Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018 Bandaríska geimfarið InSight, sem á að lenda á Mars á mánudaginn kemur, verður fyrsta geimfarið til að lenda þar frá árinu 2012. Geim- vagninn Curiosity var þá sendur þangað með það að meginmarkmiði að rannsaka hvort aðstæður á Mars væru eða hefðu verið heppilegar fyrir örverur. Alls hefur 43 Mars-förum verið skotið á loft og aðeins átján þeirra hafa komist heilu og höldnu til reikistjörnunnar, eða um 40% þeirra, að sögn AFP. „Það er mjög, mjög erfitt að koma geimfari til Mars,“ hefur fréttaveitan eftir Thomas Zurbuchen, einum stjórn- enda Mars-leiðangra Geimvís- indastofnunar Bandaríkjanna, NASA. Meginmarkmiðið með leiðangri InSight er að gera jarðeðlis- fræðilegar mælingar á Mars og veita vísindamönnum innsýn í þró- un bergreikistjarna sólkerfisins. Leiðangurinn er einnig liður í áformum NASA um að leysa ýmis tæknileg vandamál sem hindra að geimvísindastofnunin geti sent mannað geimfar til Mars. AFP hef- ur eftir embættismönnum NASA og öðrum sérfræðingum að það tæki líklega 25 ár að leysa þessi vanda- mál og gera geimvísindastofnun- inni kleift að senda geimfara til Mars. NASA hyggst senda geimvagn á yfirborð Mars árið 2020 til að leita að vísbendingum um hvort líf hafi þrifist þar, kanna hugsanlegar auð- lindir og meta hætturnar sem Mars- farar gætu staðið frammi fyrir. Aðeins 40% Mars-leiðangranna hafa heppnast ISRO: Á braut um Mars Kom þangað 2014 ESA/Roscosmos: ExoMars 2016 ESA: Mars Express 2003 MAVEN 2013 Mars Reconnaissance Brautarfar 2006 Mars Odyssey 2002 NASA:Geimvagnar, gervihnettir og brautarför sem hafa verið send til Mars NASA: Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ESA: Geimvísindastofnun Evrópu Roscosmos: Geimvísindastofnun Rússlands ISRO: Geimvísindastofnun Indlands Leiðangrar til Mars Phoenix Lenti í 2008 Viking 1 Júlí-ágúst 1976 Viking 2 Júlí-ágúst 1976 Pathfinder September 1997 Opportunity Janúar 2004 Spirit Janúar 2004 Geimvagnar og lendingarför sem eru óvirk Geimvagnar og lendingarför í notkun nú InSight Á leið til Mars Á að lenda á mánudaginn kemur Schiaparelli Október 2016 Brotlenti Heimild: NASA/VSSC/ESA Mars 3 1971 Beagle 2 2003 Curiosity Ágúst 2012 Talið er að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna geti sent geimfara til Mars eftir um það bil aldarfjórðung Konur taka þátt í göngu til að mótmæla ofbeldi gegn konum í Santiago, höfuðborg Chile. Alþjóðlegur bar- áttudagur gegn kynbundnu ofbeldi verður á morgun. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað í desember 1999 að 25. nóvember yrði helgaður baráttunni gegn slíku ofbeldi til minningar um þrjár systur, Mirabal- systurnar, sem voru myrtar þann dag árið 1960 í Dóm- iníska lýðveldinu vegna baráttu sinnar gegn kúgun. Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi á morgun AFP Ofbeldi gegn konum mótmælt Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, skýrði í gær frá því að hann hygðist leggja til að Stefan Löfven, leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins, yrði næsti forsætisráðherra Sví- þjóðar. Norlén hyggst tilnefna Löfven í embættið formlega mánudaginn 3. desember. Þingið á síðan að greiða atkvæði um tilnefninguna innan fjögurra daga eftir það. Atkvæða- greiðslan fer því fram áður en þing- ið greiðir atkvæði um fjárlög næsta árs 12. desember. Áður hafði þingforsetinn lagt til að Ulf Kristersson, leiðtogi hægri- flokksins Moderaterna, yrði for- sætisráðherra. Flokkurinn hefur verið í bandalagi með þremur flokkum og tveir þeirra felldu til- löguna með því að greiða atkvæði gegn henni. Þeir neituðu að styðja ríkisstjórn sem þyrfti að reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókratanna, flokks sem á rætur að rekja til nas- istahreyfinga. Hafni þingið tillögum þingforset- ans um forsætisráðherra fjórum sinnum þarf að efna til nýrra þing- kosninga. FORSETI SÆNSKA ÞINGSINS FELUR LEIÐTOGA SÓSÍALDEMÓKRATA AÐ REYNA AÐ MYNDA STJÓRN Leggur til að Löfven verði forsætisráðherra AFP Áfram forsætisráðherra? Stefan Löf- ven í þinghúsinu í Stokkhólmi í gær. Fallegt 4ra-5 herbergja endaraðhús á eftirsóttum stað í Mosfellsbæ. Húsið er í heildina 179,6 fm, þar af bílskúr 29,6 fm. Mjög rúmgott risloft með óskráðum fm nýtt í dag sem sjónvarpsherb. og skrifst. Bílskúr er með góðri lofthæð og geymslulofti (óskráður gólfflötur). Bílaplan með hitalögn. Húsið var málað að utan sumarið 2017. OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 25. NÓV. KL. 14.00-14.30 Opið Hús s 570 4800 gimli@gimli.is www.gimli.is Spóahöfði 2 - Endaraðhús 179,6 m2 Nánari uppl.: Elín Urður, aðstm. elin@gimli.is, s. 690 2602 eða halla@gimli.is Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.