Morgunblaðið - 24.11.2018, Síða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Canada Gose hefur framleitt hágæða útivistar-
fatnað í Kanada fyrir erfiðustu aðstæður síðan
1957 og er nú leiðandi á því sviði á heimsvísu.
CanadaGoose fæst í
Nordic Store Lækjargötu
Allar Canada Goose dúnúlpur eru framleiddar
úr bestu fáanlegu hráefnum á vistvænan hátt
og þeim fylgir lífstíðarábyrgð.
Okkar verð er sambærilegt eða
betra en í flestum öðrum löndum.
Lækjargötu 2 www.nordicstore.is
Opið kl . 9 -22 alla daga
Mens
Expedition Parka
129.990 kr.
Ladies
Expedition Parka
129.990 kr.
Nordic Store er viðurkenndur söluaðili
Canada Goose á Íslandi. Í verslun okkar í
Lækjargötu 2 er mesta úrval af Canada
Goose vörum fyrir herra og dömur á landinu.
Hugarþjálfun, eins
og nafnið bendir til,
snýst um að þjálfa
hugann til að takast á
við álag og/eða að-
stæður af ýmsu tagi.
Þjálfarar og íþrótta-
fólk trúa mismikið á
gildi hugarþjálfunar
og eru þar af leiðandi
ekki að leggja áherslu
á þá þjálfun. Erfitt
getur verið að skilja
nákvæmlega hvernig þessi þjálfun
nýtist þeim beint í keppnum
vegna þess að þetta er í raun
ósýnilegt. Ef einstaklingur
ákveður að byrja á skynsömum
styrktaræfingum þá er hægt að
sjá mun á líkamanum eftir nokkra
mánuði og því er auðveldara að
„trúa“ á gildi styrktaræfinga.
Hugarþjálfun er, eins og áður
segir ósýnileg, en viðkomandi ein-
staklingar sem ákveða að leggja
rækt við hana finna mikinn mun
og sjálfstraust þeirra eykst gífur-
lega. Sjálfstraust eykst vegna
þess að það sem hugarþjálfun
gerir fyrst og fremst er að auka
trú íþróttamanns á sína eigin
getu, trú á að hann sé undirbúinn
fyrir verkefnið sem er fram undan
(t.d. ákveðin keppni) og að hann
geti framkallað sitt allra besta
þegar það skiptir mestu máli.
Efasemdir (og jafnvel for-
dómar) gagnvart andlegri þjálfun
í íþróttum og keppnum eru ekki
óalgengar og von mín er sú að
þessi grein upplýsi keppnisfólk og
ekki síst þjálfara þeirra um gildi
hugarþjálfunar og af hverju tíma,
sem er fjárfestur í
þeirri þjálfun, sé vel
varið.
Fimm ástæður fyr-
ir því að íþróttafólk
stundar ekki hug-
arþjálfun:
1. Það áttar sig
ekki nákvæmlega á
því hvernig hugar-
þjálfun getur hjálpað.
2. Það vill ekki
eyða peningum í hug-
arþjálfun eða að ekki
er til nægur peningur
til að fjárfesta í þann-
ig þjálfun.
3. Það er með fordóma gagnvart
hugarþjálfun og trúir ekki á gildi
hennar.
4. Það prófar hugarþjálfun en
hættir áður en það upplifir árang-
ur.
5. Það hættir hugarþjálfun of
snemma því það nær ekki að nýta
hana í keppnum.
„Vandamál“
Sumir íþróttamenn halda að
hugarþjálfun sé einungis gagnleg
þegar/ef eitthvað er að eða þegar
það er „vandamál“ hjá þeim og
líta þá á hugarþjálfun sem veik-
leikamerki, sem „sönnun“ þess að
þeir sé ekki „nógu góðir“. Auðvit-
að eru tilfelli þar sem íþróttamenn
íhuga hugarþjálfun bara þegar
frammistaðan í keppnum er orðin
mun verri en áður eða mun verri í
keppnum en á æfingum. Stað-
reyndin er að ef tveir aðilar eru
að æfa sömu íþrótt, báðir æfa jafn
vel tæknilegu og líkamlegu hliðina
en annar þeirra leggur stund á
hugarþjálfun, þá er sá aðili mun
sterkari þegar kemur að keppn-
um. Það að geta undirbúið sig
fyrir kvíða, stress, væntingar,
neikvætt sjálfstal og margt annað
sem kemur upp hjá keppnisfólki,
er oftar en ekki það sem aðskilur
meistarana frá hinum. Hversu
verðmætt er það þegar íþrótta-
manni finnst hann 100% tilbúinn í
keppni? Hversu betur hvíldur og
mjúkur ætli hann sé þegar hann
hefur ekki verið með kvíða og
stress þegar kemur að keppnis-
degi (svo ekki sé minnst á lakari
svefn í kjölfarið á því), ætli hann
sé með betri einbeitingu eða verri
einbeitingu? Þegar keppnir eru
yfirleitt yfir heila helgi þá skipta
þessi atriði öllu máli (minni
vöðvaspenna, betri svefn og betri
einbeiting undir álagi). Hugar-
þjálfun tryggir ekki sigur í öllum
keppnum, alls ekki, en hún há-
markar líkurnar á því að hver
einstaklingur nái sinni bestu
frammistöðu.
Það er engin spurning að hug-
arþjálfun skilar árangri en
íþróttafólk og þjálfarar verða að
hafa þolinmæði til að stunda hana
í einhvern tíma til að upplifa ár-
angurinn sem þeir sækjast eftir.
Þetta er alveg eins og með lík-
amsrækt, það er enginn að upp-
lifa árangur eftir 1-2 skipti, það
þarf ekki bara að stunda líkams-
ræktina reglulega yfir ákveðinn
tíma heldur þarf að stunda hana
rétt yfir þennan tíma.
Það er ekki tilviljun að flestir
af besta íþróttafólki allra tíma, í
ótal íþróttum, stunda hugar-
þjálfun. Þessir einstaklingar hafa
áttað sig á því hvernig hugar-
þjálfun bindur saman alla aðra
þjálfunarþætti. Einstaklingar
eins og Michael Jordan (körfu-
bolti), Kobe Bryant (körfubolti),
Tiger Woods (golf), Andy Murray
(tennis), Micheal Phelps (sund)
og ótal annað heimsklassa-
afreksfólk, þakkar andlegri þjálf-
un mikið fyrir sinn árangur.
Lærður eiginleiki
Það er mikilvægt að íþróttafólk
viti að andleg harka, einbeiting,
agi, vinnusemi, viðhorf, og aðrir
jákvæðir eiginleikar sem heims-
klassaíþróttafólk býr yfir, eru að
langmestum hluta lærðir eigin-
leikar. Það geta allir byggt upp
þessa eiginleika með sjálfum sér
sem nýtist ekki bara í íþróttum
heldur í lífinu í heild. Það er bá-
bilja að sumir fæðist með þessa
eiginleika og þurfi að hafa mikið
minna fyrir hlutunum en aðrir og
að aðrir geti ekki orðið eins góðir
í þeim eins og þeir sem fæðast
með þessa „guðsgjöf“. Þetta er
bara þjálfunarþáttur eins og hver
annar, en þetta er hins vegar
þáttur sem bindur saman alla
aðra þætti og á það sérstaklega
við þegar kemur að keppnum þar
sem pressan er sem mest.
Hugarþjálfun – til hvers?
Eftir Ástvald Frí-
mann Heiðarsson »Einstaklingar sem
ákveða að leggja
rækt við hugarþjálfun
finna mikinn mun og
sjálfstraust þeirra eykst
gífurlega.
Ástvaldur Frímann
Heiðarsson
Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði
og hluti af fagteymi innan ÍSÍ.
afrekpsych@gmail.com
hlutfalli fasteignaskatts óbreyttu.
Með þessari aðferð má skófla inn
meira og meira fé í gegnum fast-
eignaskattinn um leið og hægt er
að segja að skattar hafi ekki verið
hækkaðir, enda hlutfall þeirra
óbreytt.
Enn ein vinsæl en óbein leið er
að leggja gjaldskrár á opinbera
þjónustu sem ætti í raun að vera
margborguð í gegnum skattkerfið.
Þannig má rukka sjúklinginn á
sjúkrahúsinu um brauðsneiðina
sína, í fyrstu með vægu gjaldi sem
síðar er hækkað og hækkað. Sjúk-
linga má krefja um komugjöld
þótt þeir geti ekki valið um að
koma ekki, og byrja á lágri fjár-
hæð sem síðan má hækka um leið
og heimsóknartíminn hjá lækn-
inum er styttur. Hvernig ætli færi
fyrir hárgreiðslustofu sem hegðaði
sér á sama hátt?
Ríkiseinokun á rekstri er óend-
anleg uppspretta af fé almennings.
Sumir muna hvernig farsímagjöld
hrundu þegar fyrirtækjum var
leyft að keppa við Símann á fjar-
skiptamarkaði. Aðrir muna hvað
var erfitt að fá heyrnatæki áður
en einkaaðilum var leyft að koma
inn á þann markað, í samkeppni
við ríkisvaldið. Þar sem hið opin-
bera hefur sleppt takinu hefur
orðið til val, samkeppni og mark-
aðsaðhald. Þar sem hið opinbera
rígheldur í eitthvað, t.d. sorphirðu
á höfuðborgarsvæðinu, þar rýrnar
þjónustan um leið og hún hækkar
í verði, og það er tekjulind fyrir
hið opinbera sem fer fram hjá
flestum í dægurþrasinu.
Þú hugsar kannski ekki „ónýtt-
ur skattstofn“ þegar þú lítur á þig
í spegli, en það gera flestir stjórn-
málamenn. Það er því ráð að koma
þeim út úr sem flestu svo þeir geti
féflett þig sem minnst.
Höfundur er verkfræðingur.
geirag@gmail.com