Morgunblaðið - 24.11.2018, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
24. nóvember 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.3 123.88 123.59
Sterlingspund 159.08 159.86 159.47
Kanadadalur 93.21 93.75 93.48
Dönsk króna 18.868 18.978 18.923
Norsk króna 14.44 14.526 14.483
Sænsk króna 13.64 13.72 13.68
Svissn. franki 124.01 124.71 124.36
Japanskt jen 1.0912 1.0976 1.0944
SDR 170.96 171.98 171.47
Evra 140.81 141.59 141.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.9279
Hrávöruverð
Gull 1228.25 ($/únsa)
Ál 1944.0 ($/tonn) LME
Hráolía 63.6 ($/fatið) Brent
milljörðum en þau voru 5,7 milljarð-
ar í september og dragast því saman
um 3 milljarða, eða um 53%.
Samtals námu ný útlán innláns-
stofnana til heimila með veði í hús-
næði tæpum 13 milljörðum króna í
október síðastliðnum. Hlutfall óverð-
tryggra lána nemur því 79% og rýk-
ur upp frá 49% meðaltali fyrstu níu
mánaða ársins en hlutfallið nam 57%
í septembermánuði, sem var það
hæsta sem það hefur náð á árinu.
Hlutfall nýrra verðtryggra lána í
október er aftur á 21% og töluvert
fyrir neðan 51% meðaltalshlutfall
fyrstu níu mánaða ársins.
Að sögn Magnúsar Árna Skúla-
sonar hjá Reykjavík Economics virð-
ist vera sem svo að fólk sé á varð-
bergi gagnvart verðbólgunni.
„Bæði út af gengissiginu sem átt
hefur sér stað undanfarið og það er
ljóst að innfluttar vörur munu
hækka í verði. Svo er líka þessi
óvissa með kjarasamninga. Ef kaup-
gjald hækkar umfram framleiðni-
aukningu er líklegt að það komi nið-
ur á verðbólgu. Þeim sem eru að
taka lán virðist bara vera umhugað
um þetta,“ segir Magnús sem segir
aðspurður að það sé að mörgu leyti
skiljanlegt. „Það er það. Það er mikil
óvissa og kjarasamningar eru lausir
eftir áramót. Svo hefur fólk brennt
sig á verðtryggingunni.“
Óverðtryggð lán rjúka upp
Morgunblaðið/Ómar
Útlán Fólk óttast verðbólguskot og sífellt fleiri taka frekar óverðtryggð lán
með veði í íbúð en hlutfall óverðtryggðra lána nemur 79% í október.
Ný útlán til heimilanna
» Hlutfall nýrra óverðtryggðra
lána með veði í íbúð nemur
79% í októbermánuði.
» Óverðtryggð lán hækka um
37% á milli mánaða og eru að-
eins um 2% lægri en þau voru
fyrstu níu mánuði ársins 2017 í
heild sinni.
» Fólk hræðist verðbólgu og
óvissu í kjaramálum.
Ný óverðtryggð útlán heimila með veði í íbúðarhúsnæði aukast um 37% á milli
mánaða Ný útlán til heimila nema 13 milljörðum og þar af eru 79% óverðtryggð
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Gríðarleg aukning er á nýjum óverð-
tryggðum útlánum heimilanna með
veði í íbúðarhúsnæði. Þetta segja
nýjar tölur sem Seðlabanki Íslands
hefur birt en tölurnar sýna ný útlán
að frádregnum upp- og umfram-
greiðslum inn á eldri lán.
Ný óverðtryggð útlán heimilanna
með veði í íbúð hafa raunar aldrei
verið hærri en nú, en í október námu
útlánin 10,3 milljörðum króna. Er
það 37% aukning frá septembermán-
uði sem jafnframt sló öllum mæling-
um við en þær ná aftur til ársins
2013.
Ný óverðtryggð útlán með veði í
húsnæði námu 4,8 milljörðum króna
í október í fyrra og því er um tæp-
lega 116% aukningu að ræða á milli
ára. Til þess að setja hlutina í enn
frekara samhengi eru ný óverð-
tryggð útlán heimilanna með veði í
íbúð í októbermánuði einum rétt
rúmlega 2% lægri en þau voru fyrstu
níu mánuði ársins 2017.
Ný verðtryggð útlán til heimil-
anna með veði í íbúð dragast að sama
skapi mikið saman á milli mánaða. Í
október námu ný verðtryggð lán 2,7
Á hluthafafundi sem haldinn verður í
Icelandair Group næstkomandi
föstudag kallar stjórn félagsins eftir
heimild til þess að efna til hlutafjár-
útboðs sem nemi 625 milljónum
króna að nafnvirði, jafnvirði um 7,3
milljarða króna m.v. núverandi gengi
bréfa félagsins í Kauphöll Íslands.
Útboðið verður tvískipt. Í fyrri
hluta þess, sem verður lokað, mun
núverandi hluthöfum Icelandair Gro-
up gefast kostur á að skrá sig fyrir
nýjum bréfum að nafnvirði 499 millj-
óna króna og verður lágmarksþátt-
taka miðuð við kaup sem jafngildi að
lágmarki 100 þúsund evrum, eða um
14 milljónum króna. Ætlunin er að
áskriftir í þessum hluta útboðsins
verði komnar fram fyrir 14. desem-
ber næstkomandi.
Í síðari hluta útboðsins, sem verð-
ur almennt, mun hluthöfum og eftir
atvikum öðrum gefast tækifæri til að
skrá sig fyrir sem svarar 126 millj-
ónum hluta að teknu tilliti til niður-
stöðunnar í lokaða hlutanum. Ólíkt
fyrri hlutanum verður skráningarlýs-
ing gefin út fyrir þessum hluta og því
verður ekki unnt að ljúka við að
ganga frá honum fyrr en á nýju ári,
líkast til í marsmánuði. Stjórn félags-
ins mun ákveða útboðsgengið í fyrri
hluta útboðsins, hið minnsta þremur
dögum fyrir útboðsdag. Sama gengi
verður á bréfum í síðari hluta útboðs-
ins.
Samkvæmt upplýsingum frá Ice-
landair Group nemur kostnaður við
fyrri hluta útboðsins 100 milljónum
króna en síðari hlutann 50 milljónum.
Á fyrrnefndum hluthafafundi sæk-
ist stjórnin einnig eftir heimild til að
hækka hlutafé félagsins um allt að
334,9 milljónir hluta. Ætlunin er að
nota þá hluti, í heild eða að hluta, til
að greiða fyrir kaupverð á öllu
hlutafé WOW air. Áreiðanleikakönn-
un sem nú er unnið að mun leiða í ljós
hversu mikið hlutafé Icelandair Gro-
up mun þurfa að reiða af hendi fyrir
félagið.
Morgunblaðið/Eggert
Fjármögnun Icelandair stefnir að því að sækja aukið fjármagn til hluthafa.
Kaupi fyrir minnst 14 milljónir
Tvískipt hluta-
fjárútboð hjá Ice-
landair Group
STUTT
● Tunna af Brent hráolíu lækkaði um
allt að 5,9% á heimsmarkaði í gær. Fór
verð á tunnu niður fyrir 60 bandaríkja-
dali, eða í 58,9 dali, og nemur verð-
lækkunin frá því í byrjun október vel yfir
30%. Þetta kemur fram í frétt Financial
Times.
Hækkunina má rekja til væntinga um
minni hagvöxt og yfirstandandi við-
skiptastríða sem aftur minnkar eftir-
spurn eftir olíu að því er fram kemur í
The Guardian. Hefur olíuverð ekki verið
jafn lágt í meira en ár eða síðan í októ-
ber 2017. Í frétt FT segir að fjárfestar
efist um að Sádi-Arabía geti haldið aft-
ur af framboði en bandarísk stjórnvöld
hafa pressað stíft á að halda verðinu
niðri. Donald Trump Bandaríkjaforseti
hrósaði Sádi-Arabíu á dögunum fyrir
það hlutverk sem landið hefur leikið í
lækkun olíuverðs. Kemur þó einnig
fram að Sádi-Arabar telji að þörf sé á að
draga úr framleiðslu þar sem verðlækk-
anir þrengja að ríkisfjárhagnum. Banda-
ríkin hafa aftur á móti kallað eftir öðru
og segja sérfræðingar að stuðningur
Trumps við krónprins landsins, Moham-
med bin Salman, í morðmálinu á arab-
íska blaðamanninum Jamal Khashoggi
flæki málið. peturhreins@mbl.is
Olíverð hefur ekki verið lægra síðan í október 2017
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Askalind 4 201 Kópavogur Sími 552 8400 www.valfoss.is
Glæsilegar gjafir
til starfsmanna
og viðskiptavina
Þú velur gjöfina
Við pökkum gjöfinni inn
Við komum gjöfinni til þín