Morgunblaðið - 27.11.2018, Side 1

Morgunblaðið - 27.11.2018, Side 1
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tölvupóstur sem Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, sendi frá sér í gær í kjölfar þess að við- skipti með bréf Icelandair Group voru stöðvuð í Kauphöll Íslands, kann að hafa veruleg áhrif á það ferli sem að var stefnt að ljúka í lok þess- arar viku og miðaði að því að Ice- landair keypti allt hlutafé WOW air. Þetta herma heimildir Morgunblaðs- ins. Í póstinum fullyrðir Skúli að for- svarsmenn WOW air eigi í viðræðum við aðra fjárfesta en Icelandair Gro- up um mögulega aðkomu að félag- inu. Það sé gert samhliða framgangi viðskiptanna við Icelandair. Þær við- ræður munu hafa átt sér stað án vitneskju Icelandair. Stjórn Ice- landair Group hefur boðað hluthafa félagsins til fundar kl. 8.30 að morgni föstudagsins af fyrrnefndum ástæð- um. Heimildir Morgunblaðsins herma að þessi ummæli hafi verið meðal þeirra atriða sem forsvarsmenn Ice- landair Group hafi þurft að leggja mat á í gær en fyrir liggur að stjórn félagsins hyggst leggja það fyrir fyrrnefndan hluthafafund að félagið eignist WOW air að fullu með af- hendingu hlutabréfa í Icelandair Group. Viðskiptin með Icelandair voru stöðvuð að kröfu FME í gær sem sagðist með því vilja tryggja jafnan aðgang hluthafa að upplýs- ingum. Bréf Icelandair Group lækk- uðu um ríflega 5,7% í viðskiptum eft- ir að opnað var fyrir þau að nýju eftir hádegið í gær. Enn margir lausir endar  Tölvupóstur Skúla Mogensen til starfsfólks WOW air veldur verulegum titringi  FME stöðvaði viðskipti með bréf Icelandair. Bréf félagsins lækkuðu um 5,7% MHögg kom á markaðinn »16 Stofnað 1913  279. tölublað  106. árgangur  Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 HLJÓÐFÆRI MEÐ MIKLA MÖGULEIKA ÆVINTÝRI BOTN- RÖSSU MÁTTI ALLS EKKI RÆÐA SAMKYNHNEIGÐ NÝ BÓK 30 SVONA FÓLK 33NÝTT ORGEL GUÐRÍÐARKIRKJU 12 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gröndalshús Endurgerð kostaði 238 milljónir króna. Það stendur í Grjótaþorpi.  Kostnaður við endurbætur á Gröndalshúsi sem nú stendur í Grjótaþorpi reyndist 238 milljónir króna. Upphafleg fjárhagsáætlun við endurbæturnar hljóðaði upp á 40 milljónir króna, en miðað við upp- reiknaða byggingarvísitölu frá 2009 er sú upphæð 60 milljónir í dag. Mið- að við þessar tölur fór verkið 297% fram úr áætlun. Þetta kom fram á síðasta fundi borgarráðs en þar ósk- uðu sjálfstæðismenn eftir skýr- ingum á þessu. Gröndalshús er í dag leigt af menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar og nýtt fyrir Bókmenntaborg Reykjavíkur. Þar er einnig sýning um Benedikt Grön- dal og aðstaða fyrir fræðimenn. »14 Endurgerð Grön- dalshúss fór 297% fram úr áætlun Morgunblaðið/Jakob Fannar Á leið í brotajárn Spilliefni eru tekin úr bílunum fyrir förgun. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Úrvinnslusjóður áætlar að allt að 12 þúsund ökutækjum verði skilað til förgunar í ár. Það yrði metfjöldi. Fyrra metárið var 2017. Þá var um 9.500 ökutækjum skilað til förgunar, sem var tæplega 50% aukning frá árinu 2016. Eftir efnahagshrunið jókst hvat- inn til að halda gömlum bílum lengur gangandi. Með auknum kaupmætti og meira framboði notaðra bíla, þ.m.t. bílaleigubíla, virðist sem margir hafi nýtt tækifærið í ár og látið farga gömlum bílum. Bílaflotinn að yngjast Tölur Úrvinnslusjóðs benda til að meðalaldur bíla sem fara til förgunar hafi náði hámarki 2016. Guðlaugur G. Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir styttast í að gjald sem bílaeigendur greiða fyrir förgunina verði hækkað. Um 245 þúsund ökutæki voru skráð hér á landi um síðustu áramót. Förgun 12 þúsund ökutækja sam- svarar því 5% flotans. »4 Metfjöldi bíla í pressuna  Útlit fyrir að allt 12 þúsund ökutækjum verði fargað í ár Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, var á meðal gesta í móttöku á Kjarvals- stöðum í gærkvöldi við upphaf heimsþings kven- leiðtoga í Hörpu í dag. Þar koma saman yfir 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum til að ræða leiðir til að tryggja aukin tækifæri kvenna og læra af reynslu Íslendinga varðandi árangur í jafnréttismálum. Katrín Jakobsdóttir ávarpar þingið í dag. Yfir 400 kvenleiðtogar hittast í Hörpu Morgunblaðið/Hari  Glatt var á hjalla í stjórnstöð NASA þegar geimfarið InSight lenti á Mars laust fyrir átta í gær- kvöld. Geimfarið á erfitt sjö mán- aða ferðalag að baki en það er fyrsta geimfar sem NASA sendir til Mars síðan 2012. Það var sent af stað með það fyrir augum að afla frekari jarð- eðlisfræðilegra upplýsinga um plánetuna en áður hefur verið gert. Farið mun kanna hitastig í jörðu á Mars og kanna hvernig plánetan snýst um möndul sinn. Þá mun það fylgjast sérstaklega með „Mars- skjálftum“. Farið framleiðir eigin raforku og verður um sinn við rannsóknir á Mars. Geimfarið InSight lenti á Mars í gær Viðgerð er lokið á leiði Jóns Magnús- sonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Ný plata á leiði Jóns var sett upp í Hólavallagarði í gær. Þór Sigmunds- son steinsmiður var fenginn til að smíða plötu og var verkið styrkt af Al- þingi og forsætisráðuneytinu. Viðgerð- in var annars á vegum Minjastofnunar. „Þeir brugðust mjög snöggt við og af stakri fagmennsku,“ sagði Heimir Janusarson, umsjónarmaður á svæð- inu. Ánægja ríkir um afgreiðslu máls- ins en greint var frá því að leiðið væri í niðurníðslu í Morgunblaðinu fyrr í mánuðinum. snorrim@mbl.is Ný plata komin á leiði forsætisráðherrans Ljósmynd/Minjastofnun Viðgerð Hér er ný plata reist upp við legstein Jóns forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.