Morgunblaðið - 27.11.2018, Side 16

Morgunblaðið - 27.11.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2018 Veldu Panodil® sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkan Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis d dreif eða lyfjafræ r par kanir. Sjá nánari up flur. Innihelduinntö ðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaver ku, Panodil Brus freyðitö i a, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til kjum. Hitalækkandi. serlyfjaskra.is. gum ver á www. acetamól. Við væ plýsingar um lyfið BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjárfestar á markaði tóku dræmt í fréttir þess efnis að Icelandair Group og WOW air tækist ekki að greiða úr öllum fyrirvörum varðandi kaup fyrr- nefnda félagsins á hinu síðarnefnda fyrir komandi mánaðamót. Tilkynn- ing þess efnis barst frá Icelandair Group gegnum tilkynningakerfi Kauphallarinnar í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið lét stöðva viðskipti með bréf félagsins uns markaðurinn hefði verið upplýstur um stöðu fyrir- hugaðra kaupa. Afar fátítt er að FME grípi til aðgerða af þessu tagi á hlutabréfamarkaði. Það hefur raunar aðeins einu sinni gerst á síðustu árum en þá var lokað fyrir viðskipti með bréf tryggingafélaganna þegar afnám fjármagnshafta var tilkynnt þann 8. júní 2015 en félögin þrjú vegna mik- illa umsvifa þeirra á skuldabréfa- markaði. Þegar fréttir bárust af stöðvun við- skiptanna litaðist Kauphöllin nær öll rauð. Við lokun markaða höfðu þó bréf Icelandair lækkað langmest eða um 5,71% í 233 milljóna króna við- skiptum. Þrátt fyrir fyrirspurnir Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn Icelandair Group ekki gefið upp hvaða fyrirvarar það eru sem ekki verði unnt að fá botn í fyrir mán- aðamót. Fyirhuguð kaup eru nú til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlit- inu (SEK). Þegar Morgunblaðið náði tali af Páli Gunnari Pálssyni, for- stjóra SEK, vildi hann ekki tjá sig um stöðu rannsóknarinnar að öðru leyti en því að stofnunin reyndi að hraða henni eftir fremsta megni. Í gær var stefnt að því að ljúka áreiðan- leikakönnun á starfsemi WOW air sem lögfræðistofan Logos og endur- skoðunarfyrirtækið Deloitte hafa unnið að. Enn óljóst með kaupverðið Það verður m.a. á grundvelli þess- arar áreiðanleikakönnunar sem end- anlegt kaupverð verður ákvarðað, gangi viðskiptin eftir. Þannig er gengið út frá því að Skúli muni fá víkjandi láni á hendur WOW air breytt í 1,8% hlut í Icelandair. Þá muni niðurstaða áreiðanleikakönnun- ar leiða í ljós hvert kaupverðið verður að öðru leyti. Það mun geta rokkað milli 0% og 4,8% hlutar í Icelandair Group. Stjórn Icelandair stefnir að því á föstudag að fá kaupin samþykkt á hlutahafafundi og að samhliða því verði gefnir út nýir hlutir í félaginu til að fjármagna kaupin. Dularfullar viðræður Mitt í darraðardansinum í Kaup- höll Íslands sendi Skúli Mogensen, starfsfólki WOW air tölvupóst þar sem hann ítrekaði að viðræðurnar við Icelandair um möguleg kaup á félag- inu myndu dragast lengur en í fyrstu var ætlað. Þar sagði hann að þær taf- ir ættu ekki að koma á óvart, enda um gríðarlega flókin viðskipti að ræða. Það voru hins vegar ummæli í fyrr- nefndum pósti þess efnis að fleiri fjár- festar hefðu sýnt félaginu áhuga og að verið væri að skoða flöt á þeim áhuga samhliða viðræðunum við Ice- landair, sem komu ýmsum í opna skjöldu. Heimildir Morgunblaðsins herma að í þeim hópi hafi verið for- svarsmenn Icelandair. Ekki er ljóst hvaða áhrif ummæli Skúla kunna að hafa á yfirstandandi ferli sem miðar að kaupum Icelandair á WOW air. Viðmælendur sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi segja hins veg- ar að orð Skúla hljóti að koma til skoðunar Samkeppniseftirlitsins. Ljóst sé að stofnunin vilji kanna alla möguleika umfram þann að heimila kaup Icelandair, stærsta flugfélags- ins á heimamarkaði, á stærsta sam- keppnisaðila sínum. Í umræðum á Alþingi í gær fullyrti Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnaráðherra, að stjórnvöld hefðu ekki í hyggju að stíga inn í rekstur einstakra flug- félaga eða að taka að sér að reka slík félög. Hann sagði hins vegar að stjórnvöld fylgdust náið með stöðunni á flugmarkaði um þessar mundir. Högg kom á markaðinn Morgunblaðið/Eggert Sviptingar Ekki er enn ljóst hvort verði af kaupum Icelandair Group á WOW.  FME taldi óbirtar upplýsingar eiga erindi við fjárfesta  Icelandair hefur ekki upplýst hvaða fyrirvarar séu enn óuppfylltir varðandi fyrirhuguð kaup á WOW air aldamót en þá voru frystitogararnir 35 samkvæmt öðrum tölum sem Morgunblaðið aflaði. Um helgina bárust fregnir af því frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur (ÚR) að félagið hygðist selja frysti- togararann Guðmund í Nesi RE-13 og hefur fyrirtækið í kjölfarið sagt upp öllum sjómönnum í áhöfn skips- ins. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir rekstrarumhverfið neyða fyrirtækið í þessar erfiðu ákvarðanir. „Mér finnst þetta mjög slæm þró- un. Þetta eru hálaunastörf og góð og öflug skip. Það er gríðarleg eftir- sjá að þessum góðu störfum. Mér finnst það sorglegt, sem Íslend- ingur, að þau séu að hverfa,“ segir Runólfur við Morgunblaðið og nefn- ir að þróunina megi rekja til gjald- töku stimpil- og veiðigjalda. Skerðing á lífskjörum „Þetta er það sem við sögðum árið 2012. Það vill bara enginn trúa okk- ur,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi ÚR. „Þetta eru hæst launuðu sjómenn Ís- lands með besta fiskinn líka og við vorum að selja hann á hæsta verðinu út úr landinu. Þetta er skerðing á lífskjörum þjóðarinnar.“ Hann segir þörf á samstilltu átaki stjórnvalda, útgerðaraðila og stéttarfélags sjó- manna til þess að snúa þróuninni við. „Í dag eru þessi fyrirtæki bara ofurskattlögð. Fjármagnið fer bara annað.“ peturhreins@mbl.is Útgerðarfyrirtæki hér á landi sjá sér mörg hver ekki lengur fært að gera út frystitogara með góðu móti. Hefur frystitogurum á undan- förnum árum fækkað verulega en í byrjun næsta árs má gera ráð fyrir að þeir verði 11 talsins. Var fjöldinn síðast á svipuðu róli undir lok 9. ára- tugarins. Frá því að lög um veiði- gjöld voru sett árið 2012 mun þeim því hafa fækkað um 64,5% í byrjun árs 2019. Árið 2012 voru frystitog- arar 31 samkvæmt tölum Fiskistofu en sem stendur eru þeir nú 12 tals- ins. Mestur var fjöldinn rétt fyrir Frystitogarar eru óðum að hverfa  Frystitogurum hefur fækkað um 64,5% frá 2012 að mati Fiskistofu Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Togari Guðmundur í Nesi á sölu. 27. nóvember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.36 123.94 123.65 Sterlingspund 158.35 159.11 158.73 Kanadadalur 93.15 93.69 93.42 Dönsk króna 18.758 18.868 18.813 Norsk króna 14.366 14.45 14.408 Sænsk króna 13.576 13.656 13.616 Svissn. franki 123.72 124.42 124.07 Japanskt jen 1.0925 1.0989 1.0957 SDR 170.6 171.62 171.11 Evra 140.01 140.79 140.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.3589 Hrávöruverð Gull 1222.15 ($/únsa) Ál 1922.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.58 ($/fatið) Brent Samstæða Orkuveitu Reykjavíkur, sem samanstendur auk móðurfélags- ins af Orku náttúrunnar, Veitum og Gagnaveitu Reykjavíkur, hagnaðist um rúma 1,7 milljarða króna á þriðja fjórðungi 2018 samanborið við 3,2 milljarða á sama tímabili í fyrra. Tekjur jukust á tímabilinu, en þær námu 10,3 milljörðum á þriðja fjórð- ungi þessa árs, samanborið við 9,7 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Það er hins vegar fyrst og fremst aukinn fjármagnskostnaður sem lit- ar afkomu félagsins milli ára. Sé horft til fyrstu níu mánaða árs- ins þá hagnaðist fyrirtækið um 5,9 milljarða króna en hagnaður sama tímabils 2017 nam 10,5 milljörðum. Tekjur jukust um tvo milljarða milli ára. Þær voru 33,5 milljarðar fyrstu níu mánuði 2018 en 31,3 millj- arðar sama tímabil árið á undan. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að þrátt fyrir lækkun á gjald- skrám fyrir kalt vatn og rafmagns- dreifingu í upphafi árs hafi tekjur OR aukist á fyrstu níu mánuðum árs- ins frá sama tímabili 2017. „Aukin umsvif í samfélaginu, fjöldi nýbygg- inga, auknar tekjur af heildsölu raf- magns og kalt tíðarfar valda því,“ segir í tilkynningunni. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Orka Aukin umsvif í samfélaginu leiða til aukinna tekna hjá OR. Minni hagn- aður OR  Tekjurnar aukast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.