Morgunblaðið - 24.11.2018, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal
Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur
úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON
OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS
Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
- HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ
- ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is
Árlegir hausttónleikar Karlakórs
Grafarvogs verða að þessu sinni
haldnir með kvennakórnum Söng-
spírurnar, en stofnandi beggja kór-
anna er Íris Erlingsdóttir sem jafn-
framt stjórnar báðum kórunum.
Tónleikarnir verða í Grafarvogs-
kirkju í dag, laugardag, og hefjast
klukkan 16. Á fjölbreyttri efnisskrá
tónleikanna er að finna fjörlegar
söngvasyrpur sem kórarnir munu
flytja í sameiningu. Þar má nefna
syrpu úr söngleiknum My Fair Lady
og einnig syngja þeir saman syrpu
laga úr smiðju Andrew Lloyd Web-
ber sem óþarft er að að kynna. Loks
munu kórarnir syngja hvor um sig
þekkt íslensk og erlend lög.
Tónleikar í Grafarvogi
Kórinn Karlakór Grafarvogs kemur fram með Söngspírunum í dag.
Aðventan er á næsta leiti og því
komið að því að rithöfundar lesi
upp úr nýjum bókum á Gljúfra-
steini. Þetta er í fjórtánda sinn sem
gestum er boðið að hlýða á upp-
lestur á aðventunni í stofu Halldórs
og Auðar Laxness á Gljúfrasteini.
Fyrsti höfundahópurinn mætir til
leiks á morgun og hefst lestur
stundvíslega klukkan 16. Þórunn
Jarla Valdimarsdóttir les úr bók
sinni Skúli fógeti: Faðir Reykjavík-
ur – Saga frá átjándu öld, Ragnar
Helgi Ólafsson les úr Bókasafn föð-
ur míns, Ófeigur
Sigurðsson les úr
skáldsögunni
Heklugjá – leið-
arvísir að eldin-
um og Eva Rún
Snorradóttir les
úr ljóðabók sinni
Fræ sem frjóvga
myrkrið.
Fleiri höfund-
ar mæta til leiks
og lesa á Gljúfrasteini fyrstu þrjá
sunnudaga í desember.
Höfundar lesa upp á Gljúfrasteini
Ragnar Helgi
Ólafsson
Selkórinn og Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna efna til hátíð-
artónleika kl. 16 í dag, laugardag, í
Seltjarnar-
neskirkju. Tón-
leikarnir eru þeir
síðari á árinu í
tilefni þess að í
ár er hálf öld lið-
in frá því konur í
kvenfélaginu Sel-
tjörn stofnuðu
kórinn. „Þessir
seinni hátíðar-
tónleikar eru á
klassískum nótum, öfugt við þá
fyrri þegar kórinn söng popplög
eftir þekkta Seltirninga,“ segir Oli-
ver Kentish, kórstjóri og
hljómsveitarstjóri. „Enda getur
kórinn vel sungið bæði létt lög og
klassísk,“ bætir hann við.
Á efnisskrá tónleikanna, sem
jafnframt eru tileinkaðir 100 ára
fullveldi Íslands, er Missa Tempore
Belli eftir Joseph Haydn. Í verkinu,
sem oft er nefnt Pákumessa,
syngja, auk kórsins, einsöngv-
ararnir Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir
sópran, Sesselja Kristjánsdóttir
mezzósópran, Egill Árni Pálsson
tenór og Ágúst Ólafsson bassi. Eftir
Pákumessuna syngur kórinn nokk-
ur ættjarðarlög og síðan þjóðsöng-
inn í lokin.
Meðal ættjarðarlaganna er tón-
verkið Mitt land, sem Oliver útsetti
fyrir kór og hljómsveit í tilefni
tímamótanna við ljóð eftir Sigurð
Ingólfsson. „Tónverkið verður
frumflutt á tónleikunum í dag. Sig-
urður samdi mjög fallega ljóðabók
með 52 þakkarbænum, sem ég hafði
samið nokkur lög við. Mér fannst
því liggja beinast við að biðja hann
að yrkja fyrir mig ljóð sem ég gæti
útsett fyrir hátíðartónleikana. Von-
andi nær lagið einhverri útbreiðslu
og þá getum við kallað það ættjarð-
arlag framtíðarinnar,“ segir Oliver,
sem fimmta árið í röð stjórnar Sel-
kórnum. Aðspurður segist hann
hafa verið viðloðandi Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna frá stofnun
árið 1990, fyrst sem sellóleikari og
síðan hafi hann verið fenginn til að
stjórna einstaka tónleikum. Fyrir
fimmtán árum hafi hann svo tekið
að fullu við stjórnartaumunum.
Selkórinn var upphaflega
kvennakór en fljótlega bættust
nokkrir karlar í kórinn og hefur
hann síðan verið blandaður kór.
„Karlarnir mættu að ósekju vera
fleiri. Það er klassískt vandamál á
Íslandi að fá karla í aðra kóra en
karlakóra. Þótt við séum ágætlega
sett erum við alltaf að leita að yngri
röddum,“ segir Oliver. vjon@mbl.is
Víðförull kór Selkórinn hefur á hálfri öld ferðast víða um heim og haldið tónleika ásamt því að syngja á ýmsum
stöðum innanlands, bæði einn og með öðrum kórum, og átt samstarf við fjölda íslenskra tónlistarmanna.
Vonandi ættjarðarlag
framtíðarinnar
Hátíðartónleikar Selkórsins í Seltjarnarneskirkju í dag
Oliver Kentish
Kvennakórinn Hrynjandi blæs til
söngskemmtunar og syngur nokk-
ur vel valin lög í Aðventkirkjunni í
Reykjavík, Ingólfsstræti 19, á
morgun, sunnudag, klukkan 15.
Stjórnandi kórsins er Jón Svavar
Jósefsson.
Í tilkynningu segir að Hrynjandi
ætli að kveðja haustið og syngja inn
jólin með lögum eftir Jórunni Við-
ar, Hildigunni Rúnarsdóttur, Mad-
onnu og Sigvalda Kaldalóns, svo
einhverjir séu nefndir.
Aðgangur á tónleikana er ókeyp-
is og í boði verða léttar veitingar
gegn vægu verði, te, kaffi, safi og
piparkökur, og til sölu verða
Heimaeyjarkerti í aðventukransinn
og jólasveinaspil til styrktar fram-
tíðarsöng um ókunnar lendur.
Kvennakórinn Hrynjandi hefur
verið starfræktur síðan 2011 og
hefur bæði sungið á hefðbundnum
tónleikum, árshátíðum og afmælum
en einnig tekið þátt í gjörningum,
svo sem í Leikhúsi listamanna,
Glæðingamessum með hljómsveit-
inni Evu og messu Gjörninga-
klúbbsins.
Kvennakórinn Hrynjandi syngur
í Aðventkirkjunni á sunnudag
Kvennakór Hrynjandi hefur starfað frá
2011 og fytur fjölbreytilega tónlist.
Menntaskóli í Tónlist (M.Í.T.) held-
ur nú um helgina söngsýningu til
heiðurs söngvaskáldinu Magnúsi
Þór Sigmundssyni. Er hún haldin í
hátíðarsal F.Í.H., Rauðagerði 27,
undir yfirskriftinni Sú ást er heit, og
hefst sýningin bæði á laugardag og
sunnudag klukkan 15.
Fram koma 12 söngvarar og 11
manna hljómsveit, allt nemendur
skólans, undir stjórn Agnars Más
Magnússonar píanóleikara. Á efnis-
skránni er fjölbreytt úrval tónlistar
frá ferli Magnúsar, sem var sjötugur
á dögunum, lög sem landsmenn
þekkja. Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir:
söngkennari segir lengi hafa verið
rætt innan skólans að gera sýningu
með tónlist Magnúsar Þórs og nú er
hann hylltur á afmælisárinu.
„Fjölbreytilegur hópur nemenda
tekur þátt, allt frá nemendum sem
hófu nám í haust til þeirra sem héldu
útskriftartónleikara í síðustu viku,“
segir Guðlaug Dröfn og segir aðal-
lega um einsöngslög að ræða, og
raddað með. „Undirbúningur hefur
staðið síðan í haust,“ segir hún og nú
er komið að uppskerunni.
Magnús Þór hylltur á söngsýningu
Söngvararnir Flestir nemendanna sem koma fram á tónleikunum.
Leikarinn Ingvar
E. Sigurðsson
verður í nefnd
EFP, European
Film Promotion,
sem sér um að
velja rísandi
stjörnur úr röð-
um leikara sem
kynntir verða á
kvikmyndahátíð-
inni í Berlín á
næsta ári. Á hverju ári velur EFP
tíu unga og efnilega evrópska leik-
ara sem fá viðurkenningu á kvik-
myndahátíðinni. Með Ingvari í val-
nefndinni eru fjórir aðrir, m.a.
makedónski leikstjórinn Teona
Strugar Mitevska.
Af íslenskum leikurum sem kom-
ist hafa í raðir rísandi stjarna má
nefna Heru Hilmarsdóttur og Atla
Óskar Fjalarsson.
Ingvar velur
rísandi stjörnur
Ingvar E.
Sigurðsson