Morgunblaðið - 24.11.2018, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Morgunblaðið/Jóhann Ásmundsson
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var
meðal þeirra sem náðu góðum úrslit-
um í 1. deild Íslandsmóts skákfélaga.
Með tíunda jafntefliMagnúsar Carlsen ogFabiano Caruana áfimmtudaginn er sleg-
ið met í sögu heimsmeistara-
einvígja hvað varðar fjölda jafnt-
efla í upphafi einvígis og bendir
margt til þess að tveim síðustu
skákunum með venjulegum um-
hugsunartíma ljúki einnig þannig.
Röð jafntefla er ekki óþekkt í
heimsmeistaraeinvígjum og metið á
því sviði var 17 jafntefli Karpovs og
Kasparov haustið 1984 og í því
sama einvígi stigu þeir síðan inn í
nýja árið 1985 með 14 jafntefli í röð
á samviskunni.
Ellefta skákin er á dagskrá í dag
og sú tólfta á mánudaginn. Verði
jafnt munu þeir tefla fjórar
atskákir, 25 10, á miðvikudag.
Verði enn jafnt tefla þeir tvær
hraðskákir, 5 3. Verði enn jafnt
munu þeir tefla fjögur slík hraðská-
keinvígi til viðbótar og verði enn
jafnt verða málin útkljáð með
„Armageddon- skák“. Í því tilviki
nægir þeim sem hefur svart jafntefli
til að vinna einvígið en hefur minni
tíma, 4 3 á móti 5 3.
Þær fjórar atskákir sem Magnús
tefldi við Karjakin í New York fyrir
tveim árum voru að margra mati há-
punktur þess einvígis. Voru þær
sýndar í beinni útsendingu á risa-
tjaldi á Times Square í New York
og á Rauða torginu í Moskvu og var
síðasti leikur Magnúsar ógleyman-
legur.
10. skák:
Fabiano Caruano – Magnús
Carlsen
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7.
Rd5 Rxd5 8. exd5 Rb8 9. a4 Be7
10. Be2 0-0 11. 0-0 Rd7 12. b4
Fram að þessu hafa leikir fallið
eins og í 8. skák en þá lék Caruana
12. a5. Hann hefur ekki áhuga á að
sjá endurbætur Magnúsar.
12. … a6 13. Ra3 a5 14. bxa5
Hxa5 15. Rc4 Ha8 16. Be3 f5 17. a5
f4 18. Bb6 De8 19. Ha3 Dg6 20.
Bc7 e4 21. Kh1
21. … b5!
Snilldarleikur í miðtafli sem býð-
ur upp á framhjáhlaup, 22. axb6 en
þá kemur 22. … Hxa3 23. Rxa3 f3!
24. gxf3 Re5 25. Hg1 Dh6! með
ýmsum hótunum.
22. Rb6 Rxb6 23. Bxb6 Dg5?!
Vafasamur leikur sem Caruana
gat nýtt sér með 24. Bxb5 t.d.
24. … f3 25. gxf3! o.s.frv.
24. g3? b4 25. Hb3 Bh3 26. Hg1
f3 27. Bf1 Bxf1 28. Dxf1 Dxd5 29.
Hxb4 De6 30. Hb5 Bd8 31. De1
Bxb6 32. axb6 Hab8 33. De3 Dc4
34. Hb2 Hb7 35. Hd1 De2 36. He1
Dxe3 37. Hxe3 d5 38. h4 Hc8 39.
Ha3 Kf7 40. Kh2 Ke6 41. g4 Hc6
42. Ha6 Ke5 43. Kg3 h6 44. h5!
Eftir þetta blasir jafnteflið við.
Svartur getur ekki þokað peðum
sínum áleiðis.
44. … Kd4 45. Hb5! Hd6 46.
Ha4 Ke5 47. Hab4 Ke6 48. c4
dxc4 49. Hxc4 Hdxb6 50. Hxe4
Kf7 51. Hf5 Hf6 52. Hxf6 Kxf6
53. Kxf3 Kf7 54. Kg3
– jafntefli. Caruana sá ekki
ástæðu til að tefla þetta frekar þó
að hann væri peði yfir.
Fjölnir í efsta sæti
á Íslandsmótinu
Fyrri umferð Íslandsmóts
skákfélaga sem fram fór í Rima-
skóla 8.-11. nóvember bauð upp
á fjölmörg óvænt úrslit og er sú
staða uppi eftir fimm umferðir
af níu að skákdeild Fjölnis er
efsta sæti.
Fjölnir vann stórsigur strax í
1. umferð og hélt uppteknum
hætti þar til í fjórðu umferð er
liðið tapaði fyrir reyndri A-sveit
Hugins, 3:5, missti þá forystuna
en náði henni aftur á lokadegi.
Staðan: 1. Fjölnir 31 v. (af 40)
2. Huginn 30½ v. 3.
Víkingaklúbburinn 28½ v. 4. TR
(a-sveit) 24½ v. 5. Taflfélag
Garðabæjar 21½ v. 6. Breiða-
blik, Bolungarvík og Reykjanes
19 v. 7. SA 15½ v. 8. Huginn (b-
sveit) 12½ v. 9. TR (b-sveit )
11½ v. 10. Skákdeild KR 5½ v.
Líkur á að HM-einvígið verði útkljáð með atskákum
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ríkisstjórn undir
forustu VG er eins árs
um þessar mundir.
Auk VG eru í stjórn-
inni Sjálfstæðisflokkur
og Framsóknar-
flokkur. Ríkisstjórnin
var mynduð í lok nóv-
ember 2017. Margir
verkalýðssinnar, aldr-
aðir og öryrkjar bundu
miklar vonir við for-
ustu VG fyrir ríkis-
stjórninni, þar eð VG gaf kosninga-
loforð fyrir kosningar 2017 um að
bæta ætti kjör aldraðra með hækk-
un ellilífeyris. Og VG er afsprengi
Alþýðubandalagsins sem var
verkalýðsflokkur. En þessir aðilar
hafa orðið fyrir miklum von-
brigðum. VG eða ríkisstjórnin hef-
ur ekki hækkað lífeyri um eina
krónu að eigin frumkvæði. Sú litla
hækkun sem varð á lífeyri um síð-
ustu áramót var ákveðin af ríkis-
stjórn Framsóknar og Sjálfstæð-
isflokks 2016. Verkalýðshreyfingin
samdi 2015 um hækkun lægstu
launa í 300 þúsund á þremur árum
og Landssamband eldri borgara fór
fram á hliðstæða hækkun lífeyris
2016. Ríkisstjórn Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks varð við því, eða
taldi sig verða, við því 2016. Líf-
eyrir átti að hækka í 300 þúsund
2017. En að eigin
frumkvæði hefur VG
ekkert gert til þess að
hækka lífeyri aldraðra
og öryrkja ennþá.
Lífeyrir aldraðra
og öryrkja mjög
lágur
Lífeyrir aldraðra og
öryrkja frá almanna-
tryggingum er í dag
204 þúsund kr á mán-
uði eftir skatt hjá gift-
um og sambúðarfólki
(eingöngu lífeyrir frá
TR) og 243 þúsund kr. á mánuði
eftir skatt hjá einhleypum (eing.
lífeyrir frá TR).
Fyrir skatt er lífeyrir sem hér
segir: Sambúðarfólk og giftir: 239
þúsund á mánuði, einhleypir 300
þús. á mánuði. Einhleypir aldraðir
eru um 25% svo loforðið um 300
þúsund á mánuði nær aðeins til lít-
ils hluta eldri borgara. Og sama er
að segja um öryrkja. Aðeins 29%
þeirra fá 300 þúsund á mánuði; hin-
ir fá 239 þúsund á mánuði.
Ráðgerð hækkun lífeyris
minni en verðbólgan!
Í fjárlagafrumvarpinu er gert
ráð fyrir 3,4% hækkun lífeyris
2019. Bankarnir spá 3,5% verð-
bólgu næsta ár svo ekki er verið að
lofa neinni raunhækkun.3,4% dugar
ekki einu sinni fyrir verðbólgunni.
Hvað þarf lífeyrir að vera mikill
til þess að dugi til mannsæmandi
lífs; eldri borgarar geti átt
áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar
þurfi ekki að kvíða morgundeg-
inum? Ég mun nú svara því. Að
mínu mati þarf lífeyrir þeirra sem
eingöngu hafa lífeyri frá almanna-
tryggingum að vera 420 þúsund kr.
fyrir skatt á mánuði, 311 þúsund
kr. eftir skatt. Ég tel þetta algert
lágmark til þess að hafa fyrir fram-
færslukostnaði og til þess að eldri
borgarar geti gefið barnabörnum
og barnabarnabörnum smágjafir.
Það er ekki forsvaranlegt að
skammta eldri borgurum minna en
þetta, Ísland hefur efni á þessu. Af-
greiðsla meirihluta fjárlaganefndar
á fjárlagafrumvarpi gefur ekki góð-
ar vonir. Meirihlutinn leggur til að
framlög til öryrkja verði skorin nið-
ur um 1,1 milljarð. Vonir stóðu til
að framlög til öryrkja yrðu aukin,
m.a. til þess að afnema krónu móti
krónu skerðinguna. Þær vonir
brugðust. Ríkisstjórnin stendur á
bak við afgreiðslu meirihlutans.
Margir skrifuðu undir
kröfu um bætt kjör
Nýlega var efnt til undirskrifta-
söfnunar til stuðnings kröfu eldri
borgara og öryrkja um bætt kjör.
Einn eldri borgari, kona yfir átt-
rætt, stóð fyrir undirskriftasöfn-
uninni. Á sex vikum skrifuðu tæp
8000 undir. Það var stærsta undir-
skriftasöfnun á vegum þjóðskrár.
Upphafsmaður og ábyrgðarmaður
undirskriftasöfnunarinnar var Erla
Magna Alexandersdóttir. Hún
gerði þetta nokkurn veginn ein síns
liðs; hafði ekkert félag eða fyrir-
tæki á bak við sig, ekkert fjármagn
en samt skrifuðu svona margir
undir. Það sýnir, að eldri borgarar,
öryrkjar og stuðningsmenn þeirra
vilja knýja fram kjarabætur enda
kjörin hjá þeim lægst launuðu
óásættanleg.
Væntanlega tekur Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra sig á í
kjaramálum aldraðra og öryrkja.
Hún hefur ekki gert það enn. En
það hlýtur að vera orðið ljóst ráð-
herrum og þingmönnum, að 204-
243 þúsund kr. eftir skatt á mánuði
dugar ekki til framfærslu, þegar
ekki er um aðrar tekjur að ræða.
Katrín verður að hafa forustu fyrir
því í ríkisstjórninni, að þessi smán-
arkjör verði leiðrétt. Það þolir enga
bið. Réttlætinu verður ekki frestað.
Réttlætinu verður ekki frestað
Eftir Björgvin
Guðmundsson »Katrín verður að hafa
forustu fyrir því í rík-
isstjórninni að þessi
smánarkjör verði leið-
rétt. Það þolir enga bið.
Björgvin
Guðmundsson
Höfundur er fv. borgarfulltrúi.
vennig@btnet.is
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Vogir sem sýna verð
á vörum eftir þyngd
Löggiltar fyrir Ísland og
tilbúnar til notkunar
ELTAK sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
VERSLUNAR-
VOGIR