis fagnar breytingunni og segir hana í takt við allflestar þjóðir Evrópu
Akureyri Frá vinstri má sjá þau Gunnar Þór Gunnarsson, yfirlækni á Akureyri, Ölmu D. Möller landlækni og fund-
arstjóra, Runólf Pálsson, lækni á Landspítala, og Kristin Sigvaldason, yfirlækni á gjörgæslu Landspítala.
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson
Húsfyllir Vel var mætt á fundinn sem haldinn var á sjúkrahúsinu.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Hvar á ég heima?
Málþing á Icelandair hótel Reykjavík Natura, Þingsal 2,
þriðjudaginn 27. nóvember kl. 13.30-15.30
Setning málþings
Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna
Öldrunarheimili fyrir alla?
Björn Bjarki Þorsteinsson, varaformaður
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
og framkvæmdastjóri Brákarhlíðar
Allskonar fólk
Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður
Hrafnistu í Garðabæ
Heimilið mitt og samfélagið þar
Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Öldrunarheimila Akureyrar
Einstaklingurinn í fyrirrúmi
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður
Öryrkjabandalags Íslands
Að fá örugga þjónustu – sýn sveitarfélags
Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri á
velferðarsviði Reykjavíkurborgar
Dagskrá:
13.30 – 13.40
13.40 – 13.55
13.55 – 14.10
14.10 – 14.25
14.25 – 14.45
14.45 – 15.05
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Að framsögum loknum verða pallborðsumræður.
Fundarstjóri: Ellert B. Schram, fyrrv.
alþingismaður og formaður Félags
eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.
Ellert B. Schram
Pétur Magnússon Björn Bjarki
Þorsteinsson
Hrönn Ljótsdóttir
Halldór
Guðmundsson
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
Berglind
Magnúsdóttir
Er það rétt stefna að ungt fólk flytji inn á hjúkrunarheimili fyrir aldraða og búi þar
áratugum saman? Eiga allir að geta búið á hjúkrunarheimilum óháð þjónustuþörf
og sjúkdómsástandi og hver eru þolmörk aldraðra íbúa þeirra?
Atvinnutekjur á hvern íbúa hækk-
uðu í öllum landshlutum á milli ár-
anna 2008 og 2017. Hæstar voru
þær á höfuðborgarsvæðinu og
Austurlandi en lægstar á Norður-
landi vestra. Þetta er meðal þess
sem kemur fram í skýrslu Byggða-
stofnunar um atvinnutekjur 2008-
2017 eftir greinum og landshlutum.
Heildaratvinnutekjur 2017 námu
1.218 milljörðum kr. en námu 1.134
milljörðum kr. 2016 á verðlagi árs-
ins 2017. Það þýðir hækkun upp á
7,4%. Frá 2008 hafa atvinnutekjur
aukist um 186 milljarða kr. eða ríf-
lega 18%.
Mest aukning á tímabilinu 2008-
2017 varð í greinum sem tengjast
ferðaþjónustu, en næst þar á eftir
koma heilbrigðis- og félagsþjón-
usta og fræðslustarfsemi. Sam-
dráttur varð í þremur greinum á
tímabilinu. Mestur var hann í fjár-
mála- og vátryggingastarfsemi. En
einnig í mannvirkjagerð þrátt fyrir
verulega aukningu á milli áranna
2016 og 2017 og í fiskveiðum þar
sem samfelldur samdráttur hefur
verið í atvinnutekjum frá 2012, að
árinu 2015 undanskildu.
Mikil hækkun á Suðurnesjum
Á árunum 2008-2012 lækkuðu
heildaratvinnutekjur á öllum svæð-
um nema í Vestmannaeyjum þar
sem þær jukust um 13%. Þá lækk-
uðu þær óverulega í Grindavík, á
Snæfellsnesi og í Skaftafells-
sýslum.
2012-2017 hækkuðu heildar-
atvinnutekjur á öllum svæðum
nema Vestmannaeyjum þar sem
þær drógust saman um 1%. Mest
hækkuðu þær á Suðurnesjum eða
um 71%.
Atvinnu-
tekjur 1.218
milljarðar
Hafa hækkað alls
staðar frá 2008