Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Sigurdór Sigurdórs-son, fyrrverandiblaðamaður, fagnar
80 ára afmælinu í dag. Sig-
urdór fæddist á Akranesi
og ólst þar upp. Hann lauk
gagnfræðaskólaprófi frá
Héraðsskólanum í Reyk-
holti 1954 og sveinsprófi í
prentiðn 1960.
Sigurdór var prentari í
Ísafoldarprentsmiðju 1960-
61, í Prentsmiðjunni Eddu
1962-71, var íþrótta-
blaðamaður á Þjóðvilj-
anum 1967-77 og jafnframt
almennur blaðamaður þar
1971-86, blaðamaður við
DV 1986-97 og fréttastjóri
þar um skeið, var blaða-
maður við Dag 1997-2001,
og var blaðamaður hjá
Bændablaðinu 2001-2008.
Sigurdór var söngvari
með danshljómsveitum á
árunum 1958-66 en hann söng m.a. með KK-sextettinum og Hljómsveit
Svavars Gests. Þá var hann fararstjóri á Spáni fyrir Ferðaskrifstofuna
Útsýn sumrin 1977-87 og síðan af og til í nokkur sumur. Sigurdór skrif-
aði bækurnar Til fiskiveiða fóru, afmælisbók um Harald Böðvarsson &
Co; Spaugsami spörfuglinn, æviminningar Þrastar Sigtryggssonar
skipherra; Það var rosalegt, æviminningar Hákonar Aðalsteinssonar.
Hann sat í stjórn Blaðamannafélags Íslands 1987-89.
„Þegar ég hætti að vinna og reyndar aðeins fyrir það þá hef ég verið
að glíma við fæturna á mér og þurft að láta leggja mig oft inn á spítala.
Svo fór að það þurfti að taka annan fótinn af en ég er með gervifót frá
Össuri og þeir eru snillingar þar. Á þessum tíma hef ég lesið feikilega
mikið og meira en nokkurn tímann á ævinni. Ég hef mest gaman af bók-
um um gamla tímann og var að klára Úr farvegi aldanna eftir Jón Gísla-
son og var að byrja á bókinni Mannlíf og Mórar í Dölum eftir Magnús
Gestsson. Ég hef óskaplega gaman af þessum bókum.“
Sigurdór er núna staddur í Manchester í tilefni afmælisins. „Ég hef
haldið með Manchester United í 60 ár, frá slysinu 1958, en er núna í
fyrsta sinn að fara á Old Trafford á leik með United,“ en Manchester
United spilar við Crystal Palace í dag.
Eiginkona Sigurdórs er Sigrún Gissurardóttir, fyrrverandi auglýs-
ingastjóri. Þau eignuðust tvær dætur, Halldóru Guðrúnu og Nönnu
Dröfn, en Nanna er látin. Barnabörnin eru þrjú.
Blaðamaðurinn Sigurdór fyrir 35 árum.
Fer á Old Trafford
í dag í fyrsta sinn
Sigurdór Sigurdórsson er áttræður í dag
E
inar Hermannsson
fæddist í Reykjavík
24.11. 1968 og ólst þar
upp, í gamla Vestur-
bænum fyrstu árin.
Hann gekk í Vesturbæjarskóla, í
Gamla Stýrimannaskólanum, í tæp
tvö ár en flutti þá með fjölskyldunni
til Lúxemborgar er hann var sjö ára
og var þar í grunnskóla og mennta-
skóla.
Einar flutti aftur heim til Íslands
1984. Hann hóf þá störf hjá Flug-
leiðum, fyrst á varahlutalager fyrir-
tækisins á Keflavíkurflugvelli: „Svo
komust þeir að því fyrir hreina til-
viljun að ég kunni sex tungumál. Þá
var ég tekinn af lagernum og settur
í farþegaafgreiðslu Flugleiða innan-
lands á Reykjavíkurflugvelli, sem
síðar hét Flugfélag Íslands.“
Einar starfaði við innanlands-
flugið til ársins 2000, sinnti síðan
sölu- og markaðsstörfum hjá Intr-
um og hjá Markhúsinu um skeið, en
hóf síðan störf hjá AFA JCDecaux:
„Þetta er í raun stærsta fyrirtæki
sinnar tegundar í heiminum, starfar
í 70 löndum og 5.500 borgum,
bæjum og sveitarfélögum, víða um
heim.
AFA JCDecaux sérhæfir sig í
Einar Hermannsson, eigandi Útimiðla – 50 ára
Á leiðinni til Orlando Einar og Guðríður Inga, ásamt börnunum, tengdabörnum og barnabörnunum tveimur.
Ætlar að verða súper-
afi í seinni hálfleik
Hjá Frökkum Einar og Guðríður Inga. Einar var sæmdur riddarakrossi
frönsku heiðursorðunnar 2017 og var forseti Alliance Francaise 2015-2018.
Skeljatangi 19 - 270 Mosfellsbær
Þrastarhöfði 38 - 270 Mosfellsbær
240 m2 einbýlishús á einni hæð með bílskúr.
Mjög stór timburverönd með heitum potti. Góð
bílstæði með hitalögn. Góð staðsetning, stutt í
leikskóla, grunnskóla og sundlaug/heilsurækt
og er golfvöllurinn rétt við húsið. Fjögur svefn
herbergi. Tvö baðherbergi. V. 99,7 m.
Opið hús þriðjudaginn 27. nóvember
kl. 12:00 - 12:30
Laust strax – 94,2 m2, 4ra herbergja
íbúð með sér inngangi á 2. hæð.
Eignin skiptist í stofu, eldhús, þrjú
svefnherbergi, baðherbergi og
þvottahús. Geymsla er við hlið
inngangs. Góð staðsetning.
Stutt í skóla, leikskóla, sundlaug
og líkamsrækt. V. 39,9 m.
Opið hús sunnudaginn 25.
nóvember kl. 13:00 -13:30
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080
fastmos.is // fastmos@fastmos.is
Einar Páll Kjærnested
Löggiltur fasteignasali
S. 899 5159
Svanþór Einarsson
Löggiltur fasteignasali
S. 698 8555
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.