Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
✝ Eva var fæddað Einhamri í
Hörgárdal 26. apríl
1929. Hún lést að
dvalarheimilinu
Hlíð 9. nóvember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Steinunn
Friðrika Guð-
mundsdóttir, f.
1901, d. 1990 og
Aðalsteinn Jónas
Tómasson, f. 1899, d. 1980.
Eva var ein tólf systkina, en
hin voru: Hersteinn f. 1920, lát-
inn, Helgi, f. 1922, látinn, Jó-
hanna, f. 1923, Guðmundur
Halldór, f. 1925, Ragna, f. 1926,
Hermann, f. 1927, látinn, Heim-
ir, f. 1930, látinn, Hreiðar, f.
1931, Haukur Otterstedt, f.
1933, látinn, Haukur, f. 1940 og
Sigurrós, f. 1941.
Eva kvæntist Sigurgeiri
Sigurpálssyni, f. 12. júlí 1929, d.
2012, þann 29. júlí 1951 að
Bakka í Öxnadal.
Um haustið 1949 hófu þau
þeirra eru; a) Guðmundur, b)
Einar Logi, c) Eva Björk. Þau
eiga fimm barnabörn.
6) Halla Sólveig, f. 1959, gift
Vali Knútsyni, f. 1959. Börn
þeirra eru; a) Elvar Knútur, b)
Sigurgeir, c) Ingibjörg Lind, d)
Sigrún Eva. Þau eiga sex barna-
börn
7) Sigurgeir Heiðar, f. 1967,
maki Ásgerður Hrönn Hafstein,
f. 1973. Börn þeirra eru; a) Sig-
urður Tryggvi, b) Sigurgeir
Andri, c) Berglind Lára. Fyrir á
Sigurgeir soninn Val Hólm.
Eva ólst upp að Einhamri
fyrstu árin og flutti svo með
foreldrum sínum til Akureyrar
þar sem hún bjó til æviloka.
Þegar almennri skólagöngu
lauk stundaði hún nám í hús-
mæðraskólanum á Akureyri í
einn vetur. Auk þess að sjá um
stórt heimili vann hún utan
heimilis áratugum saman, m.a.
á leikskóla og verslunum, lengst
af í Hagkaupum á Akureyri þar
sem hún starfaði í um 20 ár.
Þau hjónin störfuðu um árabil í
bindindishreyfingunni á Akur-
eyri. Eva var félagslynd og tók
mikinn þátt í félagsstarfi eldri
borgara á Akureyri.
Útför Evu fór fram í kyrrþey
þann 23. nóvember að ósk hinn-
ar látnu.
búskap á Akureyri
og bjuggu þar alla
tíð.
Börn Evu og
Sigurgeirs eru; 1)
Aðalsteinn, f. 1949,
kvæntur Önnu
Grétu Halldórs-
dóttur, f. 1950.
Synir þeirra eru; a)
Sigurpáll Árni, b)
Geir Kristinn, c)
Heiðar Þór. Þau
eiga ellefu barnabörn og eitt
barnabarnabarn.
2) Indíana, f. 1950, d. 1950.
3) Páll, f. 1952, kvæntur
Aðalbjörgu Maríu Ólafsdóttur,
f. 1953. Börn þeirra eru; a)
Aðalsteinn Ingi, b) Heiða Sig-
rún. Þau eiga sjö barnabörn.
4) Hanna Indíana, f. 1954,
gift Ragnari Daníelssyni, f.
1952. Börn þeirra eru; a) Eva
Daney, b) Harpa, c) Ragnar
Þór. Þau eiga átta barnabörn.
5) Svanhildur, f. 1957, giftist
Benedikt Guðmundssyni, f.
1952. Þau slitu samvistum. Börn
Jæja mamma mín, þá er komið
að kveðjustund og minningabrot
um lífið líða í gegnum hugann á
augabragði. Í æsku upplifði ég þig
í raun sem klettinn í lífi mínu. Hún
er mjög sterk minningin frá því
þegar þið fóruð í siglinguna til
Cuxhaven í Þýskalandi. Ég var
fimm ára og ég veit núna að þú
fórst meðal annars í þessa ferð til
að kaupa eitthvað fallegt í jólagjöf
handa okkur systkinunum. Þið
komuð ekki heim fyrr en á Þor-
láksmessu. Það var mjög löng bið
fyrir lítinn dreng en því meiri
gleði þegar þið birtust. Gleðin
varð ekki minni þegar ég opnaði
pakkann og ég á enn minn krana-
bíl þó að hann sé orðinn svolítið
laskaður sem er nú bara eðlilegt
eftir sextíu ár. Þessar góðu minn-
ingar rifjast upp í hvert skipti sem
ég horfi á þennan bíl.
Þú hafðir mikinn áhuga á
íþróttum og horfðir hvenær sem
tækifæri gafst. Manstu þegar fjöl-
skyldan var að keppa í handbolta.
Þú varst í marki og sendir boltann
á pabba sem var í þínu liði. Hann
snéri sér snöggt við og skoraði
glæsilegt sjálfsmark hjá þér og þú
grést úr hlátri. Pabbi var ekki al-
veg alltaf með á nótunum varð-
andi íþróttir. Þannig var það bara.
Margs er að minnast, allar frá-
bæru samverustundirnar, útileg-
urnar, ferðirnar í Vaglaskóg þar
sem þið áttuð ykkar sælureit og
ótal margt annað sem gefur lífinu
lit. Hreyfing var þér ofarlega í
huga. Það átti því vel við þig að
vera í sólinni og ganga þér til
heilsubótar og skoða þig um. Þær
voru frábærar ferðirnar með ykk-
ur, til Lúxemborgar á sínum tíma
og til Löllu systur í Danmörku.
Þið Lalla voruð svo miklir vinir,
eins og þið Didda. Engin orð geta
lýst því hve ég verð ævinlega
þakklátur Diddu fyrir allt það
sem hún var þér, ekki síst í veik-
indum þínum, ómetanlegt.
Þú varst félagslynd og glaðlynd
og þótti gaman að vera með fólki.
Fyrir fáum árum kom ég í heim-
sókn til þín og spurði hvað þú
hefðir verið að gera fyrr um dag-
inn. Þú svaraðir eins og ekkert
væri sjálfsagðara, komin hátt á ní-
ræðisaldur, að þú hefðir verið að
skutla gömlu konunum í bæinn.
En ég veit að sumar voru yngri en
þú. Þú varst alltaf til staðar fyrir
alla. Þannig man ég þig. Það var
því mikið áfall þegar þú þurftir að
hætta að keyra, naust ekki lengur
þess frelsis sem bíllin veitti þér.
Við vorum mjög tengd og að
mörgu leyti mjög lík í okkur. Mér
leið betur ef ég vissi hvar þú varst
og hvernig dagurinn lagðist í þig
og reyndi að fylgjast með þér sem
oftast. Það var frábært að fá tæki-
færi til að spjalla nánast daglega
um alla heima og geima, annað-
hvort í hlýjunni í Mýrarvegi eða
að skreppa úr húsi til tilbreyting-
ar. Það var líka gaman að fara á
tónleika með þér því þér þótti
mjög gaman að söng. Það stóð
einmitt til að fara á eina slíka núna
fyrir jólin sem verður af augljós-
um ástæðum ekki.
En elsku mamma mín, ég veit
að þú varst orðin södd lífdaga og
hvíldinni fegin, komin á annan
stað til pabba. Góðu stundirnar
sem ég átti með þér eru ómetan-
legar. Minningarnar um góða
mömmu getur enginn frá mér
tekið, þær eru fjársjóður sem ég
mun eiga alla tíð. Takk fyrir allt
og allt,
þinn sonur,
Páll Sigurgeirsson.
Það síðasta sem ég sagði við þig
þegar ég heimsótti þig í síðasta
skipti var „sjáumst á morgun, ég
elska þig“. En þannig varð það
ekki, elsku mamma. Hringt var
frá Hlíð snemma morguninn eftir,
þar sem þú varst í hvíldarinnlögn,
og sagt að þú hefðir kvatt þennan
heim skömmu áður. Þú varst kona
með hjarta úr gulli eins og einhver
sagði. Þú varst einstök kona og
ekki var nú vesenið í kringum þig
enda alltaf gestkvæmt hjá ykkur
pabba og síðan hjá þér eftir að
hann hvarf á braut. Og þvílíkar
kræsingar sem bornar voru fram
alltaf þegar einhver kom í heim-
sókn og þýddi lítið að segja við þig
að maður vildi bara kaffisopa eins
og maður gerði oft. Nokkrum
mínútum eftir að maður kom var
alltaf búið að hlaða í veisluborð og
það ekki af verri endanum.
Ég sagði stundum við þig að ég
væri í aðhaldi og vildi ekki neitt en
það hreinlega virkaði ekki því allt-
af fór maður pakksaddur frá þér.
Það var gaman að fylgjast með því
hvað barna- og barnabörnin voru
hænd að þér og þótti vænt um
Lóu ömmu sína. „Er ekki allt gott
að frétta af þínu fólki?“ var yfir-
leitt það fyrsta sem þú spurðir um
þegar við hittumst. Þú fylgdist vel
með íþróttum alveg fram á síðasta
dag og í minni síðustu heimsókn
horfðum við á enska boltann sam-
an. Í fjölskyldunni hefur alla tíð
verið margt íþróttafólk og þú
fylgdist sko mjög vel með þínu
fólki alla tíð og vissir allt um hvað
hver skoraði mörg mörk í leikjum
og stöðunni hjá viðkomandi liðum.
Maður kom ekki að tómum kof-
anum þegar rætt var um íþróttir
almennt og alla landsleiki Íslands
í handbolta og fótbolta horfðir þú
á í sjónvarpinu fram á síðasta dag.
Í minningunni voru það líka
dásamlegar stundir þegar maður
heimsótti ykkur í Vaglaskóg þar
sem þið pabbi höfðuð komið fyrir
hjólhýsi í unaðsreit einum og þar
leið ykkur vel. Ekki vantaði nú
kræsingarnar þar heldur og ég
veit ekki hvernig í ósköpunum þú
fórst að þessu. Ykkur pabba
fannst alla tíð gaman að ferðast
bæði innanlands og erlendis og
fylgja því góðar minningar fyrst
hér innanlands og síðan áttum við
Anna Gréta eftir að ferðast með
ykkur nokkrum sinnum erlendis
og þær ferðir gleymast seint. Því-
líkir ferðafélagar eru vandfundnir
og vandamál voru ekki til í ykkar
orðabók. Eftir að pabbi kvaddi
hélst þú áfram að ferðast í sólina
og þá með þínu vinafólki en þetta
var þér mikils virði. Nú er komið
að ferðalokum í þessu jarðlífi en
þú heldur ferðalaginu áfram með
pabba hinum megin við.
Takk fyrir allt sem þú varst
mér og mínum, elsku mamma.
Aðalsteinn Sigurgeirsson.
Hvernig skrifa ég minningar-
grein um konu sem mér finnst
ennþá vera meðal okkar. Mér
finnst eins og þú hafir bara
skroppið frá og munir birtast ein-
hvern daginn. En svoleiðis er það
ekki. Aldrei framar mun ég eiga
þess kost að vera í návist þinni,
heyra þennan róm, njóta glettn-
innar og finna góðvildina sem frá
þér skein.
Það eru að verða fimmtíu ár
síðan ég kynntist þér og ég minn-
ist þess aldrei að okkur hafi orðið
sundurorða öll þessi ár. Þegar við
ræddum þetta fyrir stuttu sagðir
þú mér að það hefði nú bara aldrei
verið ástæða til þess. Ánægjulegt
að heyra það. Við ræddum margt
þegar við vorum tvær einar, ým-
islegt sem ekki hafði áður borið á
góma, tilfinningar okkar og skoð-
anir um lífið og tilveruna. Þá var
ég svo lánsöm að ná að segja þér
hve innilega mér þótti vænt um
þig og þú hefðir ekki getað verið
mér betri tengdamóðir.
Og víst er að fleirum leið vel í
návist þinni. Það er óhætt að
segja að að þér hændust börnin,
sama hvaða börn það voru, þín eða
annarra. Þú varst óþreytandi að
leika við þau, skreiðst jafnvel um
gólfin hlæjandi með þeim, gerðir
grín eða huggaðir. Þið töluðuð svo
sannarlega sama mál. Þú fórst
jafnvel í leik með þeim þegar þú
varst búin að dekka upp veislu-
borð fyrir okkur hin. Ótrúlegt
annars hvernig þú gast alltaf fyllt
borðið af brauði og ýmsum kræs-
ingum á engum tíma, sama hvar
þú varst, heima eða í útilegu. All-
ur var maturinn sérlega góður og
fallega fram borinn. Og börnin
elskuðu muffinsið hennar Lóu
ömmu. Þú kunnir þetta svo sann-
arlega. Þetta var auðvitað brauðið
sem þú hafðir verið að baka þegar
við vorum hvergi nærri. Þér leið
illa ef þú áttir ekki fulla frystikistu
til að leita í ef gest bar að garði.
Það var alltaf verulega gaman
að koma til þín um helgar og
reyndar á hvaða degi sem var, eða
skreppa í bíltúr sem þú naust
fram á síðasta dag. Að spjalla við
þig um daginn og veginn og fá
fréttir af stórfjölskyldunni hvar
sem fólkið þitt var statt í heim-
inum. Að ekki sé nú talað um að
hlusta á umræður ykkar mæðg-
inanna, þín og Palla þegar þið
röktuð ættartengslin mann fram
af manni svo ótrúlega langt og út
um víðan völl að ég dró ég mig í
hlé, alveg mát. Og víst var minnið
alveg í lagi hjá þér.
En veikindin voru að hrella þig
undir það síðasta og það er erfitt
að horfa upp á fólkið sitt glíma við
veikindi sem heftir það til þeirra
hluta sem hugurinn stendur hvað
mest til. Þannig var með þig.
Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku
Lóa mín. Það voru svo sannarlega
forréttindi að fá að kynnast þér og
njóta samverunnar þennan tíma
sem við fengum saman og þess
kærleiks og umhyggju sem þú
veittir mér í gegnum árin.
Ómetanlegt. Það er mikill sökn-
uður sem fylgir þessari stund.
Þín tengdadóttir,
Aðalbjörg María (Adda).
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast góðrar konu sem ég unni
mjög. Tengdamóðir mín, hún Lóa,
var kona sem ég fékk þann heiður
að vera samferða stóran hluta ævi
minnar. Þegar ég ung kynntist
Lóu sá ég strax að þar fór afar
vönduð kona, yndisleg í alla staði.
Kona sem ekki bar tilfinningar
sínar svo glatt á torg og aldrei
man ég eftir að hafa heyrt Lóu
kvarta yfir nokkrum sköpuðum
hlut. Lóa hafði áhuga á ýmsu en
þó sérstaklega á öllu því sem
hennar nánustu tóku sér fyrir
hendur hverju sinni. Alltaf spurði
hún frétta af fjölskyldunni þegar
sest var yfir kaffibolla. Íþrótta-
áhugi Lóu var því líklega óumflýj-
anlegur en hún vissi hreinlega allt
um það sem fram fór hjá stórfjöl-
skyldunni, jafnt á hinu stóra sviði
íþróttanna sem og í öðrum verk-
efnum, allt til dauðadags. Lóa og
Geiri voru alltaf yndisleg heim að
sækja og kræsingarnar hennar
Lóu þekkja allir sem hana hafa
heimsótt. Jólaboðin munu alltaf
verða eftirminnileg en þau sam-
einuðu stórfjölskylduna til
margra ára í skemmtilegum leikj-
um í bland við góðar veitingar og
skemmtilegar sögur, jafnt sannar
sem lognar. Í seinni tíð hafa sam-
verustundirnar verið með öðru
sniði en sérstaklega þykir mér
vænt um alla bíltúrana sem við
fórum með Lóu um sveitirnar hér
allt um kring. Mér þykir sérstak-
lega vænt um þær ferðir vegna
þess að ég veit að Lóa hafði af
þeim mikið yndi.
Lóa var afar handlagin. Eftir
hana liggja ýmsir dýrgripir, stytt-
ur, kirkjur og ekki má gleyma
jólasokkunum sem eru löngu
orðnir hluti af jólunum hjá börn-
unum hennar Lóu og fjölskyldum
þeirra. En dýrmætasta minning
okkar sem eftir standa er sú að
hafa hlotið þá gæfu að fá að kynn-
ast Lóu. Minningin um yndislega
konu mun ávallt lifa í hjörtum
okkar.
Anna Gréta Halldórsdóttir.
Ég kvaddi Lóu tengdamóður
mína á dvalarheimilinu Hlíð mið-
vikudaginn 7. nóvember í stuttri
heimsókn með þeim orðum að við
mundum sjást um helgina þar á
eftir. Hún hafði þá dvalið á Hlíð
um skeið vegna erfiðra veikinda
sem komu í veg fyrir að hún gæti
búið ein í sinni íbúð. Ekkert varð
af frekari heimsóknum þar sem
hún kvaddi lífið rúmum sólar-
hring seinna.
Okkur varð vel til vina strax
þegar ég kynntist Sollu minni og
fór að venja komur mínar í Höfð-
ahlíðina. Þar var alltaf líf og fjör
og fjölmargt fólk en mér var strax
vel tekið og varð einn af stórri fjöl-
skyldu sem ég á mikið að þakka.
Heimili Lóu og Geira stóð okk-
ur alltaf opið og þangað var gam-
an að koma, sérstaklega um helg-
ar þegar sunnudagskaffið var á
borðum, hópurinn hittist þar og
ræddi málin og krakkarnir hittu
afa og ömmu.
Lóa hélt vel utan um hópinn
sinn og tók virkan þátt í öllu sem
verið var að sýsla. Þegar börnin
okkar uxu úr grasi var Lóa amma
einn þeirra besti vinur. Hún lærði
þeirra leiki og lék við þau á gólfinu
um leið og hún kenndi þeim að
spila á spil og sitthvað annað sem
hún vissi að gott væri fyrir þau að
þekkja.
Nú í seinni tíð þegar barna-
börnin komu í heimsókn til okkar
var ávallt fastur liður að heim-
sækja Lóu ömmu á Mýrarveginn
og upplifa það sem foreldrar
þeirra og afar og ömmur höfðu
reynt, þ.e. að leika með Lóu
ömmu og njóta hennar frábæru
gestrisni.
Í áratugi hafði það verið hefð
hjá okkur að halda upp á jólin og
áramótin með Lóu og Geira á
heimili okkar í Sunnuhlíðinni. Í
huga okkar voru þau hluti af
jólahátíðinni og sama gildir um
barnabörnin. Þeim fannst reynd-
ar skrýtið að Lóa amma fékk allt-
af flesta pakkana en það sýnir
bara hve ríkan sess hún skipaði í
huga allrar fjölskyldunnar. Það
verður því skrýtið á komandi jól-
um að þar verður engin Lóa
amma, nema í hugum okkar þar
sem hún mun búa um alla framtíð.
Ef Lóa hefði verið upp á sitt
besta í nútímanum hefði hún verið
í hópi íslenskra ofurkvenna. Alla
sína tíð vann hún úti og rak sam-
hliða stórt heimili. Dugnaðurinn í
henni var aðdáunarverður og oft á
tíðum virtist sólarhringurinn hjá
henni vera lengri en hjá mörgum
öðrum. Hún var mamman, amm-
an og síðar langamman og langa-
langamman sem tók fullan þátt í
áhugamálum barnanna og var vel
inni í öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur.
Fráfall Lóu snertir okkur því
öll, yngri sem eldri, því hún lék
stórt hlutverk í okkar lífi. Ofur-
konan sem gaf svo mikið af sér og
var okkur svo mikill og góður vin-
ur. Nú þegar við kveðjum Lóu
ömmu og þökkum fyrir allt það
sem hún gaf okkur hefur hún
haldið í sína hinstu ferð. Við hæfi
er að vitna í lokaerindi í ljóði Jón-
asar Hallgrímssonar, Ferðalok,
sem var í miklu uppáhaldi hjá
henni:
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg,
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Valur Knútsson.
Við kveðjum ömmu okkar,
ömmu Lóu eins og hún var alltaf
kölluð. Við minnumst allra góðu
stundanna og þeirrar ánægju sem
samveran með henni færði okkur.
Amma Lóa var ekki aðeins góð
amma, heldur var hún einnig ein-
staklega góð fyrirmynd. Um-
hyggja, dugnaður og einskær
áhugi á því sem við tókum okkur
fyrir hendur var einkennandi fyr-
ir hana. Hún var fyrirmynd for-
eldra okkar, okkar sjálfra og
barna okkar.
Þegar litið er til baka eru svo
margar minningar sem vakna.
Allar eiga þær það sameiginlegt
að hún amma naut þess að taka á
móti fjölskyldunni. Samveru-
stundir sem einkenndust af hlýju
og hlátri. Stórfjölskyldan samein-
aðist hjá ömmu Lóu og afa Geira,
hvort sem um var að ræða virka
daga eða um helgar, um páska eða
jól.
Við vorum alltaf velkomin. Það
er sérstakt að hugsa til þess að
jólahátíðin, hátíð þar sem fjöl-
skyldan sameinast, er á næsta
leiti og í þetta skiptið getum við
ekki notið samverunnar með
henni. Það syrgjum við.
Amma Lóa hefur verið órjúf-
anlegur hluti af jólahaldinu frá
barnæsku okkar og hún verður
það áfram. Fjölskylduhefðir okk-
ar byggja að miklu leyti á sam-
veru með ömmu Lóu og afa Geira.
Nú er komið að því að amma Lóa
verji jólahátíðinni með afa Geira.
Þau fylgdust náið að og verða nú
samferða á ný. Ekkert fær þau
aðskilið aftur.
Við erum þess fullviss að amma
Lóa og afi Geiri muni halda áfram
að fylgjast með okkur eins og þau
gerðu alltaf.
Amma Lóa var þeim eiginleik-
um gædd að fólki leið vel í kring-
um hana og hún tók vel á móti
þeim sem leituðu til hennar. Frá
því að við munum eftir okkur eig-
um við minningar um veisluborð
sem svignuðu undan tertum og
öðrum veitingum, hvort sem það
var í Hraungerði, Mýrarveginum
eða í sælureit hennar og afa í
Vaglaskógi.
Segja má að í seinni tíð hafi
verið vissara að koma ömmu Lóu
á óvart og líta í heimsókn án þess
að gera boð á undan sér, svo að
amma færi ekki af stað að setja á
tertur. Þrátt fyrir það var úrvalið
alltaf nóg þegar við komum í
heimsókn. Þó svo að sárt sé að
kveðja er ljúft að minnast þessara
stunda.
Við kveðjum ömmu Lóu með
miklum söknuði en eftir stendur
þakklætið fyrir samveruna og all-
ar góðu stundirnar sem við áttum.
Minningar um einstaka og ljúfa
konu munu ávallt lifa. Amma Lóa
verður alltaf með okkur.
Elvar Knútur, Sigurgeir, Inga
Lind og Sigrún Eva Valsbörn.
Eva
Aðalsteinsdóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Jón G. Bjarnason,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna