Morgunblaðið - 24.11.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
✝ Margrét Braga-dóttir var fædd
22. maí 1942 á Þórs-
höfn á Langanesi.
Hún lést 13. nóv-
ember 2018 á Dval-
arheimilinu Brák-
arhlíð í
Borgarbyggð.
Margrét var
dóttir hjónanna
Braga Jónssonar
verkamanns, f. 26.
janúar 1914, d. 26. nóvember
1994, og Signýjar Sigurlaugar
Margrétar Þorvaldsdóttur,
verkakonu og matráðskonu, f.
27. desember 1916, d. 7. septem-
ber 2009.
Eftirlifandi bræður hennar
eru Hermann Jónsson Braga-
son, Ágúst Þorvaldur Bragason
og Vilhjálmur Hallbjörn Braga-
son. Látin eru Ari Guðmar Hall-
grímsson og Dóróthea Hall-
grímsdóttir.
Árið 1960 giftist Margrét
Kristján Jóhannsson, f. 15.
janúar 1968, kjörforeldrar Jó-
hann Ólafsson og Jóna Björg
Georgsdóttir, maki Svanhildur
Eiríksdóttir, f. 4. maí 1968, eiga
þau þrjú börn.
Stúlka Margrétardóttir, f. 26.
júní 1970, d. 28. júní 1970.
Margrét giftist Kristjáni Jóni
Arilíussyni, f. 12.júní 1946, 26.
desember 1974 á Stóra-Hrauni í
Kolbeinsstaðahreppi. Börn
þeirra eru: Arilíus Borgfjörð, f.
24. desember 1973, maki Anna
Elsa Eggertsdóttir, f. 22. októ-
ber 1983, hann á fjögur börn,
Kristín Halldóra, f. 22. maí 1981,
hún á eitt barn, Jón Þór, f. 8.
nóvember 1982, maki Guðrún
Hrefna Guðmundsdóttir f. 13.
júní 1987. Þau eiga fjögur börn.
Margrét ólst upp á Norðfirði
þar til hún fluttist í Garð á
Suðurnesjum með foreldrum
sínum. Þar vann hún ýmis fisk-
vinnslustörf þar til hún flutti
vestur á Stóra-Hraun 1972. Þar
bjó hún þangað til hún flutti til
Borgarness 2009 vegna heilsu-
brests. Dvaldi hún á Brákarhlíð
síðustu þrjú árin.
Útförin fer fram frá Kolbeins-
staðakirkju í dag, 24. nóvember
2018, klukkan 14.
Einari Sigurfinns-
syni úr Vestmanna-
eyjum. Þau slitu
samvistum. Með
honum eignaðist
hún tvo syni. Þeir
eru: Bragi Einars-
son, f. 7. júní 1960,
maki hans er Guð-
rún Filippía Stef-
ánsdóttir, f. 1. des-
ember 1960. Þau
eiga þrjú börn.
Jóhannes Ágúst Stefánsson, f.
22. júní 1961, d. 23. júní 2011.
Utan hjónabands átti Mar-
grét: Grétar Sigurbjörn Miller f.
4. október 1963, maki hans er
Gunnlaug María Björnsdóttir f.
18. október 1978. Hann á þrjú
börn.
Guðmund Jón Erlendsson, f.
16. ágúst 1965, kjörforeldrar
Erlendur Vilmundarson og
Helga Sigurðardóttir, maki
Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 3.
júlí 1975. Hann á fjögur börn.
Elsku tengdamamma hefur
fengið hvíldina. Ég man vel þeg-
ar ég hitti Möggu tengdamömmu
í fyrsta sinn um páskana 1981.
Auðvitað var maður dálítið kvíð-
inn en það breyttist fljótt því
móttökurnar hjá Möggu og öll-
um á Stóra-Hrauni gátu ekki
verið betri. Samt þorði ég nú
ekki annað en að borða kjöt og
karrí þegjandi og hljóðalaust þó
að mér líkaði alls ekki sá matur.
Hún hló mikið þegar ég sagði
henni frá því nokkrum árum
seinna. Það var alltaf gott að
koma í heimsókn í sveitina og
sitja og spjalla eða horfa á hand-
bolta með Möggu ef svo bar
undir. Hún gat alveg tapað sér
yfir spennandi landsleik hér á ár-
um áður. En við áttum líka annað
sameiginlegt áhugamál, Euro-
vision. Gátum við setið og horft
eða spjallað um ágæti laganna,
söngsins eða þess vegna um fatn-
að þátttakendanna og var minni
hennar með ólíkindum. Þessi
áhugi hefur heldur betur smitast
til dætra okkar Kristínar og
Steinunnar Bjarkar sem ólust
upp við þessi ósköp. Börnin okk-
ar Braga sóttust öll í að fara í
sveitina til Möggu ömmu og
Stjána afa og undu sér mjög vel
þar við leik og störf enda frænd-
systkinin Kristín og Jón Þór ekki
mjög langt frá þeim í aldri. Síð-
ustu árin hafa verið erfið fyrir
tengdamömmu, líkaminn farinn
að gefa sig en hún hélt andlegri
heilsu fram undir það síðasta og
alltaf var hægt að ræða við hana
um líðandi stund eða rifja upp
gamla tíma. Vil ég að lokum
þakka tengdamömmu fyrir sam-
ferðina í rúm 37 ár og senda
Kristjáni og öllu ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur.
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir
Guðrún Filippía
Stefánsdóttir.
Elsku amma mín, nú hefurðu
fengið hvíldina. Magga amma
var kvenskörungur mikill, hún
var ófeimin að segja sína skoðun
á hlutunum og tók það ekki í mál
að fólk væri með einhvern derr-
ing við hana og get ég þakkað
henni fyrir stóran part af því
hvernig persóna ég er í dag.
Annað sem ég get þakkað Möggu
ömmu fyrir er hinn óbilandi
áhugi á Eurovision en hún á
mjög stóran þátt í því að sú
keppni er eitt aðaláhugamál mitt
í dag. Ég mun seint gleyma öll-
um stundunum sem við sátum
saman uppi á Stóra-Hrauni og
horfðum á gamlar keppnir og
körpuðum ósjaldan um gæði
hinna ýmsu laga, enda vorum við
ekki alltaf sammála og þá sér-
staklega vorum við ósammála nú
í seinni tíð.
Einnig get ég þakkað henni
elsku ömmu einfaldlega fyrir það
að vera góð amma og ekki síst
góð manneskja, sérstaklega í
ljósi þess að hún elsku amma fór
ekki alltaf auðveldustu leiðina í
gegnum lífið. Ekkert kom í veg
fyrir ást ömmu á barnabörnum
sínum og þá skipti engu máli
hvort barnabarnið var komið yfir
þrítugt eða hvort það væri
þriggja ára.
Elsku amma mín, ég vona að
þú sért nú á góðum stað og að
þér líði vel.
Þín sonardóttir,
Steinunn Björk Bragadóttir.
Elsku Magga.
Mikið er ég fegin að hafa
kynnst þér. Þú varst alltaf mjög
góð við mig. Ég á eftir að sakna
þín, faðmlags, kossanna og
brossins þíns. Alltaf þegar við
hittumst og kvöddumst faðmaðir
þú mig og kysstir.
Mér leið alltaf svo vel hjá þér,
einn daginn fór ég að kalla þig
mömmu, þú varst ánægð með
það. Enda leit ég á þig sem hina
mömmu mína og hef alltaf gert.
Ég naut þess þegar ég kom með
Kristínu eitt sinn í sveitina, þú
lást uppí rúmi að lesa bók. Ég og
Kristín lögðumst hjá þér, þar
spjölluðum við í svolitla stund og
færðum okkur svo inní eldhúsið.
Ég fann að ég var alltaf velkom-
in, einnig að þér þótti vænt um
mig eins og mér þótti og þykir
vænt um þig. Þú dýrkaðir jólin
varst algert jólabarn. Ég mun
bráðum fara setja upp jólaljósin
og þegar ég geri það, mun ég
hugsa til þín með bros á vör.
Einnig fannst þér gaman að
horfa á Eurovision, veit ekki
hvað margar spólur þú áttir sem
þú varst búin að taka upp á. Þú
gast horft á keppnirnar aftur og
aftur. Eitt sinn varstu að horfa á
eina keppnina þegar ég kíkti til
þín. Við sátum saman og horfð-
um í smá stund, fórum svo að
spjalla saman. Þegar ég sagði
þér að ég hefði ákveðið að fara
aftur í skóla, þú varst svo ánægð
með mig. Ekki var það verra að
við Kristín fórum saman í skóla
og útskrifuðumst saman. Þegar
ég hitti þig eftir útskriftina
faðmaðir þú mig og sagðir mér
hversu stolt þú værir af mér.
Mér þótti mjög vænt um það.
Mikið er ég ánægð með að hafa
kíkt til þín, spjallað við þig og
fengið síðasta faðmlag og koss
frá þér.
Ég á eftir að sakna þín, elsku
Magga mamma.
Minning þín er ljós í lífi okkar
allra.
Nú skil ég það fullvel hver auðlegð mín
er,
er öðlast ég gjafirnar þínar.
Með fátækum orðum, sem finn ég hjá
mér,
ég færi þér þakkirnar mínar.
Þú vaktir það besta, sem blundaði í mér,
svo bjartir mér lífsgeislar skína.
Með ástríku hjarta svo auðnaðist þér
að umbera brestina mína.
Það veitist margt örðugt, sem við er að
fást,
í veröld með óþreyju ríka.
Þar fyndum við meira af friðsæld og ást
ef fleiri þú ættir þér líka.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga)
Kveðja,
Íris Júlía.
Margrét
Bragadóttir
Elsku Pálmi,
tengdapabbi og
vinur. Mikið á ég eft-
ir að sakna þín. Þú
tókst á móti mér inn
í fjölskyldu þína opnum örmum
fyrir 14 árum og nú skilur leiðir.
Þó að aðdragandinn að þessum
Pálmi Pálmason
✝ Pálmi Pálma-son fæddist 23.
apríl 1951. Hann
lést 25. október
2018.
Úförin fór fram
7. nóvember 2018.
skilnaði hafi verið
sjö ár var ég engan
veginn tilbúinn þeg-
ar læknirinn sagði
að nú væri komið að
því. Að nú værir þú
að fara. Þetta er bú-
ið að vera tilfinn-
ingaríkt ferðalag frá
því að fréttirnar af
veikindum þínum
komu sem þruma úr
heiðskíru lofti, að þú
ættir bara stuttan tíma eftir með
okkur og værir með alvarlegt
krabbamein á háu stigi.
Þessa daga síðan þú kvaddir
hef ég rifjað upp tíma okkar sam-
an og hvernig ég vilji minnast þín.
Fyrstu hugsanirnar sem koma
upp eru strax hversu góður vinur
þú varst og allur sá stuðningur og
hjálp sem þú hafðir að veita. Þú
talaðir alltaf við mig sem jafn-
ingja. Gafst þér alltaf tíma til að
veita ráðgjöf, eða bara hlusta og
þegja þegar ég þurfti bara að
blása eða var með svarið sjálfur
en þurfti einungis að segja það
upphátt.
Eftir að þú fórst hafði fólk á
orði að nú þyrftir þú ekki að líða
þjáningar meir. Það sló mig fyrst.
Þú kvartaðir aldrei undan verkj-
um og sársauka. Þú kveinkaðir
þér aldrei. Jafnvel þegar þú varst
spurður út í líðanina var svarið
svo léttvægt að hlusta varð vel á
hvert orð og reyna að lesa á milli
línanna. Það var eins og þú vildir
ekki gera of mikið úr því sem þú
gekkst í gegnum svo fólkinu þínu
liði ekki verr í vonleysi yfir
ástandinu.
Það rifjast upp fyrir mér þegar
þú hjálpaðir okkur Völu að gera
upp Skaftahlíðina og svo endur-
bætur á Stuðlaselinu, bara 2-3 ár-
um fyrir greininguna á krabba-
meininu. Þú vannst hörðum
höndum með okkur og samt
varstu þetta mikið veikur. Þrátt
fyrir að vera þetta langt leiddur í
veikindunum sem við þá vissum
ekki af keyrðirðu þig áfram til að
hjálpa. Annað var ekki tekið í mál.
Þú varst ótrúlega sterk sál. Það
beit ekkert á þig. Sannkallað
heljarmenni.
Þú varst einstaklega skap-
góður. Skiptir aldrei skapi. Tókst
öllu með jafnaðargeði og alltaf til
í glens og að hlæja með okkur.
Ég man þegar þú hélst á kett-
inum okkar, honum Múfasa vini
þínum. Þú hélst honum upp að
andlitinu á þér eins og þú varst
vanur og skyndilega sló hann þig
í framan og klóraði svo allir tóku
andköf, en ekki þú. Þú lagðir
hann rólega frá þér og sagðir að
þetta væri nú allt í lagi. Strax í
næstu heimsókn var Múfasa vel-
kominn beint aftur á nefið á þér
og sama brosið frá þér. Allt var
fyrirgefið.
Það voru ótrúleg lífsgæði að
eiga þig að í lífinu. Að geta alltaf
leitað til þín fyrir ráð og aðstoð.
Leita í handlagni þína og útsjón-
arsemi. Hugmyndaríki. Aðstoð
þín við að koma fyrirtæki mínu á
koppinn var ómetanleg. Trúin á
mig, að mér væru allir vegir færir
og hvernig þú gerðir flókin
vandamál að einföldum lausnum
svo ég gæti haldið ótrauður
áfram. Ég á eftir að sakna þess-
ara stunda þar sem við erum að
pæla saman, eða ræða pólitík yfir
kaffi. Minningarnar um mál-
þingin sem við sóttum saman,
ferðirnar út í Úthlíð að bardúsa
eða bara sitja saman og þegja.
Þú varst frábær vinur og ég
mun sakna þín sárt.
Þinn tengdasonur,
Ingólfur Bjarni Sveinsson.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts
ÁRNA ÍSLEIFSSONAR.
Sérstakar þakkir til þeirra tónlistarmanna
sem heiðruðu minningu hans með söng og
hljóðfæraleik.
F.h. aðstandenda,
Kristín Axelsdóttir
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu vegna fráfalls og útfarar
okkar ástkæra
ÓLAFS AXELS JÓNSSONAR,
Fornósi 13, Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks
á deild 1 á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks ásamt
sjúkraflutningamönnum.
Guð blessi ykkur öll.
Bára Þ. Svavarsdóttir
Hafdís Ólafsdóttir Jón Stefán Karlsson
Guðbjörg Ólafsdóttir Finnur Kristinsson
Ragnheiður H. Ólafsdóttir Birgir Þórðarson
barnabörn og fjölskyldur þeirra
Okkar ástkæri
BIRKIR SKARPHÉÐINSSON,
Skálateigi 1, Akureyri,
lést mánudaginn 19. nóvember.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 29. nóvember klukkan 13.30.
María Einarsdóttir
Hildur Birkisdóttir
Laufey Birkisdóttir Friðrik Karlsson
Guðrún M. Birkisdóttir Jóhannes R. Jóhannesson
Skarphéðinn Birkisson
afa- og langafabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁSTU EMILÍU FRIÐRIKSDÓTTUR,
Dalsgerði 7h, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Hlíðar fyrir einstaka umhyggju og alúð.
Guðríður Þórhallsdóttir Hallgrímur Jónsson
Stefán Arngrímsson Guðbjörg Theresisa Einarsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku yndislega
vinkona, hjartans
þakkir fyrir allar
ógleymanlegu
stundirnar sem við áttum sam-
an.
Ég er eilíflega þakklát fyrir
að hafa fengið að eiga þig fyrir
vinkonu, með þitt stóra hjarta
sem endalaust gaf af sér þrátt
fyrir margra ára veikindi.
Takk, elsku Stúlla mín, fyr-
ir öll góðu kvöldin sem við sát-
um og spjölluðum saman,
stundum jafnvel til morguns,
takk fyrir alla hjálpina sem þú
veittir mér og fjölskyldu
minni, ferðalögin, hláturinn,
Ingibjörg
Bjarnadóttir
✝ IngibjörgBjarnadóttir
fæddist 11. desem-
ber 1950. Hún lést
4. nóvember 2018.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram 16.
nóvember 2018.
matarboðin og
óteljandi skemmti-
legar stundir.
Sakna þín svo
sáran, mín kæra
vinkona.
Ég kveð þig með
ljóði, sem okkur
báðum þótti fallegt
og við töluðum um
eitt sinn þegar við
spjölluðum um
ljóð. Þá var fagur
sumardagur og þú hughreystir
mig eftir andlát Ellenar systur
minnar.
Þín augu mild mér brosa
á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt
(Ingibjörg Haraldsdóttir)
Margrét Steinunn
Thorarensen.