Morgunblaðið - 24.11.2018, Síða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Sagt er að mjög gott
sé að búa á Íslandi.
Ekki er alveg augljóst
hver á í hlut sem þykir
gott að búa hér á landi
en mjög misjöfn reyn-
ast kjör fólks.
Fyrir ungt fólk á
lágmarkslaunum blasir
ekki við björt framtíð.
Þegar foreldrahúsin
eru yfirgefin þá þarf að
finna húsnæði og það
er ekki gefið að finna hentuga íbúð.
Uppsprengd leiga er á húsnæð-
ismarkaði. Íbúðaverð hefur hækkað
mikið á undanförnum árum sem er
ekki auðvelt fyrir ungt fólk að
höndla. Vaxtakjör hér á landi eru
með þeim óhagstæðustu í gjörvallri
Evrópu og jafnvel víðar enda býður
krónusamfélagið upp
á óstöðugt verðlag og
þar með kjöraðstæður
fyrir kaupahéðna.
Eldri borgarar og
öryrkjar flestir hverj-
ir lepja dauðann úr
skel. Á dögunum
ræddi eg við miðaldra
mann sem nýlega hef-
ur misst sjónina.
Hann ber sig ekki vel
eftir viðskipti sín við
það opinbera. Trygg-
ingastofnun fylgist vel
með að enginn aldr-
aður né öryrki hafi það of gott og ef
einhverjar greiðslur koma fram, t.d.
úr lífeyrissjóði eða sjúkrasjóði, er
tafarlaust farið að reikna og kanna
hvort ekki sé unnt að endurheimta
sem mest fé til baka. Á Íslandi er
þannig kerfi að aðeins auðmenn
geti lifað vel og í allsnægtum en
þurftarlaun hafa verið yfirskatt-
lögð.
Sjálfur hefi ég reynslu af þessu
ferli. Fyrir rúmlega þremur árum
greindist ég með alvarlegt krabba-
mein á háu stigi en var svo heppinn
að njóta góðra lækna og hjúkr-
unarfólks. Unnt var að fjarlægja
meinsemdina við fyrstu hentugleika
eftir geisla- og lyfjameðferð. Þá fór
ég í eftirlyfjameðferð sem hafði
mikil áhrif á mig til sálar og líkama
en sú meðferð miðast við að eyða
öllum frumum líkamans sem eru í
skiptingu. Auk þess hafði sú með-
ferð áhrif á starfsemi blóðkorna
sem og hormóna og jafnvægis-
skynið raskaðist varanlega. Sjúkra-
sjóður Leiðsagnar, félags leiðsögu-
manna, veitti mér mikilsverða
fjárhagsaðstoð. Hið opinbera tók
með sköttum ríflegan hluta af þessu
fé. Þær bótagreiðslur sem eg hafði
fengið frá Tryggingastofnun bar
mér að endurgreiða að verulegu
leyti og er fyrst núna í haust laus
við þær endurgreiðslur.
Ég tel mig ekki vera með þeim
alverst settu í samfélaginu en hvers
vegna er skattastefna yfirvalda
þannig rekin að hér á landi séu
þurftarlaun skattlögð? Byrðar
þeirra sem höllum fæti standa í
samfélaginu eru óþarflega þungar
miðað við mjög góða stöðu þeirra
sem betur mega sín og hafa meira
að segja fengið léttari skattbyrði í
boði hægri manna.
Fjármálaráðherrann okkar verð-
ur seint talinn á flæðiskeri staddur.
Hann hefur með fjölskyldu sinni
komið ár sinni óvenjulega vel fyrir
borð og sankað að sér óhóflega
miklum fjármunum. Sennilega þarf
hann aldrei að óttast skort af neinu
tagi nema helst að hafa betri skiln-
ing fyrir þeim sem minna hafa milli
handanna og þurfa að greiða óhóf-
lega háar skattgreiðslur af lítilfjör-
legum tekjum.
Sjálfsagt er að biðja fyrir þeim
sem höllum fæti standa en mætti
ekki biðja sérstaklega fyrir fjár-
málaráðherranum sem og öðrum
stjórnmálamönnum á hægri kanti
stjórnmála að uppljúkist augu
þeirra fyrir kjörum okkar minnstu
og smæstu í samfélaginu?
Í þágu hverra?
Eftir Guðjón
Jensson
Guðjón
Jensson
» Á Íslandi er þannig
kerfi að aðeins auð-
menn geti lifað vel og í
allsnægtum en þurftar-
laun hafa verið yfir-
skattlögð.
Höfundur er leiðsögumaður og eldri
borgari í Mosfellsbæ.
arnartangi43@gmail.com
Þar sem ég hef
fengið góðar undir-
tektir við skrif mín er
mér ekkert að vanbún-
aði að halda áfram. Af
mörgu er að taka – en
mig langar að byrja á
hrósi. Við háttvirtu Ís-
lendingar höfum til
allrar hamingju séð að
okkur í orðanotkun að
einhverju leyti.
Dönskuskotna íslenskan frá því á
fyrri hluta síðustu aldar hefur
„þróast“ í rétta átt. Í ellefu ár
bernsku og æsku minnar ólst ég upp
við Lækjargötu í Reykjavík, nánar
tiltekið í húsinu næst tjörninni, nr.
14 B. Þar hét gangstéttin fortó:
„Komum upp á fortóið í parís!“ sögð-
um við. Veit nokkur nú lengur hvað
fortó er? Vonandi fáir. Okkur er ekki
alls varnað fyrst við gátum útrýmt
þessu danska (fortov) orði.
En við erum því miður enn með
sjampó-ið – sem auðvitað er hár-
sápa, strætó – fyrir strætisvagn.
Og eitthvað fleira kúrir hér enn.
Í mörgum auglýsingum tengdum
félagsstarfi er sagt að: Húsið opnar
kl. eitthvað, bókasafnið opnar
o.s.frv. Þetta er undarlegt orðalag,
hús getur ekki opnað eitt né neitt,
ekki heldur sjálft sig. Húsið verður
opnað, bókasafnið er opið frá kl.,
húsið verður opið á tilteknum tíma –
við opnum sýninguna, sýningin
verður opnuð Er þetta ekki fremur
einfalt?
Margir segja frá því að þeir séu að
gera skemmtilega hluti, en svo kem-
ur í ljós að þeir búa ekki til neina
hluti. Hlutir – eru það ekki sýnilegir
hlutir, áþreifanlegir hlutir, kannski
leirmunir, flíkur og fleira hlutlægt?
Séu menn (hvort sem eru karlmenn
eða kvenmenn) að gera eitthvað
óhlutlægt, eins og að
halda námskeið, leika í
leikverki, syngja, dansa
eða hvaðeina slíkt eru
þeir ekki að gera hluti.
Þeir eru áreiðanlega
að gera eitthvað mjög
áhugavert og skemmti-
legt, en ekki að gera/
búa til hluti. Í frásögn
þeirra er eðlilegast að
segja: Ég er að gera svo
margt skemmtilegt –
gera það sem mér
finnst skemmtilegast –
sæmir ekki að bæta einhverjum
hlutum við – einkum ef engir eru. Er
það nokkuð?
Undanfarið hef ég heyrt setningar
eins og: Mamma kynnti mig fyrir
sveitinni – og – vinir mínir kynntu
mig fyrir fjallgöngum! Er þetta ekki
eitthvað öfugt? Mamma hlýtur að
kynna sveitina fyrir mér og vinir
mínir að kynna gönguferðir fyrir
mér – og eru þetta þó ærin verkefni.
Eða þau kynna mér sveitina. Sveitin
eða fjöllin sýna væntanlega engin
viðbrögð við slíkum kynningum,
enda orðalagið oftast notað um
kynningar persóna hverja fyrir ann-
arri.
Svo er það litla meinleysislega
orðið ansi. Það er ansi oft notað, ein-
hver segist vera ansi góður í ein-
hverju, – veðrið var ansi slæmt um
helgina, – það er ansi lítið eftir í
kaffikönnunni! Orðið er býsna oft
notað í sjónvarpsviðtölum og hvar
sem er heyrist þetta orð. Líka frá
þeim sem annars heyrast aldrei
blóta! Ætlum við bara alveg að taka
það í sátt? Ansans!! Þetta sakleys-
islega orð er nefnilega stytting á
blótsyrðinu andskotans. Og við eig-
um þetta ágæta orð býsna sem nær
merkingunni vel, orðið nokkuð má
líka nota – eða talsvert – eða mjög.
Mig langar að vitna í orðalag Þór-
arins Eldjárns sem einhvern tíma
skrifaði í grein (vona að ég muni rétt
og megi þetta): „Gerið það fyrir mig
að hætta að segja/nota“ mig langar
til að nota þennan setningarhluta og
bæta við: orðin basicly, actually og
structur þegar þið talið íslensku.
Fyrir alla muni, já. Þessi orð koma
oft fyrir í íslenskum setningum hjá
fólki í samtölum fjölmiðla eða bara í
daglegu tali fólks. Ótrúlegt og afar
hvimleitt á að hlýða. Íslensku orðin
eru vel nothæf: Undirstaða, grund-
völlur, í aðalatriðum (basicly), – í
raun og veru, raunverulega, raunar
(actually) og fyrir structure : sam-
setning, formgerð, bygging. Við
þurfum í raun að forðast að eins fari
fyrir okkur og Dönum, sem hafa
nánast alltaf að minnsta kosti eitt
enskt orð (með enskum framburði
eins og þeirra er háttur) í hverri
setningu. Ég horfi oft á danska sjón-
varpið og er slegin yfir því hvernig
danskan er orðin. Verum varkár,
vörumst slysin. Við erum komin
áleiðis í sama pytt og þurfum að taka
okkur verulega á. Og svo að lokum:
Undirrituð var alin upp á dönsku og
tala hana (eins og hún var). Ég kom
fyrir um 20 árum í heimsókn til
frænda míns í Kaupmannahöfn og
var spurð: „Vil du have en toast (frb.
tóst)?“ Ég skildi ekki hvað var í boði
og hváði. Hann endurtók „En toast!“
Þegar ég áttaði mig á enska orðinu
sagði ég honum að þetta hefði ég
haldið að héti „ristet brød“.
Njótið dagsins.
Vörumst málfarsslysin
Eftir Rúnu
Gísladóttur
Rúna Gísladóttir
» Við háttvirtu Íslend-
ingar höfum til allr-
ar hamingju séð að okk-
ur í orðanotkun að
einhverju leyti.
Höfundur er myndlistarmaður og
fyrrverandi kennari.
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir
hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt
2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat
og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu
verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar-
ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur
í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt
fyrir sínar glæsibyggingar sem margar
eru á minjaskrá Unesco, forna menningu
og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið
kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu
Ungverja má rekja hundruðir ára aftur í
tímann. Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem gerir borg
ina svo sérstaka.
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
BÚDAPEST
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Gdansk,
Krakow, Varsjá,
Bratislava
Vínarborg og
Brugge
Atvinna